Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 17
Ljósmynd/Sigfús Már Nýsköpun Heilsukoddi Huldu Sveins er eitt verkefnanna sem styrk fengu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bláa lónið Það laðar að og kveikir nýjar hugmyndir í ferðaþjónustu. skammstafað SKASS, segir Þór- anna nafngiftina vera afrakstur heilmikillar hugmyndavinnu fjölda félagskvenna. Samkvæmt íslenskri orðabók hefur orðið skass ekkert sérlega jákvæða merkingu, það merkir ýmist kvenvargur eða frek kona. „Ég held að nafnið fæli síður en svo frá. Reyndar hafa allt of mörg orð sem tákna sterkar konur yfir sér neikvæðan blæ. Því miður er búið að eyðileggja þessi orð. Það er ekkert að því að vera skass, sköss fá nefnilega heilmiklu áork- að,“ segir Þóranna. „Við erum al- veg meira en til í að bera þetta nafn.“ Strákarnir mega vera með En hvers vegna sérstakt félag fyrir konur? „Hugmyndin er að efla sérstaklega tengslanet kvenna, það hefur sýnt sig að þar er þörf á. En það er enginn sem segir að strákarnir megi ekki koma, ef þeir hafa áhuga á því.“ Þeir sem vilja vita meira um samtökin geta kynnt sér þau á vef- síðu þeirra: skass.org. „Skassið orgar. Það ætti að vera auðvelt að muna,“ segir Þóranna. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Suðurnes Atvinnuástandið þar hef- ur verið verra en annars staðar. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 Saga orkunnar, allt frá miklahvelli að nútímanum er rakin á sýn- ingunni Orkuverið jörð á Reykjanesi, sem sett var upp árið 2008 í stöðvarhúsi Reykjanesvirkjunar af HS-orku í samstarfi við fleiri aðila. Ríkharður Ibsen er framkvæmdastjóri Bláa demantsins, sem rekur sýninguna, sem er að hluta til gagnvirk. „Hingað kemur mikið af fólki frá erlendum háskólum og stofnunum,“ segir Rík- harður, spurður hverjir sæki sýninguna, og nefnir í því sambandi hópa frá Hvíta húsinu og vatnsnefnd kínverska kommúnistaflokks- ins. Yfirleitt hafi fólk hug á að kynna sér nýtingu jarðvarma, vatn og fjölnýtingu orku. „En við vinnum líka í samstarfi við grunn- og leikskóla hér á svæðinu.“ Yfir vetrartímann er eingöngu tekið á móti hópum á sýninguna, en hluti hennar er utandyra og öllum opinn. Þar má m.a.finna líkön af öllum plánetunum í sólkerfinu. Sólin sjálf er við inngang sýning- arhúsnæðisins og síðan eru reikistjörnurnar staðsettar í í hlutfalls- lega réttri fjarlægð og afstöðu þaðan. „Það gæti t.d. verið mjög skemmtilegt fyrir fjölskyldur að fara í ratleik, leita að plánetunum og fræðast um þær í leiðinni,“ segir Ríkharður. annalilja@mbl.is Orkuverið jörð og sólkerfið eins og það leggur sig eru á Reykjanesi Frá miklahvelli til dagsins í dag Ljósmynd/Orkuverið jörð Plánetur Gagnvirkur skjár leiðir gesti sýningarinnar í gegnum allar reikistjörnurnar í sólkerfi okkar. Einstein Honum og kenningum hans eru gerð skil á sýningunni Orkuverinu jörð. Mikil ásókn í vaxtarstyrkina STYRKIR HJÁLPA FRUMKVÖÐLUM VIÐ NÝSKÖPUN Mun fleiri sækja jafnan um styrki til ný- sköpunar en hægt er að verða við. Þegar vaxtarsamningur Suðurnesja auglýsti aukaúthutun í ár bárust 23 umsóknir að upphæð 38 milljónir. Úthlutað var 8 millj- ónum til 8 verkefna. Eitt þeirra snýst um aukna sjálfvirkni og bætta nýtingu við skelvinnslu. Það hlaut 950 þúsund króna styrk. Verkefnið er unnið af nemendum í Keili á Ásbrú. Þar er gróska og þar hafa fleiri hugmyndir orðið til að undanförnu. Keilir Hugmyndir kvikna oft í náminu á Ásbrú. VITINN 2014 Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni leitað að áhugaverðum vaxtarbroddum í atvinnu- lífinu um land allt. Lesendur eru hvattir til að senda blaðinu ábendingar á netfangið vitinn@mbl.is. TIL SÖLU Allar nánari upplýsingar veitir Steindór Guðmundsson, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja og skipasali Sími: 480-2901 • Fax: 482 2801 steindor@log.is • www.log.is Óskað er eftir tilboðum í Gistiheimilið Iðufell, Bláskógabyggð. Miklir möguleikar á uppbyggingu ferðaþjónustu. Um er að ræða 2,8 ha. eignarlóð, á glæsilegum stað rétt við bakka Hvítár, í þéttbýliskjarnanum Laugarási, Bláskógabyggð. Á lóðinni er 2.003,1m² húsnæði. Húsið er skráð sem gistihús, byggt 1964. Húsið er á tveimur hæðum. Neðri hæð hússins er innréttuð að hluta sem gistiheimili. Efri hæðinni er skipt niður í þrjá sali. Húsið þarfnast viðhalds og endurbóta, bæði að innan sem utan. Fyrir liggur sam- þykkt deiliskipulag þar sem m.a. er gert ráð fyrir núverandi húsi, fimm ein- býlishúsa- þremur parhúsa- og fimm raðhúsalóðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.