Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 Gæsaveiðar Gæsaveiðitímabilið er greinilega hafið hjá köttunum eins og hjá mönnunum. Þessi stálpaði kettlingur náði þó ekki að grípa gæsina á meðan hún gafst þrátt fyrir heiðarlega tilraun. Golli Þessa viku ganga börn í 4., 7. og 10. bekk til samræmdra prófa í íslensku og stærð- fræði; tíundu bekkirnir að auki í ensku. Sam- ræmd próf voru tekin upp hér á landi í fyrsta sinn árið 1929 í kjölfar námskrár fyrir barna- skóla sem sett var í tengslum við fræðslu- lögin 1926. Til að byrja með var prófað samræmt í stafsetningu, reikningi og skrift, en árið 1934 var bætt við prófum í lestri, málfræði og ritgerð. Samræmt landspróf var tekið upp í kjölfar fræðslulaga sem sett voru 1946 og þau voru notuð til þess að sortera nemendur inn í menntaskólana. Samræmd próf í lok grunnskóla tíðkuðust síðan frá 1977 til vorsins 2008, að þau voru aflögð, en í stað þeirra komu þau sam- ræmdu könnunarpróf sem börnin taka þessa dagana. Sitt sýnist hverjum í þessu efni og löngum hafa verið deilur um þetta prófafyrir- komulag. Þeir sem hlynntir eru samræmd- um prófum benda gjarnan á eft- irfarandi atriði þeim til stuðnings:  Samræmd próf sýna hvað nem- andinn kann  Þau sýna skólanum hvar hann stendur miðað við aðra skóla  Þau eru vísbending fyrir kennara um árangur sinn í starfi  Þau eru hentugt viðmið fyrir framhaldsskóla til innritunar  Þau eru gott eft- irlitstæki fyrir yf- irvöld  Niðurstöður eru for- sendur fyrir margs konar rannsóknum á skólastarfi Andstæðingar próf- anna benda á ýmsa vankanta samræmdra lokaprófa:  Einungis er prófað úr bóklegum grein- um (nema á sveins- prófi) og einkum í minnisatriðum  Námsgreinum er gróflega mis- munað  Samræmd lokapróf í fjórum til sex greinum stýra skólastarfi í efstu bekkjum grunnskóla  Kennsla í 10. bekk var í of mikl- um mæli miðuð við að þjálfa nemendur í samræmdum prófum á kostnað annarra greina  Mikilvægar greinar, bóklegar og verklegar, voru lagðar niður meira eða minna til þess að geta kennt meira í samræmdu próf- greinunum  Birting einkunna ól á ríg milli skóla fremur en að stuðla að samkeppni  Samræmd próf mæla einungis til- tekin (þekkingar)atriði, en ekki t.d. félagsfærni, listhneigð, sam- viskusemi svo eitthvað sé nefnt  Samræmd próf eru miðstýring- artæki, þau steypa alla skóla í sama mót Prófað var samræmt í íslensku og stærðfræði til stúdentsprófs vorin 2004 og 2005, en áhugi var lítill meðal nemenda, enda var óljóst til hvers prófin voru ætluð; þau voru síðan aflögð. Ég er hlynntur því fyrirkomulagi samræmdra prófa sem nú er við lýði. Þau hafa alla kosti þessara prófa, sem að ofan eru taldir, nema þau eru ekki til viðmiðunar við inn- ritun í framhaldsskóla. Auk þess sýna þau nemendum, foreldrum og skólum hvaða framförum barnið tekur á skólaferli sínum – ellegar þá skref aftur á bak. Framhaldsskólum er engin vorkunn að innrita nem- endur eftir vitnisburði við lok grunnskóla; raunar eru það ein- ungis 4-5 framhaldsskólar af rúm- lega 30 sem taka inn nemendur eftir einkunnum. Ég hygg raunar að nú fái framhaldsskólar öllu iðnari nem- endur en áður var, því enginn fær nú háa einkunn nema með því að vinna jafnt og þétt. Á tímum sam- ræmdra prófa skilaði nemandi stundum lágri skólaeinkunn en háum samræmdum prófum og þá vissu menn að viðkomandi var skarpur letingi, ef svo má til orða taka. Vilji menn hafa samræmd loka- próf í grunnskóla þarf að hafa ann- an hátt en áður tíðkaðist. Þá eiga yf- irvöld einfaldlega að tilkynna skólum með fárra daga fyrirvara að samræmd próf verði lögð fyrir í til- teknum greinum og prófað verði samkvæmt námskrá. Með því móti er komist hjá því að undirbúningur fyrir prófin tröllríði skólastarfi vetr- arlangt. Ég tek heils hugar undir orð skólameistara míns á mennta- skólaárum, Steindórs Steindórs- sonar: „Er það og mála sannast, að hin samræmdu próf, hvort sem þau heita landspróf eða eitthvað annað, verða til þess að kennarar, sem á annað borð láta sér annt um próf- árangur nemenda sinna, verða við þær kringumstæður að láta af allri persónulegri kennslu en miða hana við, hvað verði hin hugsanlegu verk- efni, sem prófnefndin kunni að velja. Kom það og vel í ljós, að þar voru að minnsta kosti í lesgreinum oft valin hin smásmugulegustu efni í spurningar, sem engum kennara hefði til hugar komið að spyrja nem- endur um á prófi. Afleiðingin varð því, að ekki var unnt í kennslu, að gera nokkurn greinarmun á aðal- og aukaatriðum, allt var jafn mikilvægt í augum prófnefndarinnar.“ (Sól ég sá, 285.) Eftir Sölva Sveinsson » Vilji menn hafa samræmd lokapróf í grunnskóla þarf að hafa annan hátt en áður tíðkaðist. Sölvi Sveinsson Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. Til hvers eru samræmd próf? Morgunblaðið/Eyþór Lærdómur Sitt sýnist hverjum um samræmd próf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.