Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 44
 Myndlistartvíeykið Libia Castro og Ólafur Ólafsson, sem voru fulltrúar Íslands í Feneyjum árið 2011, koma víða við í sýningahaldi, eins og und- anfarin ár. Í byrjun október verður opnuð sýning með verkum þeirra í Salon Fluchthilfe í Vínarborg, en þar sýnir hópur fólks undir yfirskriftinni „Utopia“. Libia og Ólafur í útópíusýningu í Vín FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 269. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Alvarlega slasaður á gjörgæslu 2. Vilhjálmur var talinn brjálaður 3. Mun biðja drottninguna … 4. Gera stólpagrín að Apple »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Austfirska plötuútgáfan Wa- rén Music leggur land undir fót og halda tónlistar- menn á hennar vegum tónleika í dag og um helgina. Jakútíska söngkonan Alex- andra Argunova Kjuregej kemur fram í Mengi í kvöld kl. 21 ásamt Charles Ross, Ásgeiri Ásgeirssyni og Halldóri Warén og flytur lög frá heimalandi sínu Jakútíu, auk íslenskra og rúss- neskra sönglaga. Á morgun og hinn kl. 15 mun Ekki bara fyrir börn- flokkurinn halda tvenna fjölskyldu- tónleika, í Mengi á morgun og Bæj- arbíói á sunnudaginn. Kjuregej og Ekki bara fyrir börn  Nýjasta skáldsaga Gyrðis Elíasson- ar, Suðurglugginn, er komin út á norsku í þýðingu Oskars Vistdal og er það forlagið Bokvennen sem gefur út. Þýðingin er á nýnorsku og nefnist Utsyn frå Sørglaset. Bókin er sú fimmta eftir Gyrði sem kemur út á norsku. Suðurglugginn gefinn út á norsku Á laugardag Austlæg átt 5-13 m/s en snýst í suðvestan 8-13 m/s sunnantil seinnipartinn. Víða rigning eða súld en þurrt norðanlands fram eftir degi. Hiti 2 til 9 stig og mildast syðst. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan 13-20 m/s norðaustan- og austantil, rigning en mun hægari og úrkomuminna annars staðar. Lægir síðdegis. Kólnandi og hiti 2 til 9 stig. VEÐUR Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knatt- spyrnu, varð í gærkvöld sænskur meistari í þriðja sinn þegar lið hennar Rosengård vann Koppar- berg/Göteborg, 3:2. Sara fylgdist með gangi mála af tölvuskjá hérlendis en hún er stödd á landinu vegna fráfalls tengdaföður síns. Hún mun hins vegar taka við meistarabikarnum sem fyrirliði í lokaumferðinni. »1 Meistari fyrir framan tölvuskjá Skotland, vagga golfsins, er að þessu sinni vettvangur Ryder- bikarkeppninnar, einhvers vinsæl- asta íþróttaviðburðar í heiminum. Keppnin var ævintýraleg í Banda- ríkjunum fyrir tveimur árum þegar Evrópa vann upp fjögurra vinninga forskot Bandaríkjanna á lokadeginum og sigraði í annað skipti í röð og í fimmta skipti af síðustu sex. »4 Ryder-keppnin fer fram í vöggu golfsins FH skaust í efsta sæti Olís-deildar karla í handknattleik í gærkvöldi þeg- ar liðið vann granna sína og erki- fjendur í Haukum, 25:24, í Kapla- krika. Akureyringar lentu í kröppum dansi í fyrsta heimaleik sínum á leik- tíðinni gegn Stjörnunni en tókst að lokum að vinna. Þá fögnuðu Vals- menn sínum fyrsta sigri í deildinni á keppnistímabilinu. »2 FH á toppinn eftir upp- gjör í Hafnarfjarðarslag ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Háskólar um allan heim eru byrjaðir að átta sig á því, að nemendur verði að læra fleiri tungumál en ensku,“ segir frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti lýðveldisins, en Evr- ópski tungumáladagurinn er haldinn hátíðlegur í dag. Hann er að þessu sinni helgaður fornmálunum og mun Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands standa fyrir málþingi og há- tíðardagskrá af því tilefni. Vigdís segir að erlendis hafi menn áhyggjur af því að þrengt hafi verið að tungumálanámi. Nefnir hún Bret- land sem dæmi, þar sem nær allt tungumálanám að ensku undanskil- inni hafi verið tekið af námskrá fyrir nokkrum árum. „Það er alltaf í þeim tilgangi að spara, en sparnaðurinn er svo dýr,“ segir Vigdís og bætir við að meintur sparnaður muni aldrei skila sér, því að tapið við að glata tungu- málaþekkingunni sé meira, hvað þá þegar síðar er reynt að snúa dæminu við, því að þá skorti kennara. „Menn verða að átta sig á því að vestræn menning er byggð á forn- málunum og allir sem ætla sér í lengra nám munu þurfa að kynna sér einhver latnesk hugtök og fræði,“ segir Vigdís. Latína líkist stærðfræðinni Atli Freyr Steinþórsson, dagskrár- gerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu og einn af framsögumönnum á mál- þinginu, tekur undir þau orð. Hann lærði latínu á sínum tíma í Mennta- skólanum í Reykjavík, og segir þá kunnáttu hafa nýst sér einstaklega vel í leik og starfi. „Þetta er erfið námsgrein, það þarf að leggja mikið á sig til þess að læra hana,“ segir Atli Freyr og bætir við að hann telji latínu í raun vera svipaða stærðfræði. „Allir sem læra raunvísindi þurfa að hafa grunn í stærðfræði, þó að þeir beiti henni ekki endilega daglega,“ segir Atli Freyr og bætir við að á líkan hátt sé nánast ómögulegt að fást við vest- ræna menningu og tungumál án þess að rekast á latínuna eða áhrif hennar. Latína er nú einungis kennd á framhaldsskólastigi við forn- máladeild í Menntaskólanum í Reykjavík. Linda Rós Michaelsdóttir, enskukennari við MR og starfandi rektor skólaárið 2012-2013, segir að það hafi verið mikill styrkur fyrir skólann þegar Vigdís gerðist vernd- ari fornmáladeildar vorið 2013. Linda segir skólann á þeim tíma hafa verið undir þrýstingi um að breyta tungu- málabrautum skólans í félagsfræði- brautir, og að stuðningur Vigdísar hafi verið ómetanlegur. „Skólasaga Íslands tengist forn- máladeildinni miklum böndum og það væri galið að mínu viti að skera hana niður og rjúfa þessi tengsl,“ segir Linda. Þær Linda Rós og Vigdís eru ánægðar með þau miklu viðbrögð sem þær hafa fengið við baráttu sinni til þess að halda latínunni á lífi innan MR. „Fólk kemur enn til mín í þeim tilgangi að þakka mér fyrir það að hafa bjargað latínunni,“ segir Vigdís að lokum. Latínan er lifandi mál  Sparnaður í tungumálanámi getur verið dýr Morgunblaðið/RAX Tungumáladagurinn Þau Linda Rós Michaelsdóttir, enskukennari við MR, frú Vigdís Finnbogadóttir og Atli Freyr Steinþórsson dagskrárgerðarmaður segja mikilvægt að halda í tungumálakennslu. Latína sé þar góður grunnur. Á málþingi því sem stofnun Vigdísar Finnbogadóttur stendur fyrir í dag vegna Evrópska tungumáladagsins verður áherslan lögð á gildi fornmál- anna, einkum latínu, og gildi almennrar tungumálakunnáttu í víðasta samhengi. Á meðal þeirra sem flytja erindi eru Kolbrún Elfa Sigurðardóttir, latínu- kennari við MR og Háskóla Íslands, Hjalti Snær Ægisson, stundakennari í almennri bókmenntafræði, Guðbjörg Þórisdóttir, meistaranemi í heim- speki, Viðar Pálsson, lektor í sagnfræði og réttarsögu, Adda Guðrún Gylfadóttir, nemi af fornmálabraut í MR, Reynir Tómas Geirsson, prófess- or og yfirlæknir, og Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona. Málþingið verður haldið í stofu 101 í Lögbergi og stendur dagskráin frá kl. 15 til 17.30. Að- gangur er öllum opinn og ókeypis. Gildi tungumálakunnáttu HÁTÍÐARDAGSKRÁ EVRÓPSKA TUNGUMÁLADAGSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.