Morgunblaðið - 03.10.2014, Page 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014
stjórnmálunum. Hún vildi ekki svara
því hvort hún hygðist gefa kost á
sér í kosningunum eða sækjast eftir
því að verða aftur formaður flokks-
ins.
Kemst hún aftur til valda?
Endurskoðunarnefnd þingsins
sagði að Hammond hefði nokkrum
sinnum verið áminnt um að endur-
greiða féð sem hún sökuð um að
hafa notað í eigin þágu. Hún endur-
greiddi fjárhæðina í síðasta mánuði.
Endurskoðunarnefndin hugðist
ljúka rannsókninni síðar í mán-
uðinum en gert var hlé á henni
vegna þingkosninganna. Gert er ráð
fyrir því að rannókninni verði haldið
áfram eftir kosningarnar.
Að sögn stjórnmálaskýrenda er
hugsanlegt að Hammond verði aftur
leiðtogi Siumut-flokksins ef rann-
sóknin leiðir í ljós að fjárhæðin hafi
ekki verið endurgreidd vegna mis-
taka starfsmanns hennar.
Grænlenski stjórnmálaskýrandinn
Sten Lund telur að Siumut sé í
miklum vanda vegna málsins þar
sem flokkurinn hafi svikið loforð sín
fyrir síðustu kosningar um að binda
enda á misnotkun á opinberu fé.
Flokkur Hammond var við völd á
Grænlandi í 30 ár samfleytt frá
árinu 1979, þegar landið fékk sjálf-
stæði í eigin málum, og þar til hann
beið ósigur í kosningum árið 2009.
Hann var einn við völd á árunum
1979 til 1983 en eftir það í stjórn
með einum eða tveimur öðrum
flokkum þar til hann beið afhroð í
kosningunum fyrir fimm árum.
Hammond varð þá formaður Siumut
og flokkurinn komst síðan aftur til
valda í kosningum í mars á síðasta
ári.
30 ár við völd spilla
Ásakanir um spillingu hafa lengi
loðað við grænlenska stjórn-
málamenn sem hafa verið sakaðir
um að vera frekir til fjárins þegar
þeir komast í landstjórnina.
Danski blaðamaðurinn og rithöf-
undurinn Marianne Krogh Ander-
sen, sem hefur fylgst grannt með
grænlenskum stjórnmálum í 30 ár,
telur að þetta megi m.a. rekja til
langs valdatíma Siumut. „Þeir
[Siumut-menn] eru feður heima-
stjórnarinnar, en þeir hafa verið of
lengi við völd,“ hefur fréttavefur
danska ríkisútvarpsins eftir And-
ersen. „Ímyndið ykkur ef við hefð-
um haft sama flokkinn við völd í 30
ár. Völdin spilla, ef menn venjast því
að sitja alltaf við stjórnvölinn.“
Siumut-flokkurinn
í miklum vanda
Ásökun um spillingu leiddi til „pólitísks glundroða“
Skammgóður vermir Aleqa Ham-
mond fagnar sigri Siumut í kosning-
unum á Grænlandi í mars 2013.
Hreinsuð af ásökunum?
» Aleqa Hammond gagnrýndi í
gær fyrrverandi félaga sína í
landstjórninni og stjórnarand-
stöðuna fyrir að dæma hana
seka áður en niðurstaða rann-
sóknar á meintu lögbroti henn-
ar lægi fyrir.
» Hammond segist vilja að
rannsókninni á máli hennar
verði haldið áfram og vonar að
hún verði hreinsuð af ásök-
unum um lögbrot.
AFP
BAKSVIÐ
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
„Þetta er pólitískur glundroði. Við
erum í mjög óvenjulegri stöðu, það
sem hefur gerst er mjög sjaldgæft.
Ég held að ég hafi aldrei upplifað
annað eins,“ sagði Poul Krarup, rit-
stjóri grænlenska blaðsins Sermits-
iaq, um stöðuna í stjórnmálum
Grænlands eftir að landstjórnin
sprakk og boðað var til kosninga.
Aðdragandinn var mjög drama-
tískur. Formaður endurskoðunar-
nefndar grænlenska þingsins til-
kynnti á föstudaginn var að Aleqa
Hammond, formaður landstjórnar-
innar, hefði verið sökuð um að hafa
notað rúmar 106.000 danskar krónur
(2,2 milljónir íslenskra) af opinberu
fé í eigin þágu. Hammond er sögð
hafa notað féð til að greiða fyrir
flugmiða, hótelgistingu og veitingar
fyrir fjölskyldu sína.
Hammond greip til þess ráðs að
óska eftir því að fá leyfi frá störfum
vegna rannsóknar nefndarinnar og
þingið samþykkti beiðnina. Skömmu
síðar felldi þingið tillögu stjórnar-
andstöðunnar um að lýsa yfir van-
trausti á landstjórnina og efna til
kosninga.
Svo virtist sem stjórnin myndi
halda velli þar til tveir ráðherrar og
þrír þingmenn í flokki Hammond,
jafnaðarmannaflokknum Siumut,
sögðu af sér vegna óánægju með
hvernig forysta flokksins tók á mál-
inu. Frjálslyndi flokkurinn Atassut
ákvað þá að slíta stjórnarsamstarf-
inu við Siumut, þótt þingmenn hans
hefðu áður greitt atkvæði gegn van-
trauststillögunni. Landstjórnin
missti þar með meirihluta sinn á
þinginu og boðað var til þingkosn-
inga 28. nóvember.
Hammond sagði einnig af sér sem
formaður Siumut-flokksins í fyrra-
kvöld og að sögn Sermitsiaq er mikil
óvissa um hvort hún haldi áfram í
Mikil spenna var í miðborg Hong
Kong í gær eftir að lögreglumenn
sáust bera kassa með táragashylkj-
um og gúmmíbyssukúlum úr flutn-
ingabílum í grennd við götur sem
þúsundir mótmælenda hafa lagt
undir sig. Lögreglan varaði mótmæl-
endur við því að ráðast inn í opinber-
ar byggingar eins og samtök náms-
manna höfðu hótað ef æðsti
embættismaður Hong Kong, Leung
Chun-Ying, segði ekki af sér.
Námsmennirnir höfðu gefið
Leung frest til miðnættis að staðar-
tíma í gær, klukkan 16.00 að íslensk-
um, til að verða við kröfunni um af-
sögn. Skömmu áður en fresturinn
rann út hélt Leung blaðamannafund
og sagðist ekki ætla að segja af sér
en bauðst til að hefja viðræður við
fulltrúa mótmælendanna.
Mikil reiði var meðal mótmælend-
anna þegar fréttist af flutningunum
á táragasi og gúmmíbyssukúlum.
„Því fleiri sem við erum hérna, þeim
mun öruggari erum við,“ sagði einn
mótmælendanna. „Ef þeir beita
táragasi færum við okkur á aðrar
götur, ef þeir skjóta gúmmíkúlum
hlaupum við svolítið hraðar.“
AFP
Spenna Lögreglumenn standa gegnt mótmælendum í miðborg Hong Kong.
Leung hafnaði
kröfu um afsögn
VELKOMIN Á TAPASHÚSIÐ
FISK LOVER/FISH LOVER 5.750 KR.
Skelfisksúpan okkar... Bláskel, leturhumar, tómatur
Skötuselur & steiktur leturhumar...
graskersmauk, fennika, beikonfroða
Créme brulée, daim súkkulaði, rifsber, marengs
SURF & TURF 7.200 KR.
Hægelduð bleikja...
Reykt majónes, rúgbrauð, fennika
Sojamarineraður túnfiskur...
geitaostur, hnetusósa, agúrka
Tapas nautapiparsteik & steiktur leturhumar...
béarnaise
Súkkulaðikaka... reese´s pieces, jarðaber, rjómaís
HJÁ OKKUR ER OPIÐ Í HÁDEGINU OG LANGT FRAM Á KVÖLD
TAPASHOUSE - ÆGISGARÐUR 2 - SÓLFELLSHÚSIÐ - 101 REYKJAVÍK
+354 512 81 81 - INFO@TAPASHOUSE.IS - WWW.TAPASHOUSE.IS
Kíktu til okkar niður á
höfn og njóttu þess að
borða góðan mat!
Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is
Dropinn fæst í KRUMMA
Mikið úrval lita
Frábært í barnaherbergið
Verð frá kr. 19.900
Opið: Mán.-fös. 8:30-18:00
Öryggi – Gæði - Leikgildi