Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 Bjarni Kristófersson rekur ásamt eiginkonu sinni, Lilju Þórðar-dóttur, Vitakaffi, sem er kaffihús og bar á Akranesi. Þar erboðið upp á heimabakað bakkelsi og heitan mat, boltinn er í beinni þar og lifandi tónlist flestar helgar. Á morgun mun D.J. Swing- man þeyta skífum en um aðra helgi mun gleðisveitin Happy spila og syngja. Karlakórinn Svanir mun síðan halda tónleika á Vitakaffi 2. nóvember, á Vökudögum sem er menningarhátíð Skagamanna á haustin. Einnig verður opnuð á staðnum myndlistarsýning 1. nóv- ember, samsýning þeirra Ernu Hafnes, sem er bæjarlistamaður Akra- ness í ár, og Dýrfinnu Torfadóttur, sem var bæjarlistamaður 2010. Bjarni rekur rafmagnsverkstæðið Rafstöðina ásamt Herði Svav- arssyni og Steinari Berg Sævarssyni og hefur gert það í níu ár. „Það er nú mitt aðalstarf, ég er meira að aðstoða konuna við reksturinn á Vitakaffi.“ Þau opnuðu staðinn á Írskum dögum í byrjun júlí í sumar og því var lítið um sumarfrí. „Okkur tókst þó að fara í nokkra daga í veiði. Við fórum í Andakílsá í Borgarfirði og Fáskrúð í Dölum og það komu einhverjir fiskar á land,“ en Bjarni hefur stundað stangveiði frá barnæsku. Börn Bjarna og Lilju eru Kristrún Lára og Hafþór Bjarni en fyrir átti Lilja Telmu Björk og Lovísu Ösp. Svo er kominn einn afastrákur sem heitir Fylkir. Bjarni Kristófersson er 42 ára í dag Vert á Akranesi Bjarni mun gera vel við sig í mat og drykk í kvöld. Stendur vaktina á Vitakaffi Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. E llert fæddist í Reykja- vík 10.10. 1939 og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ 1959, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1966 og öðlaðist hdl.- réttindi 1966. Ellert var blaðamaður á Vísi, vann á málflutningsskrifstofu Eyjólfs K. Jónssonar og fleiri 1965 og 1966, var skrifstofustjóri borgarverkfræðings 1966-71, alþm. Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 1971-79 og 1983-87, alþm. Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í Reykjavík 2007-2009 og hefur verið hvort tveggja, yngsti og elsti þing- maðurinn. Hann var ritstjóri Vísis og DV 1980-95, formaður KSÍ 1973-89, forseti ÍSÍ 1991-97 og forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands 1997- 2006. Ellert var formaður Íslenskrar getspár, ritstjóri KR-blaðsins, Úlf- ljóts, Stefnis og bókarinnar KR, „Fyrstu hundrað árin“ samin og útg. í tilefni aldarafmælis KR 1999. Hann var Formaður Stúdentaráðs HÍ, for- maður SUS 1969-73, formaður full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sat í miðstjórn Sjálfstæð- isflokksins 1969-73 og 1978-81, í Rannsóknarráði ríkisins 1971-80, var fulltrúi Alþingis á allsherjarþingi Sþ 1972, sat á þingi Alþjóðaþingmanna- samtakanna 1971-79, var fulltrúi Ís- lands í þingmannanefnd EFTA 1983, sat í Útvarpsráði 1975-83 og fulltrúi Alþingis hjá Evrópuráðinu 2007- 2008. Ellert sat í stjórn Knattspyrnu- sambands Evrópu (UEFA) 1982-86 og 1990-94, var einn af varaforsetum UEFA 1984-86 og gegndi áhrifa- störfum fyrir UEFA allt til 2010. Bækur eftir Ellert eru „Eins og fólk er flest“, greinasafn 1991, og „Á undan sinni samtíð“, 2006. Ellert keppti í knattspyrnu með Ellert B. Schram, fyrrv. alþm., ritstjóri og forseti ÍSÍ – 75 ára Með afa í sveitinni Ellert með Magdalenu Birgisdóttur, einu af 11 barnabörnum sínum, í Suðursveit nú í sumar. Lífið er sífelldur kappleikur Söguleg stund Ellert B. Schram og Ronnie Yeats, fyrirliðar KR og Liverpool, á Laugardalsvelli þann 17.8. fyrir 50 árum. Liverpool var að leika sinn fyrsta Evrópuleik og KR jafnframt fyrsta Evrópuleik íslensks knattspyrnufélags. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Gullbrúðkaup eiga í dag, 10. október, hjónin Stefán Ö. Kristjánsson og Oddný J.B. Mattadóttir. Þau verða að heiman. Gullbrúðkaup

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.