Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Óraunhæfar hugmyndir slitabúa föllnu bankanna um undanþágu fyr- ir útgreiðslu til almennra kröfuhafa framhjá höftum verða ekki látnar standa í vegi fyrir því að brátt verði stigin skref til að losa um höft á ís- lensk fyrirtæki, lífeyrissjóði og heimili. Ekki verður fallist á tillögur frá kröfuhöfum sem fela í sér að raungengi krónunnar þurfi að lækka og ganga ennfremur í berhögg við það grundvallaratriði að jafnræði allra sé tryggt undir höftum. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á ráðstefnu til heiðurs Jónasi H. Ha- ralz, hagfræðingi og fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, á veg- um Hagfræðistofnunar Háskóla Ís- lands og Landsbankans í fyrradag. Ræða Bjarna, sem bar heitið Fyrstu skrefin til afnáms hafta, markar tímamót. Þar gaf hann í fyrsta skipti til kynna þau þjóðhagslegu skilyrði sem þarf að hafa til hliðarsjónar við veitingu undanþágna frá höftum. Bjarni nefndi í ræðunni að „allir sem áhuga hafa á þessu máli og hafa reynt að skilja það til botns“ átti sig á því að einn vandasamasti þáttur þess sé að búa svo um hnútana að eftir afnám hafta muni gengi krón- unnar endurspegla raunhagkerfið. „Þannig þarf greiðslujöfnuður að taka tillit til raungengismarkmiða.“ Ráðstafað til innlendra aðila Með öðrum orðum mun íslenskt efnahagslíf ekki taka á sig meiri að- lögun en það hefur nú þegar gert. „Meginatriði í mínum huga er að við höfum þegar tekið út þá erfiðu en nauðsynlegu aðlögun sem efnahags- lífið – heimilin og fyrirtækið – þurftu að fara í gegnum. […] Raun- gengið lækkaði verulega og við þekkjum öll afleiðingarnar,“ sagði Bjarni, og bætti við: „Því segi ég: Við höfum þegar tekið á okkur veru- legan skell og lausn á haftamálum þarf að taka mið af því.“ Ekki skipti aðeins máli í þeim efnum að þær lausnir séu efnahagslega raunhæfar heldur þurfi þær einnig að „uppfylla sanngjarnar samfélagslegar vænt- ingar um að ekki sé von á nýrri koll- steypu“. Aðlögun íslenska þjóðarbúsins á síðustu árum – gríðarlegur sam- dráttur í fjárfestingu og innlendri eftirspurn samtímis þungri endur- greiðslubyrði erlendra lána – á sér nánast engin fordæmi hjá öðru ríki í kjölfar fjármálakreppu. Á árunum 2009 til 2013 nam uppsafnaður und- irliggjandi viðskiptaafgangur Ís- lands 380 milljörðum. Slíkur við- skiptaafgangur er fordæmalaus í hagsögu Íslands. Hefur þetta gerst í umhverfi þar sem innflutningur hef- ur verið í lágmarki og raungengið haldist 20-30% undir sögulegu með- altali. Þrátt fyrir þessar óvenjulegu aðstæður tókst Seðlabankanum ekki að byggja upp neinn óskuldsettan gjaldeyrisforða að ráði. Rann gjald- eyrissköpun þjóðarbúsins að mestu til afborgana og vaxtagreiðslna slitabúa föllnu bankanna. Ljóst er að tillögur stjórnvalda að losun hafta taka mið af þessu. Ekki verði gengið lengra í að ráðstafa af- gangi á viðskipajöfnuði einungis til erlendra kröfuhafa. Þess í stað verði gjaldeyrissköpunin nýtt til að skapa svigrúm til erlendra fjárfestinga innlendra aðila – sem hafa verið fastir undir höftum í sex ár. Bjarni sagðist gera þá kröfu að mikilvægum spurningum varðandi næstu skref yrði svarað á þessu ári. Þær lúta meðal annars að því hvort hægt sé að leysa málefni slitabú- anna án beinnar aðkomu stjórn- valda. Ítrekaði hann að heildstæð lausn þyrfti að fást. „Um leið og þjóðarhagsmunir verða lagðir til grundvallar þarf að sama skapi […] að virða lög, alþjóðlegar skuldbind- ingar og tryggja jafnræði.“ Þar horfa stjórnvöld til þess, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að ekki sé forsvaranlegt að veita undanþág- ur til erlendra kröfuhafa nema að því gefnu að hægt yrði að veita sam- bærilegar undanþágur fyrir aðra í hagkerfinu. Ekki verður beðið eftir slitabúum Morgunblaðið/Kristinn Bjarni Slitabúin fara aftast í röðina komi þau ekki með raunhæfar tillögur.  Fjármálaráðherra boðaði þau þjóðhagslegu skilyrði sem þarf að uppfylla við undanþágur  Raun- gengið lækki ekki frekar  Komi ekki raunhæfar tillögur frá slitabúunum fara þau aftast í röðina Heildstæð lausn » Bjarni kynnti í fyrsta skipti þau þjóðhagslegu skilyrði sem þarf að uppfylla við undan- þágubeiðnir frá höftum. » Ísland tekur ekki á sig meiri aðlögun í þjóðarbúskapnum. Raungengið má ekki frekar lækka við afnám hafta. » Komi ekki fram raunhæfar hugmyndir frá slitabúum bank- anna fara þau aftast í röðina. » Forgangsraðað í þágu ís- lenskra fyrirtækja og heimila. Hrein akstursgleði BMW X5 www.bmw.is AKTU FRAMFÖRUM. #BMWstories Við kynnum þriðju kynslóðina af BMW X5 með eina sparneytnustu dísilvélina í sínum flokki. Nýi BMW X5 er léttari og með minni loftmótstöðu en keppinautarnir. Hann kostar frá 10.490 þús. kr. með 218 hestafla dísilvél og 8 gíra sjálfskiptingu og notar einungis 5,8 l/100 km í blönduðum akstri. Aktu framförum – kynntu þér nýjan BMW X5! BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 BMW X5, verð frá:10.490.000 kr. 5,8 l/100 km er viðmiðunartala framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. X5 sDrive25d

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.