Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sjávarútvegur-inn er miklumeira en bara veiðar og vinnsla. Sýningin undir- strikar það betur en flest annað,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, sjáv- arútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, í samtali við mbl.is á Íslensku sjávarútvegssýning- unni sem stendur nú yfir í Smár- anum í Kópavogi. Eins og Sig- urður Ingi bendir á kemur fjölbreytileiki þeirra fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi vel í ljós á þessari sýningu, þar sem um 500 sýnendur vekja athygli á vörum sínum og þjónustu. Sýn- endur koma víða að úr heiminum og sýningargestir sömuleiðis, en fyrir Íslendinga er sérstaklega athyglisvert að sjá hversu mörg og ólík íslensk fyrirtæki koma með einum eða öðrum hætti að sjávarútvegi. Íslenski sjávarútvegurinn hef- ur sérstöðu hér á landi vegna þess hversu mikilvæg undirstaða hann er fyrir efnahagslíf og vel- megun í landinu. Þess vegna er furðulegt hversu lítill skilningur kemur oft fram í opinberri um- ræðu á því að sjávarútvegurinn þurfi að búa við hagstæð rekstr- arskilyrði til að geta áfram staðið undir þeim lífskjörum sem Ís- lendingar eru orðnir vanir og vilja áfram búa við. Traust útgerðarfélög og öfl- ugur sjávarútvegur eru forsenda þess að mörg þeirra fjölbreyttu þjónustu- og framleiðslufyr- irtækja sem sýna á Íslensku sjávarútvegssýningunni geti starfað áfram og vaxið og dafnað. Og mörg þessara fyr- irtækja eru sjálf orðin útflutnings- fyrirtæki og hafa sótt tekjur út fyrir landsteinana og þar með tryggt störf hér á landi vegna þeirrar uppbyggingar sem var möguleg vegna tengslanna við íslenska sjávarútveginn. Eftir því sem skilningur á þessu mikilvæga undirstöðu- hlutverki sjávarútvegsins fer vaxandi má vonast til að þeim fækki sem hafa horn í síðu þess- arar atvinnugreinar og að viljinn aukist til að tryggja greininni eðlileg starfsskilyrði til langs tíma. Óvissan í sjávarútveginum verður alltaf mikil af náttúrunn- ar hendi en óviðunandi er að þeir sem smíða lagarammann utan um greinina auki á óvissuna með því að hræra stöðugt í farsælu stjórnkerfi sjávarútvegsins og með því að leggja á greinina óhóflegar álögur langt umfram aðrar greinar, þar með talið þær greinar sem einnig byggja rekst- ur sinn að hluta til á auðlindum náttúrunnar. Síðasta ríkisstjórn hleypti rekstri sjávarútvegsins hér á landi í algert uppnám og hefði gengið enn lengra ef landsmenn hefðu ekki tekið fram fyrir hend- urnar á henni og afhent stjórn- völinn öðrum. Nú er tímabært að þeir sem tóku við ljúki endur- skoðun lagalegs umhverfis grein- arinnar og tryggi henni eðlilegt og traust rekstrarumhverfi til framtíðar. Sjávarútvegssýn- ingin minnir á þýð- ingu sjávarútvegs- ins fyrir atvinnulífið} Miklu meira en veiðar og vinnsla Danska lög-reglan lagði á þriðjudag hald á tvö málverk rétt áð- ur en átti að bjóða þau upp hjá danska uppboðshúsinu Bruun Rasm- ussen. Málverkin eru merkt Svavari Guðnasyni, en víst er talið að um falsanir sé að ræða. Ólafur Ingi Jónsson mál- verkaforvörður kærði sölu verk- anna til embættis sérstaks sak- sóknara og lét hann kæruna ganga til dönsku lögreglunnar. Í kæru Ólafs Inga kemur fram að málverkin séu léleg stæling auk þess sem þau séu talin mál- uð með gerð akrýlmálningar, sem ekki var byrjað að fram- leiða þegar verkin áttu að hafa verið máluð á fimmta áratugn- um. Líklegt er að verkin tvö hafi verið máluð á síðasta áratug lið- innar aldar. Þá áttu sér stað umfangsmiklar málverkafals- anir. Talið er að allt að 900 föls- uð verk eignuð meisturum ís- lenskrar málaralistar hafi komist í umferð á þessum tíma. Sakborningarnir í „stóra málverka- fölsunarmálinu“ voru sýknaðir, en eftir stendur að mörg hundruð falsanir eru enn í umferð. Alþingi samþykkti í sumar þingsályktunartillögu um skip- an hóps, sem á að gera „tillögur að ráðstöfunum gegn málverka- fölsunum og skilgreiningu á ábyrgð hins opinbera í lögum gagnvart varðveislu þessa hluta menningararfsins“. Það segir einnig að hið opinbera eigi að fá „frumkvæðisskyldu til að rann- saka og eftir atvikum kæra mál- verkafalsanir“. Þessi urmull af fölsunum eyðileggur listaverkamarkaðinn og lítilsvirðir menningararfinn, svo vitnað sé til orða Vilhjálms Bjarnasonar þingmanns, sem stóð að þingsályktuninni. Það er ótækt að til þess að vera viss um að hafa verk eftir réttan lista- mann fyrir augunum þurfi að vera í fylgd með forverði. Hundruð falsaðra málverka eyðileggja markað og arfleifð} Ekki er allt sem sýnist F yrir nokkrum árum töluðu þeir sem hvað mest vilja sjá Ísland í Evrópusambandinu iðulega um að þangað þyrfti að fara til þess að hafa áhrif innan þess. Þessi málflutningur hefur þó varla heyrzt síðustu ár en í stað hans hefur annað orðalag rutt sér til rúms. Það er að Ísland þurfi að fá „sæti við borðið“ innan Evrópusambandsins. Þessi breytti málflutningur er fullkomlega skiljanlegur í ljósi þess að harðir áhugamenn um inngöngu Íslands í Evrópusambandið vita rétt eins og aðrir sem hafa kynnt sér málið að innan sambandsins hefðum við Íslendingar engin teljandi áhrif. Ef nokkur. Mælikvarðinn á möguleika ríkja til að hafa áhrif innan stofn- ana Evrópusambandsins er fyrst og fremst íbúafjöldi þeirra og eðli málsins samkvæmt stæði Ísland ekki vel að vígi í þeim efnum við hliðina á þjóðum sem langflestar eru milljónir eða tugir milljóna. Engu að síður eru tugir milljóna íbúa alls engin trygg- ing fyrir áhrifum innan Evrópusambandsins. Þannig var til að mynda fyrr á þessu ári greint frá rannsókn samtak- anna Business for Britain sem sýnir fram á að brezkir fulltrúar á þingi sambandsins hafi í langflestum tilfellum lotið í lægra haldi þegar þeir lögðust gegn nýrri laga- setningu á vegum þess á árunum 2009-2014. Hliðstæða sögu er að segja af ráðherraráði Evrópusambandsins samkvæmt annarri rannsókn sömu samtaka. Þar kemur fram að öll þau mál sem ráðherrar í ríkisstjórn Bret- lands höfðu greitt atkvæði gegn í ráðherra- ráðinu frá árinu 1996 höfðu engu að síður verið samþykkt og orðið í kjölfarið að brezk- um lögum. Andstaða þeirra hafi einfaldlega engu skilað. Þó eru Bretar rúmar 64 millj- ónir. Þekkt er að sama skapi þegar dönsk stjórnvöld urðu gegn eigin vilja að taka þátt í að beita Færeyinga, sem eru hluti af danska konungsríkinu, refsiaðgerðum fyrir rúmu ári ásamt öðrum ríkjum Evrópusambandsins vegna síldveiða þeirra. Málið var allt hið vandræðalegasta fyrir Dani en þeir áttu eng- an annan kost en að lúta vilja sambandsins. Síðasta vetur lögðust Írar síðan gegn því að Evrópusambandið semdi við Færeyinga um makríl en urðu undir í ráðherraráði sam- bandsins. Fulltrúar írskra sjómanna sögðu af því tilefni að Írar væru aðeins lítill fiskur í stórri tjörn innan Evrópusam- bandsins. Írski sjávarútvegsráðherrann, Simon Cove- ney, hefði barizt af hörku gegn samningnum við Fær- eyjar þar sem hann hefði ekki verið Írum hagfelldur en hann hefði orðið að lúta í lægra haldi í ráðherraráði sam- bandsins. Þó eru Írar vel á sjöundu milljón. Fleiri slík dæmi mætti hæglega nefna. Þannig stoðaði það Breta, Dani og Íra lítt að eiga sæti við borðið hjá Evrópusambandinu. Engin trygging felst einfaldlega í því þegar sjálfsákvörðunarvaldið hefur ver- ið framselt í annarra hendur. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Sætið við borðið STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Lyfjafræðingurinn ArndísSue Ching Löve vinnur aðdoktorsverkefni þar semhún hyggst meta neyslu ólöglegra ávana- og fíkniefna á höf- uðborgarsvæðinu með því að mæla styrk efnanna í frárennslisvatni. Þessari aðferð hefur ekki verið beitt áður hér á landi en hún er notuð víða erlendis, bæði til að fylgjast með fíkniefnaneyslu og mæla styrk lyf- seðilsskyldra lyfja í vatni til að meta umhverfisáhrif. „Aðferðina er hægt að nota til að meta fíkniefna- neyslu í heilu samfélagi,“ segir Arndís. „Þegar manneskja neytir fíkniefna þá brotna þau niður í líkamanum og hún skilar þeim út og svo safnast þetta saman í þessum frárennslisstöðvum, eða dælistöðvum, eins og hér á Ís- landi. Þegar þetta er komið saman þar þá er litið á þetta sem eitt stórt þvagsýni og þá er styrkur efnanna mældur til að meta neysluna og bak- reiknaður í magn á hverja þúsund íbúa,“ útskýrir hún. Ennþá að þróast Arndís segir að notast verði við bestu greiningartækni sem til er en þannig sé hægt að mæla styrk efn- anna niður í nanógrömm í lítra. Skim- að verður eftir fjórum flokkum ólög- legra fíkniefna ásamt umbrotsefnum, þ. á m. kókaíni, amfetamíni og kanna- bisefnum, auk metýlfenídats, sem finnst m.a. í lyfinu Rítalín, en nið- urstöður þeirra mælinga verða born- ar saman við gögn úr lyfjagagna- grunni. En er þetta viðurkennd og marktæk aðferðafræði? „Já. Þetta er ný aðferð og það er ennþá verið að þróa hana og betr- umbæta en það er orðið algengt, sér- staklega í Evrópulöndunum, að nota þessa tækni. Þetta er mjög hröð þró- un,“ segir Arndís. Hún segir að líkt og málum sé háttað sé fíkniefnaneysla í samfélag- inu áætluð m.a. út frá spurninga- listum og magni haldlagðra efna. Að- almarkmiðið með rannsókn hennar sé að kynna nýja aðferð til að hægt verði að leggja frekara mat á neysluna. „Kosturinn við þessa aðferð er líka sá að þú getur tekið sýni á einum sólar- hring og fengið niðurstöðuna strax. Og af því að þú ert fljótari að fá nið- urstöður, þá geturðu fylgst betur með breytingum á markaðnum,“ seg- ir hún. Fær sýni frá Orkuveitunni Verkefnið er unnið í samstarfi við lyfjagreiningarfyrirtækið Arctic- Mass og Landlæknisembættið, meðal annarra, en einnig Orkuveitu Reykja- víkur sem mun leggja til sýnin. „Þeir taka þau úr stærstu hreinsistöðv- unum hér í Reykjavík sem end- urspegla Reykjavíkursvæðið,“ segir Arndís, en eðli málsins samkvæmt þarf að liggja fyrir hversu margir íbú- ar eru á bakvið hvert sýni. Þá eru Arndís og leiðbeinandi hennar, Kristín Ólafsdóttir, þátttak- endur í samstarfsverkefninu „Se- wage biomarker analysis for comm- unity health assessment“ á vegum COST, European Cooperation in Science and Technology. „Þetta er samstarfsverkefni 20 landa sem eru að framkvæma svona rannsóknir og tilgangurinn er að auka samskiptin milli landanna til að auka gæði rann- sóknanna,“ segir Arndís. Rannsókn Verkefni Arndísar gengur út á að skima eftir og mæla styrk fíkni- efna í frárennslisvatni en niðurstöðurnar verða í grömmum á þúsund íbúa. Neyslan áætluð út frá frárennslinu Efni í skólpinu » Aðferðafræðin sem Arn- dís beitir kallast faraldsfræði frárennslisvatns, eða sewage epidemiology á ensku. » Styrkur fíkniefnanna verður umreiknaður í grömm á dag á hverja þúsund íbúa. » Arndís segir óljóst hvort umrædd aðferðafræði sé hagkvæm samanborið við þær aðferðir sem nú er beitt en einn af kostum hennar er að hún býður m.a. upp á að skima eftir nýjum efnum sem grunur leikur á að séu komin í dreifingu. » Mikil vatnsnotkun og magn heits vatns í frárennsl- inu á Íslandi gæti haft áhrif á niðurstöðurnar. » Við rannsóknirnar nýtur Arndís stuðnings Magnúsar Karls Magnússonar, forstöðu- manns rannsóknarstofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræði, og Kristínar Ólafsdóttur dós- ents. Arndís Sue Ching Löve

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.