Morgunblaðið - 26.09.2014, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.09.2014, Qupperneq 27
voru gjarnan teknar og eru þær ómetanlegur fjársjóður í dag. Mér þykir einstaklega vænt um það hve vel þér leist á Friðvin frá fyrstu stundu og minntist reglulega á það. Ég er nokkuð viss um að sameiginlegur kanaá- hugi hafi eitthvað spilað inn í en auk þess áttuð þið sama afmæl- isdag og hittust einmitt fyrst á af- mælisdegi ykkar árið 2010. Þú ert stór ástæða þess að við giftum okkur síðasta sumar í stað þess að gifta okkur í ágúst 2015. Þó að þú hafir ekki komist í brúðkaupið vegna lasleika fékkstu að sjá mig í brúðarkjólnum, fyrsta koss okk- ar brúðhjóna og fyrsta dansinn þó að það hafi eingöngu verið á myndum. Þú þarft því ekki að hafa neinar áhyggjur af mér. Þú veist að ég er í góðum höndum. Það ert þú nú einnig – sameinuð afa á ný. Ég elska þig. Þín nafna, Fanney. Við vinkonurnar komum sam- an til að sauma, prjóna og spjalla í Gullsmáranum frá því við kynnt- umst Fanneyju. Eftir að hún fór á Hrafnistu hittumst við þar, allt þar til hún kvaddi nú í september. Þessar samverustundir okkar verða ekki eins hér eftir, en minn- ing hennar verður með okkur áfram. Þegar Anna varð ein af okkur fyrir um það bil áratug kynnt- umst við Fanneyju móður hennar og þau kynni urðu okkur öllum dýrmæt. Fanney var þá orðin nokkuð fullorðin, en gaf okkur mikið af lífsgleði sinni og já- kvæðni. Hún var sannkölluð skvísa, hafði gaman af því að klæða sig upp. Hún klæddi sig í liti og naut þess að setja upp skart. Heimili hennar var stíl- hreint og fallegt og alltaf svo fínt. Það var gaman að heimsækja hana og hún hafði gaman af gest- um. Stemningin var alltaf sérstök þegar við komum til Fanneyjar. Við dreyptum ævinlega á léttvíni. Fanneyju þótti það alveg til- heyra, skálaði með blik í auga og hló innilega. Við gerðum ævin- lega eitthvað til að halda uppi stemningunni og Fanney tók full- an þátt í því. Við spiluðum, lékum tónlist og systkinin Ellý og Vil- hjálmur voru þá í sérstöku uppá- haldi. Einu sinni var hundurinn Lennon heiðursgestur þegar við hittumst á Hrafnistu og það þótti frú Fanneyju alveg frábært. Það snart okkur vinkonurnar ævinlega þegar við komum sam- an hversu sérstakt og innilegt samband þeirra mæðgna var, Önnu og Fanneyjar. Við vitum líka núna að það er hægt að vera skvísa alla leið. Það er hægt að halda gleði, virðingu og stíl svo lengi sem maður vill. Fanney var einlæg og falleg að utan sem inn- an og gaf okkur svo mikið. Við kveðjum Fanneyju með þakklæti, virðingu og söknuði. Önnu vinkonu okkar og fjölskyld- unni allri vottum við innilegustu samúð. Góða ferð, kæra vinkona, takk fyrir allt og allt. Ásta B., Björg, Ágústa, Ingigerður og Margrét. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 ✝ Helgi Pétur El-ínarson fæddist í Reykjavík 20. ágúst 1987. Hann andaðist á heimili sínu í Basel í Sviss 14. september 2014. Foreldrar hans eru Fanney Elín Ás- geirsdóttir, f. 1967, d. 2012, og Björn Gunnar Þorleifs- son, f. 1967. For- eldrar Fanneyjar Elínar eru Sig- ríður Ingibjörg Jónsdóttir, f. 1947, d. 2001, og Ásgeir Hrein- dal Sigurðsson, f. 1946. For- eldrar Bjarnar Gunnars eru Evamarie Elsa Bauer, f. 1938, og Þorleifur Júlíus Matthíasson, f. 1931. Fanney Elín og Björn Gunnar slitu samvistir á vormán- uðum 1988 og hefur Björn Gunn- ar búið nánast óslitið erlendis síðan. Skömmu síðar tók Fanney Elín saman við Þorstein Hall- dórsson, f. 1960. Þau gengu í hjónaband 1989 en þau skildu voginum að mestu leyti, eða þar til hann stofnaði ungur eigið heimili. Helgi Pétur lauk grunn- skólaprófi frá Digranesskóla og fór þaðan í iðnskóla. Sem ung- lingur vann hann um skeið á sumrin í vinnslusal og heildsölu bakarísins Kornsins í Kópavogi. Þá starfaði Helgi Pétur heilt sumar á Hótel Eldborg á Snæ- fellssnesi. Þar sá hann um sund- laugina og almenn störf á sjálfu hótelinu. Hann hóf síðan störf hjá verktakafyrirtækinu Arn- arverki þegar skólagöngu hans lauk. Það fyrirtæki sá um jarð- vinnu og lagnir í jörð. Þar var hann fyrst í almennum störfum en síðan sem stjórnandi vinnu- véla. Þegar störfum Helga Pét- urs lauk hjá Arnarverki fór hann í nám til að öðlast aukin ökurétt- indi, en fyrr hafði hann tekið vinnuvélapróf. Fyrir ríflega fjór- um árum síðan hóf Helgi Pétur störf á virtu veitingahúsi í Basel í Sviss og starfaði þar sem mat- reiðslumaður þegar hann lést. Camilla Guðbjörg og Helgi Pét- ur héldu heimili sitt í Basel í öll þau ár. Útför Helga Péturs fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 26. sept- ember 2014, og hefst athöfnin kl. 15. um árslok 2002. Foreldrar Þorsteins eru Halldór Jóns- son, f. 1937, og Steinunn Helga Sig- urðardóttir, f. 1937. Systkini Helga Péturs, sem móðir hans Fanney Elín eignaðist með Þor- steini, eru Ágúst Ólafur, f. 16. sept- ember 1990, Krist- jana Ragnheiður, f. 20. mars 1992 og Steinunn Ingibjörg, f. 1. febrúar 1998. Sambýliskona Helga Péturs er Camilla Guðbjörg Thim, f. 15. janúar 1991. Foreldrar Camillu Guðbjargar eru Margrét Jóns- dóttir, f. 1959, og Nicolai Jesper Thim, f. 1966, og fósturfaðir hennar er Gunnar Magnús Andr- ésson, f. 1959. Sonur Helga Pét- urs og Camillu Guðbjargar er Arnar Breki, sem er fæddur 8. janúar 2013. Helgi Pétur ólst upp í Kópa- Yndislegur uppeldissonur minn, Helgi Pétur, er fallinn í val- inn í blóma lífsins einungis réttum tveimur árum frá því móðir hans féll frá. Orð geta vart lýst þeim hugs- unum sem fóru í gegnum huga fjölskyldu hans þegar óttast var um hann og síðan þegar ljóst var að hann hefði andast í íbúð sinni í Basel. Enn finn ég fyrir faðmlagi hans og kossum á kinn þegar við kvöddumst í síðustu heimsókn hans. Helgi Pétur hafði innilegt og gott faðmlag sem hæfði lynd- iseinkunn hans vel. Hann var eitt- hvert ljúfasta og brosmildasta barn sem og ungur maður sem ég veit. Alltaf kátur og í bland við það þróaðist fljótt kímni og mikil stríðni. Hann var oft hvatvís í glettni sinni og fengu systkini hans iðulega að finna fyrir því þegar hann danglaði til þeirra eða annað í þeim dúr. Ávallt var svar hans hið sama, að hann hefði gert þetta óvart. Svo rammt kvað að þessu, að við foreldrar hans vor- um farin að kalla hann Óvart stundum í Helga Péturs stað. Allt var þetta honum auðvitað fyrir- gefið þar sem allir vissu að það var ekki til neitt illt í þessum ynd- islega dreng. Hann mátti ekkert aumt sjá og var ávallt reiðubúinn að aðstoða eða létta öðrum lífið og greiðvikinn var hann með albesta móti. Helgi Pétur hafði ótrúlega mik- ið þol og er þess nú minnst þegar hann gekk á fjöll og hæðir sem unglingur og barn var hann venjulega búinn að fara 4-5 ferðir upp og niður þegar samferða- menn komust loks á toppinn, eftir eina ferð! Margt rifjast upp við ferðalok, t.d. þar sem ég hef ávallt sofið svo laust, þá kom það oftast í minn hlut að vakna til barnanna. Þegar hann var kominn með þurra bleiu tók Helgi Pétur það aldrei í mál að fara í rimlarúmið og sofna á ný heldur varð aldrei við annað kom- ið en að hann lægi í fanginu á mér og sofnuðum við því jafnan þann- ig. Þá áttum við einnig yndislegar stundir í Digranesskóla þar sem sunnudagaskóli þá óbyggðrar Hjallakirkju var haldinn. Helgi Pétur sótti um 7 ára ald- urinn nám heilan vetur í ballett- skóla. Að vori hélt hann ásamt öðrum ballettnemum sýningu í Borgarleikhúsinu á afrakstri námsins. Ég er þess fullviss, mið- að við það sem hann sýndi þarna, að hann hefði átt sér framtíð í ballett hefði hann ætlað sér það. Þannig var það ávallt með hann, það lék allt í höndunum á honum og meiri dugnaðarfork var ekki hægt að hugsa sér. Ósérhlífinn var hann þar að auki. Menn hafa oft verið að þakka dr. Gunnari uppbygginguna í Vatnsenda- hverfinu í Kópavogi – þar hefði hann mátt sín lítils hefði Helga Péturs ekki notið við og annarra slíkra. Það er ljóst að fjölskylda og vinir eiga mikið verk fyrir hönd- um að jafna sig á og sætta sig við fráfall slíks yndislegs öndveg- ispilts sem Helgi Pétur var. En við verðum að bíta á jaxlinn og þreyja þorrann með Guðs hjálp. Við eigum fyrirheit Frelsarans um að slíkir sem Helgi Pétur munu vakna af svefni sínum í gröfunum við lúður Guðs á efsta degi. Því munum við hin verða að bíða þess að hitta yndislega drenginn okkar á ný, í himneskum heimkynnum eilífðarinnar. Megi algóður Guð blessa og styrkja syrgjendur dáðadrengsins míns. Þorsteinn Halldórsson. Elsku Helgi minn, elsku bróðir minn, ég trúi ekki að þú sért far- inn frá mér. Það er svo stutt síðan ég var hjá þér út í Sviss og við átt- um góðar stundir saman. Að það hafi verið síðasta skiptið sem ég hitti þig finnst mér alveg ótrúlegt og hjartað mitt brestur. Það var svo yndislegt að sjá þig í pabba- hlutverkinu, Arnar Breki hefði ekki getað fengið betri pabba en þig og ég ekki betri bróður, þótt þú hafir strítt mér alveg enda- laust. Það var allt óvart hjá þér. Þú bast mig við stól inni í eldhúsi í Hlíðarhjallanum og seinna inni í skápnum og ef þú meiddir mig við þessi stríðnisverk þín sagðirðu alltaf: „Þetta var óvart.“ Þegar ég var að fara að hitta „vin“ minn þegar mamma var ekki heima í Kóngsbakkanum, þá hélst þú nú ekki og hélst mér í örugglega hálf- tíma þangað til þú varðst þreyttur og gekkst með mér út til að ganga úr skugga um að þessi strákur væri pottþéttur, held nú að þú hafir gert það aðallega til að hræða hann í burtu. Þú varst tilbúinn að gera allt fyrir mig, sama hvað það var og sama þótt þú lentir í veseni yfir því. Þú vildir leyfa mér að fá nýtt upphaf og styðja mig í gengum það, þú bauðst mér að búa hjá þér og sjá um mig í gegnum skóla. Þú varst mér yndislegur stóri bróðir og vildi ég óska að þú værir hér enn hjá okkur. Ég er þakklát fyrir stundir okkar saman og ómetan- legar minningar. Ég er alveg viss um að þið mamma eruð sameinuð á ný og eruð að drekka kastala- bjór saman sem mömmu fannst svo góður. Þín systir, Kristjana (Randý). Ég vil minnast Helga Péturs, bróðursonar míns, í örfáum orð- um. Mín fyrsta minning um þenn- an litla ljóshærða snáða er þegar Þorsteinn bróðir minn bauð mig fram sem barnfóstru eitt kvöldið svo að hann gæti boðið Fanneyju út að borða til að heilla hana upp úr skónum. Ég var nú ekki mikið fyrir að passa einhverja krakka- orma, þá um 14 ára gömul, en mér leist vel á Helga og okkur samdi strax vel. Síðan liðu árin og Helgi eignaðist þrjú systkini (sem ég þurfti auðvitað að passa af og til líka). Helgi var orkumikill ein- staklingur sem gat hlaupið upp og niður fjallshlíðar án þess að blása úr nös og vildi helst ekki vera í settlegum jakkafötum í jólaboð- um ömmu Steinu sem að hans mati heftu hreyfigetuna til muna. Hann var bæði kátur og hrekkj- óttur. Lífið varð honum ekki alltaf auðvelt og í raun oft á köflum mjög erfitt. Hann þurfti að takast á við margar áskoranir og erfiðar breytingar ásamt systkinum sín- um Ágústi, Randý og Steinunni á sinni stuttu ævi. Móðurmissirinn fyrir tveimur árum var systkinun- um afar þungbær og breytti sýn þeirra og trausti á tilveruna var- anlega. Í gegnum þessa erfiðleika eignuðust Camilla og Helgi litla gleðigjafann Arnar Breka sem gat plástrað ákveðinn sársauka og tómarúm. Svo hverfur Helgi okkar á braut þegar lífið virtist ætla að greiða honum leið. Hann gat ekki meir, einhverra hluta vegna. Ekk- ert okkar getur sett sig í hans spor eða reynt að skilja ástæð- urnar. Hins vegar ber okkur skylda til að hjálpa þeim sem eftir sitja með spurningar og söknuð sem nístir hjartað og kvelur. Brotthvarf Helga mun skilja eftir sig ör og tómarúm sem aldrei hverfur en minning hans mun lifa í brosinu hans Arnars og í hjarta okkar allra. Karen Elísabet Halldórsdóttir. Mikið svakalega finnst mér óraunverulegt að liggja hér upp í rúmi og skrifa minningargrein um þig, Helgi minn. Þessu átti ég ekki von á. Ég man þegar við vorum að kynnast og þú áttir heima í Engi- hjallanum. Þú varst mikið einn og ég var strax farinn að koma heim til þín daglega með stelpunum. Við kynntumst í Digranesskóla þegar ég var í áttunda bekk og þú í þeim níunda. Vináttan hélt eftir að þú fórst í framhaldsskólann á undan okkur. Eftir að þú fluttir í Þverbrekk- una varð hún mitt annað heimili. Það var ekki oft sem þú borðaðir heima, þú hélst 11-11 uppi á þess- um tíma og á rauðum dögum þeg- ar búðin var lokuð smurði pabbi nesti svo ég gæti gefið þér að borða. Ég bar mikla umhyggju fyrir þér. Leið þín lá í Iðnskólann í Hafn- arfirði eftir grunnskólann en þar fannst þú þig ekki svo ég hjálpaði þér að fá vinnu. Þú fórst að vinna hjá fjölskyldunni minni, þar fannstu þig. Fjölskyldan mín varð fjölskyldan þín, Helgi minn Við vorum saman öll áramót og öll jól. Þegar ég var búinn að opna pakkana var ég mætt heim til þín. Ég var rosalega rík að eiga þig sem vin. Í gegnum okkar vináttu hef ég alltaf getað talað við þig og þú hefur alltaf verið til staðar. Ég man eitt skiptið þegar mér leið illa þá dróstu mig út á rúntinn og þessi blessaði rúntur endaði í marga tíma ökuferð. Það var um haust, það var svalt úti og sólin skein. Við keyrðum út á land, heimsóttum frændfólk þitt í sum- arbústað og þú sýndir mér staði sem þér þótti vænt um. Við stopp- uðum í bústaðnum, fengum kaffi og ég man að frændfólkið þitt hélt að ég væri kærastan þín. Við vor- um að reyna að útskýra að við værum bara vinir. Við hlógum mikið að þessu á leiðinni heim. Við höfum alltaf verið rosalega góðir vinir nánast eins og systkini. Flestallir mínir vinir eru vinir sem ég hef kynnst í gegnum þig, Helgi. Ég er svo þakklát fyrir að hafa heimsótt þig til Sviss. Það var rosalega gaman, við áttum góðar stundir og bjuggum til fullt að skemmtilegum minningum. Ég var þriðja hjólið í 10 daga með ykkur Camillu. Æðislegur tími og gaman að kynnast lífinu ykkar úti. Það eru tvö ár síðan elskulega mamma þín fór úr okkar lífi og ég fann hversu erfitt það var fyrir þig og fjölskyldu þína. Hugur minn er búinn að vera hjá systk- inum þínum síðan þú fórst. Ég vona að þið mamma þín séuð sam- einuð og séuð hamingjusamir englar sem munu vaka yfir okkur. Síðasta skiptið sem ég hitti þig var þegar þú komst síðast heim til Íslands. Það var í pitsu heima hjá Randy. Ég vildi óska þess að við hefðum getað átt fleiri stundir með þér, Helgi minn. Þú átt eftir að lifa alla ævi í mínu hjarta og ég á eftir að segja mörgum frá minn- ingum um þig. Þú ferð allt of ung- ur og þetta er svo allt of sárt. Ég er svo þakklát fyrir að son- ur þinn hann Arnar Breki og Ca- milla séu inni í mínu lífi og ég hlakka til að fylgjast með Arnari Breka þroskast og stækka. Hann er alveg eins og þú. Þú áttir góða að og það eru margir sem eiga eftir að varðveita minningar þínar. Kveðja, þín vínkona Ágústa. Þegar ég hugsa til þess að Helgi sé farinn þá fyllist hjarta mitt af söknuði og sorg. Hann var og verður ávallt minn besti vinur. Ég kynntist Helga Pétri þegar ég var þrettán ára og síðan þá hefur hann alltaf verið til staðar fyrir mig. Hann tók á móti mér opnum örmum í hvert skipti sem ég hitti hann, kyssti mig og knúsaði. Ég mun aldrei gleyma því þeg- ar ég og Hrafn komum að heim- sækja Helga og Camillu til Sviss. Þau voru búin að skipuleggja alla ferðina og sáu til þess að við myndum skemmta okkur konung- lega. Helgi var algjör spennufíkill og í byrjun ferðarinnar fór hann með okkur í svakalegan tívolí- garð. Þegar við komum í garðinn fékk Helgi okkur til þess að byrja á því að fara í stærsta rússíban- ann í garðinum. Ég man hvað ég var hrædd, en Helgi sagði mér að þetta væri bara sjúklega gaman og nennti ekkert að hlusta á tuðið í mér um að byrja á því að fara í eitthvert minna tæki. Helga þótti alltaf svo gaman að keyra og tók okkur með sér í besta ferðalag sem ég hef upplif- að. Við keyrðum í gegnum margar borgir í Sviss, skoðuðum þær helstu og enduðum á því að gista í tvær nætur í Lyon í Frakklandi. Þegar við komum til baka til Basel fór hann svo með okkur á æðis- lega tónlistarhátíð auk þess sem við slökuðum á við Rínarfljótið, elduðum góðan mat, versluðum og nutum lífsins. Þegar ég var unglingur var ég mikið heima hjá Helga. Það lifa með mér svo margar góðar minn- ingar frá þeim tíma. Ég var ávallt velkomin á heimili Helga og kynntist ég fjölskyldu hans vel á þessum tíma. Jólin verða ekki söm án Helga Péturs. Síðan á unglingsárum hefur verið hefð að hitta Helga Pétur þegar ég hafði lokið við það að opna pakkana. Þá hittumst við vinirnir, spjölluðum saman og spiluðum eitthvert skemmtilegt nýtt spil. Ég man þegar Helgi sagði mér frá því að hann væri að verða fað- ir. Hann var svo stoltur og hlakk- aði svo mikið til nýja hlutverksins. Helgi sagði mér reglulega fréttir af Arnari Breka og gaf mér þar af leiðandi tækifæri til þess að kynn- ast honum þrátt fyrir að búa í öðru landi. Hann var svo ánægður þegar Arnar Breki sagði pabbi í fyrsta skiptið. Helgi var ekki bara góður faðir heldur var hann einn- ig mjög góður vinur og talaði allt- af svo fallega um systkini sín og fjölskyldu. Ég man hvað ég varð alltaf spennt þegar Helgi lét mig vita að hann væri á leiðinni til Íslands. Ég hlakkaði svo mikið til að hitta hann og búa til skemmtilegar minningar með honum. Ég hlakk- aði svo mikið til þess að hann myndi flytja til Íslands. Ég get ekki ímyndað mér framtíð mína án Helga Péturs, hláturs hans, stríðninnar og vinátturnar. Ég er mjög þakklát fyrir það að hafa tal- að mikið við Helga vikuna áður en hann féll frá. Samt sem áður myndi ég gefa allt fyrir það að fá að tala við hann að minnsta kosti einu sinni enn. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens.) Harpa Ýr Ómarsdóttir. Elsku besti Helgi Pétur. Mér finnst svo ósanngjarnt að ég sé að skrifa þessi orð því þau eru svo alls ekki tímabær en stundum er lífið bara rosalega ósanngjarnt. Ég veit heldur ekki alveg hvað ég á að skrifa en langaði að senda þér kveðju. Ég vona að þér líði vel núna og að þú sért að gera eitt- hvað skemmtilegt með mömmu þinni og ömmu Siggu, ég veit alla- vega að þær hafa tekið vel á móti þér með opinn faðminn. Svo veit ég að þú horfir niður og fylgist með Arnari Breka þín- um, þið voruð svo flottir saman og gaman að sjá allar fallegu mynd- irnar af ykkur. Ætli þú eigir ekki eftir að vera með honum í mörg- um prakkarastrikunum. Þegar ég hugsa um þig koma upp margar góðar minningar. Takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar í Rósarimanum þegar við vorum litlir krakkar, eltinga- leikina, Tomma og Jenna-vídeó- stundirnar og þegar við tókum alla seglana af ísskápnum og röð- uðum aftur. Takk fyrir allar stundir sem við áttum saman þeg- ar við vorum unglingar og þú komst norður til mín. Þegar við fórum saman í Sjallann á Pallaball og dönsuðum eins og við hefðum aldrei gert neitt annað. Takk fyrir öll samtölin í tölvunni, þó svo að það væri langt á milli okkar var alltaf eins og við værum saman þegar við vorum að spjalla. Ég ætla að passa vel upp á þessar minningar. Viltu knúsa mömmu þína og ömmu Siggu frá mér og biðja þær að knúsa þig fast frá mér. Það verður erfitt að kveðja þig í dag en við sjáumst aftur seinna og tökum þá saman nokkur dansspor og skálum. Þangað til heimsæki ég þig í garðinn þegar ég kem suður. Mér þykir vænt um þig, Þín frænka Ásrún Þóra. Helgi Pétur Elínarson HINSTA KVEÐJA Helgi okkar. Okkur langar að þakka þér fyrir svo margt. Takk fyrir að hafa verið kærastinn hennar Camillu. Takk fyrir að hafa valið hana sem barnsmóður þína. Takk fyrir að hafa gefið okkur Arnar Breka. Takk fyrir að hafa ávallt tekið á móti okkur með opnum örmum. Takk fyrir að hafa komið inn í líf okkar. Þú verður alltaf í huga okkar. Hvíl í friði. Nicolai, Bryndis, Ásbjörn, Viggo, Jette, Bolette, Lars, Per og Bente.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.