Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 Stuttar fréttir ... ● Englandsbanki ákvað í gær að halda stýrivöxtum bankans óbreytt- um í 0,5%. Hafa vextirnir núna verið óbreyttir frá því í mars árið 2009. Tveir af níu með- limum peninga- stefnunefndar töldu réttast að hækka vexti bankans um 0,25 prósent- ur í ljósi uppgangs í raunhagkerfinu. Meirihlutinn vísaði hins vegar til þess að iðnaðarframleiðsla færi minnkandi. Englandsbanki heldur stýrivöxtum óbreyttum Seðlabankastjóri Mark Carney. verslun um 3% af öllum viðskiptum á Íslandi í dag en í nágrannalöndum okkar sé þessi tala 50% hærri. „Net- verslun er sú verslun sem vex mest. Þó svo að því sé ekki spáð að hún verði meiri en 10% af allri verslun á Íslandi á næstu fimm árum eru 10% af heildarverslun gífurlega mikið.“ Verðum að grípa til aðgerða Jón Diðrik kallar eftir því að grip- ið sé í taumana sem fyrst. „Ef við bregðumst ekki nógu hratt við mun ekki byggjast upp sterk íslensk net- verslun til að keppa við þá erlendu..“ Aðspurður hvernig hægt sé að færa tekjur af netverslun til Íslands, svarar hann: „Við þurfum að beita þrýstingi á aðila eins og Netflix og gera kröfu um að þeir starfi löglega hér á landi en ekki óbeint eins og þeir eru að gera. Það geta stjórnvöld gert og hafa gert í öðrum löndum.“ Hann bendir á að Netflix starfi eðli- lega annars staðar á Norðurlöndum. Jón Diðrik er þeirrar skoðunar að setja eigi lög um netverslun, að er- lendri fyrirmynd. „Við eigum að fylgja stefnum og straumum í kring- um okkur. Í Evrópu og Bandaríkj- unum eru mjög sterk lög þannig að við þurfum ekki að finna upp hjólið.“ Netverslun færir tekjur úr landi  Fjárfestir óttast að Ísland njóti ekki góðs af netverslun Morgunblaðið/Rósa Netverslun Íslendingar kaupa í ríkum mæli vörur á netinu og láta senda heim. BAKSVIÐ Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is „Verði regluverkið ekki virkjað þannig að íslenskum lögum sé fylgt í raun, munu Íslendingar í takmörk- uðum mæli njóta tekna, viðskipta og skatttekna af aukinni netverslun,“ segir Jón Diðrik Jónsson, fjárfest- ir og fram- kvæmdastjóri Draupnis fjár- festingafélags. Hann hélt erindi á fundi Lands- bankans um fjár- festingartækifæri í verslun og þjón- ustu í gær. Að sögn Jóns Diðriks koma tvær leiðir til greina í framtíðinni eigi að takast að sporna við því að verslunin færist úr landi. Annars vegar óbreytt umhverfi þar sem lögum sé fylgt en nokkur van- höld eru á eftirfylgni með lögum. Hins vegar sér hann fyrir sér leið þar sem farið sé að evrópskum reglum um netverslun, þar sem sam- keppni innlendra og erlendra fyrir- tækja sé sterk. „Þá spila fyrirtæki eftir sömu leikreglum, óháð upp- runa. Í því felast gífurleg tækifæri fyrir neytendur og íslensk fyrirtæki sem og erlend.“ Jón Diðrik telur að hvor leiðin sem verði valin, verði verslun umbylt. „Netverslun umbyltir bæði neyt- endahegðun og þörfum. Neytendur vilja fá ríkari upplýsingar um verð, gæði og innihald.“ Samkeppnisstaðan skökk Hann segir mikilvægt að íslensk og erlend fyrirtæki sitji við sama borð. „Ef við viðhöldum óbreyttu ástandi, þar sem erlend fyrirtæki lúta ekki sömu reglum og íslensk, þá verður verslunin utan hagkerfisins. Verslunin mun stjórnast af erlend- um fyrirtækjum og vöruúrvalið verður erlent. Þá verður mjög erfitt fyrir íslensk félög að keppa við þau, þar sem þau verða að bjóða upp á innihaldslýsingar, þýðingar á þeim og skýringarmyndir eins og EES- reglur kveða á um. Þau borga líka virðisaukaskatt og tolla af vörum, sem erlendu fyrirtækin mörg hver gera ekki á Íslandi.“ Aðspurður hvort breyta þurfi ís- lenskum lögum, svarar Jón Diðrik að helsta vandamálið sé skortur á eftir- fylgni laga. „Í raun er annað hag- kerfi utan við hið almenna hagkerfi. Þó svo að netverslun sé lítill hluti af verslun í dag, getur hún haft gríðar- leg áhrif á umhverfi verslunar, skattaumhverfi og samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja. “ Jón Diðrik varar við því að Íslend- ingar muni ekki njóta ágóðans af aukinni netverslun. „Ef regluverkið verður ekki virkjað þannig að alþjóð- legum lögum verði fylgt í raun mun- um við njóta í takmörkuðum mæli tekna, viðskipta og skatttekna.“ Menn hafi sætt sig við að villta vestr- ið ríki í netverslun á Íslandi. Að sögn Jóns Diðriks nemur net- Jón Diðrik Jónsson                                     ! " #  !$% " %# $ " $ !  " %  !# ! &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5   # ! % !  !$ " $# $ %# ! %!  " %" $ !   % # " % "  !$ " $$" $ %! $   $ %" ! ! % $ %" Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn varar við nýrri fjár- málakreppu í skýrslu sinni um fjármálastöð- ugleika sem kynnt var í fyrradag. Ótt- ast sjóðurinn að viðvarandi lágir stýrivextir helstu seðlabanka heims ýti undir áhættusamar fjárfestingar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Þrátt fyrir að lágir vextir hafi stuðl- að að aukinni heildareftirspurn þá ítrekar AGS að þeir hafi einnig óæski- legar aukaverkanir á fjármálamörk- uðum. AGS varar við nýrri fjár- málakreppu AGS Christine Lagarde. ● Kaupsamningum fasteigna á höfuð- borgarsvæðinu fjölgaði um 7,2% í sept- ember frá fyrra mánuði. Fjöldi þing- lýstra kaupsamninga var 534. Samtals nam veltan í mánuðinum 18,9 milljörðum króna og var með- alupphæð á hvern kaupsamning um 35,4 milljónir króna. Mest viðskipti voru með eignir í fjölbýli, samtals 12,1 milljarður króna, en viðskipti með eignir í sérbýli voru 4,7 milljarðar. Viðskipti með aðrar eignir námu 2 milljörðum. Á milli ára fjölgaði samningum um 3,5% og velta jókst um 16,2%. Velta á fasteignamark- aði var 19 milljarðar Glæsileg vefverslun www.avon.is Dalvegi 16B, 201 Kópavogi, sími 577 2150 Fjöldi tilboða Opið á Dalvegi á laugardögum frá kl. 11-15 Áttu fullt af græjum sem liggja ótengdar? Leyfðu okkur að aðstoða! S: 444 9911 – hjalp@taeknisveitin.is – www.taeknisveitin.is Tengjum heimabíóið Setjum upp þráðlaust net Standsetjum nýju tölvuna Tengjum saman ólíkar græjur Sjónvarpsmerki í öll sjónvörpin Lagnavinna á heimilinu ...og margt, margt fleira! Hvað gerum við? TÆKNISVEITIN til þjónustu reiðubúin! Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin saman við önnur og fáum allt til að virka. Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.