Morgunblaðið - 03.10.2014, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014
FRÉTTASKÝRING
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Hreinar þjónustutekjur Arion banka,
Landsbanka og Íslandsbanka námu
15,1 milljarði króna á fyrstu tveimur
ársfjórðungunum árið 2014 og voru
26,9 milljarðar króna allt árið 2013.
Þar af voru tekjur af þjónustugjöldum
vegna greiðslukortaviðskipta um
fimm milljarðar króna á fyrri helmingi
ársins en voru 8,7 milljarðar á öllu
síðasta ári.
Bankarnir innheimta hver um 200
gjöld fyrir veitta þjónustu sem þeir
kalla ýmist þjónustu- eða þóknana-
tekjur. Hreinar þjónustutekjur eru
reiknaðar eftir að búið er að draga
gjöld frá.
Greiðslukortin gefa mest
Tekjur af þjónustugjöldum vegna
greiðslukortaviðskipta eru stærsti
tekjuliður þjónustugjalda bankanna.
Arion banki fær hæstar tekjur af
þjónustugjöldum og fékk 6,6 milljarða
kr. í hreinar þjónustutekjur á fyrstu
sex mánuðum ársins. Þar af voru
tekjur vegna greiðslukortaviðskipta
2,4 milljarðar króna eða rúm 36%
hreinna þjónustutekna. Hreinar þjón-
ustutekjur árið 2013 voru 11,2 millj-
arðar króna.
Íslandsbanki fékk 5,6 milljarða í
hreinar þjónustutekjur á fyrstu sex
mánuðum ársins og þar af voru 2,1
milljarður króna eða 37,5% vegna
greiðslukortaviðskipta. Hreinar þjón-
ustutekjur síðasta árs voru 10,4 millj-
arðar króna.
Landsbankinn fékk 2,9 milljarða kr.
í þjónustutekjur á fyrstu sex mán-
uðum ársins. Þar af fékk bankinn 472
milljóna króna tekjur vegna greiðslu-
kortaviðskipta eða 16,2%.
Hér ber að geta þess að Arion banki
á um 60,78% hlut í Valitor og Lands-
bankinn 38%. Þá er eignarhlutur Ís-
landsbanka í Borgun 62,2% og Lands-
banka 31,21%. Ólíkt hinum bönkunum
tekur Landsbankinn ekki þjónustu-
tekjur frá Valitor og Borgun inn í
samstæðureikning í ársfjórðungs-
uppgjöri. Gerði hann það má áætla að
þjónustutekjur myndu hækka umtals-
vert í ársreikningum. Ekki fengust
upplýsingar um þjónustutekjur frá
Landsbankanum vegna Valitor og
Borgunar. Hreinar þjónustutekjur
Landsbankans árið 2013 voru 5,3
milljarðar kr.
Eins og sjá má af sex mánaða upp-
gjöri bankanna eru upphæðir vegna
hreinna þjónustutekna hærri en helm-
ingur af tekjum síðasta árs. Ekki er þó
hægt að áætla að tekjurnar muni tvö-
faldast í árslok þó að hreinar tekjur í
hálfs árs uppgjöri séu hærri en helm-
ingur af þjónustutekjum síðasta árs.
Helgast það m.a. af því að jólaveltan
reiknast inn í uppgjörið í byrjun árs.
Ekki liggja fyrir upplýsingar um það
hversu hátt hlutfall þjónustutekna má
rekja til kreditkortaviðskipta annars
vegar og debetkortaviðskipta hins
vegar. Ekki eru greidd færslugjöld
fyrir notkun á kreditkortum en greitt
er árgjald fyrir notkun þeirra.
1,9 milljarðar úr eignastýringu
Stærstur hluti þjónustuteknanna
fellur til við greiðslukortaviðskipti en
einnig er stór hluti þjónustutekna
vegna eignastýringar- og fjárfesting-
arhluta bankanna. Þannig kemur
fram í svari við fyrirspurn til Arion
banka að þjónustutekjur á fyrstu sex
mánuðunum námu tæpum 1,9 millj-
örðum kr. af eignastýringu bankans
en rúmum milljarði króna af fjárfest-
ingarhluta bankans. Þá námu hreinar
tekjur af innheimtu- og greiðsluþjón-
ustu rúmum hálfum milljarði kr. Ekki
fengust sambærilegar upplýsingar frá
hinum bönkunum.
15,1 milljarður í þjónustutekjur
Hreinar þjónustutekjur þriggja stærstu viðskiptabankanna rúmir 15 milljarðar kr. Tekjur vegna
greiðslukortaviðskipta stærsti tekjuliðurinn og voru fimm milljarðar Gjöldin hækka reglulega
Samsett mynd/Eggert
Þjónustugjöld Hreinar þjónustutekjur þriggja stærstu viðskiptabankanna voru 15,1 milljarður króna á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Verðskráin hjá Landsbankanum hækkaði síðast í ágúst en verðskrá Arion-
banka hækkaði í september. Síðasta hækkun Íslandsbanka var í nóvember
á síðasta ári. Á töflunum má sjá þróun nokkurra þjónustugjalda frá febr-
úar á síðasta ári.
Þjónustugjöld þrigga stærstu bankanna
2. okt. 2014
Arion Landsbankinn Íslandsbanki
Árgjald debetkorts
Debetkortafærslur
Úttekt í hraðbanka innanlands
Tékkafærslur og útborganir hjá gjaldkera
Millifærslur á reikning í öðrum banka
Framkvæmd greiðsla í innheimtuþjónustu
Upplýsingar um stöðu í gegnum síma
Útborgun í banka eða hraðbanka erlendis
750 kr.
18 kr.
155 kr. *
50 kr.
120 kr.
75 kr.
75 kr.
2,75%
650 kr. lágmark
495 kr.
16 kr.
150 kr.*
54 kr.
100 kr.
75 kr.
95 kr.
2%
650 kr.
17 kr.
125 kr*
50 kr.
125 kr.
75 kr.
95 kr.
2%
*Ef tekið er út með debetkorti annars banka.
Þjónustugjöld þrigga stærstu bankanna
25. feb. 2013
Arion Landsbankinn Íslandsbanki
Árgjald debetkorts
Debetkortafærslur
Útborgun í hraðbanka innanlands
Tékkafærslur og útborganir hjá gjaldkera
Millifærslur á reikning í öðrum banka
Innborgun/greiðsla á greiðsluseðla
Upplýsingar um stöðu í gegnum síma
Útborgun í banka eða hraðbanka erlendis
690 kr.
15 kr.
110 kr.
50 kr.
110 kr.
110 kr.
75 kr.
2,75%
650 kr. lágmark
495 kr.
16 kr.
150 kr.
54 kr.
100 kr.
75 kr.
95 kr.
2%
400 kr.
15 kr.
95 kr
50 kr.
125 kr.
75 kr.
0 kr.
2%
Kostar að kanna stöðuna
Að sögn Helga Teits Helgasonar,
framkvæmdastjóra við-
skiptasviðs hjá Landsbankanum
fara hreinar þjónustutekjur m.a í
uppihald á tölvukerfum. „Svo er
inni í þessu fjárfesting í nýjum
tækjum. Það er greitt með
þessu. Sú fjárfesting á sér stað
yfir lengri tíma. En samkvæmt
uppgjörinu þá fer þetta beint í
vasann [hjá bankanum],“ segir
Helgi Teitur.
Ekki er greitt fyrir úttekt í
hraðbanka í eigin viðskipta-
banka. Hins vegar er greitt ár-
gjald fyrir debetkort og í ljósi
þess er ekki hægt að nálgast fé
af tékkareikningi án þess að
greiða fyrir það.
Að sögn Helga er eina leiðin
til þess að nálgast peninga án
þess að greiða fyrir það sú að
geyma fé á bankareikningi á
borð við sparisjóðsbók. Gjald-
kerar bankans innheimti ekki
greiðslu fyrir það.
„Beint í vasann“ í uppgjöri
EKKI GREITT FYRIR ÚTTEKT AF SPARISJÓÐSBÓK
JEPPADEKK
Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is
Vönduð og endingargóð
vetrardekk sem koma þér
örugglega hvert á land sem er