Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 um í Kúrdistan byr undir báða vængi þegar fram líða stundir. „Þurfum okkar eigið land“ Segja má að sókn samtaka íslam- ista, sem kalla sig Ríki íslams, hafi styrkt stöðu sjálfstæðissinna í Kúr- distan, þótt níðingsverk samtakanna hafi haft hörmulegar afleiðingar fyr- ir kúrdíska íbúa svæða sem íslamist- arnir lögðu undir sig. Stórsókn íslamistanna í júní varð til þess að her Íraks flúði af svæðum sem Kúrdar og stjórn landsins höfðu deilt um. Herlið Kúrda notfærði sér glundroðann og náði nokkrum af umdeildu svæðunum á sitt vald. Kúrdar kappkosta nú að ná fleiri svæðum af íslamistunum, m.a. Mosul, þriðju stærstu borg Íraks. Stjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að vopna íraska Kúrda til að efla þá í baráttunni við íslamistana. Afstaða stjórnarinnar er þó tvíbent því hún vill ekki að Kúrdarnir verði svo öflugir að þeir geti látið sjálf- stæðisdrauminn rætast, að því er fram kemur í grein í The New York- er. Tímaritið bendir á að bandarísk stjórnvöld hafa lagt mikið fé í upp- bygginguna í Írak eftir innrásina og hafa ekki léð máls á því að landinu verði skipt upp í tvö eða fleiri ríki. Kúrdar sjá sér þó lítinn hag í því að vera í ríki með gömlum fjendum sínum. „Írak er bara til í huga fólks í Hvíta húsinu,“ hefur The New York- er eftir Masrour Barzani, yfirmanni leyniþjónustu Kúrda og syni forseta Kúrdistans. „Við þurfum okkar eigin lög, okkar eigið land, og við fáum þau.“ AFP Árásir á olíuvinnslu- stöðvar » Herþotur Bandaríkjanna og arabískra bandamanna þeirra gerðu í gær sprengjuárásir á ol- íuvinnslustöðvar sem eru á valdi samtaka íslamista, Ríkis íslams. Talið er að tekjur samtakanna af olíuvinnslu nemi jafnvirði 250 milljóna króna á dag. » Um 140 liðsmenn vígasveita íslamistanna hafa fallið í loft- árásunum í Írak og mikill meiri- hluti þeirra kom frá öðrum lönd- um, m.a. arabaríkjum og Evrópulöndum. Forseti Síerra Leóne, Ernest Bai Koroma, fyrirskipaði í gær að héruð með um milljón íbúa yrðu sett í sóttkví til að reyna að stöðva út- breiðslu ebólufaraldursins. Fyrirmælin náðu til tveggja hér- aða í norðurhluta landsins og eins í suðurhlutanum. Tvö héruð í austan- verðu landinu hafa verið í sóttkví frá því í ágúst. Með nýju fyrirmælunum er nú um þriðjungur allra íbúa Síerra Leóne í sóttkví. Nær 600 manns hafa dáið af völd- um ebóluveirunnar í Síerra Leóne. Samkvæmt upplýsingum frá Al- þjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) hefur ebólufaraldurinn kostað alls 2.917 manns lífið. Sjúkdómurinn hef- ur verið skæðastur í Líberíu og Gíneu, auk Síerra Leóne. Mikill skortur er á læknum og hjúkrunarfræðingum í löndunum. Í Síerra Leóne eru t.a.m. aðeins 136 læknar og 1.017 hjúkrunarfræð- ingar, að sögn fréttavefjar BBC. Íbúar landsins eru 6,1 milljón. AFP Sorg Stúlka grætur fyrir utan sjúkrahús í Monróvíu í Líberíu eftir að foreldrar hennar dóu úr ebólu. Líbería er með 4,2 milljónir íbúa en aðeins 51 lækni. Þriðjungur allra íbúa Síerra Leóne í sóttkví  Reynt að stöðva útbreiðslu ebólu 570 8600 / 472 1111 www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Frábært verð til Færeyja og Danmerkur í haust! Netverð frá23.600á mann Danmörk verðdæmi: Til Danmerkur og til baka 2 fullorðnir, fólksbíll og gista í 2m innklefa verð á mann frá 71.000 Aðra leið til Danmerkur 1 fullorðinnn, bíll og gisting í 4m innklefa inn verð frá 48.550 Færeyjar verðdæmi: Til Færeyja og til baka 2 fullorðnir, fólksbíll og gist í 2m innklefa verð á mann frá 36.300 Aðra leið til Færeyja 1 fullorðinn, fólksbíll og gist í 4m innklefa verð frá 23.600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.