Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 ✝ Halldór Gunn-ar Ólafsson var fæddur í Reykjavík 16. júlí 1958. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut þann 18. september 2014. Foreldrar Hall- dórs eru Ólafur Á. Sigurðsson, f. 28.10. 1929 í Vest- mannaeyjum, og Kristín M. Guðjónsdóttir, f. 14.5. 1930 í Reykjavík. Systkini Hall- dórs eru: 1) Björg, f. 6.4. 1952, maki hennar er Guðmundur Þröstur Guðmundsson, barn þeirra er Kristín Margrét, 2) kona hennar er Bergþóra Gná Hannesdóttir, f. 7.5. 1990. 3) Sigurður, f. 21.6. 1993, sam- býliskona hans er Kristrún Björg Nikulásdóttir, f. 9.2. 1996. Halldór ólst upp á Brúnavegi 3 og gekk í Laugarnes- og Laugalækjarskóla. Eftir skyldu- námið hélt hann til sjós og sigldi milli landa. Hann gekk svo í Iðnskólann í Reykjavík þar sem hann lagði stund á nám í raf- virkjun og útskrifaðist þaðan með meistarapróf. Hann starf- aði sjálfstætt og vann sem verk- taki fyrir bankann þar til hann var ráðinn fastur starfsmaður Íslandsbanka árið 1998 og þar vann hann alla tíð síðan. Hall- dór lagði stund á stangveiði og ferðaðist mikið og fór meðal annars í skíðaferðir á hverju ári. Útför Halldórs fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 26. september 2014, kl. 13. Sigurður Ásgeir, f. 18.9. 1954 og 3) Ólafur Kristinn, f. 18.4. 1963, maki hans er Anna María Bjarnadóttir, börn þeirra eru Marey og Bjarni Valgeir. Halldór kvæntist Jórunni Valdimarsdóttur, f. 14.8. 1964, árið 1986, en þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: 1) Ásgeir, f. 27.6. 1986, maki hans er Ragnhildur Dóra Elíasdóttir, f. 12.7. 1991, barn þeirra er Karítas Alda, f. 30.4. 2013. 2) Arndís, f. 28.4. 1988, sambýlis- Elsku pabbi. Ég trúi því ekki enn að þú sért farinn, ég átta mig ekki á þessu öllu saman. Eins og þú veist og vissir alltaf, þá varst þú kletturinn minn, þú varst mér svo miklu meira en pabbi. Þú varst besti vinur minn og alltaf til staðar fyrir mig. Þú tókst öllum í kring um þig opn- um örmum og lífið var þér svo mikilvægt og skemmtilegt. Alla tíð komst þú syngjandi upp ganginn heima eftir vinnudaginn og dansaðir í eldhúsinu þegar þú eldaðir kvöldmatinn eða ryksug- aðir stofuna. Lífsglaðari mann hef ég aldr- ei hitt. Þú varst svo mikil fyr- irmynd fyrir okkur krakkana þína og kenndir okkur svo margt sem við munum aldrei gleyma og við erum þér þakklát fyrir það á hverjum einasta degi. Ég vona svo sannarlega að þú sért kominn á góðan stað og þér líði vel. Það er ótrúlegt hvað þessi veikindi ágerðust hratt, það eru ekki nema sex vikur síðan við vorum í Grímsnesinu í sumarbú- stað, grilluðum góðan mat og sátum úti í sólinni í heila viku og nutum þess að vera saman og ekki nema um sex mánuðir síðan þú sagðir okkur frá því að þú værir lasinn. Hvernig geturðu verið farinn? Ég vil að þú vitir að ég verð alltaf prinsessan þín og þú verð- ur í huga mínum hvern einasta dag og ég veit að þú heldur áfram að passa upp á mig alveg eins og þú hefur alltaf gert. Elsku pabbi, ég á ekki nóg af orðum sem geta lýst því hvernig mér líður. Þú veist það vel og vissir það alla tíð að þú varst uppáhaldskallinn minn, þú varst besti pabbinn. Ég vona svo heitt og innilega að þú hafir heyrt allt sem ég hafði að segja við þig áður en þú kvaddir okkur, ég vil að þú vitir að við krakkarnir þínir förum saman í gegnum þessa erfiðu tíma sem við erum að ganga í gegnum og það er þér að þakka að við erum nógu sterk til þess að takast á við þetta allt saman. Það má svo sem vera að vonin ein hálf veikburða sofni í dá. Finnst vera eitthvað sem íþyngir mér en svo erfitt í fjarlægð að sjá. Það gilda má einu hvort ég áleiðis fer eða staldra hér ögn við og bíð. Þótt tómið og treginn mig teymi út á veginn ég veit ég hef alla tíð … verið umvafin englum sem að vaka hjá meðan mannshjörtun hrærast þá er huggun þar að fá. Þó að vitskert sé veröld þá um veginn geng ég bein því ég er umvafin englum aldrei ein – aldrei ein. Hvíldu í friði – ég elska þig. Þín dóttir, Arndís. Elsku pabbi minn. Takk fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman. Betri pabba er ekki hægt að hugsa sér. Alltaf svo glaður og hress og segjandi sömu fimm aura brandarana sem hættu að vera fyndnir ein- hvern tímann fyrir aldamót, en alltaf brosti maður samt að þér. Þú gerðir alltaf allt til að hjálpa mér og munt alltaf verða hetjan mín og fyrirmynd. Vinir mínir kalla þig Don Dóri og minnast mikið á hvað þeim þótti vænt um þig, enda voru alltaf allir vel- komnir heim til þín og vinir okk- ar krakkanna voru vinir þínir. Þú vildir allt gera fyrir alla, og það sést á því hversu margir spurðu um þig, sendu þér kveðj- ur og komu í heimsókn til þín á meðan þú lást á spítalanum. Öll- um sem kynntust þér þótti vænt um þig. Margir hafa komið til okkar krakkanna og talað um hvað þú varst yndislegur maður og hvað allir eru þakklátir að hafa þekkt þig. Í öllum veikind- unum varstu jákvæður, opinn og einlægur og það var eins með það og allt annað, það var alltaf hægt að tala við þig ef maður hafði áhyggjur, spurningar eða einhverjar pælingar. Eftir að ég eignaðist Karítas Öldu tókst þú að þér nýtt hlutverk og varðst á einni nóttu besti afi í heimi. Ég mun aldrei gleyma svipnum á þér, brosinu þínu og stoltinu sem skein úr augunum á þér þegar þú komst að heimsækja okkur á fæðingardeildina. Hún elskar afa sinn og er búin að kalla mikið á þig síðan þú fórst. Ég verð duglegur að sýna henni myndir og segja henni sögur af elsku afa. Þegar þú varst búinn að kveðja okkur í síðasta sinn sat hún í fanginu á mér á spít- alanum og horfði á þig inn um dyrnar. Hún kallaði á afa sinn, sendi þér fingurkoss og vinkaði þér bless í síðasta skipti. Ef ég kemst nálægt því að vera jafn góður pabbi og þú varst, þá veit ég að mér hefur tekist vel upp. Hvernig sem á það er litið, sama út frá hvaða hlið, lífið hefði verið litlaust ef þín hefði ekki notið við. Þakka þér fyrir að fylgja mér um lífsins ljósabraut, – þá gæfu sem ég hlaut. (Stefán Hilmarsson) Ég elska þig, pabbi minn. Hvíldu í friði. Elsti prinsinn þinn, Ásgeir. „Hamingjuheimilið, Eintóm hamingja“ var svarið þegar ég hringdi og spurði hvað væri að frétta. Halldór var síbrosandi, hárið ljóst og glansandi enda fannst stóru systur ofsalega gaman að fara út að labba með hann í vagni og kerru. Hann var alltaf vinsæll og nærvera hans eftirsótt, t.d. fengu frænkurnar hann lánaðan á jólaböll þar sem hann sat uppi á sviði og söng, svo og afi á Jaðri honum til samlætis í Scania Vab- is-vörubílnum og fór þar líka saman bíladella þeirra. Nagli í fæti, ýmis smáóhöpp, handleggsbrot og fótbrot, vöxt- urinn í hinum fætinum stopp- aður og því var hann alltaf nokkrum sentimetrum styttri, það var engin lognmolla á sjúkrastofunni hans því húmor- inn var alltaf í fyrirrúmi. Aldrinum var ekki fyrir að fara þegar útvarpstæki og klukkur voru tekin í frumeindir sem lágu síðan út um allt gólf, en viti menn, það komst tenging á allt sem hann snerti þá og seinna meir sem rafvirki og tækniséní sem lagði tölvukapla, prógrammeraði, setti upp hrað- banka og margt fleira. Tengdi út um allan bæ og allt land, eitt sinn þegar ég var að tína upp víraafklippur sagði hann: „Ég er rafvirki.“ Hann hafði alltaf tíma til að sinna sínu starfi og redda fjölskyldu og vinum. „Dóri“ mættur á staðinn og snöggur að því sem þurfti að gera. „Hvað, er ekkert almennilegt með kaffinu“ sagði hann í af- mæli hjá mér en þá var hvorki súkkulaði né kókosmjölskaka á borðinu. Sjálfur var hann góður kokkur og bakari. Svo tók hann K úr lyklaborði kokksins svo það væri ekki hægt að hafa kjúkling á matseðlinum, vildi frekar steik með góðu víni eða bjór. Halldór var skemmtilegur partímaður, orðheppinn og hnyttinn. Flottasti og besti jóla- sveinninn á svæðinu hvort sem það var á Brúnó á aðfangadags- kvöld, „hann pabbi missir alltaf af jólasveininum“ eða á skemmt- unum. Átti það til að semja lög og texta á staðnum, eins og t.d. Ís- landsmeistarabrag í eldhúsinu hjá okkur meðan blandað var í glas og eftirfarandi sem vísna- vinir sungu eftir hann inn á plötu: „Ég hefði átt að sigla, ég hefði átt að fljúga, ég hefði átt að skoða mig um.“ Hann sigldi á millilandaskipi, flaug í frí með krakkana og skoðaði sig um í heiminum. Hann var góður drengur, son- ur og bróðir sem sá ekki sólina fyrir börnunum sínum þremur og ól þau upp við kærleik og hlýju sem þau gáfu svo fallega til baka í stuttum en erfiðum veikindum. Sárast er að Halldór afi og Karístas Alda, litla afabarnið, skuli ekki fá að njóta hvort ann- ars en bróðir minn var mesti og besti barnakarl sem ég hef kynnst, hafði einstakt lag á börnum og svo gat hann talað eins og Andrés Önd. Kæri bróðir, hjarta mitt er fullt af sorg og augun full af tár- um, þú ert svo alltof fljótt farinn frá okkur og skarðið er sárt og stórt. „I will celbrate your life.“ Guð geymi þig og veri með Ásgeiri, Arndísi, Sigurði og fjöl- skyldum þeirra. Minning þín er ljós í lífi okkar. Björg systir. Elsku Dóri bróðir. Að kveðja þig er það allra erf- iðasta sem að ég hef tekist á við. Alla mína ævi hefur þú verið klettur í mínu lífi. Ég hef getað hringt í þig eða bara hitt þig og talað við þig bæði þegar litla bróður hefur liðið illa, en sem betur fer miklu oftar þegar hef- ur legið vel á okkur bræðrum. Frá því að ég man eftir mér hef- ur þú passað upp á mig og eftir því sem árin liðu höfum við farið í útilegur, veiði eða eitthvað ann- að og gert okkur glaðan dag sem við kunnum svo ansi vel. Hlegið og sungið og haft gaman af lífinu. Þegar mamma og pabbi fóru til útlanda þá eldaðir þú fyrir okkur og hugsaðir um mig en á móti lofaði ég að þegja yfir partíunum á Brúnó sem voru nokkur í gegnum árin. Minningar mínar eru enda- lausar um þig allt frá því að þú gafst mér stíla í sveitinni (sem við bræður kölluðum tundur- skeyti) þegar ég var 7 eða 8 ára, því að sjálfsögðu mátti enginn annar gera það nema Dóri bróð- ir, eða sátum saman við fallega á og veiddum fisk og þú reyndir að temja mér þolinmæði við veiðarnar, en í því varstu ansi góður, og eins þegar við sátum saman og sungum af hjartans lyst Mannakorn og Vilhjálm. Ég mun alltaf muna brosið þitt og að þú varst alltaf glaður og kát- ur. Svo varstu alltaf ótrúlega barngóður og munu börnin mín alltaf minnast þín fyrir hvað þú varst góður við þau. Það er mér alveg óskiljanlegt að þú sért farinn og að á þessum fallega sólardegi fyrir rúmum mánuði hafi verið síðasta skiptið sem við sátum úti á verönd hjá okkur Önnu Maríu, fórum í pott- inn, grilluðum, hlógum og feng- um okkur einn grænan. Að aldr- ei aftur hringir síminn minn og að þú sért að athuga hvort að þú megir ekki kíkja til mín. Anna María, Marey og Bjarni Valgeir senda ástarkveðju til þín og munu alltaf sakna þín. Elsku Ásgeir, Arndís, Sigurður, ykkar makar og afabarn, þið áttuð besta pabba í heimi og hann er örugglega á góðum stað og verndar ykkur. Elska þig, Dóri minn, og takk fyrir að ég hafi átt svona fal- legan og góðan bróður. Ólafur Kristinn Ólafsson (Óli bróðir). Í barnæsku var 4 ára aldurs- munur mikill. Ég var því reynd- ur 10 ára gamall sveitamaður á Stekkjarholti í Geiradal þegar þú að verða 7 ára gamall komst í sveitina. Þar vorum við saman í nokkur sumur hjá yndislegu fólki, Gullu, Emil og fjölskyldu, þangað til ég fór á annan bæ í sveitinni sem vinnumaður og Óli bróðir tók við mínu plássi og var með þér áfram. Veiðimennska var þér í blóð borin. Á unglingsárum fengum við að fara með pabba og vinum hans á haustin í Laxá í Dölum, síðar fórum við saman í góðum hóp í mörg ár í Litluá og á ýmsa aðra veiðistaði, þar sem ýmislegt var brallað. Þegar við urðum eldri fórum við að vinna við ýmis störf og síðar fórst þú í rafmagnið og ég í smíðarnar. Við höfum alla tíð unnið mikið og vel saman og aðstoðað hvor annan í ýmsum verkefnum, þar sem þú sást um rafmagnið og vírana og ég um smíðarnar. Eft- ir að þú fórst í tölvurnar hefur þú séð um allt sem því tengist í mínu lífu. Ég er þakklátur fyrir að hafa getað hlaupið undir bagga og hýst þig og krakkana unga í íbúðinni minni, á meðan þú varst að leita að hentugu húsnæði þar sem þú gætir veitt þér og krökk- unum þínum varanlegt skjól. Skyndileg veikindi þín komu okkur öllum mjög á óvart þar sem þér hafði aldrei orðið mis- Halldór Gunnar Ólafsson ✝ RagnhildurÁsa Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 26. janúar 1928. Hún lést á dval- arheimilinu Skóg- arbæ hinn 14. sept- ember 2014. Foreldrar henn- ar voru Páll Símon Bjarnason, f. 10. maí 1907 í Sauð- húsnesi, Álftavers- hreppi, V-Skaftafellssýslu, d. 13. nóvember 1981, og Silva Bryn- hildur Jónsdóttir, f. 6. sept- ember 1906 í Stykkishólmi, d. 21. október 1969. Ása ólst upp í Reykjavík. Hún giftist Jóni Björgvini Magn- ússyni, f. 20. desember 1921, d. 4. nóvember 1996. Þau ólu upp fimm börn. Fyrsta barn Ásu er Sylvía Björg Sigurðardóttir, f. 13. desember 1946, þá börn þeirra Björgvins; Ragn- heiður, f. 3. maí 1948, Páll, f. 11. apríl 1951, Magnús, f. 12. júní 1952, og Björgvin, f. 2. jan- úar 1954. Fyrir átti Jón Björgvin þá Jón Magnús, f. 18. febrúar 1943, og Hannes, f. 11. mars 1945, d. 26. desember 2008. Ása ólst upp í Blesugrófinni og fluttist síðan í Smáíbúða- hverfið, þar sem hún bjó alla tíð. Hún vann sem fiskvinnslukona hjá Ingimundi á veturna og sem kokkur hjá Guðmundi Jónassyni á sumrin. Ása verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, 26. sept- ember 2014, kl. 13. Elsku amma á Tungó. Ég verð að játa að tilfinningin er blendin yfir fráfalli þínu. Ég er sorgmædd yfir að þú sért farin en ég er líka glöð að þú sért nú loks búin að fá hvíldina og fáir að hitta afa sem þú beiðst eftir að kæmi að sækja þig. Þegar ég hugsa til baka til tímans áður en þú varðst svona mikið veik, þá rifjast t.d. upp söngur og gleði á jólum. Þegar við frænd- systkinin fengum að dansa í kringum jólatréð heima hjá þér og syngja með þér jólalögin. Leikhús- og söngáhugann hefur maður án nokkurs vafa frá þér, elsku amma. Þú varst alltaf að leika með kvenfélaginu og ef mann vantaði búninga átti mað- ur þá alltaf vísa hjá þér og það sem var gaman að gramsa í kjallaranum á Tungó og í skáp- um og hirslum þar. Þvílíkur fjársjóður. Þú varst alltaf svo dugleg að taka myndir og festa minningarnar í sessi fyrir okk- ur. Ég man hvað mér fannst gaman að skoða myndaalbúmin þín og spurningaflóðið sem þú fékkst frá mér í kringum þær hefði þreytt hvern mann, en þú svaraðir öllu og hafðir gaman af sögunum. Mér fannst mikill æv- intýrabragur yfir sögunum þín- um. Ég hef heyrt orðatiltæki sem hljómar á þá leið að ef líf þitt væri bíómynd, myndir þú vilja sjá hana aftur? já, svei mér þá, ég myndi vilja fara aft- ur á þína sýningu. Elsku amma, ég vona að þú hafir það svo ótrúlega gott núna með öllum hinum englunum sem ég þekki þarna uppi, þú átt hvíldina svo sannarlega skilið eftir þessi löngu veikindi. Ég sé ykkur afa fyrir mér dansandi í kringum jólatréð á milli þess sem þið sitjið á sólarströnd með kokteil í hönd (og afi enn í síðu brók- unum sínum). Ég elska þig, elsku amma mín, þú varst stað- föst, ákveðin, glaðvær og söng- elsk leikkona, þannig minnist ég þín og þinnar nærveru verð- ur saknað. Þangað til næst. Þínar, Anna Clara og Marólína Fanney. Nú hefur Ása mín loks verið leyst þrautum frá og fengið hvíldina eftir áralanga bið. Hún var sameiningartákn fjölskyldunnar þar til veikindin smám saman slógu hana út. Og Stórfrænka – með stórum staf. Allt víl og vorkunnsemi var henni fjarri og átti hún alltaf styrk og skjól fyrir þá sem næddi um. Þótt heimilið væri fjölmennt var þar alltaf nóg pláss sem sannaði að þar sem er hjartarúm, þar er húsrúm. Ef eitthvað bjátaði á hjá fjöl- skyldu eða vinum var hún fljót að rétta hjálparhönd og í öllu stóð hennar ágæti maður, Björgvin, með henni í blíðu og stríðu. Sjaldnast var talað um þau öðruvísi en sem Ásu og Björgvin – þau voru eitt. Hún var glæsileg kona með geislandi lífskraft sem hvatti aðra til dáða. Og þótt hún sæti ekki á digrum sjóðum naut hún þess að veita gestum sínum af rausn. Það var líka merkilegt hve kaffið á Tunguveginum var allt- af betra en annað kaffi. Samt var það lagað eins og venja var, úr Gvendarbrunnavatni og not- að „brennt og malað“ úr venju- legum kaffipakka. Ég býst við að krydd kaffisins hafi einfald- lega verið sú umhyggja og hjartahlýja sem hún lagði í verkið. Og víst er um það að kaffið hressti og allir fóru beinni í baki og bjartsýnni út í daginn eftir notalegt spjall yfir sopanum. Víst gat hún verið föst fyrir og sagt meiningu sína svo að ekki þurfti við að bæta en hún átti líka gott með að slá á létta strengi. Hún og fleiri góðar konur fluttu heimagerða skemmtiþætti í sínum prívat hópum og kitluðu hláturtaugar áhorfenda eftirminnilega. Ég minnist þerra hjóna með innilegu þakklæti fyrir allt gegnum árin og bið þeim værð- ar á nýjum slóðum. Allri fjölskyldunni votta ég samúð mína. Erla mágkona. Ása Pálsdóttir eða Ása stór- frænka eins og ég kallaði hana jafnan er látin. Ása var föðursystir mín. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að búa hjá Ásu og Björgvini manni hennar þegar ég var við nám í Iðnskólanum í Reykjavík. Þá hafði þeirra stóri barnahópur flogið úr hreiðrinu sem var á Tunguvegi 46 og var því sjálf- sagt mál að skjóta skjólshúsi yfir ungan frænda sinn, að hennar mati, enda var svo merkilegt að alltaf var nægt pláss hjá Ásu, alveg sama hvernig stóð á. Lífsgleði og hamingja var eitt af aðalsmerkjum Ásu stór- frænku og virtist hún alltaf hafa lag á að láta líta út fyrir að allt horfði til betri vegar og bjart væri framundan, bara ef menn opnuðu augun fyrir því. Ákveðin og hreinskiptin og vinur vina sinna en ávallt glað- sinna og mátti ekkert aumt sjá, þannig minnist ég Ásu og átti hún auðvelt með að ræða við ungan frænda sinn um allt og ekkert og gaf sér góðan tíma til að vera viss um að allt væri í góðu standi með strákinn. Öllum börnum Ásu og fjöl- skyldum þeirra votta ég samúð mína um leið og ég þakka fyrir öll árin og ljúfar minningar. Óskar Vignir Bjarnason og fjölskylda. Ragnhildur Ása Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.