Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 Malín Brand malin@mbl.is Árni Stefánsson hefur ver-ið handboltaþjálfari í umþrjátíu ár og á sportið hughans og hjarta. Hann velti því oft fyrir sér hvort ekki væri eft- irspurn eftir sumarnámi í handbolta- skóla erlendis, rétt eins og í fót- boltaskólum sem margir þekkja. „Þannig að mér datt í hug að nýta mér sambönd í gegnum góðan vin minn, Alfreð Gíslason, þjálfara hjá Kiel og kýla bara á þetta,“ segir Árni sem fór á stúfana og stofnaði slíkan skóla. Þeir Alfreð eru æskuvinir, skólabræður og hafa alla tíð verið góðir vinir. Þegar Árni bar hugmyndina upp við Alfreð fyrir rúmum tveimur árum tók hann vel í hana. Með einu besta liði heims Eins og þeir vita sem með hand- bolta fylgjast er Kiel framarlega í flokki og að sumra mati besta hand- boltalið heims. Það er því ekki ama- legt fyrir unga íslenska leikmenn að fá að fylgjast með æfingum hjá liðinu og læra af þessum flinku köppum en einn liður í náminu er einmitt að fylgjast náið með liðinu á æfingu og spjalla við atvinnumennina en skól- inn sjálfur er skammt frá. „Við tryggðum okkur íþrótta- miðstöð sem er í 30 mínútna fjarlægð frá Kiel þar sem allt er til alls. Að- Liðsheildin og sjálfs- traustið mikilvægast Tvö sumur í röð hafa handboltakappar og þjálfarar haldið út til Kiel í Þýskalandi ásamt hópi ungs handboltafólks. Félagarnir Árni Stefánsson og Alfreð Gíslason hafa í sameiningu unnið að uppbyggingu sérstaks handboltaskóla sem er sniðinn að ungu íslensku leikmönnunum, bæði drengjum og stúlkum. Handboltaskólinn hefur notið mikilla vinsælda og undirbýr unga fólkið fyrir framtíðina í boltanum. Æfing Krakkarnir fá að fylgjast með æfingu hjá liði Alfreðs Gíslasonar í Kiel og spjalla síðan við atvinnumennina sem margir segja það besta í heimi. Tækni Í handboltaskóla Árna Stefánssonar læra ungir handboltakrakkar ýmislegt um handboltann. Til dæmis um leikkerfi og tæknileg atriði. Árni Stefánsson Haust og vetur er sá árstími sem margir nýta til að fara á hverskonar námskeið, enda tilvalið að nota dimmasta og kaldasta tímann til að bæta við sig þekkingu, læra ný dans- spor, tileinka sér nýtt tungumál, læra að mála eða teikna, stíga sín fyrstu skref í leiklist eða söng, ná tökum á fjármálunum eða hvað annað sem hugur hvers og eins stendur til. Á vefsíðunni námskeid.is er hægt að finna allskonar námskeið undir hin- um ólíkustu flokkum, sum eru fyrir börn, önnur fyrir fullorðna og jafnvel sérstök námskeið fyrir eldri borgara. Einnig er sérstakur þráður með upp- lýsingum um ódýr eða ókeypis nám- skeið. Á síðunni má einnig finna skrá yfir sali til leigu sem og tækjaleigur. Þetta er sannarlega vefsíða sem hægt er að mæla með fyrir fólk sem ætlar ekki að sitja kyrrt í sófanum í allan vetur. Vefsíðan www.namskeid.is Morgunblaðið/Golli Dans Fjölbreytt dansnámskeið má finna á vefsíðunni, um að gera að liðka lið. Allskonar námskeið fyrir alla Margir landsmenn kannast við sópr- ansöngkonuna Þóru Einarsdóttur eft- ir að hún sló rækilega í gegn í hlut- verki Ragnheiðar biskupsdóttur í samnefndri óperu Gunnars Þórðar- sonar. Í hádeginu í dag kl. 12.15 og aftur á sunnudag kl. 13.15 gefst fólki kostur á að njóta söngs Þóru við und- irleik Nínu Margrétar Grímsdóttur en þær ætla að koma fram saman í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti. Þær flytja einn ástsælasta ljóðaflokk Schumanns, Frauenliebe und Leben, en ljóðaflokkinn samdi tónskáldið árið sem hann giftist æskuástinni sinni Klöru. Endilega … … njótið söngs Þóru í hádegi Morgunblaðið/Kristinn Þóra Einars Frábær söngkona. Í tilefni Evrópska tungumáladagsins, sem haldinn er hátíðlegur hinn 26. september ár hvert, stendur Stofn- un Vigdísar Finnbogadóttur í erlend- um tungumálum fyrir hátíðardag- skrá í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið og STÍL – Samtök tungumálakennara á Ís- landi. Málþingið ber yfirskriftina „Tungumálakunnátta er allra hagur“ og fer fram í stofu 101 í Lögbergi í Háskóla Íslands í dag kl. 15-17:30. Áhersla verður lögð á gildi forn- málanna og almennrar tungumála- kunnáttu í víðasta samhengi. Að dagskrá lokinni verður boðið upp á léttar veitingar. Allt áhugafólk um tungumál og menningu er hvatt til að mæta. Evrópski tungumáladagurinn erí dag Tungumálakunnátta er sannarlega allra hagur Leikið á frönsku Sólveig Simha frönskukennari og grunnskólanemar í frönsku. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Síðumúla 33 Sy ru sson Hönnunar hús Syrusson-alltaf með lausnina Vörur Leðurverkstæðisins finnur þú hjá okkur Töskur frá kr. 36.900,- Belti frá kr. 6.900,- Axlabönd frá kr. 4.900,- Roð armbönd frá kr. 1.500,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.