Morgunblaðið - 03.10.2014, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 03.10.2014, Qupperneq 44
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 276. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Sat eftir með aðeins 72 krónur 2. Andlát Ástu rannsakað sem slys 3. Segir forsíðu Séð og Heyrt bull 4. „Ég var ólétt þegar ég greindist“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Bassasöngvarinn Þorvaldur Hall- dórsson verður sjötugur 29. október og mun af því tilefni halda tónleika á afmælisdeginum í Grafarvogskirkju kl. 20.30. Þar mun Þorvaldur rifja upp helstu lögin af ferli sínum, allt frá fyrsta laginu sem hann söng op- inberlega og lögunum sem hann söng með hljómsveit Ingimars Eydal til laga sem hann hefur samið og sungið allt til dagsins í dag. Þorvaldur fær valinkunna söngvara og hljóðfæra- leikara til liðs við sig, m.a. söngkon- urnar Helenu Eyjólfsdóttur og Krist- jönu Stefánsdóttur, son sinn Þorvald, Gísla Magnason og Alla Þorsteins. Undir leikur hljómsveit skipuð Gunn- ari Gunnarssyni, Jóni Rafnssyni, Sig- urði Flosasyni, Jóni Elvari Hafsteins- syni og Hannesi Friðbjarnarsyni. Þorvaldur fagnar sjö- tugsafmæli syngjandi  Tónleikar til heiðurs blúsgítarleik- aranum Stevie Ray Vaughan verða haldnir í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld kl. 21, í tilefni af því að hann hefði orðið sextugur í dag en Vaug- han lést árið 1990. Á tónleikunum leikur hljómsveitin Tvöföld vandræði ásamt góðum gestum, þeim Björgvini Gíslasyni, Ingó Geirdal og Örlygi Smára. Hljómsveitina skipa Hjörtur Stephensen, Friðrik Geirdal Júlíusson, Ingi S. Skúla- son, Daði Birgisson og Beggi Smári. Vaughan heiðraður í Þjóðleikhúskjallara Á laugardag Suðaustan og austan 5-13 m/s. Rigning eða slydda með köflum, en yfirleitt þurrt á N-verðu landinu. Hiti 1 til 7 stig. Á sunnudag Austan 5-10, skýjað með köflum og smáskúrir syðra, en rigning eða slydda A-lands seinnipartinn. Hiti breytist lítið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestan og vestan 13-23 m/s, hvassast á N-verðu landinu. Slydda, snjókoma eða él fyrir norðan. Kólnandi. VEÐUR Nýliðar Aftureldingar halda sigurgöngu sinni áfram í Ol- ís-deild karla í handbolta og sitja einir á toppnum sem fyrr. Mosfellingar unnu Framara, 27:22, í Safamýri. ÍR-ingar eru einu stigi á eft- ir en þeir skelltu FH í gær á sama tíma og Haukar og ný- liðar Stjörnunnar gerðu jafntefli, 26:26, í skraut- legri viðureign. Valsmenn sóttu tvö stig í greipar Akureyringa. »2 Mosfellingar halda sínu striki Hlynur Bæringsson og félagar í sænska körfuboltaliðinu Sundsvall Dragons hefja í kvöld nýtt tímabil í sænsku úrvalsdeildinni. Í vetur spila sex Íslendingar í deildinni, fjórir þeirra með Sundsvall. „Við gætum nánast verið með íslenskt byrjunarlið. Það þyrfti bara að hringja í einhvern heima og bæta þeim fimmta við. Þetta er vissu- lega mjög sér- stakt, að vera með fjóra Íslend- inga í sama liðinu,“ segir Hlynur. » 4 Þyrfti bara að hringja í einhvern heima „Ég lít á það þannig að það sé hægt að nýta sér það að hafa leikmenn sem hafa staðið í þessum sporum áður og unnið titla. Það er hægt að tala um að við höfum spilað fleiri svona leiki heldur en Stjörnumenn en það telur ekki inni á vellinum nema við náum að nýta okkur það á réttan máta,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, um úrslitaleikinn gegn Stjörnunni. »1 Hægt að nýta sér þá sem hafa unnið titla ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Þetta var mjög skemmtilegt og eitt- hvað sem ég hef aldrei gert áður,“ segir Eydís Sjöfn Kjærbo, nemi í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík en hún tók slátur eins og 23 aðrar stúlk- ur skólans. Á haustin fara nemendur ávallt í sláturgerð í Hússtjórnarskólanum og það er hluti af náminu. Það geng- ur vel þótt sumum nemendum þyki sláturgerðin ekkert sérstaklega geðsleg en þeir eru þó nokkuð fljótir að venjast því, segir Edda Guð- mundsdóttir kennari við skólann. Í ár gátu stúlkurnar þó ekki fengið að spreyta sig á að sauma slátur- keppi úr vömbum þar sem eingöngu var hægt að fá gervivambir þetta árið. Tóku slátur í fyrsta skipti „Mér fannst þetta svoldið ógeðs- legt fyrst. Lyktin er ekkert sér- staklega góð þegar nýrun og lifrin eru hökkuð en svo venst þetta,“ segir Eydís Sjöfn. Hún segir það hafa komið sér á óvart hvernig slátur- gerðin fari fram og hversu einföld hún sé í rauninni. Hún fékk það hlutverk að þrífa nýrun og lifrina og skera. Sjöfn ætlar að ákveða hvort hún taki sjálf slátur á sínu heimili þegar þar að kemur, eftir að hafa smakkað slátrið næsta fimmtudag. Vildi vera með hanska Sigurrós Arnardóttir hafði heldur ekki tekið slátur áður. „Ég var ekk- ert voðalega spennt að vaða ofan í blönduna með hendurnar. Ég vildi helst vera með hanska. Mér fannst þetta svoldið skrítið en eðlilegt að vilja nýta það sem hægt er.“ Hún saxaði mör og setti í keppina. Það sem kom henni mest á óvart var hvaða hráefni fór í slátrið eins og t.d. haframjöl og nýru. „Mér líst betur á þetta eftir að ég veit hvað fer í matinn,“ segir Sigurrós. Brýtur upp hefðbundið bóknám Hússtjórnarskólinn varð fyrir val- inu hjá Eydísi Sjöfn þar sem hana langaði að prófa eitthvað nýtt og taka sér hvíld frá bóknámi. Hún er mjög ánægð með hópinn og andrúmsloftið í skólanum. Sigurrós tekur í sama streng. Hún hafi viljað læra eitthvað nytsamlegt frekar en að fara út á vinnumarkaðinn, áður en hún færi í áframhaldandi nám. „Þetta brýtur upp hefðbundið bóknám,“ segir Sig- urrós og bætir við: „Mér fannst þetta ótrúlega praktískt. Það er gott að kunna eitthvað fyrir sér í elda- mennsku og handavinnu.“ Námið er ein önn og þótti þeim báðum eins og þær væru nýbyrjaðar. Frekar ógeðslegt fyrst  Sláturgerð í Hússtjórnarskól- anum í Reykjavík Morgunblaðið/Þórður Sláturgerð Flestar stúlkurnar höfðu ekki tekið slátur áður og ekki var laust við að þær hefði hryllt við í fyrstu en voru þó ekki lengi að tileinka sér réttu vinnubrögðin. Þegar upp var staðið þótti þeim þetta nokkuð einfalt. Saumaskapur Eingöngu var hægt að fá sláturkeppi úr gerviefni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.