Morgunblaðið - 26.09.2014, Page 17

Morgunblaðið - 26.09.2014, Page 17
skóli í Fellabæ, handan Lagarfljóts- ins, og á Brúarási á Jökuldal. Sveit- arfélagið er mjög víðfeðmt, raunar stærst allra á Íslandi og foreldrar geta valið um það hvert börnin sækja nám. Mörgum þykir Hallormsstaður dásamlegur og ekki að ósekju. Harpa Höskuld Höskuldsdóttir er ein þeirra. „Krakkarnir hafa mjög gaman af því þegar við förum út í skóg; þar erum við til dæmis með eldstæði í rjóðri og leiktæki, svo eitt- hvað sé nefnt; náttúran tengist skólastarfinu mjög enda allt um kring,“ segir Harpa. „Við erum rétt að byrja að fóta okkur í nýju skipu- lagi, sem við vonum að muni ganga vel. Krakkarnir virðast mjög glaðir,“ segir Harpa, en bætir við að segja megi að sum séu enn ánægðir en önnur: „Þeim sem líkar vel í fá- menni, í kyrrð og ró, líður af- skaplega vel hér. Fjáröflun Nemendur áttunda bekkjar Hallormsstaðarskóla seldu veitingar í Melarétt. Frá vinstri: Ragnhildur Elín Skúladóttir, Soffía Mjöll Sæmundsdóttir Tandrup, Anna Birna Jakobsdóttir og Hafsteinn Máni Hallgrímsson. Í skólanum, í skólanum … Sif Kjartansdóttir kennari og Jón Atli Við- arsson. Hann er sjö ára og býr á bænum Ásgarði á Völlum. Ólafía Sigmarsdóttir situr ein og saumar á vinnustofu sinni á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal. Þar verður til nytjalist af ýmsu tagi úr hreindýraleðri. Ólafía var lengi bóndi á Klausturseli ásamt eiginmanni sínum, Aðalsteini Jónssyni, en þau færðu sig um set fyrr á árinu og sonur þeirra er tekinn við búinu. „Við rekum ferðaþjónustuna hér á Skjöldólfsstöðum og ákváðum að flytja. Það er upp- lagt að vera með vinnustofuna hér,“ segir Ólafía. Hún saumar aðallega töskur og veski en einn- ig forláta hatta, eins og sjá má á myndinni, og hefur gert bæði svuntur og púða. „Ég byrjaði á þessu fyrir rúmum 20 árum. Að- alsteinn Aðalsteinsson, bóndi á Vaðbrekku, var þá nýbyrjaður að láta súta hreindýraskinn; hon- um fannst ekki hægt að henda því eins og alla tíð hafði verið gert og mér bauðst að prófa.“ Ólafía segir hreindýraleðrið strax hafa slegið í gegn, „enda mjög sterkt en samt létt í sér“. Vörur Ólafíu eru bara til sölu hjá henni sjálfri. „Framleiðslan er svo sem engin ósköp.“ skapti@mbl.is Situr og saumar á Skjöldólfsstöðum Falleg nytjalist úr hreindýraleðri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Nytjalist Ólafía gekk frá þessum forláta hatti í síðustu viku. Leður Taska úr smiðju Ólafíu. Stækki sneiðin eykur það atvinnu og tekjur íbúanna. Til dæmis um þetta má nefna hug- myndir um að gera út á Austfjarða- þokuna alræmdu, norðurljósin og óbyggðirnar á hálendinu. Markvisst er nú unnið að þessum þremur verk- efnum og hafa þau hlotið ýmsa styrki til að hjólin geti rúllað. Á Stöðvarfirði undirbúa þrír ung- ir menn stofnun þokuseturs. Þar er ætlunin að verði miðstöð ferðalaga á vit þokunnar og fræðslu um sér- kenni hennar og áhrif. Á Fáskrúðs- firði er ætlunin að koma á fót norð- urljósasetri, kynna mönnum dulúð og eðli þessa náttúrufyrirbæris og gefa þeim tækifæri til að skoða það. Á Egilsstöðum stendur til að opna svokallað óbyggðasetur næsta vor og er Fljótsdalshreppur samstarfs- aðili frumkvöðlanna. Er hugmyndin að setrið verði á innsta byggða bóli í dalnum, Egilsstöðum. Það stendur á landamerkjum Vatnajökuls- þjóðgarðs og við stærstu óbyggðir Evrópu. Markmið Óbyggðasetursins er „að bjóða upp á hágæðamenning- arferðaþjónustu sem byggist á menningararfi og náttúru óbyggð- anna og jaðarbyggða þeirra“, eins og það er orðað. Þá segir að auk lif- andi sýninga þar sem gesturinn sé virkur þátttakandi verði boðið upp á safnagistingu, söguferðir um óbyggðirnar á hestum og tveim jafn- fljótum, ýmsa viðburði og sérsniðnar vörur fyrir hópa og fyrirtæki. gudmundur@mbl.is Morgunblaðið/Malín Brand Óbyggðir Hálendið heillar marga. Lítið, dásamlegt samfélag HALLORMSSTAÐUR Börnin eru flutt í tveimur bílum í skólann að morgni; annar sækir nemendur á bæi í Fljótsdal en hinn leggur af stað frá Egilsstöðum og kem- ur við á bæjum á leiðinni. „Bílstjórarnir sem koma með börnin stoppa gjarnan hérna hjá okk- ur, spjalla og fá sér kaffisopa. Þetta er lítið, dásamlegt samfélag,“ segir Harpa Höskulds- dóttir. Tvö börn sem búa á Egilsstöðum, en eiga rætur í Fljótsdalnum, eru í skólanum. Sá eini í dalnum sem átti að vera í 10. bekk ákvað hins vegar að læra á Egilsstöðum í vetur. VITINN 2014 Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni leitað að áhugaverðum vaxtarbroddum í atvinnu­ lífinu um land allt. Lesendur eru hvattir til að senda blaðinu ábendingar á netfangið vitinn@mbl.is. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.