Morgunblaðið - 03.10.2014, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.10.2014, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Um 130 áður nafnlausir íslenskir jöklar hafa nú fengið nöfn. Af þeim eru hátt í eitt hundrað á Tröllaskaga. Oddur Sigurðsson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofu Íslands, hafði forystu um nafngift- irnar. Hann vann að gerð nýs jökla- korts ásamt Richard S. Williams við Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna (USGS) og Skúla Víkingssyni hjá Ís- lenskum orkurannsóknum (ÍSOR). Kortið verður hluti heftis um Ís- land í alþjóðlegum jöklaatlas sem er væntanlegur. Verkinu er að mestu lokið, að sögn Odds. Hann kvaðst hafa notið lið- sinnis nokkurra manna við að gefa jöklunum nöfn. Þeir eru Hjalti Páls- son, rithöfundur og ritstjóri í Skaga- firði, Þorsteinn Skaftason á Dalvík, Gunnar Frímannsson í Hörgárdal, Gunnar Jónsson í Eyjafirði, Hjör- leifur Guttormsson, fyrrverandi ráð- herra, á Austurlandi, og Valgarður Egilsson læknir, á Flateyjarskaga. Þessir menn þekkja vel til staðhátta og örnefna hver á sínu svæði. Ekki kennt við einstaklinga Oddur sagði að nýju nöfnin væru í langflestum tilvikum dregin af ör- nefnum í nágrenni jöklanna sem áð- ur voru nafnlausir. „Við notuðum hefðbundnar aðferðir við þetta, með einhverjum tilbrigðum,“ sagði Odd- ur. Ekki var farin sú leið að kenna jökla við þekkta einstaklinga. „Ég lagðist gegn því að kenna jökla við fólk. Mér finnst það vera leiður sið- ur.“ Til dæmis um nýnefni á jöklum fyrir norðan og austan eru Deilisjök- ull í Deildardal í Skagafirði en hann er kenndur við fjallið Deili. Sýling- arjökull í Svarfaðardal er kenndur við Auðnasýlingu. Kerlingarbaks- jökull er vestan í Kerlingu í Eyja- firði. Bakkadalsjökull er í sam- nefndum dal í Þorgeirsfirði í Fjörðum og Dyrajökull er í Dyr- fjöllum í Borgarfirði eystra. Oddur sagði að hér væru vissulega til örnefni sem kennd væru við menn. Sem dæmi um það nefndi Oddur t.d. jökulskerið Pálsfjall, sem er kennt við Pál „Jökul“ Pálsson, kennara og jöklafara. Sveinstindur, er kenndur við Svein Pálsson, rithöf- und og náttúrufræðing, og Wattsfell er kennt við Skotann Watts. Mörg dæmi eru um það í útlönd- um að jöklar og fjöll hafi verið kennd til þekkta einstaklinga. Oddur nefndi að á Suðurskautslandinu hefði urmull af jöklum verið kenndur við ýmsa menn. Sömu sögu er að segja frá Grænlandi, Alaska og víð- ar. „Þetta voru ef til vill vinir ein- hvers sem gaf nafnið og tilefni nafn- giftanna geta verið hin furðulegustu,“ sagði Oddur. Ljósmynd/Oddur Sigurðsson Deilisjökull Jökullinn er kenndur við fjallið Deili. Handan við vatnaskilin er Heljardalsjökull, sem ekki er nýtt nafn. Um 130 jöklar fengu nöfn  Deilisjökull, Sýlingarjökull og Dyra- jökull eru til dæmis um ný örnefni  Engir jöklar voru kenndir við menn Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Reipishnútur var leystur úr inn- gangsdyrum Halldórsfjóss á Hvann- eyri í gær og settir forláta húnar og handföng á hurðirnar. Það var, ásamt hefðbundnari atriðum, gert til marks um að sýning Landbúnaðar- safns Íslands var opnuð í nýju hús- næði. „Við vorum áður með þetta sem opna geymslu, hlutunum var ekki raðað skipulega. Núna erum við að setja upp sýningu sem gefur hug- mynd um hluta þeirrar þróunar sem orðið hefur í landbúnaði frá því á of- anverðri 19. öld og að þeim tíma sem þorri búverka er unninn með vélum og tækni,“ segir Bjarni Guðmunds- son, prófessor og forstöðumaður Landbúnaðarsafns Íslands. „Nýj- ungin er fólgin í því að setja tæknina í samhengi. Þetta séu ekki aðeins vélar og tól, heldur sýnt hvað þau gerðu og hverju það breytti. Sýn- ingin gefur mun víðari mynd en áð- ur.“ Halldórsfjós er kennt við Halldór Vilhjálmsson, skólastjóra bænda- skólans, sem lét byggja yfir 70 kýr árið 1928. Lengi hefur staðið til að Landbúnaðarsafnið fengi aðstöðu þar og Bjarni, Jóhannes Ellertsson og samstarfsmenn hafa verið þar meira og minna síðustu sex vik- urnar. „Þetta hefur verið dálítil törn en það gerir svona lagað auðvelt að ég hef haft góða aðstoðarmenn sem kunna til verka og eru fúsir að vinna.“ Hann tekur undir að góður andi sé í Halldórsfjósi. „Það má segja að fjósið sé stærsti safngripurinn. Það var byggt með það fyrir augum að koma við nýrri tækni, létta vinnu og auka framleiðslu. Karlinn var hug- umstór og djarfur og ég er ekki frá því að það sé einhver andi frá honum í húsinu,“ segir Bjarni. Hann vekur einnig athygli á um- hverfi safnsins, fólk sé hvatt til að líta eftir ræktunarminjum og vot- lendinu við Hvítá og húsasafninu á Hvanneyrarstað. Í afgreiðslu safnsins er verslun frá Ullarselinu á Hvanneyri. Þar eru til sölu ullarvörur og íslenskt handverk. Ljósmynd/Bára Sif Sigurjónsdóttir Úti í fjósi Anna Guðrún Ágeirsdóttir settur þjóðminjavörður leysir reipis- hnút við opnun sýningar Landsbúnaðarsafns Íslands í Halldórsfjósi í gær. Reipi leyst úr dyrum Forstöðumaður Bjarni Guðmunds- son hélt ræðu í tilefni dagsins.  Sýning Landbúnaðarsafns opnuð í Halldórsfjósi á Hvanneyri  Sýndar tæknibreytingar í landbúnaði og áhrif þeirra Húnar Jóhannes Ellertsson setti húna úr horni á hurðir safnsins. Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is Vinna innanríkisráðuneytisins við að koma með tillögu um framtíðarskipun mála sem heyra undir sérstakan sak- sóknara hefur brugðist. Þetta segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár- laganefndar. Skýrsla um framtíðarskipun emb- ættisins var rædd á Alþingi í byrjun þessa árs, en enn hefur ekki komið niðurstaða í málið. „Á meðan það eru engar tillögur um framhaldið þá held- ur fjárveitingavaldið sínu hlutverki að skera niður, því þessi vinna átti að vera komin langtum lengra. Við sjáum ekki fyrir endann á því hvernig þetta á að vera til framtíðar,“ segir Vigdís. Niðurskurðurinn kemur sér illa Fjallað var um það í Morgun- blaðinu í gær að óvissa ríki um starf- semi sérstaks saksóknara á næsta ári. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur sak- sóknari, tjáði sig um málið og sagði niðurskurðinn koma sér afar illa. Átta starfsmönnum var sagt upp hjá emb- ættinu í vikunni og átta lögreglu- mönnum veitt lausn frá starfi, í kjöl- far þess að fyrir lá að fjárveitingar til sérstaks saksóknara, samkvæmt fjár- lagafrumvarpi 2015, munu nema 292 milljónum króna á næsta ári en kostn- aður við embættið á þessu ári verður um 900 milljónir. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoð- armaður Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar dómsmálaráð- herra, segir skilj- anlegt að ákveðin óvissa ríki þegar fjárheimildir lækki svo mikið, en málið sé statt í þinglegri meðferð. „Það er verið að vinna að framtíð- arskipulagi saksóknar efnahagsbrota og það er hluti af stærri vinnu sem er verið að vinna hérna varðandi framtíð réttarvörslukerfisins. Sú vinna er í mjög góðum gangi og það er hluti af þessari stærri mynd sem er ætlað að taka af skarið til framtíðar. Það hefur verið gert ráð fyrir því að það verði lagt fram eins fljótt og hægt er,“ segir hann. Kallar eftir ákvörðun um málið Vigdís segir möguleika hafa verið á því að fyrirbyggja vandamálið, með því að kveða á um endanleg lok á því hvernig embættið ætti að líta út til langrar framtíðar í lögum um embættið. „Ég kalla eftir ákvörðun frá stjórn- völdum um það hvernig þessum mál- um skal háttað og fyrirkomið í fram- tíðinni,“ segir hún að lokum. Óvissa er um starfsemina  Vigdís segir ráðuneytið hafa brugðist Vigdís Hauksdóttir Frá því embætti sérstaks saksókn- ara var stofnað, í kjölfar efnahags- hrunsins 2008, hefur það tekið 637 mál til rannsóknar. Þar af hafa 187 mál verið send í ákæru- meðferð. 96 mál eru enn í rann- sókn hjá embættinu, þar af 39 mál sem tengjast efnahagshruninu. Stefnt er að því að ljúka rannsókn þessara mála fyrir lok árs. 330 málum hefur verið lokið með öðrum hætti, eða án ákæru- meðferðar. Af þeim hefur 71 máli verið vísað frá áður en raunveruleg rannsókn hefur farið af stað. Þá hefur rannsókn verið hætt í 132 málum og 23 mál hafa verið sam- einuð öðrum málum. 71 mál hefur verið sent öðrum embættum til meðferðar. Loks er 33 öðrum verk- efnum sem komu til kasta emb- ættisins lokið. Rannsókn hætt í 132 málum EMBÆTTI SÉRSTAKS SAKSÓKNARA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.