Morgunblaðið - 03.10.2014, Page 41

Morgunblaðið - 03.10.2014, Page 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Síðasta plata sveitarinnar, So Long, See You Tomorrow, fór í efsta sæti breska vinsældalistans í febrúar þegar hún kom út. Í síðustu viku var hún líka tilnefnd til hinna virtu Mercury-verðlauna,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleika- haldari sem skipuleggur um þessar mundir tónleika bresku indísveit- arinnar Bombay Bicycle Club sem haldnir verða í Eldborgarsal Hörpu 17. nóvember næstkomandi. Merc- ury-verðlaunin þykja mikill gæða- stimpill en meðal sveita sem hafa unnið þar til verðlauna má nefna Primal Scream, Suede, Portishead, Badly Drawn Boy, Franz Ferdin- and, James Blake og Alt-J. Kom fram á Airwaves 2010 „Sveitin hefur farið stigmagnandi síðustu ár. Þetta er tiltölulega ung hljómsveit, gaf út sínna fyrstu plötu, I Had the Blues But I Shook Them Loose, árið 2009. Það sem er svo skemmtilegt við sveitina er að hún er rosalega skapandi. Þetta eru strákar sem eru að gera nákvæm- lega það sem þá langar til að gera og gera það vel,“ segir hann. Þetta verður ekki í fyrsta skiptið sem Bombay Bicycle Club stígur á svið á íslenskri grundu en sveitin kom fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves árið 2010. Söngvari sveit- arinnar, Jack Steadman, kom einnig fram órafmagnaður á Hressó ásamt Þorbjörgu Ósk Eggertsdóttur árið 2012. Hljómsveitin er sem stendur í mikilli hljómleikaferð um heiminn til að fylgja eftir nýjustu plötu sinni og mun hún meðal annars koma fram í ensku tónleikahöllinni Earls Court sem tekur um tuttugu þúsund manns. Að sögn Guðbjarts er nánast uppselt á þá tónleika. „Sveitin er búin að vera að fylgja eftir nýju plötunni og hefur verið að flækjast út um allt. Þeir eru núna í Ameríku og færa sig síðan yfir til Evrópu. Evróputúrinn byrjar í rauninni á Íslandi, við erum fyrsta Evrópustoppið þeirra. Þeir verða því í góðri þjálfun og heitir þegar þeir koma hingað. Ég hef líka ein- hvern veginn á tilfinningunni að þeir hlakki mjög til að koma hing- að,“ segir Guðbjartur að lokum en þess má geta að miðasalan hefst á þriðjudaginn, 7. október, á midi.is og harpa.is. Rokk Breska indísveitin Bombay Bicycle Club efnir til hljómleika í Eldborg- arsal Hörpu 17. nóvember. Síðasta plata þeirra er m.a. tilnefnd til Mercury. Á flækingi um heiminn  Bombay Bicycle Club í Eldborg Silja Björk Huldudóttirsilja@mbl.is „Þessi viðurkenning kom mér full- komlega á óvart. Ég sendi handritið inn í maí að áeggjan Dags, sonar míns, sem hlaut þessi verðlaun árið 2012 fyrir ljóðabókina Þar sem vind- arnir hvílast. Sjálfur hafði ég ekki alltof mikla trú á þessum textum sem vinningshandriti, en gæfan var með mér,“ segir Hjörtur Marteins- son sem í gær hlaut Bókmennta- verðlaun Tómasar Guðmundssonar 2014 fyrir ljóðabókina Alzheimer- tilbrigðin sem Tunglið gefur út. „Bókin fjallar um gleymskuna, minnið og hvernig maður upplifir tíma sem er liðinn. Lesandinn fylgir ljóðmælanda í gegnum heim gleymsku og óminnis.“ Þetta er í annað sinn sem Hjörtur hlýtur verð- launin, en í fyrra skiptið var það árið 2000 fyrir skáldsöguna AM 00. Alls bárust 48 handrit í ár. Í um- sögn dómnefndar, sem skipuð var, Ragnhildi Pálu Ófeigsdóttur, Bjarna Bjarnasyni og Davíð Stefánssyni, sem var formaður nefndar, segir um verðlaunabókina að hún hafi „sér- kennilegt og seiðandi aðdráttarafl [...] Tónn bókarinnar er gráglettinn, hlýr, mjúkur og allt að því angurvær og höfundur miðlar vel þeirri þoku- kenndu tilfinningu sem hlýtur að fylgja því að horfa upp á ástvin sinn hverfa inn í völundarhús hugans, án mikillar vonar um endurkomu.“ Hjörtur, sem er með B.A.-próf í íslensku og M.A.-próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands ásamt kennsluréttindum frá sama skóla, hefur gefið út tvær aðrar ljóðabækur, Ljóshvolfin 1996 og Myrkurbil 1999. Hann hlaut Ljóð- staf Jóns úr Vör hlaut 2004. Síðustu ár hefur hann kennt íslensku á ungl- ingastigi við Árbæjarskóla í Reykja- vík, en er sem stendur í námsleyfi þar sem hann nemur ritlist við HÍ. Spurður hvort hann hafi heillast ungur af ljóðlistinni svarar Hjörtur því neitandi. „Þegar ég var ungling- ur var ég tiltölulega lítið fyrir ljóð, en áhuginn fór að glæðast með aldr- inum. Ég fór samt ekki að yrkja neitt að ráði fyrr en á háskóla- árunum. Ég hef þó alltaf haft nautn af því að lesa góða texta.“ Að- spurður hvort verðlaunin séu hon- um hvatning í ritlistarnámi sínu svarar Hjörtur því játandi. „Þetta er skemmtilegt nám og ágætis áskorun,“ segir Hjörtur og upplýsir að hann vinni nú um stundir að nýrri skáldsögu. Viðurkenningin kom fullkomlega á óvart  Hjörtur Marteinsson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðlaunaskáld Hjörtur Marteinsson tók við verðlaununum úr hendi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra við hátíðlega athöfn í Höfða í gær. Í tilefni Jazz- og blúshátíðar Kópavogs mun gítarleikarinn Björn Thorodd- sen bjóða íbúum bæjarins upp á ókeypis stofu- tónleika í kvöld og á morgun. Í kvöld byrjar veislan klukkan 21 í Birkigrund 13, 21.30 á Digranesheiði 33, 22.10 í Lækjar- hjalla 26 og 22.40 á Vatnsenda- bletti 723. Á morgun byrjar dag- urinn á tónleikum klukkan 13.30 í Fellasmára 10 og um kvöldið verða tónleikar klukkan 21.30 í Fákahvarfi 1 og 22.10 í Víði- hvammi 6. Djass heima í stofu Kósí Björn efnir til stofutónleika. Hljómsveitin Gullkistan mun standa fyrir tón- leikum á Kringlukránni í kvöld og annað kvöld klukkan 23. Sveitina skipa þeir Gunn- ar Þórðarson úr Hljómum, Ásgeir Óskarsson úr Stuðmönnum, Jón Ólafsson úr Pe- lican og Óttar Felix Hauksson úr Pops. Tónlist sjötta og sjöunda ára- tugar síðustu aldar verður í önd- vegi og skipar hrynbláminn (e. rythm’n’blues) þar verðugan sess. Meðal annars verða flutt lög eftir tónlistarmenn á borð við Buddy Holly og Bítlana. Gull í Kringlunni Blús Sveitin held- ur tvenna tónleika. MARGUR ER KNÁR ÞÓTT HANN SÉ SMÁR... POWERSÝNING KL. 10:20 Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 16 16 L L 12 DRACULA UNTOLD Sýnd kl. 6 - 8 - 10:20 (P) EQUALIZER Sýnd kl. 8 - 10:40 TOMBSTONES Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10 MAZE RUNNER Sýnd kl. 5 SMÁHEIMAR 2D Sýnd kl. 3:50 PÓSTURINN PÁLL 2D Sýnd kl. 3:50 Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND UM EINKASPÆJARA SEM FLÆKIST INN Í HEIM EITURLYFJASALA LIAM NEESON ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.