Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 Klara Sigríður Thorarensen fagnar fertugsafmæli sínu í dag.Hún er nýkomin heim frá New York, en þær fóru sjö vin-konur þangað í fimm daga ferð. „Við urðum fjórar fertugar í ágúst og september og loksins núna komumst við í saumaklúbbn- um saman í ferð eftir að hafa reynt í mörg ár að finna rétta tímann.“ Hún ætlar þess vegna að taka það rólega í dag en mun snæða hádeg- isverð með vinkonum sínum og borðar svo með fjölskyldunni um kvöldið. Klara hefur lengi unnið sem fyrirsæta og starfaði erlendis í þrjú ár. Nú er hún einn af eigendum húsgagna- og gjafavöruverslunar- innar Heimahússins sem hún rekur ásamt föður sínum. Þau áttu hvort sína húsgagnaverslunina en ákváðu að sameinast fyrir sjö ár- um. „Við erum með ólíkan stíl og náum því vonandi að höfða til sem flestra, við erum með fjölbreyttar vörur, klassískar, rómantískar og nútímalegar.“ Eiginmaður Klöru er Óttar Guðnason kvikmyndatökumaður. Börn þeirra eru Dagur, f. 1998, Helen Málfríður, f. 2002, og Kristján Skagfjörð, f. 2012. Klara og Óttar hafa verið að taka í gegn sumarbústað á Laugar- vatni sem þau keyptu nýverið. „Hugurinn er mikið þar núna og í barnauppeldinu.“ Klara Sigríður Thorarensen er fertug í dag Fjölskyldan Klara og Óttar á góðri stund ásamt börnunum. Nýkomin heim úr afmælisreisu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Jóhanna Þórkatla Eiríks- dóttir af- henti Rauða krossinum 3.181 krónu sem hún safn- aði fyrir fá- tæk börn. Hlutavelta Reykjavík Tvíburarnir Ísmael Tumi og Ylfa Lóa fæddust 25. október 2013. Ísma- el Tumi fæddist kl. 21.05 og vó 2.430 g og var 44 cm langur. Ylfa Lóa fæddist kl. 21.18. og vó 3.005 g og var 48 cm löng. Foreldrar þeirra heita Lilja Dögg Eldon og Hassan Harazi. Tvíburarnir eiga þrjú eldri systkin, Hilmar Smára 10 ára, Heið- björk Emblu 8 ára og Ilmi Ósk 5 ára. Nýir borgarar G unnar fæddist í Efstadal í Laugardalshreppi í Árnessýslu 26.9. 1939 og ólst upp í Gýgjar- hólskoti í Biskups- tungum frá því á fjórða ári. Það hefur verið fjörugt á bernsku- heimilinu, með átta systkini? „Já, þetta var stór hópur en ég er næstyngstur og eldri systkinin fóru flest snemma að heiman í skóla og til vinnu. Ég var í heimavistarskóla í Reyk- holti í Biskupstungum á aldrinum 10- 14 ára, en þá var maður hálfan mán- uð í skólanum í senn og annan hálfan mánuð heima. Þarna var einn yngri bekkur sem samanstóð af tveimur ár- göngum, og annar eldri bekkur, einn- ig tveggja árganga. Þetta þætti stop- ul skólaganga í dag en ég held að mér hafi ekkert orðið meint af henni.“ Gunnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1961: „Ég var alls sex vetur á Laug- arvatni og það voru afskaplega skemmtileg og eftirminnileg ár.“ Gunnar lauk kandídatsprófi í ís- lenskum fræðum með sögu sem kjör- sviðsgrein við HÍ 1970 og lauk dokt- orsprófi frá heimspekideild HÍ 1978. Hann stundaði nám í sagnfræði við Óslóarháskóla 1966-67 og við Kaup- mannahafnarháskóla 1972. Gunnar var stundakennari í sagn- fræði við HÍ 1970-71 og 1973-74, kenndi Norðurlandasögu við Uni- versity College í London 1974-76, var lektor í sagnfræði við HÍ 1976-80 og prófessor við HÍ 1980-2009. Gunnar sat í stjórn Sagnfræðinga- félags Íslands 1973-74 og 1976-78 og var formaður félagsins 1988-90, sat í stjórn Sögufélags 1978-82, var forseti heimspekideildar HÍ 1981-83 og 1991 og sat í Forskningspolitisk Råd á vegum norrænu ráðherranefndar- innar 1989-91. Gunnar er höfundur fjölda náms- bóka í Íslandssögu og fræðirita í sagnfræði. En hefur Gunnar áhugamál? Gunnar Karlsson, prófessor emeritus við HÍ – 75 ára Stór systkinahópur Gunnar og Silja, lengst til hægri, ásamt systkinum Gunnars, mökum og föðurbróður, 1979. Sest ekki í helgan stein Vormaður Íslands Gunnar á landskika þeirra systkina austur í Tungum. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barns- fæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.