Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 ✝ Heimir Bjarna-son læknir fæddist 2. ágúst 1923 í Kaupmanna- höfn. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Ísafold í Garðabæ 17. sept- ember 2014. Móðir Heimis var Helga Bjarna- dóttir Maul, af- greiðslukona í Reykjavík, f. 1895, d. 1980. Fóst- urforeldrar Heimis voru Birna Bjarnadóttir húsfreyja, móð- ursystir hans, f. 1892, d. 1981, og Pétur Sigfússon, gjaldkeri Kaupfélags Þingeyinga á Húsa- vík og kaupfélagsstjóri á Borð- eyri við Hrútafjörð, hótelhaldari í Borgarnesi og síðar skrif- stofumaður í Reykjavík, f. 1890, d. 1962. Heimir kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Maríu Gísla- dóttur, hinn 24. september 1949. María fæddist 3. maí 1927 og er dóttir hjónanna Fannýjar Krist- ínar Ingvarsdóttur húsfreyju, f. 1904, d. 1997, og Gísla Hjálm- arssonar Kristjánssonar, út- gerðarmanns og skipstjóra á Nesi í Norðfirði, síðar á Ak- ureyri og í Hafnarfirði, f. 1893, d. 1989. Uppeldissystkini Heim- Sigríði Óladóttur, f. 1959. Börn Heimis og Elínar: Mardís, f. 1988, og Heimir Óli, f. 1990. Fyrir átti Elín Ástu Steinunni, f. 1976. Fyrir átti Heimir Gunnar Cortes, f. 1984. 7) María, f. 1964, læknir, gift Ófeigi Tryggva Þor- geirssyni, f. 1960. Synir Maríu og Ófeigs: Tryggvi, f. 1990, og Gísli, f. 1998. Heimir lauk stúdentsprófi frá MA 1947 og cand. med. frá HÍ 1956. Hann var kandídat á Landakotsspítala og Landspít- ala á árunum 1956-1958 og í Hvolshéraði 1957-1958. Héraðs- læknir í Djúpavogshéraði 1959- 1968 og í Helluhéraði 1968- 1977. Aðstoðarborgarlæknir og síðar aðstoðarhéraðslæknir í Reykjavík frá júlí 1977 til starfs- loka 1993. Heimir var í stjórn Læknafélags Austurlands frá stofnun þess 1961 til 1968. Hann sat í hreppsnefnd Búlands- hrepps og var oddviti 1966- 1968. Hann var í stjórn Lækna- félags Suðurlands 1970-1977 og formaður þess um skeið. Þá var hann í gjaldskrárnefnd héraðs- lækna um árabil. Á Djúpavogi var hann ekki bara læknir held- ur líka bóndi með nokkra tugi af ám, meðhjálpari og oddviti. Hann þótti einnig mjög liðtækur dýralæknir og sleipur lomber- spilari. Útför Heimis fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 26. september 2014, kl. 13. is: Bjarni, f. 1915, d. 1995, Sigríður María, f. 1918, d. 1998, Hulda, f. 1920, d. 2007, Sig- fús, f. 1924, d. 1992, Sigurður Már, f. 1929, d. 1987, og Þórarinn, f. 1930. Börn Maríu og Heimis: 1) Helga, f. 1949, meinatæknir. Maki hennar var Ólafur Stefán Sveinsson, f. 1957, þau skildu. Börn þeirra: Ásdís, f. 1980, Sveinn, f. 1984, og Ari, f. 1985. 2) Pétur, f. 1954, læknir, giftur Ólöfu Sigríði Ragn- arsdóttur, f. 1956. Börn þeirra Þóra, f. 1978, Heimir, f. 1981, Birna, f. 1988, og Ragnar, f. 1994. 3) Fanný Kristín, f. 1956, leikskólakennari, gift Breka Karlssyni, f. 1957. Dóttir Fann- ýjar og uppeldisdóttir Breka er Guðrún María Svansdóttir, f. 1973. Synir Fannýjar og Breka: Högni, f. 1979, Atli, f. 1984, Kári, f. 1987. 4) Gísli, f. 1957, framkvæmdastjóri, giftur Þor- gerði Ragnarsdóttur, f. 1958. Börn þeirra: María, f. 1983, Grímur, f. 1986, og Ragnar, f. 1996. 5) Birna, viðskiptafræð- ingur, f. 1959. 6) Heimir, verk- efnastjóri, f. 1960, giftur Elínu Hvað segir maður um föður sinn sem fellur frá í hárri elli? Ég fór fyrst að huga að þessu þegar pabbi minn lést 91 árs gamall fyr- ir rúmri viku. Pabbi minn var yndislegur og góður maður sem mér þótti af- skaplega vænt um. Mínar fyrstu minningar af hon- um eru frá Djúpavogi. Við krakk- arnir fórum með pabba í fjárhúsin sem voru mitt á milli Hlíðarhúss og Hlymsdala, læknisbústaðarins þar sem við áttum heima. Þar hélt hann nokkrar kindur með séra Trausta og Valgeiri kennara. Þetta voru sannir vinir. Auk rollustússins spiluðu þeir lomber með Haraldi í Svalbarði. Mamma bar fram veitingar og kallarnir spiluðu og skemmtu sér. Í þá daga sköpuðu menn skemmt- unina sjálfir, annað var ekki að fá. Sex ára gamlan sendu pabbi og mamma mig í sveit þar sem ég var í fjögur sumur. Síðasta sum- arið sótti að mér leiði og ég strauk og gekk langleiðina á Djúpavog. Móttökurnar voru þær að ég skyldi efna mína samninga og daginn eftir var ég sendur aftur og gert að klára sumarið. Í kirkjunni var pabbi með- hjálpari og söng alltaf manna hæst. Ég skammaðist mín þá en áttaði mig síðar á því að pabbi hafði afar fallega og ljóðræna ten- órrödd sem entist honum til síð- asta dags. Hann hefði áreiðanlega getað náð langt í söngnum hefði hann lagt hann fyrir sig. Árið 1968, eftir tíu ár í Djúpa- vogshéraði, réð pabbi sig sem lækni á Hellu. Heimamenn kvöddu hann með viðhöfn og færðu honum að skilnaði flottasta fáanlega sjónvarpið, Bang og Olufsen, með áfestum skildi með fallegri áletrun. Þá var ég stoltur af föður mínum. Á Hellu fórum við systkinin í ótal vitjanir með pabba. Ég sat um að fá að fara með honum, ekki síst vegna þess að ég fékk oft að keyra þótt ég ætti langt í tilskil- inn aldur til aksturs. Ég keyrði pabba oft austur undir fjöll, upp í Landsveit, niður í Þykkvabæ eða út í Holt. Og jafnvel upp í Sigöldu og Hrauneyjar. Til að drepa tím- ann var farið í úthaldskeppnir með brjóstsykur. Sá sem gat drýgt molann lengst í munni sér sigraði. Í verðlaun var ekkert nema heiðurinn en ég lagði í þetta mik- inn metnað. Molapokinn gat þess vegna dugað í margar ferðir. Pabbi var mjög ljóðelskur og samdi margar tækifærisvísur og átti stundum samskipti í bundnu máli vegna læknisstarfanna. Hann flutti ljóð við ýmis tækifæri og man ég sérstaklega eftir því þegar hann fór með Hafísinn eftir Einar Ben. Heyra hefði mátt saumnál detta undir þeim flutn- ingi. Í níræðisafmæli sínu, orðinn gamall og minnið farið að þverra, fór hann blaðlaus með gamla þulu er lýsir dásamlegum sumardegi í sveit smaladrengsins. Þetta gerði hann fyrir framan hundrað veislugesti sem hlustuðu í andakt. Enn og aftur var ég stoltur af föð- ur mínum. Árið 2010 fórum við pabbi, Ingvar frændi, Ragnar minn og Ragnar Péturs á Ólafsvöku í Færeyjum. Kallarnir, 87 og 84 ára, voru allra manna hressastir og vöktu langt fram á hlýja og bjarta sumarnóttina. Þeir voru í essinu sínu gömlu vinirnir og nutu lífsins. Ég var fyrstur í hátt- inn þetta kvöld þótt skömm sé frá að segja. Pabbi minn var Brettingur, frá Brettingsstöðum á Flateyjardal, og var stoltur af því eins og ég. Hann var hjartahlýr, skemmti- legur og afskaplega mennskur maður sem gaf samferðamönnum sínum ríkulega af sér. Hans verð- ur sárt saknað af allri fjölskyld- unni. Gísli. Komið er að kveðjustund, þú ekki lengur til staðar, hefur hlýtt kallinu sem bíður okkar allra. Sem föður á ég þér margt að þakka sem ég mun geyma vel og reyna að rækta og ávaxta í sam- skiptum mínum við aðra menn. Ungur var ég eðlilega stoltur af þér, dugnaði þínum, ósérhlífni og vinnusemi. Ég var stoltur af læknisstarfi þínu, af þér sem odd- vita og ekki síst af bóndanum föð- ur mínum, en þriggja tuga rollub- ústofn þinn gerði snemma úr mér alvörumann, að mér fannst, þar sem ég fékk að moka skít, gefa á garðann og fleira sem gera þurfti. Í annan tíma skammaðist ég mín fyrir þig, eins og þegar rödd með- hjálparans í þér skalf að mér fannst helst til mikið í söng við messur á Djúpavogi, eða þegar þú sofnaðir í kirkjunni – nokkuð sem ég nýt orðið að gera sjálfur í dag. Að fara með þér í læknisvitjanir var upplifun, þú söngst og reynd- ir að kenna mér það en hafðir ekki erindi sem erfiði, fórst með ljóð sem þú kunnir mikið af og síðast en ekki síst gafst góður tími til samræðna, enda allir lækir óbrú- aðir og aksturinn tók sinn tíma. Samt varð til sú saga í sveitinni, sönn eða login, að þú ækir hratt á gráa Willys-jeppanum, sem var einkennistákn þitt á Djúpavogs- árunum. Um það orti Hjálmar í Fagrahvammi: Heimir Grána hleypir greitt hann fer gljána að vonum öllum skánar yfirleitt ögn af þjáningunum. Þegar ég var ekki lengur bara Pétur, heldur eignaðist betri helming og var orðinn par með Lollu, þá voru samskiptin við þig notaleg fyrir okkur bæði. Við upplifðum frá fyrstu byrjun mik- inn stuðning í ykkur mömmu og heimsókn ykkar til ungrar fjöl- skyldu á Svíþjóðarárunum er ógleymanleg. Þegar ég valdi mér læknisfræðina að lífsstarfi varst þú án efa fyrirmynd mín, þótt ég upplifði aldrei þrýsting eða kröfu- gerð frá þér í þá átt. Samfundir okkar til margra ára hafa verið stopulli en ella þar sem Ísland frá austri til vesturs skildi okkur að, en fundirnir við ykkur mömmu hverju sinni voru fyrir vikið enn betri og dýrmætari. Heimsókn þín og Ingvars mágs þíns og besta vinar fyrir nokkrum árum er meðal gullanna í minninga- kistli okkar. Að vera þá með þér í spjalli við karla og kerlingar á Djúpavogi, samtíðarfólk þitt og hvílast með ykkur Ingvari undir „Hríslunni“ sem Páll Ólafsson orti svo fallega um eru brot þeirra minninga. Ekkert skorti á hress- leika þinn, gestrisni og gamanmál þegar Egilsstaða-pakkið bar að garði og börnin okkar öll áttu í þér yndislegan, litríkan og skemmtilegan afa, sem sýndi við- fangsefnum þeirra áhuga. Það er dýrmætt að þú varst hluti af lífi okkar á þinn einstaka hátt í öll þessi ár. Við eigum og geymum vel minninguna um góðan föður og tengdaföður, biðjum Guð að blessa hana og styrkja mömmu sem nú sér á bak þér í bili. Pétur og Ólöf (Lolla). Margs er að minnast þegar gamall maður deyr og við eigum margt að þakka. Pabbi var okkur fyrirmynd, kenndi okkur með því sem hann gerði og sagði. Hann kunni þá list að hafa ofan af fyrir okkur og fræða um leið. Hann söng með okkur, kenndi okkur ljóð og þulur, sagði okkur sögur og lék við okkur orðaleiki. Hann var fróður um örnefni og kunni sögur um flesta þá staði sem við heimsóttum. Þegar við stálpuð- umst hófst fjármálafræðslan: „Það þarf ekki að eyða aurunum þótt maður eigi þá.“ Hann var samt höfðingi og fannst sælla að gefa en þiggja. Pabbi kenndi okk- ur líka að bera virðingu fyrir öðru fólki óháð atgervi þess eða verald- legum kjörum. Hann var strangur faðir og gerði miklar kröfur, reglurnar voru einfaldar og pabbi sam- kvæmur sjálfum sér. Við áttum að standa okkur; klára bæði mat- inn og prófin. Við áttum alltaf að gera okkar besta því við höfðum fengið það besta. Við getum skil- að því góða sem við fengum áfram til barnanna okkar og barna- barna. Takk fyrir okkur. Helga, Fanný, Birna, Heimir og María Heimisbörn. Tengdafaðir minn, Heimir Bjarnason, hefur kvatt. Hann var orðinn lúinn, búinn að lifa langa ævi og skila ærnu dagsverki. Stundum er erfitt að gera sér grein fyrir þróuninni í erli líðandi stundar. Sé litið um öxl kemur í ljós að heilmargt hefur gerst í tímans rás sem hefur gjörbylt lífi, aðbúnaði og störfum fólks. Ævi Heimis spannaði nærri heila öld framfara í tækni, vísindum og lífs- kjörum landsmanna. Heimir var héraðslæknir af gamla skólanum, lauk námi í læknisfræði frá HÍ upp úr miðri síðustu öld og tók við embætti héraðslæknis á Djúpavogi 1958. Hann var eini læknirinn í stóru og torfæru héraði. Þá var bílaeign ekki almenn og það þótti sjálfsagt að héraðslæknar væru á vakt alla daga og vitjuðu sjúklinga á öllum tímum sólarhrings án tillits til veðurs og færðar. Hann hlýtur stundum að hafa verið kvíðinn að leggja af stað. Farartækið var óupphitaður Wil- lysjeppi með blæju. Vegirnir voru ekki beysnir og stundum lá leiðin yfir svellbunka eða fyrir brattar skriður. Það voru engar vegastik- ur með endurskini til að vísa veg- inn í myrkri. Fylgdarmann með góða kímnigáfu sem kunni að meta hnyttni og vel ortar vísur var gott að hafa með. Stundum var sjóleiðin yfir Berufjörð væn- legri kostur. Heimir rifjaði upp að í einni slíkri vitjun hvolfdi bátnum nærri Berunesi. Rennblautir skipbrots- mennirnir báðu um viskí til að taka úr sér hrollinn þegar þeir komu í hús. Það stóð þeim þó ekki til boða á því bindindisheimili fyrr en þeir höfðu fengið kamfóru- dropa. Í vitjunum varð að reiða sig á eigin dómgreind, menntun og reynslu við að leysa fjölbreyttan vanda allra aldurshópa. Fólkið treysti greiningu, ákvörðun og ráðum læknisins. Gilti einu hvort um var að ræða fæðingar, tann- drátt eða andlát. Það var enginn farsími, bara sveitasími og gömul talstöð sem virkaði ef skilyrði voru hagstæð. Við sjúkraflutn- inga þurfti að nota hugmynda- flugið og nýta tiltæk farartæki. Ef flytja varð fólk milli landshluta var hringt í sjúkraflugmann Ís- lands, Björn Pálsson, og vonast eftir góðu flugveðri. Í dagsins önn stóð tengda- mamma, María Gísladóttir, þétt við hlið hans. Hún var sólin í lífi hans og móðir barnanna sjö. Þau voru sterk saman og samstarf þeirra gifturíkt. Eftir tíu ár á Djúpavogi tóku við önnur tíu ár á Hellu á Rangárvöllum en starfs- ævinni lauk Heimir sem aðstoð- arborgarlæknir í Reykjavík. Þeim embættum fylgdu einnig vaktir og vitjanir en minna álag en fyrir austan. Nú er öldin önnur og læknar sætta sig ekki við sömu vinnuskil- yrði og áður. Sjúklingar koma til lækna á stofu, vegir og ökutæki hafa batnað og farsímar og tölvur auðvelda samráð og samskipti. Í samanburðinum voru héraðs- læknar af kynslóð tengdaföður míns hetjur. Hann hefði þó seint skrifað undir það sjálfur, heldur snúið öllu upp í stólpagrín um sjálfan sig. Að leiðarlokum þakka ég góð- um tengdaföður og afa barnanna okkar Gísla meira en 30 ára sam- fylgd. Blessuð sé minning hans. Þorgerður Ragnarsdóttir. Það er skrýtin tilfinning að skrifa minningargrein í fyrsta skipti. Við systkinin höfum verið svo blessunarlega heppin að upp- lifa lífið með öllu okkar fólki. Tár- in og minningarnar streyma fram við þessi skrif og við vitum að dagurinn í dag verður erfiður. Það er erfitt að kveðja, sérstak- lega jafn eftirminnilegan og góð- an mann og afa. Afi var af gamla skólanum ef svo mætti segja. Hann var ótrú- lega duglegur og framtakssamur. Maður fárra orða en hlýja hans, snerting, augu og bros sögðu allt sem segja þarf og þannig mætti segja að hann hafi í raun borið til- finningar sínar utan á sér. Síðustu tvö til þrjú árin sáum við þó nýja hlið á afa þar sem hann var óþreytandi við að tjá öllu sínu fólki tilfinningar sínar. Allar hinar hlýju og góðu sam- verustundir í gegnum árin urðu bara enn betri og hláturinn og hlýjan innilegri. Það var ávallt gaman að koma til ömmu og afa í Vatnsholti. Mikil spenna var oft á leiðinni þangað þar sem við systkinin deildum sérlegu áhugamáli um mat með afa og eftirvæntingin oft mikil eft- ir því að fá að kíkja í matbúrið. Afi var stoltur af sínu fólki og elsku Maríu sinni en ást þeirra er að öllu leyti aðdáunarverð. Við er- um ótrúlega stolt að hafa átt Heimi sem afa og af honum höf- um við lært margt og mikið og hans munum við sakna. Við biðjum alla verndarengla að hugsa vel um elsku ömmu okk- ar, sem hefur nú misst sinn besta vin og lífsförunaut – en minning um góðan mann lifir. Við viljum láta fylgja með lít- inn texta úr lagi sem yljar okkur um hjartarætur og er sungið af Vilhjálmi Vilhjálmssyni, einum uppáhaldstónlistarmanni okkar og pabba – sem hefur nú misst föður sinn: Því eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Mardís og Heimir Óli Heimisbörn. Elsku afi okkar. Við kveðjustund lifna minning- ar við. Þær eru margar og góðar minningarnar sem við systkinin eigum um þig, og með þér, saman og hvert í sínu lagi. Þótt við byggjum yfirleitt fjarri ykkur lágu leiðir fjölskyldunnar iðulega um Vatnsholtið ykkar ömmu. Þangað var gott að koma, og þar áttum við landsbyggðarbörnin alltaf samastað – stundum með mömmu og pabba, en seinna meir ein og á eigin vegum. Það var ómetanlegt að geta þannig verið heima, líka að heiman. Við kveðjustund lifna minning- ar við. Það sýndir þú okkur oft og gjarnan. Þú varst minnugur og þínum minningum traustur. Í sögunum þínum urðu ljóslifandi liðnir atburðir og horfnir staðir – staðir, fólk og ferfætlingar sem þú hafðir lifað og kvatt um þína daga. Við nutum þess að hlusta á þig muna, alla þessa staði, fólk og ferfætlinga sem lifa áfram með okkur. Elsku afi, við kveðjustund lifn- ar minning þín við – og varir. Ástarkveðjur, þín Þóra, Heimir, Birna og Ragnar. Heimir Bjarnason, mágur okk- ar og svili, héraðslæknir á Djúpa- vogi, Hellu á Rangárvöllum og að- stoðarborgarlæknir, er látinn. Samferð okkar við hann nær yfir sex áratugi, svo margs er að minnast. Heimir Bjarnason fæddist í Bredgade í Kóngsins Kaup- mannahöfn þar sem móðir hans, Helga Bjarnadóttir Maal, stund- aði söngnám, svipmikil og mikil- hæf kona og listfeng. En þótt Heimir væri fæddur í Borginni við Sundið, höfuðborg Íslands hartnær fimm aldir, var hann stoltur Húsvíkingur og Þingey- ingur, listfengur rausnarmaður sem elskaði eiginkonu sína og virti tengdaforeldra sína og vildi allt fyrir þau gera sem hann gat og mátti. Kunnum við honum þakkir fyrir það. Heimir var einn af mörgum föðurlausum börnum í sögu þessa lands, ekki eingetinn, en faðir hans vildi ekki við hann kannast. Það urðu Heimi vonbrigði, en hann ólst upp umvafinn hlýju og ástúð – þrátt fyrir föðurmissinn – hjá móðursystur sinni, Birnu Bjarnadóttur, og manni hennar, Pétri Sigfússyni, og eignaðist í börnum þeirra kær systkini. Heimir var því sáttur við líf sitt og lagði sig fram um að búa börnum sínum traust heimili sem hann gerði með dugmikilli konu sinni, Heimir Bjarnason ✝ Hjartkær móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN ÓLAFÍA ÁRNADÓTTIR frá Hesteyri, áður Miðbraut 28, Seltjarnarnesi, lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 20. september. Hún verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 29. september kl. 15.00. Selma Hrólfdal Eyjólfsdóttir, Oddný Gréta Eyjólfsdóttir og fjölskyldur. Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.