Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 16
SKÓLI Í SKÓGI Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Tólf börn eru við nám í Hallorms- staðarskóla í vetur. Í haust varð skólinn að deild í Egilsstaðaskóla, en nafnið er þó vitaskuld notað áfram. Skólinn stendur inni í miðjum stærsta skógi landsins og því óhætt að segja að umhverfið sé fallegra en þorri íslenskra barna á að venjast. Morgunblaðið heimsótti skól- ann í skóginum á miðvikudag í síð- ustu viku og kennsla var hefðbundin fram að hádegi. Hafi hún verið skemmtileg kættust börnin enn frekar að loknum hádegisverði því þá var haldið í Melarétt í Fljótsdal, spölkorn frá skóginum, þar sem dregið var í dilka fram eftir degi. Þótt réttað hafi verið í miðri viku að þessu sinni, af ástæðum sem rekja má til gossins í Holuhrauni, fengu nemendur að sjálfsögðu leyfi til að taka þátt eins og sum eru vön enda réttardagur varla síður mikilvæg kennslustund en aðrar þar sem rýnt er í bækur. Hefð er fyrir því að börn í átt- unda bekk selji veitingar meðan réttað er og hefur það oft reynst drjúg tekjulind í sjóð nemenda. Flestir eru í áttunda bekk í vet- ur, einn í fyrsta bekk og annar í öðr- um, en enginn í sumum árgöngum. Kennt er í tveimur hópum. Börnin góðir vinir „Við erum með samkennslu í hópunum. Það er mikil nánd hér, börnin tengjast vel og eru góðir vin- ir. Samvinna yngri og eldri árganga er mjög góður kostur,“ segir Harpa Höskuldsdóttir, deildarstjóri á Hall- ormsstað, við Morgunblaðið en bæt- ir við að börnin séu einn og hálfan dag í viku í höfuðstöðvunum á Egils- stöðum, þar sem kennsla í verk- greinum, vali og sundi fer fram frá og með þessu skólaári. „Það er líka gott fyrir krakkana að fara þangað og vera með jafnöldrum sínum og vinum,“ segir Harpa. Skólarnir tveir urðu einn í sum- ar sem fyrr greinir, og er reksturinn sameiginlegt verkefni Fljótsdalshér- aðs og Fljótsdalshrepps. Sigurlaug Jónasdóttir skólastjóri er búsett á Egilsstöðum og líst vel á verkefnið. „Þótt annar skólinn sé stór og hinn mjög fámennur er kennslan svipuð, en aðstæður þó nýttar á hvorum stað eins og hægt er: á Hallormsstað eru þau með sitt skapandi starf eins og verið hefur; skógurinn fór til dæmis ekki neitt í burtu! Í skólastarfi skipt- ir miklu máli að nota tækifærin sem umhverfið hefur upp á að bjóða á hverjum stað. En valmöguleikarnir eru vissulega miklu meiri hér út frá og þess vegna koma krakkarnir ofan að hingað tvisvar í viku.“ Grunnskólar á Fljótsdalshéraði voru margir á árum áður en eru nú þrír; auka Egilsstaðaskóla (og þar með útibúsins á Hallormsstað) er „Samvinna yngri og eldri góður kostur“  Frábær tækifæri sem yndislegt umhverfi býður upp á Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Röskur Þorsteinn Ivan Bjarkason fór eins og aðrir nemendur í Melarétt og dró hvergi af sér þegar hann dró í dilka. SÉRBLAÐ Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um fjölskyldu- atvinnu- og pallbíla, jeppa og fleira föstudaginn 10. október Bílablað Í þessu blaði verða kynntar nýjar gerðir bíla, allt sem bíllinn þinn þarf fyrir veturinn og margt fleira PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 6. október. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is –– Meira fyrir lesendur Oft verður hvasst í Hvaldalnum  Hvaldalur fyrir austan þykir veðravíti. Sé hringvegurinn ekinn réttsælis er dalverpi þetta sunnan við Hvalnesskriður hvar ekið er fyrir vík og þaðan að Eystra-Horni þar sem beinn og breiður vegur tekur við. Í Hvaldal kveður rammt að byljóttum vindinum samfara norð- og norðvestlægum áttum, svo upp- græðsla þarna er talin ómöguleg. „Þarna gerir sterka hnúta, einkum þegar vindur er norðvestanstæður. Sjálf- sagt nær þetta 50 til 60 hnútum á sekúndu þegar verst verður,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Bætir við að í iðuköstum, sandfoki og grjót- kasti á þessum slóðum hendi að klæðning flettist af vegunum. Þá nær vind- urinn að smeygja sér undir klæðninguna eins og plástur sé rifinn af sári. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Austurland Óvíða verður hvassara en í Hvaldal. Stundum slær í 60 m/sek.  Kúluleikurinn pétanque er vinsæll víða um heim og gjarnan leikinn í al- menningsgörðum. Hann er upprunn- inn í Frakklandi en heldur lítið hefur farið fyrir honum hér á landi. Engu að síður er árlega haldið Íslandsmeist- aramót í pétanque á Fáskrúðsfirði og er það í tengslum við bæjarhátíðina Franska daga þar í bæ. Pétanque svipar til boccia, en í fyrr- nefnda leiknum eru boltarnir úr málmi og á stærð við appelsínu. Markmiðið er að kasta málmboltunum þannig að þeir komist sem næst trébolta, sem kallast cochonnet. Leika má pétanque bæði á malarvelli og á grasflöt. Keppt í frönsk- um kúluleik Morgunblaðið/Ómar Fáskrúðsfjörður Á Frönskum dögum eru teknir þar upp franskir siðir. Austfirðingar hafa eins og allir landsmenn notið góðs af vexti ferða- þjónustunnar. Í sumum litlum byggðarlögum þar sem búið var að slökkva mörg ljós, loka verslunum og þjónustufyrirtækjum, hafa þau verið kveikt að nýju vegna stórauk- innar eftirspurnar eftir vörum og þjónustu. Enn hafa Austfirðingar þó ekki fengið nema litla sneið af „túr- istakökunni“. Það gæti breyst ef stórhuga áform sem nú eru uppi í landshlutanum verða að veruleika. Austfirðingar ætla að auka veru- lega hlut sinn í ferðaþjónustunni  Hálendinu og þokunni ætlað að heilla ferðamenn Morgunblaðið/Malín Brand Áform Austfjarðarþokan alræmda á að gagnast ferðaþjónustunni. AUSTURLAND2014Á FERÐ UMÍSLAND MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.