Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 4
skemmra en hækkanir á húsnæðis- verði gefa tilefni til. Þetta fjárhæðarviðmið ætti að endurskoða árlega til að viðhalda eðlilegu jafn- vægi. Það er jafnframt verið að lækka hámarkið í fasteignamati eigna sem við megum lána til úr 50 í 40 milljónir. Hugsunin er ekki sú að lána til kaupa á stærri eignum. Það er enda ekki í takt við félagslegt hlutverk sjóðsins.“ – Í ágústskýrslu ÍLS segir að hann hafi lánað 5,5 milljarða fyrstu 7 mánuði ársins, borið saman við 8,7 ma. á fyrstu níu mánuðunum í fyrra. Hvernig er samkeppnisstaða ÍLS? „Það er ekkert launungarmál að útlánin hafa dregist saman síðustu þrjú til fjögur ár. Þessi hámarks- fjárhæð hefur klárlega haft áhrif í þá veru að við erum ekki lengur full- gildir þátttakendur í að veita lán í samræmi við okkar lögboðna hlut- verk. Það er jafnframt mjög baga- legt þegar reynt er að lágmarka tjón sjóðsins að hann geti ekki komið því lausafé sem hann býr yfir aftur í vinnu í formi útlána.“ 40.000 milljónir » Sigurður Erlingsson segir sjóðinn hafa 40 milljarða í lausu fé sem lána mætti út. » Það er tvöfalt meira en lög- bundin lausafjárkvöð. » Hlutafjáraukning og upp- greiðslur er skýringin á upp- söfnun lausafjár. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hámarksfjárhæð lána hjá Íbúða- lánasjóði hefur verið hækkuð úr 20 milljónum í 24 milljónir króna. Þá verður heimilt að veita lán til ein- staklinga vegna fasteigna sem kosta að hámarki 40 milljónir sam- kvæmt fast- eignamati og hef- ur hámarkið verið lækkað úr 50 milljónum króna. Sigurður Erl- ingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir það hafa veikt grunnhlutverk sjóðsins að geta aðeins lánað að há- marki 20 milljónir. Sú upphæð hafi haldist óbreytt síðan 2008 og því lækkað að raunverði. „Þrátt fyrir að það séu umræður um breytingu á hlutverki sjóðsins er það enn þá hlutverk hans að stuðla að því með lánveitingum að fólk geti eignast húsnæði. Fasteignaverð hef- ur farið hækkandi síðustu tvö til þrjú ár. Það má því segja að há- marksfjárhæð íbúðalána hafi gengið gegn þessu hlutverki sjóðsins, að veita húsnæðislán. Sjóðurinn var hættur að vera eðlilegur þátttakandi á lánamarkaði.“ Heldur ekki í við hækkanir Sigurður segir hækkun fasteigna- lána styrkja félagslegt hlutverk ÍLS. „Með þessari hækkun er verið að stilla hámarkslánin miðað við hús- næðisverð, þótt að vísu sé gengið Hámarkið hækkað úr 20 í 24 milljónir  Forstjóri ÍLS bendir á verðhækkanir  Hætt við að bjóða óverðtryggð lán Morgunblaðið/Ómar Reykjavík ÍLS hyggst styrkja stöðu sína á íbúðalánamarkaði. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 Atkvæðagreiðslu hjá Læknafélagi Íslands um verkfallsboðun lækna er lokið. Yfir 80% af atkvæð- isbærum læknum tóku þátt í kosn- ingunni og yfir 95% þeirra sam- þykktu fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sem gert er ráð fyrir að hefjist þann 27. október, segir í tilkynningu frá Læknafélagi Íslands (LÍ). Niðurstaða kosninganna er því afgerandi en þetta er í fyrsta sinn sem læknar á Íslandi, sem fengu takmarkaðan verkfallsrétt fyrir tæpum 30 árum, boða til verkfalls. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hefur verið tilkynnt ríkissáttasemj- ara og formanni samninganefndar ríkisins. Vinna lækna í verkfalli verður í samræmi við undanþágulista sem fjármálaráðuneytið birti í auglýs- ingu nr. 101/2014 og er gert ráð fyrir að á þeim dögum sem efnt er til verkfalla verði hverju sinni tryggð sambærileg mönnun og tíðkast á frídögum. Náist samn- ingar ekki í tæka tíð munu læknar sem starfa samkvæmt kjarasamn- ingi fjármálaráðherra og LÍ fara í fyrsta verkfallið frá miðnætti að- faranótt mánudagsins 27. október til miðnættis þriðjudagsins 28. október. Læknar samþykktu að fara í verkfallsaðgerðir Morgunblaðið/Eggert Læknar Fara í víðtækar aðgerðir.  Afgerandi niðurstaða kosninganna Niðurstaða » Alls tóku 728 læknar þátt í atkvæðagreiðslunni og sam- þykktu 699 (96,02%) þeirra tillögu stjórnar LÍ um boðun vinnustöðvunar. Nei sögðu 15 (2,06%) og 14 (1,92%) skiluðu auðu. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Svo virðist sem talsverður verðmunur sé á þjónustu sem hárgreiðslustofur á hjúkrunarheimilum bjóða upp á. Morgunblaðið gerði lauslega könnun á verðskrám á hárgreiðslustof- um hjúkrunar- heimila á höfuð- borgarsvæðinu. Í öllum tilvikum bauð hárgreiðslu- stofan á elliheim- ilinu Grund upp á lægsta verð. Guðbjörg Guð- mundsdóttir, samskiptafulltrúi á Grund, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að Grund væri með síð- ustu hjúkrunarheimilum sem enn væru með hársnyrta í fullu starfi. Um næstu áramót yrði farin sama leið og farin hefur verið á öðrum heimilum, að ráða verktaka og leigja þeim að- stöðuna. „Við bjóðum stofuna út um áramót. Við munum innheimta einhverja lág- marksleigu, eins og nú er gert í Mörk- inni, gegn því að þjónustan sé seld á mannsæmandi verði til heimilisfólks- ins,“ sagði Guðbjörg. Tilefni þess að Morgunblaðið kynnti sér verðskrár hárgreiðslu- stofa á elliheimilum var ábending um að kona hefði greitt 22.400 krónur fyrir permanent, klippingu og lagn- ingu á hárgreiðslustofunni í Hrafn- istu DAS í Boðaþingi í Kópavogi. Ekki fengust í gær upplýsingar um verðskrá á því elliheimili, sem sam- kvæmt upplýsingum frá stofunni er sama verðskrá á öllum Hrafnistu- heimilunum, í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Verðskráin hjá Hrafnistu í Hafnarfirði virðist vera töluvert hærri en hún er í Mörkinni og á Grund. Sjá meðfylgjandi verðskrár frá þremur hársnyrti- stofum á elliheimilum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hárgreiðslustofa á Grund Anna Jóhanna Zimsen situr í stólnum hjá Hallveigu Sigurðardóttur hárgreiðslumeistara Lægsta verð fyrir hársnyrtingu á Grund  Hársnyrting á hjúkrunarheimilum að færast í verktöku Verðskrá hárgreiðslustofa á hjúkrunarheimilum Hárgreiðslustofan á Grund Verð kr. Verð kr. Verð kr. Hárgreiðslustofan Mörkinni Hárgreiðslustofan Hrafnistu Hafnarfirði Dömuklipping 3.500 4.900 3.900 Herraklipping 3.000 4.200 2.300-3.500 Litun 4.000 5.600 5.000-5.500 Lagning/blástur 3.000 3.500 3.500-4.500 Permanent 7.000 8.400 7.000-7.500 Permanent, klipping, lagning/blástur 13.500 Snoðklipping 2.000 2.000 2.300 Guðbjörg Guðmundsdóttir Sigurður Erlingsson Veruleg fjártjónshætta fólst í þeim gjörningi þegar stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf. sam- þykkti að veita hlutafélaginu Exista 2 milljarða króna peningamarkaðs- lán 30. september 2008. Þetta kemur fram í ákæru sérstaks saksóknara gegn Guðmundi Erni Haukssyni, þá- verandi forstjóra SPRON, og Ara Bergmann Einarssyni, Jóhanni Ás- geiri Baldurs, Margréti Guðmunds- dóttur og Rannveigu Rist, þáverandi stjórnarmönnum. Í ákærunni kemur m.a. fram að 30. september 2008 endurgreiddi Exista 4 milljarða króna lán til VÍS, en sú endurgreiðsla var að helmingi fjár- mögnuð með láni SPRON til Existu. Sama dag veitti VÍS SPRON 2 millj- arða króna peningamarkaðslán, sem notað var til að fjármagna lán SPRON til Existu, en engar trygg- ingar voru teknar að láni VÍS af hálfu SPRON til að tryggja endur- greiðslu á láninu til Existu. „Var staðan eftir þann snúning sú að áhætta VÍS gagnvart Existu minnkaði um tvo milljarða, en í stað- inn hafði SPRON veitt Existu trygg- ingalaust lán að sömu fjárhæð. Var áhættunni af tveggja milljóna króna láni til Existu þannig velt af VÍS og yfir á SPRON, sem síðar sat uppi með fullt tjón vegna lánsins.“ Brot ákærðu varða við 249. gr. al- mennra hegningalaga skv. ákærunni og er þess krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Varða brotin allt að tveggja ára fangelsi, en þyngja má refsinguna í allt að sex ár ef „mjög miklar sakir eru“. Verulega áhættu- söm lánveiting  Brotin varða allt að 6 ára fangelsi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.