Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 Viðskiptaráðog BSRB hafa síðustu daga deilt um hver fjölgun op- inberra starfs- manna hefur verið hér á landi það sem af er öldinni. Við- skiptaráð hefur talið fjölgunina mikla en BSRB virðist telja hana mjög hóflega. Hvorirtveggju saka hinn um að fara rangt með tölur.    Inn í deiluna spilar meðal annarshvort ákveðinn hópur var á til- teknum tíma inni í launavinnslu- kerfi ríkisins eða ekki og hvernig telja á áhrifin af flutningum verk- efna á milli ríkis og sveitarfélaga, en hluti deilunnar snýst um að stundum er talað um ríkisstarfs- menn og stundum um opinbera starfsmenn.    Viðskiptaráð og BSRB hafa ekkienn náð saman um tölurnar, en þó er það svo að samkvæmt Við- skiptaráði (sem segist hafa það eft- ir fjármálaráðuneytinu og Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga, og BSRB hefur ekki mótmælt) eru op- inber stöðugildi nú 36.880 en voru 28.700 um aldamótin. Þetta er fjölgun upp á 29% en á sama tíma segir Viðskiptaráð að fjölgun á al- mennum markaði hafi verið 10%.    Séu þessar tölur nærri lagi erljóst að þróunin er áhyggju- efni. Með því er ekki gert lítið úr störfum opinberra starfsmanna, að- eins bent á að opinberi geirinn má ekki vaxa umfram hinn án þess að illa fari.    Því miður er tilhneigingin oft tilþess að auka við hjá ríki og sveitarfélögum, það er vel þekkt úr opinberri umræðu. Þess vegna er sú áminning sem felst í deilu Við- skiptaráðs og BSRB af hinu góða. Opinber starfsmannadeila STAKSTEINAR Veður víða um heim 9.10., kl. 18.00 Reykjavík 9 léttskýjað Bolungarvík 6 alskýjað Akureyri 7 rigning Nuuk 7 skúrir Þórshöfn 10 þoka Ósló 10 skúrir Kaupmannahöfn 16 skýjað Stokkhólmur 12 skýjað Helsinki 11 skúrir Lúxemborg 12 skýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 12 skýjað London 13 skúrir París 17 léttskýjað Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 17 heiðskírt Berlín 21 heiðskírt Vín 21 léttskýjað Moskva 10 heiðskírt Algarve 22 skúrir Madríd 18 skýjað Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 26 heiðskírt Róm 22 heiðskírt Aþena 20 heiðskírt Winnipeg 3 skýjað Montreal 11 skúrir New York 17 heiðskírt Chicago 13 skýjað Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:04 18:27 ÍSAFJÖRÐUR 8:13 18:27 SIGLUFJÖRÐUR 7:56 18:10 DJÚPIVOGUR 7:34 17:55 Hæstiréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra og dæmt skólastýru Blönduskóla á Blönduósi til að greiða tvítugri konu, fyrrverandi nemanda skól- ans, hálfa milljón króna fyrir að hafa brotið gegn friðhelgi hennar. Skólastýran afhenti ríkissaksókn- ara dagbók stúlkunnar án leyfis hennar. Málavextir voru þeir að eftir for- varnafyrirlestur í skólanum í jan- úar 2010 ræddi stúlkan við fyrirles- arann og skólastýruna og sendi í kjölfarið fyrirlesaranum dagbók sína. Hann sendi dagbókina til skólastýrunnar. Fjórum mánuðum síðar kærði stúlkan eiginmann skólastýrunnar fyrir kynferðisbrot en hæstiréttur sýknaði manninn og spilaði dagbók stúlkunnar þar stór- an þátt. Í samtali upplýsti skólastýran ríkissaksóknara um að hún hefði dagbók stúlkunnar í sinni vörslu og afhenti ríkissaksóknara bókina að hans ósk. Hæstiréttur taldi að af- hending skólastýrunnar á dagbók stúlkunnar til ríkissaksóknara hefði ekki falið í sér ólögmæta og saknæma háttsemi. Á hinn bóginn var talið að með því að upplýsa sak- sóknara um tilvist dagbókarinnar, að því er virðist að eigin frumkvæði og í því skyni að styðja við vörn eig- inmanns síns í sakamálinu á hendur honum, hefði skólastýran vísvitandi brotið gegn þagnar- og trún- aðarskyldu sem á henni hvíldi sem skólastjóra. Braut gegn friðhelgi nemanda  Afhenti dagbók stúlkunnar án leyfis Morgunblaðið/Ómar Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameinsfélagsins til að berjast gegn krabbameinum hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér. Taktu bleikan bíl næst þegar þú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Styrkjum starfsemi Krabbameinsfélagsins Hreyfill/Bæjarleiðir er styrktaraðili árvekniátaks Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Tökum bleikan bíl!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.