Morgunblaðið - 03.10.2014, Síða 10

Morgunblaðið - 03.10.2014, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014 Laugavegi 25, 101 Reykjavík. Sími 552-7499 Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri. Sími 461-3006 www.ullarkistan.is Fyrir börnin í vetur Hlýr og notalegur ullarfatnaður á öll börn á góðu verði Malín Brand malin@mbl.is Það er alveg makalaust hvaðþær eru að hafa fyrir mér,þessar elskur,“ segir rit-höfundurinn Guðrún Helgadóttir og á þar við starfsfólk Borgarbókasafns Reykjavíkur sem er í óðaönn að leggja lokahönd á mikla sýningu í tilefni af fjörutíu ára rithöfundarafmæli Guðrúnar. Til viðbótar við sýninguna verður sér- stök hátíðardagskrá á sunnudag og hefst hún klukkan 15 í útibúi safns- ins við Tryggvagötu. Á sýningunni er fjölmargt sem tengist verkum Guðrúnar og má þar meðal annars sjá brúðuna Pál Vilhjálmsson sem margir muna eftir úr Stundinni okk- ar. Guðrún skrifaði alla texta fyrir Pál og gaf síðar út um hann bók. Illa þýddar á ljótum pappír Bækur Guðrúnar eru sívinsæl- ar á bókasöfnum landsins en það eru ekki einungis bókasöfnin og gestir þeirra sem eru Guðrúnu þakklátir því án þess góða fólks sem á bóka- söfnum starfar væru íslensku barna- bækurnar ekki eins frábærar og raun ber vitni. Það segir Guðrún og talar af reynslu. „Þegar við fórum að eignast menntaða bókasafnsfræð- inga gjörbreyttist útgáfa barna- bóka,“ segir Guðrún og minnist til- tölulega óvandaðra bóka sem gefnar voru út fyrir börn. „Þegar ég var að lesa fyrir börnin mín voru þessar bækur illa þýddar, á ljótum pappír og illa myndskreyttar. Það varð nú eiginlega til þess að ég fór að segja krökkunum mínum sögur,“ segir hún og þannig urðu sögurnar af tví- burunum Jóni Oddi og Jóni Bjarna Sjómenn vildu Jón Odd og Jón Bjarna Barnabókahöfundurinn Guðrún Helgadóttir á fjörutíu ára rithöfundarafmæli og kom fyrsta bók hennar um tvíburana Jón Odd og Jón Bjarna út árið 1974. Alls hafa tuttugu og fimm barnabækur eftir Guðrúnu komið út og er sú tuttugasta og sjötta á leiðinni. Sjálf botnar hún ekkert í því hvernig fjörutíu ár geta liðið svona hratt og segir hraðann slíkan að það sé rétt eins og að sitja í hraðlest gegnum lífið. Morgunblaðið/Ómar Afmæli Guðrún Helgadóttir á fjörutíu ára rithöfundarafmæli um þessar mundir og því er sérstök dagskrá í Borgarbókasafninu í Grófarhúsi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í leikhúsinu Þórhallur Sigurðsson leikstjóri ásamt tveimur pörum af Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Myndin var tekin í Þjóðleikhúsinu árið 2002. Að lesa sér til gagns og ánægju er hrein unun en þó ekki á allra færi. Á vef samtaka móðurmálskennara er að finna fjölda greina sem fjalla um allt er móðurmálskennslu tengist. Síðan var opnuð sumarið 2011 en sjálf samtökin hafa verið starfandi síðan árið 1978 og eru félagsmenn tæplega 600. Á þessum ágæta vef er málgagn málfræðikennara, Skíma, aðgengilegt og er ætlunin að birta eldri útgáfur þess á vefnum. Það sem mest hefur verið lesið af greinum Skímu á vefnum er meðal annars um einstaklingsmiðaða lestr- arkennslu, hvernig efla á norrænan tungumálaskilning og síðast en ekki síst greinin Andrés önd stígur á stokk. Þar er skemmtileg umfjöllun um þýðingu Andrésblaðanna og þann gullna orðaforða sem mörg okkar hafa í gegnum tíðina tekið upp eftir Andrési og félögum. Vefsíðan www.modurmal.is Morgunblaðið/Kristinn Lestur Móðurmálskennarar leggja mikið upp úr lestri og lesskilningi barna. Okkar ástkæra og ylhýra mál Paper Beat Scissors er sviðsnafn tónlistarmannsins Tim Crabtree. Hann er nú á leið í Evróputúr og held- ur í kvöld tónleika á Café Rosenberg ásamt þeim Svavari Knúti og Elínu Ey. Tim spilaði hér á landi sumarið 2012 þegar hann fylgdi eftir plötu sem hann vann með meðlimum Ar- cade Fire. Svavar Knútur og Elín Ey eru mörg- um vel kunn og koma þau fram ásamt Paper Beat Scissors í kvöld. Svavar Knútur fer fljótlega til Vesturheims í tónleikaferð með smellinn „Girl from Vancouver“. Tónleikar þremenning- anna hefjast klukkan 21. Endilega … … hlýðið á Tim Crabtree Ljósmynd/Josh Feldman Tónlist Paper Beat Scissors leikur. Í hláturjóga er mikið hlegið en það er hlegið án tilefnis. Hláturjóga er sér- stök aðferð til að hafa góð áhrif á sinnið og var þróuð af indverskum lækni að nafni Madan Kataria. Í vetur 2014-15 verða tveir hlátur- klúbbar starfandi í Reykjavík: Í Hæð- argarði 29, á miðvikudögum kl. 13:30 og í Lifandi markaði, Borgartúni 24, fyrsta laugardag í hverjum mánuði kl. 11-12. Ásta Valdimarsdóttir leiðir tímana ásamt Sölva nokkrum eins og fram kemur í tilkynningu frá Ástu. Allir eru velkomnir í hláturklúbbana en nánari upplýsingar má fá hjá Ástu með því að senda tölvupóst á netfangið asta- .hlaturjoga@gmail.com. Auk þess verður haldið námskeið fyrir þá sem vilja gerast hláturjógaleiðbeinendur og hefst það í dag. Nemendur útskrif- ast sem hláturjógaleiðbeinendur með skírteini frá Dr. Kataria School of Laughter Yoga. Stéttarfélög hafa styrkt fé- lagsmenn sína til þessa náms, sem Ásta heldur einnig utan um og um að gera að nýta sér það. Hláturjóga lengir lífið Hláturklúbbar í Hæðargarði og Lifandi markaði í Borgartúni Morgunblaðið/Kristinn Hlátur Hlegið verður í vetur í sérstökum hláturklúbbum í Reykjavík. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.