Morgunblaðið - 03.10.2014, Síða 38

Morgunblaðið - 03.10.2014, Síða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014 Trúlofunarhringar - okkar hönnun og smíði jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Morgunblaðið gefur út sérblað Vertu viðbúin vetrinum föstudaginn 17. október Vertu viðbúinn vetrinum –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 13. október. Vetrarklæðnaður ❆ Snyrtivörur ❆ Ferðalög erlendis Vetrarferðir innanlands ❆ Skemmtilegar bækur Námskeið og tómstundir ❆ Hreyfing og heilsurækt Bíllinn ❆ Leikhús, tónleikar. ❆ Skíðasvæðin hérlendis Mataruppskriftir ❆ Ásamt fullt af öðru spennandi efni! SÉRBLAÐ Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Listin að skrifa gagnrýni er yfir- skrift meistaraspjalls sem fram fer í dag kl. 14.30 í Norræna húsinu, á vegum Alþjóðlegrar kvikmyndahá- tíðar í Reykjavík, RIFF. Valur Gunnarsson, rithöfundur og kvik- myndagagnrýn- andi, mun stýra umræðum um kvikmynda- gagnrýni og taka gagnrýnendur frá víðlesnum erlend- um tímaritum og vefjum þátt í þeim, þau Pamela Pianezza frá Da- zed and Confus- ed, Peter Debruge frá Variety og John de Fore frá Hollywood Repor- ter. Debruge hefur skrifað dóma fyrir Variety í tæp níu ár og bjó þar til í febrúar sl. í Los Angeles þar sem bækistöðvar tímaritsins eru. Variety er alþjóðlegt fagtímarit og var De- bruge fluttur til Parísar svo hann ætti auðveldara með að sækja evr- ópskar kvikmyndahátíðir. Debruge skrifar um 150 dóma á ári fyrir Var- iety og á að baki háskólanám í Texas í kvikmyndagagnrýni og -umfjöllun. Debruge segist upphaflega hafa ætlað að verða rithöfundur en þegar hann hafi farið að skrifa kvikmynda- gagnrýni hafi hann áttað sig á því að það ætti betur við hann. „Ástæðan fyrir því er sú að í slíkum skrifum notarðu bæði heilahvel, þarft að beita rökum og greina myndina en líka vera skapandi og frjór,“ segir Debruge. Þjónusta við lesendur „Það fer eftir hópnum sem þú ert að skrifa fyrir,“ segir Debruge þeg- ar hann er spurður að því hvað geri kvikmyndagagnrýni góða eða vand- aða. Góður Variety-dómur sé t.a.m. ólíkur dómi í dagblaði sem eigi að höfða til almennings. „Góð kvik- myndagagnrýni í mínum miðli er til þess gerð að uppfræða kvikmynda- geirann sem er sá hópur sem við skrifum fyrir. Við skrifum fyrir þá sem búa til kvikmyndir, þá sem hafa í huga að kaupa myndirnar til sýn- inga í löndum sínum eða á hátíðum. Þannig að þetta snýst ekki um það hvort gagnrýnandanum líki myndin heldur til hverra hún höfðar, hvort hún sé vel gerð og hverju fólk eigi von á þegar það horfir á hana,“ segir Debruge. Það sé starf kvikmyndagerðarmannsins að segja söguna en gagnrýnandans að veita lesendum ákveðna þjónustu. Til að varpa frekara ljósi á hvað sé vel skrifuð gagnrýni veltir Debruge fyrir sér andstæðunni, illa skrifaðri gagnrýni. „Kvikmyndagagnrýni hef- ur hin síðustu ár orðið nánast eins og stiklur, fyrirsjáanleg. Ég held að langflestir lesendur vilji ekki gagn- rýni eða fræðilegar athugasemdir um myndirnar heldur frekar að dómurinn renni stoðum undir þær hugmyndir sem þeir hafa þegar gert sér um myndina. Þeir hafa þegar ákveðið hvort þeir ætli að sjá mynd- ina eða ekki og vilja að dómurinn styrki þá ákvörðun. Ef þeir ætla að sjá myndina vilja þeir vita hvort hún sé eins og góð og þeir vona að hún sé. Þeir vilja bragða aðeins á henni en þó ekki svo mikið að það skemmi fyrir bíóferðinni. Sjálfur vil ég frekar lesa dóma eft- ir að ég hef séð myndina, þegar ég er að mynda mér skoðun á henni og get leitað til snjalls gagnrýnanda til að skilja hana betur. Til þess að geta það verður að fjalla um endinn og óvæntar vendingar í söguþræðinum, það eru oft mikilvægustu hlutar myndarinnar. Því þarf að finna jafn- vægi milli þjónustunnar sem felst í gagnrýninni, hvort fólk eigi að sjá myndina eða ekki og fagmannlegrar greiningar á kvikmyndinni og rýni sem verður sífellt sjaldgæfari og verið er að kæfa á netinu að ákveðnu leyti,“ segir Debruge. Aldrei leiður á kvikmyndum – Verður þú einhvern tíma þreytt- ur á því að horfa á kvikmyndir? „Já og nei. Við gagnrýnendur eig- um það til að kulna í starfi og förum að hampa frumleika of mikið. Það sem er frábrugðið, róttækt eða hug- vitssamlegt gerir okkur spennta því við höfum séð ákveðnum formúlum fylgt svo oft. Við erum ekki nógu já- kvæðir í garð slíkar mynda, þeim sem fylgja sígildri frásagnarhefð eða eru gerðar í hefðbundnum stíl, mynda sem eru virkilega vel gerðar en virka kunnuglegar. Ég horfi kannski á yfir 300 kvikmyndir á ári sem er ansi stór skammtur. Flestir sjá tvær myndir á mánuði eða þar um bil og eru því ekki eins ofhlaðnir og við gagnrýnendur. Þess vegna er mikilvægt að halda sambandi við hinn almenna bíógest,“ segir De- bruge og bætir því við að hann verði aldrei leiður á kvikmyndum. Hann verði hins vegar leiður á þeim myndum sem dælt sé út úr Holly- wood eins og pylsum á færibandi, t.d. ofurhetjumyndum. Hann geti vel lifað án þeirra. Að lokum er Debruge spurður að því hvort hann eigi sér uppáhalds- kvikmynd. „Fargo eftir Coen- bræður er mín uppáhaldskvikmynd. Fyrir mér er hún „hin mikla“ bandaríska kvikmynd. Þessi kvik- mynd segir manni svo mikið um bandarískt samfélag og gildi með bæði gamansömum og drama- tískum hætti,“ segir Debruge að lokum. Eigi skal vanmeta formúluna  Erlendir kvikmyndagagnrýnendur fjalla um listina að skrifa gagnrýni í Norræna húsinu í dag  Peter Debruge, gagnrýnandi hjá Variety, segir kvikmyndadóma oft heldur fyrirsjáanlega Í uppáhaldi „Fargo eftir Coen-bræður er mín uppáhaldskvikmynd. Fyrir mér er hún „hin mikla“ bandaríska kvikmynd,“ segir Peter Debruge. Hér sést leikkonan Frances MacDormand í stillu úr þeirri ágætu kvikmynd sem frumsýnd var árið 1996 og hlaut tvenn Óskarsverðlaun ári síðar. Peter Debruge

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.