Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 Þessi áhugaverða kvikmyndleiðir áhorfendur umganga, geymslur og sýn-ingarsali Kunsthistor- isches Museum í Vín. Kvikmyndað var á tveggja ára tímabili, þegar unnið var að endurgerð þess hluta safnsins sem kallast Kunstkammer en þar eru varðveitt einstök söfn gripa sem hinir áhrifamiklu Habs- borgarar söfnuðu á sínum tíma. Nálgun leikstjórans, Johannesar Holtzhausen, er áhugaverð. Enginn sögumaður upplýsir þann sem horf- ir, engin viðtöl eru tekin eða tónlist lögð yfir myndefnið til að skapa stemningu. Þess í stað líður kvik- myndavélin um salina; stundum er stjórnendum fylgt eftir og þá kemst áhorfandinn að því að mikið stendur til, enduropnun hluta safnsins, en svo er fylgst með forvörðum hreinsa söguleg málverk af mikilli vand- virkni, koma flóknum gangverkum gamalla leikfanga í lag, verðir í söl- unum kvarta á fundi undan stétt- skiptingunni innan safnsins, rýnt er í nýja hönnun merkis og yfirmaður vopna- og verjudeildarinnar er kvaddur þegar hann fer á eftirlaun. Að lokum kemur að opnun og forseti og fyrirmenn mæta; safngripirnir ljóma enda vitum við að allt hefur verið ryksugað, lagað og fægt. Safnið mikilvirka er að mörgu leyti áhugaverð kvikmynd og allir sem starfa í safnageiranum ættu skilyrðislaust að sjá hana, þó ekki nema væri til að bera saman vinnu- aðstæður, geymslur og gripi. Það er líka afar áhugavert að líta augum öll þau fágæti sem safnið geymir; sögu- leg málverk, myntir, útskurð og leik- föng, svo fátt eitt sé nefnt. Aðferð kvikmyndagerðarmann- anna er líka að mörgu leyti áhuga- verð og sérstaklega fá tökumenn að njóta sín við að skapa áhugaverð sjónarhorn á samspil gripa og fólks- ins sem vinnur við að meðhöndla þá. Hins vegar má velta fyrir sér hvort frásögnin um þann áhugaverða heim safnsins sé ekki óþarflega löng. Forvitnilegt Forvörður með uppstoppaða froska í geymslu safnsins. Fjöl- margir gripir frá Habsborgurum eru varðveittir í listsögusafninu í Vín. Heimur í safni RIFF – Bíó Paradís Safnið mikilvirka / Das grosse Museum bbbnn Leikstjóri; Johannes Holtzhausen. Handrit: Johannes Holtzhausen og Con- stantin Wulff. Kvikmyndataka: Joerg Burger, Attila Boa. Austurríki, 2013. 94 mínútur. Flokkur: Heimildarmyndir. EINAR FALUR INGÓLFSSON KVIKMYNDIR 26.09.2014 - 17:30 Bíó Paradís 2 03.10.2014 - 17:30 Bíó Paradís 2 Spurt og svarað 04.10.2014 - 16:15 Bíó Paradís 3 Spurt og svarað RIFF 2014 Kvikmyndir bíóhúsanna Thomas er komið fyrir á hryllilegum stað ásamt fimmtíu öðrum drengjum á unglingsaldri, eftir að minni hans hefur verið eytt. Fljótlega komast drengirnir að þeir eru allir fastir í risastóru völ- undarhúsi og ef þeir vilja sleppa út verða þeir að vinna saman. Metacritic 58/100 IMDB 7,9/10 Smárabíó 17.30, 20.00, 22.30 Laugarásbíó 17.40, 20.00, 22.20 Borgarbíó Akureyri 17.50, 20.00 The Maze Runner 12 Mia Hall þarf að ákveða hvort hún ætlar að láta drauma sína rætast og fara í Juilli- ard-tónlistarskólann eða vera með draumaprinsinum, Adam. En huggulegur fjölskyldubíltúr breytir öllu á örskots- stundu og Mia þarf að taka eina ákvörð- un, sem mun ekki aðeins hafa áhrif á framtíðina heldur á ör- lög hennar. Metacritic 47/100 IMDB 7,1/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 20.00 22.20 Sambíóin Akureyri 20.00 If I Stay 12 Fyrrverandi leynilögreglumaður sviðsetur and- lát sitt til að lifa rólegu lífi í Boston. Þegar hann hittir stúlku sem er undir hælnum á ill- skeyttum rússneskum glæpamönnum verður hann að koma henni til bjargar. IMDB: 7,9/10 Metacritic: 48/100 Sambíóin Keflavík 20.00 22.40 Smárabíó 17.00, 17.00 LÚX, 20.00 LÚX, 20.00, 22.45, 22.45 LÚX Háskólabíó 18.00, 22.15 Laugarásbíó 20.00, 22.40 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.20 The Equalizer A Walk Among the Tombstones Matthew Scudder er fyrrver- andi lögga og einkaspæjari. Tilveran er býsna róleg þar til eiturlyfjasali nokkur ræð- ur hann til að komast að því hverjir tóku og myrtu eig- inkonu hans. Metacritic 51/100 IMDB 7,4/10 Laugarásbíó 17.45, 20.00, 22.20 Borgarbíó Akureyri 22.20 Teenage Mutant Ninja Turtles 10 Mbl. bbbnn Metacritic 34/100 IMDB 6.4/10 Sambíóin Álfabakka 16.10, 17.50 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00 3D, 22.20 3D Afinn Guðjón hefur lifað öruggu lífi. Allt í einu blasir eft- irlaunaaldurinn við honum á sama tíma og erfiðleikar koma upp í hjónabandinu og við skipulagningu á brúð- kaupi dóttur sinnar. Sambíóin Álfabakka 15.20 15.20 17.40 17.40 18.30 20.00 20.00 21.00 22.20 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40 20.00 22.20 Sambíóin Kringlunni 17.40 20.00 22.20 Sambíóin Akureyri 17.40 20.00 22.20 Sambíóin Keflavík 17.40 20.00 22.20 The November Man16 Fyrrverandi fulltrúi banda- rísku leyniþjónustunnar, CIA, þarf tilneyddur að mæta fyrrverandi nemanda sínum í banvænum leik. Í þann leik fléttast háttsettir leyniþjón- ustumenn og rússneskur forsetaframbjóðandi. Metacritic 38/100 IMDB: 6,7/10 Smárabíó 22.15 The Hundred-Foot Journey Indversk fjölskylda opnar veitingastað í Suður- Frakklandi. Keppinautarnir eru lítt hrifnir og hefst at- burðarás og barátta sem þróast í óvænta átt. Bönnuð innan 7 ára. Metacritic 55/100 IMDB 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 18.20, 21.00 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 22.20 París norðursins Hugi hefur fundið skjól frá flækjum lífsins í litlu þorpi úti á landi en þegar hann fær símhringingu frá föður sínum sem boðar komu sína er hið einfalda líf í uppnámi. Mbl. bbbnn IMDB 7.4/10 Smárabíó 17.45, 20.00 Háskólabíó 17.20, 20.00, 22.15 Borgarbíó Akureyri 17.50 Sin City: A Dame to Kill For 16 Framhald spennumyndar- innar Sin City frá 2005. Harðsoðnustu íbúar bæjar- ins mæta nokkrum af þeim mest hötuðu. Metacritic 45/100 IMDB 7.1/10 Sambíóin Álfabakka 22.30 Sambíóin Egilshöll 22.30 Guardians of the Galaxy 12 Mbl. bbbbn Metacritic 75/100 IMDB 9.0/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Let’s Be Cops 12 Metacritic 27/100 IMDB 6.8/10 Smárabíó 17.45, 20.00, 22.20 Töfrahúsið Kettlingur endar á vergangi þegar vondur eigandi hans ákveður að losa sig við hann og kemst í kynni við gamlan töframann. Með íslensku tali. Sambíóin Álfabakka 16.00, 18.00 Sambíóin Egilshöll 17.50 Sambíóin Kringlunni 18.00 Sambíóin Akureyri 18.00 Sambíóin Keflavík 18.00 Pósturinn Páll Pósturinn Páll er loksins mættur á hvíta tjaldið ásamt trausta kettinum Njáli. Metacritic 44/100 Smárabíó 15.30 Ísl. Laugarásbíó 15.50 Lucy 16 Mbl. bbmnn Metacritic 61/100 IMDB 6.6/10 Laugarásbíó 18.00 Flugvélar: Björgunarsveitin IMDB 5.8/10 Sambíóin Álfabakka 15.50 Vonarstræti 14 Mbl. bbbbm IMDB 8.1/10 Háskólabíó 21.00 Að temja drekann sinn 2 Mbl. bbbnn Metacritic 77/100 IMDB 8,6/10 Smárabíó 15.30 Laugarásbíó 15.50 Tarzan Bönnuð innan 7 ára. Sambíóin Álfabakka 16.10 Dino Time: Týnd í tíma Laugarásbíó 15.50 RIFF-hátíðin Agnarsmátt Bíó Paradís 13.30 Skrifaðu: Ég er arabi Bíó Paradís 13.30 Í gleymskunnar dá Bíó Paradís 14.00 Lifi frelsið Bíó Paradís 15.30 Óljós mörk Bíó Paradís 15.30 Lokamark Bíó Paradís 16.00 Ósjálfrátt Bíó Paradís 17.30 Safnið mikilvirka Bíó Para- dís 17.30 Ég get hætt þegar ég vil Háskólabíó 18.00 Ástarhreiðrið Bíó Paradís 18.00 Erlendar stuttmyndir A Tjarnarbíó 18.00 Balletstrákar Háskólabíó 22.00 Skorturinn Bíó Paradís 19.30 Áður en ég hverf Norræna húsið 20.00 Snúið aftur til Íþöku Háskólabíó 20.00 Leikur Bíó Paradís 20.00 Draumurinn um fjölskyldu Bíó Paradís 20.00 Þakíbúð til norðurs Háskólabíó 20.00 Íslenskar stuttmyndir Tjarnarbíó 20.00 Leyndardómar vörðunnar í norðri Bíó Paradís 21.30 Mannætuöldin Bíó paradís 22.00 Undrin Háskólabíó 22.00 Difret Háskólabíó 22.00 Dulið stríð Tjarnarbíó 22.00 Nakin Bíó Paradís 22.15 Gengið neðansjávar Bíó Paradís 23.30 Örlög Bíó Paradís 23.45 Óværan Háskólabíó 23.45 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um tísku og förðun föstudaginn 3. október Í blaðinu verður fjallað um tískuna haust/vetur 2014 í förðun, snyrtingu, fatnaði og fylgihlutum auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 29. september. SÉRBLAÐ TÍSKA & FÖRÐUN -Meira fyrir lesendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.