Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Í krafti sannfæringar – saga lög- manns og dómara, bók Jóns Stein- ars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, kom út í gær. Höfundurinn hélt upp á útkomuna með ættingjum, vinum, velunnurum og forleggjara í Eymundsson í Kringlunni. „Eftir að ég hætti í Hæstarétti haustið 2012, ákvað ég að skrifa rit- gerð um það hvaða lagareglum ég teldi að þyrfti að breyta um starf- semi dómstóla á Íslandi, til þess að koma þessu í betra horf. Þá ritgerð skrifaði ég og hún kom út í fyrra. Hún heitir Veikburða Hæstiréttur. Hún er öllum aðgengileg á netinu. Í framhaldi af því ákvað ég að skrifa mína eigin sögu. Bókin er þannig ekki takmörkuð við tíma minn í Hæstarétti. Ég hafði bara þörf fyrir að gera þetta, kannski vegna þess að ég er búinn að lesa svo margar vitleysur sagðar um mig! Ég vil bara segja söguna eins og hún horfir við mér og ef menn kæra sig um að halda áfram að segja einhverjar vitleysur um mig, þá bara gera þeir það.“ Jón Steinar segist hafa byrjað að skrifa bókina snemmsumars í fyrra og lokið skrifunum meira og minna um síðustu áramót. Eftir það hafi hann lagfært, leiðrétt og fengið góða menn til að lesa handritið yfir og koma með ábendingar. Hún hafi svo verið fullfrágengin í ágúst „Ég var með heimsmeistara í um- broti sem braut um bókina, Gunn- laug Briem, sem búsettur er í Sviss. Hann er ótrúlega fær og ég er mjög stoltur af hans vinnu,“ segir Jón Steinar. Aðspurður hvað í bókinni hann telji að eigi eftir að vekja sterkustu viðbrögðin, segir Jón Steinar: „Ég býst við því að það verði eitthvað úr lokakaflanum, þar sem ég segi frá starfi mínu í Hæsta- rétti. Ég held að íslenska þjóðin hafi aldrei fengið að líta inn fyrir þrösk- uldinn í þessari þýðingarmestu stofnun sinni. Stofnun þar sem mál- um sem virkilega skipta menn miklu og ganga nærri hjarta þeirra, er ráðið til lykta. Það er alveg ótækt, vegna þess að menn eiga rétt á að vita hvernig með þá er farið og hvernig kaupin gerast á eyrinni og með þessum lokakafla er ég að reyna að gefa mönnum innsýn í það.“ Jón Steinar telur að umfjöllun hans um það hvernig tíðarandinn í samfélaginu virðist á stundum hafa haft afgerandi áhrif á dómstóla muni einnig vekja eftirtekt. Þar eigi hann fyrst og fremst við það sem gerðist í Baugsmálum, þar sem mál- um var vísað frá í gríð og erg og svo það sem gerst hafi eftir hrun, þegar öfgarnar séu alveg í hina áttina. Þjóðin aldrei litið inn fyrir þröskuldinn  Í krafti sannfæringar, bók Jóns Steinars, kom út í gær Morgunblaðið/Styrmir Kári Áritun Jón Steinar Gunnlaugsson fagnaði ásamt gestum útkomu bókar sinn- ar, Í krafti sannfæringar – saga lögmanns og dómara, í Eymundsson í gær. Glæsilegt úrval af náttfatnaði Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Ný sending Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurð áfrýj- unarnefndar samkeppnismála og gerði íslenska ríkinu að greiða Víf- ilfelli til baka 80 milljónir króna sem fyrirtækinu var gert að greiða vegna samkeppnisbrota. „Vífilfell lýsir yfir ánægju sinni með dóm Hæstaréttar og fagnar því að nið- urstaða sé loks fengin í málið, meira en 7 árum eftir að Sam- keppniseftirlitið hóf að eigin frum- kvæði athugun sína,“ sagði í til- kynningu frá fyrirtækinu í gær. Samkeppniseftirlitið ákvarðaði 2011 að Vífilfell hefði á árunum 2005-2008 brotið gegn samkeppn- islögum og 54. gr. samnings um Evrópska efnahagssvæðið með gerð fjölda viðskiptasamninga við endurseljendur á gosdrykkjum, og gerði fyrirtækinu sekt að fjárhæð 260 milljónir króna. Áfrýj- unarnefnd samkeppnismála stað- festi ákvörðunina sama ár en lækkaði sektarfjárhæðina. Vífilfell höfðaði í kjölfarið mál á hendur Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu. Í tilkynningu frá Samkeppn- iseftirlitinu segir að eftirlitið muni yfirfara forsendur dóms Hæsta- réttar en efnisdómur hafi ekki fengist í málinu. Til álita komi að fram fari ný rannsókn á aðgerðum Vífilfells. Ríkið end- urgreiði 80 milljónir  Ný rannsókn kemur til greina mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.