Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það hrærist mjög vel saman að skrifa sviðsverk, kvikmyndahandrit og bækur og geta skipt þarna á milli. Staða höfundarins er mismunandi í þessum þremur heimum. Maður er algjörlega í sín- um heimi þegar maður skrifar bók og það getur orðið ótrúlega einmanalegt. Þá er fínt að hoppa yfir í bíóið því þar hittir maður fullt af fólki. Svo þeg- ar egó kvik- myndaleikstjór- ans er orðið of útblásið þá er fínt að flýja yfir í leikhúsið því þar er staða höfundarins mikilvægari,“ segir Huldar Breiðfjörð, en fyrsta sviðs- verk hans, Gaukar, verður frumsýnt á nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld kl. 20. Verkið fjallar um tvo karlmenn sem hittast á hótelherbergi á lands- byggðinni að vetri til. „Gunnlaugur, sem er eldri, hefur komið sér þar fyrir ásamt páfagauk sem hann hyggst gefa frá sér. Tómas, sem er yngri, hefur mikinn áhuga á gælu- dýrinu og er kominn úr borginni til að skoða fuglinn. Gunnlaugi er um- hugað um að finna góðan eiganda og yfirheyrir Tómas um fjölskylduhagi og reynslu af dýrahaldi. Þegar Gunnlaugur er loks að verða sann- færður um ágæti Tómasar kemur upp ákveðið vandamál sem flestir myndu kalla smáatriði en er þó nógu stórt til að setja fund mannanna í uppnám. Í kjölfarið eyða þessir tveir ókunnugu menn saman nótt á hót- elherberginu,“ segir Huldar um verk sitt. Leikstjóri sýningarinnar er Jón Páll Eyjólfsson, en með hlut- verk Gunnlaugs og Tómasar fara Jó- hann Sigurðarson og Hilmar Guð- jónsson. Langaði að dvelja lengur með persónunum „Hugmyndin að verkinu kom til mín þegar ég heyrði sögu af fólki sem eignaðist talandi páfagauk sem talaði þó ekki sama tungumál og nýju eigendurnir, en hann hafði lært að tala af fyrri eiganda sínum. Nýju eigendurnir fengu hjálp til að skilja hvað fuglinn væri að segja og fengu þá óvænt innlit í hjónaband fyrri eig- anda, því fuglinn var sífellt að end- urtaka frasa og slitrur úr gömlum rifrildum fyrri eigenda. Í framhald- inu fór ég að velta fyrir mér hvað hefði komið til að þau létu fuglinn frá sér, því þessir fuglar geta orðið mjög gamlir. Hver lætur frá sér talandi dýr sem búið hefur með manni í tvo til þrjá áratugi? Og hver vill taka slíkt dýr að sér?“ Aðspurður hvort honum finnist mikill munur á því að skrifa fyrir hvíta tjaldið annars vegar og leik- sviðið hins vegar jánkar Huldar því. „Kvikmyndahandrit er svakalega stíft form og í raun fáránlega knappt. Maður þarf alltaf að vera að slá tvær flugur í einu höggi í bíó- myndum. Öll skrifin þurfa að vera svo ökónómísk því maður hefur bæði lítinn tíma og lítið pláss. Svo klárar maður handritið til þess eins að fara að stytta það meira. Þegar ég klár- aði að skrifa handritið að París norð- ursins var mig farið að langa til að dvelja lengur með persónunum, skrifa lengri samtöl og komast und- an stöðugum sparnaðaraðgerðum sem fylgja kvikmyndahandritinu. Um svipað leyti fékk ég hugmynd sem ég sá í hendi mér að myndi henta vel sem leikrit.“ Ekki gagngert að skrifa um karlmennsku Athygli vekur að bæði í París norðursins og Gaukum eru sam- skipti karlmanna í forgrunni. „Það er alls ekki meðvituð ákvörðun að skrifa um karla og ég er ekki gagn- gert að skrifa um karlmennsku. Auðvitað hlýtur hún þó að vera til umfjöllunar, en vonandi á nýjan hátt og í nýju ljósi.“ Spurður hvort karl- menn eigi erfitt með að tala um til- finningar sínar svarar Huldar: „Lengi vel var í leikritinu setning sem er þar reyndar ekki lengur er hljómaði eitthvað á þessa leið: „Þótt þið konur talið meira þá þarf það ekki að þýða að þið séuð með allar tilfinningarnar.“ Þessi setning á vel við þessa tvo karlmenn. Mér fannst þessi setning alltaf svolítið góð, en hún var tekin út af því að hún þurfti ekki að vera þarna þar sem skila- boðin reyndust innbyggð í sjálft verkið,“ segir Huldar og bætir að lokum við: „Mig langar tvímælalaust til að skrifa fleiri sviðsverk og er þegar kominn með hugmynd að næsta verki.“ „Slitrur úr göml- um rifrildum“ Ljósmynd/Grímur Bjarnason Herbergisfélagar Hilmar Guðjónsson og Jóhann Sigurðarson í hlutverkum sínum sem Tómas og Gunnlaugur.  Borgarleikhúsið frumsýnir Gauka eftir Huldar Breiðfjörð í kvöld kl. 20 Huldar Breiðfjörð Ein mesta rokkgítarhetja sög- unnar, Slash, leikur á tónleikum í Laugardalshöll 6. desember nk. með söngvaranum Myles Kennedy og hljómsveitinni The Con- spirators. Slash þarf vart að kynna fyrir rokkunnendum, margfaldan Grammyverðlaunahafa og gít- arleikara Guns N’ Roses og Velvet Revolver. Yfir 100 milljónir platna sem Slash hefur leikið á hafa verið seldar á heimsvísu og þá bæði með hljómsveitum sem hann hefur leikið með og sólóplötur. Slash og félagar munu enda Evr- óputónleikaferð sína með tónleik- unum á Íslandi. Slash spilar í Laugardalshöll með Myles Kennedy og The Conspirators Rokkarar Myles Kennedy og Slash ætla að rokka í Laugardalshöll í desember. Tvær kvikmyndir verða frum- sýndar í kvikmyndahúsum landsins í dag, til viðbótar við þær sem sýnd- ar verða á Alþjóðlegri kvikmynda- hátíð í Reykjavík, RIFF. The Equalizer Denzel Washington leikur Robert MacCall, fyrrverandi leynilögreglu- mann sem sviðsetti andlát sitt til að lifa rólegu lífi í Boston. Þegar hann hittir Teri, stúlku sem er undir hælnum á illskeyttum rússneskum glæpamönnum, finnur hann sig knúinn til að koma henni til bjargar og ráðast til atlögu við glæpamenn- ina. Auk Washington fara með helstu hlutverk Bill Pullman, Chloë Grace Moretz, Chloe Moretz, David Harbour, Haley Bennett, Marton Csokas og Melissa Leo. Leikstjóri er Antoine Fuqua. Metacritic: 48/100 Afinn Gaman-drama eftir Bjarna Þór Hauksson með Sigurði Sigurjóns- syni í aðalhlutverki. Sigurður leik- ur Guðjón sem er að komast á eftir- launaaldur. Hann þarf að glíma við ýmis vandamál, er beðinn að láta fyrr af störfum en til stóð, brestir koma í hjónabandið og að auki ætl- ar dóttir hans að giftast náunga sem honum er meinilla við. Handrit myndarinnar er byggt á samnefndu leikriti Bjarna. Með önnur helstu hlutverk í myndinni fara Þorsteinn Bachmann, Sigrún Edda Björns- dóttir, Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi jr.), Tinna Sverrisdóttir og Jón Gnarr Jónsson. Bíófrumsýningar Grjótharður Washington, afi og RIFF Hörkutól Denzel Washington tekst á við glæpamenn í The Equalizer. EIN ÓVÆNTASTA SPENNUMYND ÁRSINS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 16 16 ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND UM EINKASPÆJARA SEM FLÆKIST INN Í HEIM EITURLYFJASALA LIAM NEESON ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON L L L 12 EQUALIZER Sýnd kl. 8 - 10:40 TOMBSTONES Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:20 MAZE RUNNER Sýnd kl. 5:40 - 8 - 10:20 PÓSTURINN PÁLL 2D Sýnd kl. 3:50 LUCY Sýnd kl. 6 TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 3:50 DINO TIME Sýnd kl. 3:50 Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.