Morgunblaðið - 03.10.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014
Jólaferð til München
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Glæsileg jólaferð til München,
höfuðborgar Bæjaralands. Ljómi
aðventunnar og ilmur frá jólaglöggi
kemur öllum í jólaskapið.
Sp
ör
eh
f.
27. - 30. nóvember Örfá sæti laus!
Fararstjóri: Guðbjörn Árnason
Verð: 104.400 kr. á mann í tvíbýli.
Skoðunarferð um München innifalin!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hæstiréttur dæmdi í gær að lán
Lánasjóðs sveitarfélaga til sveitar-
félagsins Skagafjarðar (LS) hefði falið
í sér ólögmætt gengislán í erlendri
mynt. Skulu eftirstöðvar lánsins því
vera 103,8 milljónir króna. Upphaflegt
lán var veitt 2007 og var þá 115,3 millj-
ónir kr. Sjóðurinn hélt því fram að
samningurinn fæli í sér gilt erlent lán
og að staða lánsins væri 218,3 milljónir
króna. Lánið var til 15 ára.
Hæstiréttur staðfesti með því dóm
Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu.
Óttar Guðjónsson, framkvæmda-
stjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, telur
ekki að dómur Hæstaréttar hafi for-
dæmisgildi vegna annarra lánasamn-
inga sjóðsins til sveitarfélaga.
„Við teljum dóminn ekki hafa for-
dæmisgildi. Við höfum sagt það.
Þetta mun ekki hafa nein áhrif á sjóð-
inn. Við höfum farið yfir lánasamn-
inga sjóðsins og það vill svo óheppi-
lega til að þessi tiltekni samningur er
því miður einstakur, vegna þess
hvernig hann er skrifaður. Hann er
einstakur að því leyti að það var ekki
skýrt skrifað í samningnum hvað
væri mikið lánað í dollurum og evr-
um. Það er það sem þetta mál stendur
og fellur með.“
Var gert í góðri trú
„Menn voru að vinna í góðri trú og
áttu ekki von á að það yrði hangið í
svona orðhengilshætti … Sveitar-
félagið Skagafjörður bað um erlent
lán og fékk erlent lán. Því stóð til boða
lán í krónum en það vildi ekki lán í
krónum. Nú halda fulltrúar sveitar-
félagsins því fram að þeir hafi tekið
lán í krónum,“ segir Óttar.
Einar Hugi Bjarnason hæstaréttar-
lögmaður var lögmaður Skagafjarðar
í málinu. „Þetta er í fyrsta sinn sem
það reynir á lán Lánasjóðs sveitar-
félaga fyrir Hæstarétti með tilliti til
lögmætis, eða ólögmætis, gengis-
tryggingar. Þannig að sú niðurstaða
liggur þá fyrir … Samkvæmt því sem
fram kemur í fréttatilkynningu frá
lánasjóðnum sjálfum í nóvember 2013,
í kjölfar þess að dómur Héraðsdóms lá
fyrir, var verðmæti útlána sjóðsins í
erlendum myntum í árslok 2008 rúmir
19 milljarðar. Þar af voru bókfærð lán
eins og lán Skagafjarðar á rúma 3
milljarða samkvæmt flokkun sjóðsins
sjálfs – eins og kemur fram í þessari
fréttatilkynningu.
Í því ljósi tel ég að full ástæða sé
fyrir önnur sveitarfélög á Íslandi að
fara mjög gaumgæfilega yfir þá samn-
inga sem gerðir hafa verið við lána-
sjóðinn í kjölfar þessarar niðurstöðu
Hæstaréttar,“ segir Einar Hugi.
Tekist á um fordæmið
Lán frá Lánasjóði sveitarfélaga til Skagafjarðar dæmt ólöglegt í Hæstarétti
Forysta sjóðsins telur málið ekki skapa fordæmi Lögmaður telur líkur á því
Þrjú mál hjá sjóðnum
» Óttar segir dóm Hæsta-
réttar í sambærilegu máli
Fjarðabyggðar gegn LS hafa
fallið sjóðnum í vil.
» Mál slökkviliðs höfuðborg-
arsvæðisins gegn sjóðnum
vegna gengisláns hafi hins
vegar ekki verið dómtekið.
Unnið er að því
hjá innanríkis-
ráðuneytinu að
skipa saksóknara
til að taka afstöðu
til mögulegrar
endurupptöku
Guðmundar- og
Geirfinnsmála
eftir að Sigríður
J. Friðjónsdóttir
ríkissaksóknari
lýsti sig vanhæfa til þess í fyrradag.
„Við erum að vonast til að þetta
geti gengið hratt og vel fyrir sig,“
segir Jóhannes Þór Skúlason, að-
stoðarmaður dómsmálaráðherra,
sem segist að öðru leyti ekki geta
sagt til um hvenær hægt verði að
setja saksóknara í verkið. Eitt og
hálft ár er liðið frá því starfshópur
um rannsókn málanna lagði til leiðir
að því hvernig taka mætti upp málin
að nýju. Ein þeirra leiða var að rík-
issaksóknari mæti hvort ástæða
væri til þess að taka málin upp aftur.
Reyna að finna sak-
sóknara til að meta
endurupptökuna
Jóhannes Þór
Skúlason
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík, og
flokksbróðir hans Júlíus Vífill Ing-
varsson borgarfulltrúi hafa lagt
fram ályktunartillögu í borgarráði
um flutning Fiskistofu. Þar segir
að ákvörðun um flutning Fiskistofu
sé dæmi um „óundirbúinn og
óvandaðan flutning stofnunar“.
Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri segir aðspurður að þarna sé á
ferð „mjög athyglisverð tillaga“.
„Hún kom reyndar fram í lok
fundar borgarráðs þannig að við
munum ræða hana á fundi borgar-
ráðs eftir viku. En mér finnst hún
mjög athyglisverð og til marks um
það að það sé ekki traust á þeim
vinnubrögðum sem verið er að
beita í þessu máli. Ég á von á því
að borgarráð muni taka þetta til
umfjöllunar á fundi í næstu viku.“
Samstaða innan borgarráðs
– Mun tillagan verða samþykkt?
„Já. Það kæmi mér ekki á óvart
ef það væri samstaða um ályktun á
þessum nótum. En umræðan er eft-
ir og það vekur auðvitað athygli að
þarna er tekið mjög afdráttarlaust
til orða,“ segir Dagur.
Spurður um tilefni ályktunar-
innar segir Halldór, sem er einnig
formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga, að á sama hátt sé
erfitt að sjá hvernig ný stofnun
sem Eygló Harðardóttir, félags- og
húsnæðismálaráðherra, hafi til-
kynnt um muni eiga erindi út á
land.
„Í kjölfarið fórum við að velta því
fyrir okkur hvað sé að gerast. Við
erum ekki á móti eðlilegri dreifingu
opinberra starfa, síður en svo.
Fyrst á að rífa Fiskistofu upp með
rótum og flytja starfsfólkið með og
svo kemur til greina að taka verk-
efni sem snúa mest að þjónustu við
höfuðborgarsvæðið og flytja líka út
á land. Þannig að við ákváðum að
álykta um þetta.“ baldura@mbl.is
Gagnrýna flutn-
ing Fiskistofu
Borgarstjóri styður ályktunartillögu
Dagur B.
Eggertsson
Halldór
Halldórsson
Fimmtíu ára afmælis tæknifræði-
náms á Íslandi var fagnað í Háskól-
anum í Reykjavík í gær. Tækniskóli
Íslands var stofnaður fyrir hálfri
öld og gátu Íslendingar þá numið
tæknifræði sem þeir þurftu áður að
leita utan landsteinanna eftir. Skól-
inn varð að Tækniháskóla Íslands
árið 2002 en þremur árum síðar
sameinaðist hann Háskólanum í
Reykjavík.
Öllum fyrrverandi nemendum
HR og Tækniskólans var boðið til
fagnaðarins og þá fluttu Ólafur
Ragnar Grímsson forseti og Dagur
B. Eggertsson, borgarstjóri
Reykjavíkur, ávörp í tilefni dags-
ins. Í kjölfarið fór fram málþing um
háskólamenntun á Íslandi.
Tæknifræðinám á Íslandi í hálfa öld
Morgunblaðið/Kristinn
Sjálfsmynd Margir nýttu tækifærið til þess að ná sjálfsmynd af sér með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands.
Fögnuðu tímamótum í tækni
Kaka Hátíðargestir gerðu afmælistertu sem boðið var upp á góð skil.
Borgarráð samþykkti á fundi sínum
í gær tillögu bílastæðanefndar frá
12. september um hækkun stöðu-
brotsgjalda. Felur hún í sér að
stöðubrotsgjald vegna stöðvunar-
brota skuli hækka úr 5.000 í 10.000
krónur og stöðubrotsgjald vegna
stöðvunarbrota í bílastæði hreyfi-
hamlaðra úr 10.000 í 20.000 krónur.
Innanríkisráðherra þarf að staðfesta
ákvörðun borgarráðs.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
segir hækkunina af gefnu tilefni.
„Okkur finnst einfaldlega óþol-
andi að bílum sem ófatlaðir aka sé
lagt í stæði fatlaðra. Sektirnar virð-
ast ekki hafa dugað til þess að bæta
ástandið þannig að við viljum ein-
faldlega hækka þær,“ segir Dagur.
– Eru fleiri atriði varðandi sektir
til skoðunar, þá vegna bílastæða?
„Í þessari umferð erum við að
taka á bílum sem er lagt ólöglega.
Ég veit ekki hvort það er eitthvað
fleira á leiðinni frá bílastæðasjóði.
Bílastæðagjöldin eru til að stýra. Í
þessu tilviki er þeim ætlað að koma í
veg fyrir að fólk leggi þar sem það á
ekki að leggja. Með því veldur það
öðrum ónæði og jafnvel skerðir ör-
yggi annarra um leið. Því ólöglega
lagðir bílar geta verið á stöðum þar
sem lögregla, slökkvilið og sjúkra-
flutningamenn þurfa að komast að.“
Tvöfalda sekt fyrir að leggja ólöglega
Morgunblaðið/Baldur Arnarson
Í síðustu viku Þessum pallbíl var
lagt upp á stétt við Laugarásbíó.