Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 ✝ SveinbjörgZophoníasdótt- ir fæddist á Stóru- býlu í Innra-Akra- neshreppi 2. ágúst 1931. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 30. september 2014. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ingi- björg Gísladóttir húsmóðir, f. 20. desember 1891 að Hvítanesi í Skilamanna- hreppi, d. 12. mars 1993, og Zop- honías Friðrik Sveinsson, bóndi og trésmiður, f. 2. september 1886 að Heynesi í Innra- Akra- neshreppi, d. 12. september 1963. Systkini Sveinbjargar eru Hallfríður Lára, f. 17. september 1913, d. 25. apríl 1914, Ásta Laufey, f. 1. september 1914, d. 9. apríl 1999, Soffía Friðrikka, f. 6. desember 1919, d. 5. ágúst 1985, Sigurður, f. 8. september 1922, d. 6. mars 2006, Yngvi Magnús, f. 2. ágúst 1924, d. 31. október 2009, og Kjartan Reyn- ir, f. 20. júlí 1930. Sveinbjörg eignaðist son, 1) Baldur Svein, f. 1. ágúst 1951, með Baldri Jónssyni, f. 23. mars 1933, d. 28. júlí 1951. Synir hans og Rósu Valtýsdóttur eru Baldur Ingi, sambýliskona hans er Lára Helga, f. 1. febrúar 1953, gift Karli Baldvinssyni. Sonur Láru Helgu er Eyvindur Sveinn Sólnes, kvæntur Nönnu Kristínu Jóhannsdóttur. Börn þeirra: Jón Ingi, Eyvindur Páll, Birkir Snær, og Christel María. Sonur Karls og fóstursonur Láru er Stefán Hlynur. Sveinbjörg ólst upp í Innra- Akraneshreppi til 12 ára aldurs og flutti þá í Kleppsholtið í Reykjavík og gekk í Laugarnes- skóla. Eftir það var hún eitt ár í Reykholtsskóla í Borgarfirði. Sveinbjörg vann ýmis versl- unarstörf og starfaði lengst af í húsgagnaversluninni Víði sem sölumaður og síðar versl- unarstjóri. Hún stofnaði ásamt vinkonu sinni barnafataversl- unina Fífu árið 1962. Þær ráku verslunina um nokkurt skeið eða þar til Sveinbjörg fluttist til Akraness ásamt manni sínum þegar hann varð útibússtjóri Landsbankans þar. Árið 1977 flutti fjölskyldan til Hvolsvallar þar sem Sveinn tók við sem úti- bússtjóri Landsbankans þar og voru þau þar í fimm ár. Árið 1982 flutti Sveinbjörg ásamt fjöl- skyldu sinni aftur í bæinn og fór hún þá aftur að vinna í Víði þar til verslunin hætti og fór hún þá að vinna í húsgagnaversluninni Línunni. Sveinbjörg var mjög virk í Oddfellow frá árinu 1966 og var hún í Rebekkustúku nr. 7, Þorgerði, undanfarin ár. Sveinbjörg verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju í Reykjavík í dag, 10. október 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Gerður Wendel, sonur þeirra Bene- dikt Thor. Birgir, dóttir hans Hrafn- hildur Eva, sonur Rósu og fóst- ursonur Baldurs er Kristinn Guð- mundsson, barns- móðir hans er Íris Ívarsdóttir, börn þeirra eru Ívar og María. Dóttir Írisar er Magnea Björg. Hinn 6. febr- úar 1965 giftist Sveinbjörg Sveini Elíassyni, fv. útibústjóra Landsbanka Íslands, f. 31. des- ember 1920. Foreldrar hans voru Elías Jón Pálsson og Lára Eðvarðsdóttir frá Ísafirði. Svein- björg og Sveinn eignuðust tvö börn saman, 2) Elías Jón, f. 16. apríl 1966, sambýliskona Harpa Einarsdóttir. Sonur Elíasar: Sveinn Elías, kvæntur Ósk Norð- fjörð. Börn þeirra eru Baldur Elías og Ósk. Börn Óskar: Brynj- ar Logi, Bjartur Freyr, Bekan Máni, Freyja og Brimir Snær. 3) Ingibjörg Soffía, f. 8. desember 1969, gift Baldri Jóhanni Bald- urssyni. Börn þeirra eru Svein- björg Sara, Kristófer Darri og Elías Andri. Sonur Baldurs er Davíð. Fósturdóttir Svein- bjargar, dóttir Sveins, eftirlif- andi eiginmanns hennar, er Hinn merki og djúpvitri maður Mark Twain var eitt sinn spurður að því hvernig maður ætti að ala upp börn. Hann svaraði: „Í fyrsta lagi er maður fyrirmynd, í öðru lagi er maður fyrirmynd og í þriðja lagi er maður fyrirmynd.“ Ég held að þetta sé satt og ég held að ég gæti ekki hafa haft betri fyr- irmynd en hana Sveinbjörgu móð- ur mína sem kvaddi þennan heim þann 30. september síðastliðinn. Hún skilur eftir margar góðar minningar sem reynst hafa mér gott veganesti í lífsins ólgusjó. En hvaða gildi skyldu vera mér efst í huga nú þegar ég horfi á eftir henni inn í Sumarlandið, eins og hún nefndi þann stað sem hún var sannfærð um að fara á að loknu þessu jarðlífi. Gjafmildi og hjálp- semi koma sterkt upp í hugann. Já, hún mamma var alltaf tilbúin að aðstoða mig, bæði tilfinninga- lega og fjárhagslega. Einnig sýndi mamma mér mikið umburðar- lyndi og þolinmæði sem áreiðan- lega var ekki létt verk því ég átti það til að vera mjög fyrirferða- mikill og erfiður. Hún gaf mér mikinn kærleika, hvatti mig alltaf til dáða og hjálpaði mér með hann Svenna minn en fyrir það verð ég henni ævinlega þakklátur. Elías Jón Sveinsson. Elsku mamma mín. Þá er víst komið að kveðju- stund. Ekki óraði mig fyrir því að þú myndir kveðja okkur svona fljótt eftir að þú greindist með krabbamein, aðeins tveimur mán- uðum og einni viku síðar. Reyndar óraði mig ekki fyrir því að þú feng- ir svona krabbamein þar sem þú hugsaðir alltaf svo vel um heilsuna og mataræðið hjá ykkur pabba og okkur öllum þegar ég var að alast upp. Þú varst dugleg að fara út að ganga og synda og áttum við góð- ar stundir saman í nuddpottinum í Breiðholtslauginni eftir að við vor- um búnar að fá okkur sundsprett. Þá spjölluðum við um lífið og tilveruna og nutum þess að vera saman. Meðan börnin mín voru lít- il fóru þau oft með okkur og líka stundum pabbi og nutum við þess að leika okkur þar saman. Við átt- um einstakt samband elsku mamma mín og hefur þú alltaf verið mín besta vinkona. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig og mína og finnst mér gott að ég gat verið til staðar fyrir ykkur pabba þegar þið þurfuð á því að halda. Margs er að minnast og margs er að þakka og yndislegar minningar um þig, elsku mamma mín, ylja mér og okkur öllum nú þegar þú hefur kvatt þennan heim. Ég efast ekki um að það hefur verið tekið vel á móti þér í Sumarlandinu sem við töluðum svo oft um. Þú varst einstök kona, hugsaðir svo vel um alla í kringum þig. Þú tókst Elías afa inn á heimilið ykkar pabba og hugsaðir um hann þar til hann dó. Þú fluttir til Ingibjargar ömmu til að hugsa um hana síðustu ár hennar sem varð til þess að við fengum að hafa hana lengur hjá okkur. Þú hugsaðir svo vel um hann pabba þegar hann fór að eld- ast. Þú hugsaðir svo vel um okkur systkinin, tengdabörnin og barna- börnin þín. Þú varst dugleg að rækta samband þitt við vinkonur þínar enda varstu traustur vinur og lagðir þú á það áherslu að halda góðu sambandi við fólkið þitt. Þín- ar elstu vinkonur hafa fylgt þér í yfir 60-70 ár og er slík vinátta van- fundin. Fyrir hálfu ári fluttuð þið pabbi í Árbæinn til að vera nær okkur og fá þjónustu niðri í hús- inu. Við fylgdumst með hvor ann- arri út um gluggann og drógum upp gluggatjöldin til að láta vita að við værum vaknaðar og þá gátum við hringst á. Við áttum mjög notalegar stundir, en allt of stutt- an tíma, saman í fallegu íbúðinni ykkar í Hraunbænum og þótti þér svo gott að geta farið niður í mat- inn og þurfa ekki að elda. Þú sagð- ir svo oft við mig í gengum tíðina, þriðjudagur til þrautar, og mikið getur lífið nú verið skrýtið því þú greinist á þriðjudegi, ferð á líkn- ardeildina á þriðjudegi og deyrð á þriðjudegi. Elsku mamma mín ég sakna þín og mun ég reyna að hugsa vel um hann pabba þar til hann mætir til þín í Sumarlandið. Þín dóttir, Ingibjörg Soffía. Elsku amma. Þú varst alltaf svo hlý og nota- leg. Það var alltaf gott að koma til ykkar afa. Okkur fannst best að vera hjá þér þegar við vorum veik. Það var svo góður andi hjá ykkur afa. Stundum þegar við vorum veik settir þú bjöllu á náttborðið hjá okkur og sagðir okkur að hringja ef okkur vantaði eitthvað. Þetta lýsir þér svo vel og sýnir hversu góð þú varst alltaf við okk- ur. Það var svo gaman að fara með ykkur afa í sumarbústað við Álfta- vatn og koma inn eftir langa úti- veru og finna vöffluilminn um all- an bústaðinn. Það var svo þægilegt eftir að þið afi fluttuð í Árbæinn því þá var svo stutt fyrir okkur að labba til ykkar og alltaf passaðir þú upp á að eiga gott bakkelsi handa okkur. Guð blessi þig, elsku amma, við söknum þín. Sveinbjörg Sara, Kristófer Darri og Elías Andri. Mig langar að minnast móður- systur minnar Sveinbjargar Zóp- haníasardóttur sem lést 30. sept- ember sl. á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi, eða Dennu frænku eins og hún var alltaf kölluð innan fjölskyldunnar. Elsku Denna. Ég vil þakka þér allan þann kærleika og vináttu sem þú sýndir mér og okkur öllum í fjölskyldunni. Þegar ég fer í hug- anum í gegnum lífshlaup mitt þá kemur þú ansi oft upp í huga mér og þá sérstaklega árin 1964-1966, en þá var ég tíður gestur á heimili ykkar Sveins bæði í stuttan og langan tíma bæði að Krókatúni 4 og í Landsbankahúsinu á Akra- nesi þar sem þið bjugguð um nokkurra ára skeið. Alltaf var ég velkominn til ykkar hjóna. Þegar ég kom fyrst þá bjugguð þið Sveinn og dóttir Sveins, Lára Helga, svo bættist í hópinn Elías og Ingibjörg, en Baldur sonur þinn var hjá ömmu á Kambsvegi 11 í Reykjavík. Einnig er mér minnisstætt þegar þú varst að heimsækja systur þína og okkur út í Eyjar. Þá var yfirleitt fjör og mér er sérstaklega minnistætt þegar þú komst með Svein í fyrsta skiptið út í Eyjar. Okkur systkinum fannst það hálf skrýtið að Denna frænka ætti orðið mann. Þú varst alltaf hörkudugleg, varst lengi verslun- arstjóri í Trésmiðjunni Víði á Laugavegi 166 (RSK í dag). Síðan rakst þú þitt eigið fyrirtæki ásamt vinkonu þinni Ninnu, Verslunina Fífu, og ég held að ég fari rétt með að alltaf þegar maður var í Reykja- víkinni þá var litið við í þessum tveim fyrirtækjum. Þú varst alltaf mikill Akurnesingur, fædd að Stórubýlu í Innri Akraneshreppi og þar voru þínar æskuslóðir með afa og ömmu og systkinum. Þegar ég lít til baka þá eru nú þegar búin að kveðja þetta líf Ásta, sem var elst, mamma, Soffía næstelst, Siggi og Yngvi og nú þú sem varst yngst. Aðeins Kjartan er eftir sem er næstyngstur og orðinn frekar slappur til heilsunn- ar. Þið systkinin voruð alin upp í trú og kærleika og þannig var eins hjá ykkur Sveini. Trú, von og kær- leikur. Þið Sveinn voruð í Oddfellow- reglunni og voruð eins og oft er sagt miklir Oddfellowar. Þú varst svo stolt þegar ég var hjá þér fimmtudaginn 25. september sl. á Líknardeildinni sem var gjöf Odd- fellowa, og þú sagðir við mig: þetta gáfum við Oddfellowar, hér hellti ég upp á kaffi þegar verið var að vinna í þessari byggingu. Elsku Denna frænka, ég er svo þakklátur fyrir öll árin sem ég hef þekkt þig og sérstaklega fyrir bænastundina sem við áttum sam- an bara tvö í kyrrðinni á Líknar- deildinni þann 25. september, þeirri bæn mun ég aldrei gleyma, þar sem við þökkuðum Guði fyrir lífið og alla hans blessun og náð. Ég heimsótti þig aftur morgun- inn 30. september en þá var þessu lífi að ljúka hjá þér og þar kvaddi ég þig. En ég veit líka að þú ert komin heim í dýrðina og það var örugglega tekið vel á móti þér af afa og ömmu og systkinum og í trausti trúar minnar á þann sem öllu ræður og stjórnar, drottin vorn Jesú Krist, veit ég að við hitt- umst síðar. Elsku Sveinn, Lára Helga, Baldur, Elías, Ingibjörg, tengda- börn og barnabörn, ég veit að söknuður ykkar er mikilli og ég bið góðan Guð um að styrkja ykk- ur og varðveita. Friðrik Ingi Óskarsson. Í dag er ég að kveðja frænku mína, hana Dennu, eins og hún var alltaf kölluð. Ég ber ómælda virð- ingu fyrir henni, hún var og verður mín fyrirmynd. Ég hugsaði svo oft að ég vildi vera eins og Denna, æðrulaus, alltaf til staðar fyrir aðra, hjartahlý og góð. Denna mín, þú varst alltaf tilbúin að veita öðr- um aðstoð sem sannaðist best á því hvernig þú hugsaðir um ömmu til dauðadags og hvernig þú annaðist Svein, eftirlifandi mann þinn, þar sinntir þú óeigingjörnu starfi. Ég á svo góðar minningar frá liðnum sumrum þegar þið hjónin komuð upp í sumarbústað og dvölduð hjá okkur daglangt. Eitt skiptið komst þú og varst hjá mér á afmælisdeginum þínum. Það var mér mikill heiður. Síðustu daga hefur hugurinn verið fullur af minningum. Það er svo ótalmargt sem ég get sagt um samverustundir okkar, elsku Denna mín. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir stundina sem við átt- um saman áður en þú kvaddir þennan heim. Við vorum svo glaðar og hlógum að endurminningum okkar en ég ætla að eiga það fyrir mig. Í bókinni um kærleikann er lítið vers sem fær mig til að hugsa um þig. Dýrð lífsins er að elska, ekki að vera elskuð, Að þjóna, ekki að láta þjóna okkur. að vera öðrum styrk hönd í myrkri þegar neyðin kallar, vera náunganum stoð og stytta þegar kjarkurinn bilar, það er að þekkja dýrð lífsins. (Michael Ramsey erkibiskup) Stórt er skarðið fyrir eigin- mann þinn og börn, að þú skulir ekki lengur vera þátttakandi í þeirra daglega lífi. Eins og fyrir þig, Ingibjörg mín, þið áttuð svo margar einlægar stundir. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur öllum okkar dýpstu samúð. Sigfríður I. Sigurðardóttir (Siffa). Elsku Denna. Við kveðjum þig með þessu ljóði sem lýsir þér svo vel. Við kveðjum þig með tregans þunga tár sem tryggð og kærleik veittir liðin ár. Þín fórnarlund var fagurt ævistarf og frá þér eigum við hinn dýra arf. Móðir, dóttir, minningin um þig er mynd af því sem ástin lagði á sig. (Guðrún Jóhannsdóttir) Saknaðarkveðjur, Ingibjörg Sigurþórsdóttir (Bugga), Ágúst Ingi Eyjólfs- son og fjölskylda. Sveinbjörg Zophoníasdóttir ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLÍNA G. STEFÁNSDÓTTIR, Víðilundi 24, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 6. október. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 13. október kl. 13.30. Einar Þ. Hjaltalín Árnason, Ásgerður Jónsdóttir, Kjartan Hauksson, Jóhanna Rósa Jónsdóttir, Ríkarður Guðjónsson, Þórlaug Einarsdóttir, Jón Stefán Hjaltalín Einarsson, Lorena Nicoleta Zamfir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, JÓHANNA JÓHANNESDÓTTIR frá Brekkum í Mýrdal, lést að kvöldi mánudagsins 6. október á dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík. Jarðsett verður frá Skeiðflatarkirkju í Mýrdal laugardaginn 18. október kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Skeiðflatarkirkju. Fyrir hönd aðstandenda, Auðbert Vigfússon. ✝ Faðir minn og bróðir okkar, PÉTUR ÞORVALDSSON, Bakkavegi 5, Hnífsdal, lést mánudaginn 6. október. Hann verður jarðsunginn frá Hnífsdalskapellu laugardaginn 11. október kl. 14.00. Hulda Pétursdóttir, systkini og aðrir aðstandendur. ✝ SigurbjörgNielsen fæddist í Reykjavík 18. febrúar 1930. Hún lést á Landspít- alanum viðHring- braut 5. október 2014. Foreldrar henn- ar voru Dagmar Kristín Nielsen, fædd Hansen 6.8. 1908, d. 9.3. 1966, og Olaf Peter Nielsen, f. 24.1. 1895, d. 24.4. 1973. Sigurbjörg átti einn bróður, Aage, f. 1927, d. 1992, kvæntur Stellu Magn- úsdóttur. Sigurbjörg giftist Braga Jakobssyni, f. 7.5. 1931, d. 21.6. 1996, 10.5. 1952. For- eldrar hans voru Guðveig Magn- urbæ Reykjavíkur og bjó í Reykjavík allt til ársins 1966, en þá fluttu þau Bragi á Seltjarn- arnes og hefur hún búið þar alla tíð síðan. Sigurbjörg tók þátt í ýmsu félagsstarfi. Hún var virk í skátastarfi á sínum yngri árum og þau hjónin höfðu gaman af útivist og ferðalögum, bæði inn- anlands og utan og hélt hún þeim áfram að eftir að Bragi féll frá. Hún stundaði alla tíð lík- amsrækt, svo sem leikfimi og sund og einnig golf á seinni ár- um. Sigurbjörg hóf starfsferil sinn hjá breska sendiráðinu en vann lengstan sinn starfsaldur hjá sendiráði Bandaríkjanna, eða í yfir 40 ár, og þar eignaðist hún góða vini og félaga bæði ís- lenska og bandaríska. Útför Sigurbjargar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 10. október 2014, og hefst athöfnin kl. 13. úsdóttir, f. 1899, d. 1990, og Jakob Magnússon, f. 1899, d. 1982. Sigurbjörg og Bragi eignuðust eina dóttur, Mar- gréti, f. 1952, gift Hjalta Val Helga- syni, f. 1949, og eiga þau þrjár dæt- ur, en þær eru: 1) Sigurbjörg Dag- mar Hjaltadóttir, gift Jóni Sigurði Ingasyni. Sig- urbjörg á tvo syni, Braga Þór og Kára Frey. 2) Ingunn Anna Hjaltadóttir, gift Tryggva Steini Helgasyni. 3) Hildur Vala Hjaltadóttir, unnusti hennar er Einar Örn Hannesson. Sigurbjörg ólst upp í Vest- Megi lífsins vegur von þér gefa, hver varða sýna þér að þú munt rata ljóssins leið án efa, þá leið sem fegurst er. Megi dagsins birta frið þér færa og faðma hvert eitt sinn, megi ávallt lífsins ljósið skæra leiða huga þinn. Megi sólin eilíft á þig skína, sem ást um himingeim. Megi innra ljós þér lífið sýna og lýsa veginn heim. (Kristján Hreinsson) Okkar elsku Sibba. Með inni- legu þakklæti fyrir samfylgdina á lífsleiðinni og hjartahlýjar minn- ingar frá jólahátíðum barnæsk- unnar. Okkar innilegustu samúð- arkveðjur til Margrétar, Hjalta og fjölskyldu. Vertu guði falin. Stella, Ólafur Pétur, Agnar Þór, Díana María og fjölskyldur. Sigurbjörg Nielsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.