Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 ✝ GuðmundurBjörnsson fæddist í Reykjavík 29. apríl 1950. Hann lést 20. sept- ember 2014 á líkn- ardeild LSH í Kópavogi. Foreldrar Guð- mundar voru Björn Kolbeinsson, úr Kollafirði, f. 6.1. 1921, d. 12.3. 1970 og Kolbrún Guðmundsdóttir, úr Reykjavík, f. 21.12. 1932, d. 9.5. 2003, þau slitu samvistum. Kol- steinsdóttir, f. 1929, d. 1999. Eiginkona Guðmundar var Ósk Hilmarsdóttir, f. 19.12. 1952, d. 21.10. 2006, en þau giftu sig árið 1973. Foreldrar hennar eru Hilmar B. Jóhannsson, f. 1928, d. 2010 og Brynja Óskarsdóttir, f. 1930. Saman eiga Guðmundur og Ósk börnin Kolbein, f. 1981, Brynju, f. 1985 og Sögu, f. 1993. Eiginmaður Brynju er Matthías Hálfdánarson, f. 1984 og saman eiga þau drengina Guðmund, f. 2009 og Mána, f. 2012. Guðmundur byrjaði snemma til sjós og var lærður stýrimað- ur. Kom í land 1985 og vann lengst af sem sölustjóri og þá síðast hjá Skeljungi. Útför Guðmundar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 26. september 2014, og hefst athöfnin kl. 11. brún á með eftirlif- andi eiginmanni, Viggó M Sigurðs- syni, börnin Egil, f. 1953, Jóhönnu Lovísu, f. 1954, d. 2010 og Sigurð Við- ar, f. 1958. Sam- feðra Guðmundi eru systkinin Mar- grét Karitas, f. 1956, Þorsteinn, f. 1956, Eiríkur Kol- beinn, f. 1959, Gunnar, f. 1964 og Rannveig, f. 1966. Móðir þeirra var Kristín Þorláks Þor- Nú er hann fallinn frá hann Guðmundur fyrir aldur fram, góð- ur bróðir og félagi. Með Mumma er genginn hjartahlýr maður sem gott var að eiga að. Faðir okkar lést áður en við yngri hálfsystkini Mumma komumst til vits og ára og þar með sú tenging sem annars hefði orðið við hann á uppvaxtar- árunum. Þannig lágu leiðir Mumma og okkar ekki saman fyrr við vorum orðin fullorðin og í raun byrjuðu kynnin í upphafi í gegn- um hestamennsku. Margar eru minningarnar um Mumma og Herjólf, stóra sterka hestinn hans í einhverju basli úti í miðri á. Eða Ósk á fullri ferð á Sturla sínum og Mummi skildi ekkert í þessu of- forsi í konunni. Það var gaman að ríða út með Mumma; hann var oft dálítið óöruggur áður en lagt var af stað en eftir fyrsta áfangann var honum horfinn tíminn; aðeins náttúran, félagsskapurinn og hesturinn skiptu máli, hvenær við næðum í áfangastað var ekki aðal- atriði lengur. Þegar dró úr ástundun í hesta- mennskunni, nokkurn veginn samtímis hjá Mumma og öðrum í okkar fjölskyldu sem hana stund- uðu, tóku við önnur sameiginleg áhugamál og almennt meiri sam- gangur. Guðmundur hafði lifandi áhuga á viðskiptum og samfélags- málum almennt og bryddaði gjarnan upp á umræðuefnum af því tagi, ekki síst því sem varðaði framtíð landsins. Það fléttaðist svo saman við það sem varð hon- um síðan efst í huga eftir því sem á leið: Nám og framtíðarviðfangs- efni barnanna hans en um það varð honum tíðræddara eftir að þau náðu aldri og þroska. Hann hafði mikinn áhuga á því sem þau voru að fást við og gladdist inni- lega yfir góðu gengi þeirra í námi og starfi. Þessa yndislega, stóra og hlýja manns verður sárt saknað. Við vonum að hann njóti nú samvista á betri stað með sínum nánustu sem fallnir eru frá, ekki síst föður okkar og eiginkonu sinni Ósk en þau hjónin voru afar samrýnd. Með Guðmundi bróður er genginn maður sem var hreinn og beinn í samskiptum og sagði sína meiningu ef því var að skipta en var einkar laginn við að sjá skemmtilegar hliðar á mönnum og málefnum. Ættingjum hans, en þó einkum börnum hans, þeim Brynju, Kolbeini og Sögu, færum við innilegar samúðarkveðjur. Þorsteinn Björnsson, Mar- grét K. Björnsdóttir, Eiríkur K. Björnsson, Gunnar Björnsson og Rannveig Björnsdóttir. Hann pabbi er farinn, elsku kallinn. Þannig var upphaf sím- skilaboða sem við fengum frá henni frænku okkar aðfaranótt síðastliðins laugardags. Þessi ein- földu skilaboð segja svo mikið um hann bróður okkar og samband hans við börnin sín, hann var þeim svo mikið meira en bara faðir, hann var félagi þeirra og jafningi, um leið leiðbeinandi og elskandi faðir sem alltaf var með opinn faðminn, tilbúinn að hjálpa, til að hlusta eða bara að vera til staðar og ekki fækkaði faðmlögunum þegar drengirnir tveir, augastein- ar afa síns, mættu á svæðið enda urðu þeir fljótt miklir afastrákar. Hvernig skrifar maður um ein- stakling og bróður sem búinn er að fylgja manni í 60 ár? Minning- arnar hrannast upp. Við allir, Brá- vallagötugengið eins og við köll- um okkur stundum, ólumst upp við leik og störf, ótrúlegt þegar maður hugsar til baka hvað Mummi og félagar hans voru til- búnir að leyfa okkur minni drengjunum að vera með í leikj- um og uppátækjum, hvort sem um var að ræða hernaðaraðgerðir gegn óvinveittum ríkjum sem um- luktu okkar svæði og brutust út í snjóbardögum eða skylmingum og seinna fótboltaleikjum á Landakotstúni oft gegn sömu að- ilum. Árin líða, Mummi fer að skjóta sér í fallegri stúlku upp á Bjargarstíg, stundum fengum við að fara með í gamla Gypsi. Mummi hafði sigur í þeirri bar- áttu og eignast sinn lífsförunaut hana Ósk, þá fallegu miklu kjarnakonu. Mummi eignast sinn ameríska dreka, á honum var far- ið út um allt á sveitaböll og víðar. Mummi og Ósk eignast sitt fyrsta heimili á Óðinsgötu. Mummi á sjónum, lengst á Helgu II. Mummi í Norðursjó. Ósk og Mummi flytja í Arnartangann og síðan Bjargatanga og börnin fæð- ast. Fyrst Kolbeinn, síðan Brynja og loks Saga. Þetta var falleg samheldin fjölskylda. Mummi og Ósk fundu sitt sameiginlega áhugamál í hestunum, með þeim áttu þau góðar stundir. En lífið er hvorki einfalt né sanngjarnt, Ósk greindist með illvígan sjúkdóm sem hún barðist við í mörg ár en varð að lúta fyrir að lokum eftir að hafa náð að ferma yngstu dótt- urina, þetta var mikill harmleikur, en Mummi sýndi þá og jafnan síð- an hversu mikill atgervismaður hann var bæði líkamlega og and- lega, hann tók að sér að vera börn- um sínum bæði faðir og móðir, og börnin bera föður sínum og móður fagurt vitni. Eftir að Mummi kom heim af sjónum vann hann ýmis störf en lengst þó hjá Skeljungi sem sölustjóri, þar var hann mik- ils metinn og vann hann störf sín af miklum metnaði og áhuga, um leið verður að þakka Skeljungi þann einstaka skilning og stuðn- ing sem hann hefur fengið þaðan í veikindum sínum. Aftur er reitt hátt til höggs, í á þriðja ár hefur Mummi barist við illvígan sjúk- dóm og í þeirri baráttu hefur hann oft haft betur þó að tvísýnt væri, hann ætlaði ekki fyrr en í lengstu lög að láta sjúkdóminn svipta börnin föður sínum og drengina afa sínum, en að lokum var ekki lengur hægt að berjast, vopnin lögð til hliðar og örlögum sínum mætt með kjarki og æðruleysi. Ekki erum við í minnsta vafa um að Mummi á góða heimkomu og margir til að taka á móti hon- um, en söknuður okkar hér er mikill en um leið eigum við hafsjó af góðum minningum. Guð blessi þau Kolbein, Brynju og Sögu og litlu afadrengina Mumma og Mána. Egill Viggósson, Sigurður Viggósson og fjölskyldur. Ég vil hér minnast hans Mumma sem nú er fallinn frá. Mín fyrstu kynni af honum og Ósk konunni hans eru mér mjög minn- isstæð. Þau bjuggu í litlu húsi á Óðinsgötu og kom ég þangað til hitta kærastann minn sem var litli bróðir Mumma. Ég bankaði á hurðina og næsta sem ég vissi var að ég horfðist í augu við svartan hund sem var fyrstur til dyra og opnaði sjálfur. Hann stökk upp á afturfæturna og skellti framfótum á axlirnar á mér og í þeirri stöðu vorum við jafn stór. Ég er mikið fyrir dýr og ekki hrædd við hunda en þarna þorði ég ekki að hreyfa mig. Mér var fljótt bjargað úr krísunni, boðin velkomin og kynnt formlega fyrir þeim og hundinum Neró. Þar var ég velkomin alla tíð síðan og var fastur liður að líta inn hjá þeim því þar var alltaf svo gott að koma. Þetta var einkennandi fyrir heimili Mumma og Óskar sem var svo fullt af lífi og fjöri. Þar voru allir velkomnir, bæði menn og dýr. Mummi var raungóður og vildi allt fyrir alla gera. Hann hafði ein- stakt lag á að ná til fólks og gat spjallað við hvern sem var um hvað sem var. Þannig laðaði hann að sér fólk og man ég eftir einni heimsókn á sjúkrahúsið þar sem við sátum í setustofunni. Mummi var greinilega í góðu sambandi við aðra sjúklinga því margir þeirra komu og settust hjá okkur og myndaðist þá stemning sem ég kannaðist vel við af heimili Mumma og Óskar. Mummi var mikill matmaður og elskaði góðan mat. Ein af mín- um sterkustu minningum er úr jólaboðum á heimili Mumma og Óskar þar sem stórfjölskyldan kom saman á jóladag og borðaði. Við þau tækifæri tók Mummi völdin í eldhúsinu og sá um elda- mennskuna. Ég held það hafi ekki verið af fórnfýsi heldur vildi hann hafa matinn eftir sínu höfði. Mummi og Ósk eignuðust þrjú börn, þau Kolbein, Brynju og Sögu. Þegar þau hófu þann kafla í lífinu var því tekið af alvöru og voru krakkarnir þeirra líf og yndi. Lífið lék við fjölskylduna þar til Ósk veikist og háði hún áralanga baráttu við sjúkdóm, en hún lést haustið 2006. Eftir veikindi og andlát hennar fannst mér Mummi aldrei ná sér á fullt skrið í lífinu að nýju. Nokkrum árum síðar veikt- ist hann sjálfur og hefur háð linnulausa baráttu við sjúkdóm- inn síðan. Nú þegar Mummi er fallinn frá standa börnin þrjú eftir. Við upp- haf fullorðinsára sinna hafa þau misst bæði föður og móður. Þetta er óskiljanlegt og sýnir hve lífið er hverfult og tíminn sem við eigum saman í lífinu dýrmætur. Elsku Kolli, Brynja og Saga, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Mikið hefur verið á ykkur lagt með því að fylgja báðum foreldr- um í gegnum erfið veikindi og andlát. Í þessu sem öðru í lífinu hafið þið staðið ykkur eins og hetjur og þið eruð fyrirmyndir fyrir aðra í svo mörgu. Sé líf eftir dauðann þá hafa margir tekið á móti Mumma. Á undan honum eru gengin eigin- kona, systir, móðir, faðir, móður- systir og fleiri. Þar hefur því örugglega skapast sama stemning og forðum á heimili Mumma og Óskar. Blessuð sé minning þín, Mummi, hvíl þú í friði. Katrín (Kata). Ég kynntist Guðmundi fyrir 10 árum þegar hann hóf störf hjá Skeljungi. Hann var traustur starfsmaður og umfram allt ótrú- lega skemmtilegur karakter. Það var alltaf líf og fjör í kring- um Guðmund og honum leið vel hjá Skeljungi. Hann vann mjög mikið og reyndi ég oft að stoppa hann af því vinnan var alltaf í fyrsta sæti. Vinnudagurinn var oft æði langur því alltaf vildi hann enda söluferðir um sveitir lands- ins heima hjá sér. Hann var ekk- ert fyrir hótelgistingar, heima var best. Við ræddum oft um að fara saman í heimsókn til áburðarbirg- isins í Skotlandi, aldrei varð þó úr því að hann kæmist með, fyrst sökum veikinda eiginkonu hans heitinnar og síðar vegna hans eig- in veikinda. Þetta þykir mér mið- ur. Guðmundur var mikill að vexti og vildi aka um á alvörubíl. Því var honum fenginn Dodge til umráða fyrir ferðalögin um landið á veg- um Skeljungs. Eitt sinn hringdi hann í mig mjög dapur og ég hélt að eitthvað hræðilegt hefði gerst. Það var reyndar raunin í hans augum, vélin í Dodge-inum var ónýt og var það eins og lífinu væri lokið hjá honum. En við gátum fundið nýjan og enn betri Dodge og lífið gat því haldið áfram. Guðmundur var vel kynntur og eignaðist mikið af vinum meðal viðskiptavina. Það verður erfitt fyrir þá og okkur hin að vera án Guðmundar. Hann sagði reyndar í síðustu heimsókn minni að við fé- lagar hans hjá Skeljungi mættum „ekki drepa stóru fluguna“ því hann ætlaði að fylgjast með okkur áfram. Kæri vinur, innilegar þakkir til þín fyrir samstarfið og einlæga vináttu. Samúðarkveðjur til ykkar barnanna, Kolbeinn, Brynja og Saga. Þinn vinur, Lúðvík. Það er sannarlega sjónarsvipt- ir að honum Guðmundi félaga okkar sem kvaddur er í dag. Skarðið sem hann skilur eftir sig er vandfyllt enda maðurinn stór í margháttaðri merkingu þess orðs. Hann hóf störf hjá Skeljungi í nóvember 2004 og hans aðalverk- efni var að heimsækja viðskipta- vini, selja áburð og eldsneyti og þá sérstaklega til bænda. Hann var aldrei með skrifborð, notaði ekki tölvur, heldur skrifaði allt í dag- bók. Við gerðum stundum grín að þessu „bókhaldi“ hans en hann fann alltaf þau númer og upplýs- ingar sem þurfti. Það má reyndar segja að hann hafi haft ritara á hverjum fingri því við hinir sáum um að mata tölvurnar með gögn- um frá honum. Í opnu skrifstofurými fór ekki milli mála þegar Guðmundur mætti á skrifstofuna til okkar, það vissu allir af því þegar hann var á staðnum, hann gnæfði upp úr og talaði hátt og snjallt. Því var ákveðið að taka eitt fundarher- bergi undir skrifstofu fyrir Guð- mund og hann varð þar með sá eini fyrir utan forstjórann með einkaskrifstofu! Raunar var nú bíllinn stór hluti af hans lífi og hans eiginlega skrifstofa og vinnustaður. Dodge-inn var stór og traustur eins og Guðmundur og hann naut þess að ferðast um landið og heimsækja viðskiptavin- ina. Hann eignaðist marga góða vini á þeim 10 árum sem hann starfaði hjá Skeljungi enda var hann lipur og þjónustulundaður. Viðskiptavinum þótti vænt um hann, þeir hrifust af honum og þótti ekki leiðinlegar heimsóknir hans. Hann vildi leysa málin strax og setti hagsmuni viðskiptavinanna ofar öðru og vildi allt fyrir þá gera. Þegar kom að innheimtunni átti hann heldur erfiðara með málin og ósjaldan fékk sá starfs- maður sem stóð í því að rukka at- hugasemdina „ekki láta svona“. Guðmundur kom til dyranna eins og hann var klæddur, hreinskilinn og jarðbundinn og þessir eigin- leikar féllu í góðan jarðveg hjá bændum sem treysta kannski síð- ur fjarlægum skrifstofublókum. Síðustu misserin voru Guð- mundi erfið, hann komst ekki mikið í heimsóknir til viðskipta- vinanna sökum veikinda sinna og var honum mikill söknuður að því. Hann var þó mjög duglegur að vera í símsambandi þegar hann hætti að geta heimsótt þá í eigin persónu. Margir hafa síðustu daga vottað Guðmundi virðingu sína með kveðjum hingað á skrif- stofuna og má þar t.d. nefna áburðarbirgjann í Skotlandi sem alltaf kallaði hann „The big G“. Hann vitnar í Guðmund við breska bændur varðandi selen- bættu, hamingjusömu kindurnar á Íslandi. Við kveðjum Guðmund með miklum söknuði og þakklæti fyrir þann tíma sem við nutum með honum og sendum börnum hans og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Samstarfsmenn hjá Skeljungi, Valgeir, Guðný, Aron, Ingvi, Pétur, Ingólfur, Lúðvík, Þor- steinn og Þröstur. Guðmundur Björnsson ✝ Fanney Jóns-dóttir fæddist á Arnarstapa í Tálknafirði 6. nóv- ember 1922. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. september 2014. Foreldrar henn- ar voru Jón Krist- ján Jóhannesson bóndi, f. 2. apríl 1884, d. 1950, og Ólína Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 15. október 1893, d. 1969. Fanney var fjórða í systkinaröðinni af fimm. Systk- ini hennar eru: Ólafur Jósúa (samfeðra), f. 17. júlí 1906, d. Akureyrar. Bjarni lést 8. nóv- ember 1990. Þau eignuðust fjórar dætur. Þær eru: 1) Ólína Jóna, f. 1. desember 1953, sam- býlismaður hennar er Jón Gunnar Stefánsson. 2) Pál- fríður Björg, f. 15. mars 1955, gift Gunnari Norðqvist Jóns- syni. 3) Anna Lovísa, f. 4. októ- ber 1958. 4) Hjálmfríður Erla, f. 9. ágúst 1961, sambýlismaður hennar er Friðrik Halldórsson. Fanney átti tíu barnabörn og fjórtán barnabarnabörn við andlát sitt. Fanney flutti suður árið 1994 og bjó síðustu fjögur ár ævi sinnar á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Kveðjuathöfn fer fram í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 26. september, kl. 13. Jarðsett verður í Akureyrarkirkjugarði. 1971; Gísli, f. 14. ágúst 1912, d. 1983; Kristinn Jó- hannes, f. 19. febr- úar 1917, d. 2006; Maggý Björg, f. 2. janúar 1935, býr í Mosfellsbæ ásamt eiginmanni sínum, Sigurjóni Hann- essyni. Hinn 22. júlí 1955 giftist Fann- ey Bjarna Loftssyni frá Bólstað í Strandasýslu, f. 22. júlí 1920. Þau hófu búskap sinn á Skaga- strönd en fluttu síðar til Ak- ureyrar þar sem Fanney starf- aði hjá Útgerðarfélagi Elsku amma mín er fallin frá. Ég vona að hún gefi afa stórt knús frá mér, Guð veit að hann hefur mátt bíða nógu lengi eftir því. Hún leyfði okkur að njóta samvista við sig og gleði og fyrir það verð ég eilíflega þakklátur. Börnin mín tvö fengu einnig að kynnast henni og munu eiga góð- ar minningar um hana. Hjá ömmu lærðu þau að spila, alveg eins og ég gerði hjá þeim afa þegar ég var lítill. Þau teikn- uðu myndir í gestabókina hennar í hverri heimsókn og nutu þess að segja henni sögur og brandara og fá hana til að brosa. Þær stundir voru ómetanlegar. Stundum sagði amma okkur sögur af æsku sinni og uppvexti á Tálknafirði. Sumar voru sorgleg- ar, eins og sagan af konunni vondu sem bjó í næsta firði. Amma var unglingur og vann hjá konu þessari sem barnfóstra, en svo slæm var vistin að amma gat ekki annað gert en að segja sig úr henni. Nokkrum vikum síðar fékk hún slæmar fréttir. Barnið, sem hún hafði verið að passa, drukkn- aði í hræðilegu slysi. Aðrar sögur voru skemmtileg- ar. Þegar amma hafði búið í borg- inni um nokkurt skeið sneri hún aftur til Tálknafjarðar að passa litlu systur sína. Þetta var mikil búbót fyrir þá litlu og hún bað stóru systur að fara ekki aftur til Reykjavíkur, heldur vera áfram með sér. En amma var ung kona og orðin vön borgarlífinu. Eftir miklar umræður fékk amma loks að fara suður – en eingöngu ef hún lofaði að útvega einn hlut í borginni. Dúkku. Síðan átti hún líka til spennu- sögur, eins og þegar hún var að vinna á Hótel Íslandi. Eftir lang- an vinnudag velti hún fyrir sér hvort hún ætti að gista á hótelinu, eins og starfsfólki bauðst að gera, en ákvað í staðinn að ganga heim. Sömu nótt brann hótelið til kaldra kola. Loks var það ástarsagan. Hún vann um tíma í Grindavík við að elda fyrir glorsoltna sjómenn. Þar hitti hún stórglæsilegan mann sem hún varð ástfangin af og síðar varð afi minn. Gott er til þess að hugsa, að nú eru þau sam- einuð á ný eftir 24 ára aðskilnað. Tálknafjörður – Reykjavík – Grindavík – Skagaströnd – Akur- eyri – Reykjavík – Kópavogur og að lokum Hrafnista í Hafnarfirði. Ævi ömmu var sannarlega löng og stórbrotin og ég mun sakna þess að fá ekki að kynnast nánar sögunum af þeim tæpu 92 árum sem hún eyddi á þessari jörð. Þakka þér, amma, fyrir fylgd- ina í gegnum árin. Þú varst óstöðvandi í að hrósa mér og hvetja mig til dáða og átt stóran hlut í þeim manni sem ég er í dag. Þinn dóttursonur, Bjarni Þór. Elsku fallega amma mín. Ég ber nafn þitt og er það fyrst núna, eftir andlát þitt, sem ég átta mig á því hve líkar við erum. Við höfum alltaf verið misskildar af ókunn- ugum en þeir sem þekkja okkur vita hve góðar við erum. Auk þess elskum við að spila kana og allt sem er bleikt. Mínar bestu æskuminningar eru heima hjá ykkur afa í Selja- hlíðinni en þar voru ég, Bjarni og Hafþór tíðir gestir. Ég vildi að ég hefði kynnst afa betur en þrátt fyrir að vera aðeins sex ára þegar hann lést man ég ætíð að hann var góður maður og leið mér best í afafangi. Í seinni tíð hefur hefðin verið sú að kíkja til ykkar Önnu á Þor- láksmessu eða aðfangadag og skiptast á gjöfum. Þið tókuð alltaf vel á móti öllum með glæsilegum veitingum og bros á vör. Myndir Fanney Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.