Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 dægurt, þú barðist hetjulega, kvartaðir aldrei og það er sárt að þurfa að kveðja þig. Guð blessi og styrki Ásgeir, Ragnhildi og Karítas, Arndísi og Beggu, Sigurð og Kristrúnu á þessum erfiðu tímum, missir þeirra er mikill. Ég sakna allra stundanna okkar saman, þú varst góður bróðir, félagi og vinur. Sigurður Ásgeir bróðir. Þegar ég hringdi heim til Dóra í Goðheimana var jafnan svarað: „Hamingjuheimilið, góð- an dag.“ Þá spurði ég: „Er alltaf bullandi hamingja hjá þér?“ „Oftast er það nú,“ svaraði hann, „og maður reynir að gleyma hinu.“ Þetta lýsir vel persónu- leika Dóra, jákvæðni og glað- værð. Kynni okkar Dóra hófust í skátaheimilinu við Dalbraut fyr- ir um 45 árum. Þegar unglings- árunum sleppti þróuðust sam- skipti okkar í vináttu, sem aldrei brá skugga á. Dóri var minn nánasti vinur og lít ég á það sem einstök forréttindi. Á fyrstu búskaparárum mín- um og þáverandi eiginkonu, Ing- unnar, veitti Dóri okkur ómet- anlega hjálp við breytingar á fyrstu íbúðunum okkar. Eins og flestir stofnuðum við heimili með börn og buru og þá var ýmislegt brallað. Farið var í ferðir bæði innan- lands og utan. Veiðiferðir okkar félaganna með góðum vinum og þar með talið bræðrum hans, Sigga og Óla, voru ætíð tilhlökk- unarefni. Rétt eins og Óli Sig., pabbi Dóra, reyndist hann hinn besti pabbi sem hægt er að hugsa sér. Börn elskuðu hann strax frá fyrstu kynnum. Hann lék oft jólasvein fyrir fjölskyldu og vini og einnig óbeðinn á barnadeild Landspítalans. Þessi vinmargi maður fann þó fyrir smáeinmanaleika á tímabili þegar þau Jórunn skildu og þá ákvað ég að hressa minn nán- asta vin við með alls konar uppá- tækjum s.s. skíðaferð til Ítalíu o.fl. Þar var honum strax vel tekið í góðra vina hópi. Þegar við fórum að taka börn- in með í ferðirnar urðu þær enn ánægjulegri. Við sóttum tónleika bæði hér heima og erlendis. Hittumst oft í Sveighúsum, fór- um í pott og grilluðum. Ég kynnti hann fyrir góðum vinum, Gogga og Haffa o.fl., og upp frá því var farið í margar ferðir til Flórída og þar naut hann sín í hvíld sem hann sann- arlega þarfnaðist eftir erfitt en óeigingjarnt starf hjá bankan- um. Fráfall Dóra er okkum öllum mikill harmur en þó engum eins og yndislegu og hjartahlýju börnunum hans Ásgeiri, Arndísi og Sigurði. Missirinn er líka mikill fyrir litla barnabarnið, Karitas Öldu, sem er aðeins um 17 mánaða gömul. Í veikindum Dóra stóðu börn- in hans sig eins og hetjur og mæddi sérstaklega á Arndísi í þeirri raun. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Ég og kona mín, Ingibjörg Anna, vottum öllum aðstandend- um dýpstu samúð. Marteinn Gunnarsson. Það var alltaf glatt á hjalla þegar Dóri var annars vegar og að leiðarlokum rifjast upp marg- ar og góðar minningar um góðan dreng, sem fallinn er frá langt fyrir aldur fram. Dóra kynnt- umst við í einni af okkar fyrstu skíðaferðum og upp frá því tókst með okkur vinskapur sem náði langt út fyrir skíðasportið. Tónleikar, utanlandsferðir, af- mæli, matarboð eða tilefnislaus partí, alltaf var Dóri klár, kom iðulega fyrstur og fór síðastur. Kunni alla dægurlagatexta, söng manna mest, sagði hárfína brandara og gerði óspart grín að sjálfum sér. Þó svo að Dóri væri orðinn fárveikur og kominn á spítala lét hann sig ekki vanta þegar haldið var matarboð ný- lega – dreif sig á fætur og mætti með bros á vör og sagði skemmtisögur, meðal annars af sinni fyrstu ökuferð, sem endaði að sjálfsögðu með ósköpum. Viðstaddir hreinlega grétu af hlátri enda frásagnargáfan mik- il. Nokkrum vikum síðar er Dóri allur en eftir sitja minningarnar sem munu fylgja okkur um ald- ur og ævi. Það var ánægjulegt að fylgj- ast með honum þegar hann gaf sig á tal við börn og unglinga, gaf sér góðan tíma að spjalla, sagði sögur og fyrir vikið átti Dóri fastan sess í hjörtum krakkanna, sem hópuðust í kringum hann þegar færi gafst. Vinskapur Dóra var gefandi og ekki síst þegar kom að því að líta á bjartar hliðar lífsins. Þrátt fyrir mótlæti eða erfiðleika leit hann iðulega á bjartari hliðina og oft fannst manni hann ein- faldlega ekki sjá þá dekkri. Eig- inleiki sem er ekki öllum gefinn. Fyrir þennan vinskap og allar þær gefandi stundir sem við fjöl- skyldan áttum með Dóra viljum við þakka um leið og við færum fjölskyldu hans okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Björn og Inga. Elsku Dóri. Það var óendan- lega sárt að fá fréttirnar. Þú varst besti vinur okkar hjóna og varst alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd. Þá skipti engu hvort það var að leggja rafmagn, teppaleggja eða bara að vera til staðar þegar eitthvað bjátaði á, svarið var alltaf á sama veg: „Þetta er næstminnsta mál í heimi!“ Ég minnist allra vinnuferð- anna sem þið Valdi fóruð í út á land og sagnanna úr þeim, sem ég fékk að heyra næst þegar þú komst í heimsókn. Þú varst frá- bær sögumaður og alltaf var mikið hlegið. Ég minnist líka allra ferðanna á Sigló til að hitta vinina þar. Þar var farið á skíði, vélsleða (en sumir voru á ballskónum) og borðaður góður matur í frábær- um félagsskap. Þær voru líka ófáar stund- irnar í Dofraborgunum þar sem slegið var á létta strengi eða heimsmálin rædd af alvöru. Og í mínum veikindum, þegar þú komst sönglandi: „Mikið líturðu vel út beibí, frábært hár!“ Þó að við vitum bæði sannleikann þar á bak við fékk þetta mig svo sannarlega til að brosa. En allt tekur enda og nú er komið að kveðjustund. Hvíl í friði og góða ferð, kæri vinur. Elsku Krístín og Ólafur, Arn- dís, Ásgeir og Sigurður, Björg, Siggi og Óli. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Minn- ingin lifir í hjörtum okkar. Hafdís og Þorvaldur. HINSTA KVEÐJA. Lífskertið hans Dóra brann allt of hratt niður. Hann var ósérhlífinn, hjálpsamur með einkar góða nærveru að ógleymdu sérstöku skopskyni. Minningin um góðan dreng lifir. Hvíldu í friði, félagi. Guðrún og Sigurjón.  Fleiri minningargreinar um Halldór Gunnar Ólafs- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ólafur Sig-urgeir Guð- bjartsson fæddist í Reykjavík 24. des- ember 1952. Hann lést á heimili sínu hinn 15. september 2014. Ólafur var sonur hjónanna Ólafíu Jónsdóttur, f. 18. október 1907 á Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum, d. 31. ágúst 1953, og Guðbjarts Hólm Guðbjarts- sonar frá Króki á Kjalarnesi, f. 7. desember 1917, d. 6. nóv- ember 1989. Guðbjartur var tví- kvæntur og var seinni kona hans Gunnleif Sveinsdóttir sem gekk Ólafi í móðurstað og reyndist honum góð móðir. Ólaf- ur var fjórði í röð átta systkina. Ólafur kvæntist Oddnýju Grétu Eyjólfsdóttur, f. 5. febr- úar 1953. Þau eiga ein son, Guð- bjart Hólm Ólafs- son, f. 14. desember 1990. Sonur hans er Ólafur Arnór, f. 31. ágúst 2013. Oddný á fjögur börn úr fyrra hjónabandi. Ólafur ólst upp á Króki á Kjalarnesi en mestan hluta ævi sinnar vann hann sem bílstjóri hjá Steypustöðinni í Reykjavík. Með bílstjórastarfinu sinnti Ólafur bústörfum á Króki. Árið 1995 flutti Ólafur ásamt fjölskyldu sinni að Sjávarhólum á Kjalarnesi og sinnti þá ein- vörðungu bústöfum. Bjó hann þar uns hann þurfti að bregða búi sökum heilsubrests árið 2011. Ólafur var síðast búsettur í Hraunbæ 103. Útför Ólafs fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 26. sept- ember 2014, kl. 15. Elsku hjartans ástin mín, nú er komið að því að kveðja þig, elsku Óli minn. Ég á ljúfar og góðar minningar um þig, núna ertu kominn á þann stað þar sem þér líður vel. Ég veit að þú ert hér hjá mér þó að ég sjái þig ekki. Ég bið góðan Guð að geyma Óla minn og þakka þér fyrir þau tæp 30 ár sem við höfum fengið að eiga saman. Minning þín lifir, sæll að eilífu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Þín Oddný Gréta Eyjólfsdóttir. Kær bróðir er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Fyrir um þrem- ur árum lenti Óli í slysi sem mark- aði hann líkamlega sem andlega til dauðadags. Við slysið var al- gerlega kippt undan honum fót- unum og hann þurfti að finna ann- an takt. Annan takt sem er ómögulegt að finna þegar getan til sjálfstæðs lífs er farin og kvíði og óöryggi lamar allt. Allt sem áð- ur var leikur einn og partur af daglegu lífi var nú stöðugt áhyggjuefni. Hann gerði sér grein fyrir hvernig komið var. Óli sem hafði alltaf verið engum háður þurfti nú að reiða sig á aðstoð annarra og það er ekki öllum gefið að ráða við slíkt. Við könnumst öll við að hverfa aftur til minninganna þegar ein- hver nákominn deyr og margar eru minningarnar og allar góðar. Við munum hörkuduglegan og kröftugan mann sem fór sínar eigin leiðir og lét ekki aðra stoppa sig af ef hann vissi betur. Hann var heiðarlegur og hlýr og áhuga- samur um samferðamennina. Það var alltaf gaman að koma til hans í sveitina og fá að fylgjast með bú- skapnum sem var hans líf og yndi. Hann var stoltur af kindunum sín- um og hugsaði vel um þær. Óli bróðir var áhugasamur um lífið og tilveruna og mikil félagsvera. Honum fannst gaman að fá fólk í heimsókn og þótt mikið væri að gera gaf hann sér tíma frá búamstrinu. Hann var greiðvik- inn og var gott að geta leitað til hans og það gerðum við systurnar óspart. Það var gott að eiga hann að. Við munum alla bílana sem hann valdi fyrir okkur, en hann vissi allt um bíla. Honum fannst þetta sjálfsagt og gott að geta gert greiða. Honum var umhugað um að hjá okkur gengi allt vel og hringdi oft og spjallaði um lífið og tilveruna. Bróðir okkar var mikill matmaður og fannst ekkert betra en að vera boðinn í mat að verki loknu. Ekta heimilismatur var þá í mestu uppáhaldi. Hann var nægjusamur og gerði litlar kröfur fyrir sjálfan sig. Umbúðir skiptu hann engu máli og hann vissi að hlutir skapa ekki hamingjuna. Óli var vinmargur og gerði ekki mannamun. Hann þekkti marga og af öllum stéttum þjóðfélagsins. Við söknum góðs bróður og þökkum samfylgdina. Nú ertu laus við verki og áhyggjur og líður vel. Anna Margrét, Hólmfríður og Steinunn. Óli bóndi kom stormandi inn í líf okkar systkina veturinn 1989 þegar móðir okkar og hann felldu hugi saman. Óli tók okkur systk- inum vel og varð strax mikill vin- ur okkar. Hann var eftirtektar- verður fyrir þann kraft og þá útgeislun sem frá honum kom og það var aðdáunarvert að sjá hversu duglegur og sterkur hann var, af allt annarri kynslóð en við hin. Það var líka gaman að rök- ræða við hann, því ekki vorum við alltaf sammála. En Óli var sann- arlega vinur vina sinna og reynd- ist hann fjölskyldum okkar og börnum vel. Sveitin var honum hugleikin og átti hug hans allan, það var því mikill missir þegar hann þurfti að gefa upp sveitina sína og flytja í bæinn vegna veik- inda. Síðastliðin tvö ár hafði sam- gangur okkar við Óla og mömmu verið einstaklega mikill sökum nálægðar, það er því stórt skarð sem höggvið er með óvæntu frá- falli þínu. Við þökkum fyrir þann tíma og stundir sem þú gafst okk- ur og geymum í huga okkar góðar minningar um sterkan og glað- væran mann sem þú sannarlega varst. Góður Guð vakir yfir þér og fjölskyldu þinni um ókomna tíð. Hinsta kveðja. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Rúnar, Þóra, Ásdís og fjölskyldur. Ólafur Sigurgeir Hólm Guðbjartsson Í kjölfar úrvinnslu minningargreina á síðustu dögum urðu þau leiðu mistök, sök- um raðar óheppilegra tilviljana, að mynd af Guðmundi R. Einars- syni rataði á síður blaðsins hinn 25. sept- ember í stað þeirrar er hér birtist af Guð- mundi Rósenkranz Einarssyni. Umsjón- armaður og aðrir sem að þessu komu harma að þetta hafi gerst og biðja alla hlutaðeigandi inni- lega velvirðingar á þessum mistökum. Guðmundur Rósenkranz Einarsson LEIÐRÉTT ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástríks eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, LOFTS J. GUÐBJARTSSONAR, fv. bankaútibússtjóra, Asparfelli 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Eirar fyrir einstaka umhyggju og hlýju. Vigdís Guðfinnsdóttir, Marta Loftsdóttir, Gunnar Jóhannsson, Svava Loftsdóttir, Ásmundur Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, SÆMUNDUR KJARTANSSON læknir, er látinn. Ingunn Sæmundsdóttir, Elías Gunnarsson, Sigurbjörg Sæmundsdóttir, Guðrún Sæmundsdóttir, Eiríkur Sigurðsson, Steinn Grétar Kjartansson, Hrafnhildur Óskarsdóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur sonur minn og bróðir okkar, BRAGI MAGNÚS EIRÍKSSON, Skólagerði 61, Kópavogi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 16. septem- ber. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Regína M. Bragadóttir, Eva Katrín Eiríksdóttir Ditto, Michael W. Ditto, Lilja Eiríksdóttir, Bragi Líndal Ólafsson, Steingrímur Eiríksson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýndan hlýhug, samúð og vináttu vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður og afa, LEIFS ARNAR DAWSON. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjartasviðs Landspítalans fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Camilla Ragnars, Leifur Örn Leifsson, Inga N. Matthíasdóttir, Guðrún M. Leifsdóttir, Adam Jarman, Sigurður Jónsson, Marta Markúsdóttir, Matthías Leifsson, Kjartan Örn Leifsson, Camilla Jarman, Elias Jarman. ✝ Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir og afi, LÁRUS MÁR BJÖRNSSON, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 20. september. Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kári Fannar Lárusson, Sóley Dröfn Davíðsdóttir, Alda Sófusdóttir Gjöveraa, systkini og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.