Morgunblaðið - 26.09.2014, Page 15

Morgunblaðið - 26.09.2014, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 Morgunblaðið/Ómar Blikur Deilt er um kjarasamninga bæjarstarfsmanna í Kópavogi. „Verkfallið myndi lama margar stofnanir bæjarins auk þess sem sundlaugunum yrði lokað. Leik- skólar munu lamast, það sama gildir um grunnskólana,“ segir Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, for- maður Starfsmannafélags Kópa- vogsbæjar, en félagið hefur sam- þykkt verkfallsboðun. Náist ekki samningar leggja félagsmenn nið- ur störf dagana 14., 15., 21. og 22. október. Þá hefst ótímabundið verkfall 1. nóvember. „Stuðningsfulltrúar, húsverðir og fleiri í grunnskólum koma til með að fara í verkfall. Í leikskól- unum eru það ófaglærðir starfs- menn, auk þeirra er sjá um elda- mennsku og annað, sem fara í verkfall. Þetta gæti orðið mikið uppnám,“ segir hún. Jófríður bætir auk þess við að velferðar- svið Kópavogsbæjar muni einnig bíða hnekki. Deilt um háskólabókun í kjarasamningi „Við skrifuðum undir kjara- samning í byrjun júlí á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Þar komu fulltrúar frá kjarasviði og fulltrúar frá starfs- mannafélaginu að máli. Þegar bú- ið var að undirrita samninga komu upplýsingar frá fram- kvæmdastjóra kjarasviðs þess efnis að Kópavogsbær vildi há- skólabókun út úr kjarasam- ingnum okkar. Ég lét rífa samn- inginn. Ég sel ekkert út úr samningnum, ég hef ekki heimild til þess,“ segir Jófríður. Næsti fundur hjá ríkissátta- semjara er boðaður 1. október. davidmar@mbl.is Mikil áhrif komi til verkfalls  Starfsmannafélag Kópavogsbæjar boðar til vinnustöðvana „Þegar kemur að endanlegri út- færslu verður þetta gert þann- ig að það skaði ekki höfnina og minnki ekki at- hafnasvæði hennar um of,“ segir Hjálmar Sveinsson, for- maður umhverf- is- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Stjórnendur Faxaflóahafna hafa lýst áhyggjum af að auknar kröfur um rými bygginga við Austurbakka þrengi mjög að afnotum af hafnar- mannvirkjunum í Austurhöfn. Hjálmar segir að endanleg útfærsla á svæðinu verði gerð í samkomu- lagi og ekki megi þrengja um of að athafnasvæði hafnarinnar. „Ég lít á þetta sem ágæta ábendingu og finnst gott að höfnin haldi utan um þessa hagsmuni, því við viljum hafa þetta áfram alvöruhöfn.“ omfr@mbl.is Athafnasvæði hafn- arinnar í Austurhöfn minnki ekki um of Hjálmar Sveinsson Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 108 • Reykjavík • Sími 560 1010 www.heilsuborg.is Eitthvað fyrir alla! Upplýsingar í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is Morgunþrek Kvennaleikfimi Karlaleikfimi 60 ára og eldri (nýr tími 17:30) Í formi fyrir golfið HL klúbburinn • • • • • Jóga • Zumba • • Lausnina finnur þú í Heilsuborg Heilsuborg er líkamsrækt þar sem boðið er upp á heildstæða þjónustu í átt að betri heilsu og líðan. Komdu og svitnaðu með okkur Innanríkisráðu- neytið hefur aug- lýst laust til um- sóknar embætti hæstaréttardóm- ara til setningar meðan á leyfi skipaðs dómara stendur. Um er að ræða stöðu dr. Páls Hreinssonar hæstaréttardómara sem var skipaður til að vera dómari við EFTA-dómstólinn frá 15. sept- ember 2011. Hann hefur gegnt því embætti síðan. Miðað er við að sett verði í embætti hæstaréttardóm- arans frá og með 1. janúar 2015 til og með 15. september 2017, eða hið fyrsta eftir að nefnd um hæfi dóm- ara hefur lokið starfi sínu, að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins. Þegar Páll fór í leyfi frá störfum 2011 var Benedikt Bogason settur hæstaréttardómari. Síðan var Bene- dikt skipaður hæstaréttardómari. Þá var Ingveldur Einarsdóttir, dóm- ari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sett í embætti hæstaréttardómara til tveggja ára frá 1. janúar 2013. Setn- ing Ingveldar rennur því út um næstu áramót. gudni@mbl.is Laust sæti í Hæsta- rétti Páll Hreinsson  Dómari í leyfi og annar settur í staðinn Ástir konu er yfirskrift tónleika sem haldnir verða laugardaginn 27. september kl. 15 í Guðríðarkirkju. Þar munu Elsa Waage kontraalt, Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran, Margrét Einarsdóttir sópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó- leikari koma fram og flytja fjöl- breytta dagskrá. Umfjöllunarefnið er, eins og kemur fram í yfirskriftinni, ást- fangnar konur og það sem konur elska. Sungið verður um ást til barna í vögguvísu, um brostna ást, ást til almættisins og til ættjarð- arinnar svo eitthvað sé nefnt. Allir eru hjartanlega velkomnir, miða- verð er 2.500 krónur, en 2.000 kr. fyrir eldri borgara Ástir konu í Guðríðarkirkju

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.