Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 35
KR í öllum aldursflokkum, lék með m.fl. KR um árabil, var Íslandsmeist- ari með m.fl. KR 1959, 1961, 1963, 1965 og 1968, og bikarmeistari 1960, 1961, 1962, 1963, 1964, 1966 og 1967, er markahæsti KR-ingur frá stofnun félagsins, lék 23 landsleiki 1959-70, var sæmdur titlinum knattspyrnu- maður ársins, 1965, 1969, 1970 og 1971, sat í stjórn knattspyrnudeildar KR 1960-69 og var formaður síðustu tvö árin. Hann var sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu, er heiðursformaður KSÍ og heiðurs- forseti ÍSÍ. En hvernig tekur Ellert því að vera orðinn 75 ára? „Ég tek aldrinum og framtíðinni opnum örmum á meðan ég er hraust- ur og umvafinn fólkinu mínu. Ég á sjö börn, ellefu barnabörn og eitt langafabarn sem öll eru heilbrigð og atorkusöm. Svo er Ágústa mín ynd- isleg eiginkona og félagi. Ég segi stundum að lífið sé sífelldur kapp- leikur og ég nýt leiksins til fulls - líka í seinni hálfleik.“ En hvað ertu að bardúsa núna? „Núna er ég að lesa heimspeki við HÍ og er sprækur í golfinu og gimm- inu. Á afmælisdaginn ætla ég að fara 18 holu hring í sól og blíðu erlendis. Það verður mín afmælisveisla.“ Fjölskylda Eiginkona Ellerts er Ágústa Jó- hannsdóttir, f. 25.10. 1957, fram- haldsskólakennari, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. Börn Ellerts og fyrri konu hans, Önnu Guðlaugar Ásgeirsdóttur, eru Ásdís Björg, f. 30.5. 1963, kennari og flugfreyja; Arna, f. 15.3. 1968, félags- fræðingur og framkvæmdastjóri; Al- dís Brynja, f. 5.5. 1969, leiðsögu- maður, og Höskuldur Kári, f. 21.2. 1972, fréttamaður á Stöð 2. Sonur Ellerts og Ásdísar Þórðar- dóttur, er Arnar Þór Jónsson, f. 2.5. 1971, lögfræðingur. Börn Ellerts og Ágústu eru Eva Þorbjörg, f. 23.3. 1990, nemi við HÍ, og Ellert Björgvin, f. 5.12. 1991, nemi við HÍ. Systkini Ellerts: Bryndís, f. 9.7. 1938, fyrrverandi sendiherrafrú; Margrét, f. 18.1. 1943, sjúkraliði; Björgvin, f. 6.6. 1945, kerfisfræð- ingur; Magdalena, f. 11.8. 1948, d. 10.7. 1993, heimspekingur og blaða- kona; Ólafur Magnús, f. 25.5. 1950, framkvæmdastjóri, og Anna Helga, f. 25.9. 1957, vinnur í veitingaþjónstu. Foreldrar Ellerts voru Björgvin Ellertsson Schram, f. 3.10. 1912, d. 24.3. 2001, stórkaupmaður og for- maður KSÍ, og Aldís Þorbjörg Brynj- ólfsdóttir, f. 23.3. 1918, d. 5.5. 1991, húsfreyja. Úr frændgarði Ellerts B. Schram Ellert B. Schram Aldís Helgadóttir húsfr. í Litlalandi, af Bergsætt Margrét Magnúsdóttir húsfreyja í Rvík Brynjólfur Jónsson sjóm. í Rvík Aldís Þorbjörg Brynjólfsdóttir húsfreyja í Rvík Þorbjörg Nikulásdóttir húsfr. í Klauf, systir Jóns, langafa Magn- úsar L. Sveinssonar, fyrrv. form. VR Jón Brynjólfsson b. í Klauf í Landeyjum Grímur Valdimarsson forstj. Valdimar Grímsson fyrrv. handboltakempa Herdís Maja Brynjólfsdóttir húsfr. í Rvík Herdís Magnúsdóttir kennari í Rvík Magnús Helgason gjaldkeri í Rvík Magnús H. Magnússon ráðherra Páll Magnússon fyrrv. útvarpsstjóri Jónína Vigdís Schram læknaritari í Rvík Kristján Schram skipstj. í Rvík Karl Schram verslunarm. í Rvík Hrafnhildur Schram listfræðingur Gunnar Schram símstöðvarstj. á Akureyri Margrét Gestsdóttir húsfreyja í Rvík Árni Hannesson fræðim. í Rvík Magdalena Árnadóttir húsfreyja í Rvík Ellert K. Schram skipstj. í Rvík Björgvin Schram stórkaupm. og form. KSÍ, í Rvík Hallbjörg Guðmundsdóttir húsfr. í Innri- Njarðvík Kristján Schram timbursmiður í Innri-Njarðvík Lára Margrét Ragnarsd. alþm. Gunnar G. Schram lagaprófessor Ásta K. Ragnarsdóttir framkv.stj. Margrét G. Schram kennari Guðrún L Magnúsd. húsfr. á Litlalandi Magnús Jónss. b. í Lágum í Ölfusi Jón Magnúss. húsgagnasm. Í Rvík Kristjana Jónsd. húsfreyja í Rvík Garðar Cortes óperu- söngvari og fyrrv. óperustj. Garðar Thor Cortes óperu- söngvari Magnús Magnússon b. í Litlalandi í Ölfusi, af Bergsætt, bróðursonur Jórunnar, langömmu Steindórs bílakóngs, afa Geirs Haarde fyrrv. forsætisráðherra Gunnar Helgason leikari Hallgrímur Helgason rithöfundur Út að ganga Ellert og Ágústa. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ,fæddist í Reykjavík 10.10.1928 og ólst þar upp. For- eldrar hans voru Björn G. Jónsson, kaupmaður í Reykjavík, og Ingi- björg Sveinsdóttir húsfreyja. Björn var sonur Jóns Björnssonar skipasmiðs, bróðursonar Valgerðar, ömmu Vals Gíslasonar leikara. Ingi- björg var systir Hallgríms Sveins- sonar á Hálsi í Eyrarsveit, föður Sveins, skólastjóra Bændaskólans á Hvanneyri. Annar bróðir Ingibjarg- ar var Jón Sveinsson, afi Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur prófessors. Sveinn var bróðir Guðmundar Inga Björnssonar forstjóra. Fyrri kona Sveins var Áslaug Jónsdóttir sem lést 1960, og eign- uðust þau tvö börn, Björn Inga jarð- skjálftaverkfræðing, og Margréti Jónu, húsfreyju í Bandaríkjunum. Seinni kona Sveins var Ragnheið- ur Guðrún Thorsteinsson, versl- unarmaður og aðalbókari sem lést 2002, og eru synir þeirra Geir, hand- boltaþjálfari hjá Magdeburg í Þýskalandi, og Sveinn sjúkraþjálfari í Reykjavík. Sveinn lauk prófi frá Samvinnu- skólanum 1947, var framkvæmda- stjóri Trípólíbíós 1946-54 og var síð- an kaupmaður í Reykjavík frá 1954. Sveinn sat í stjórn Tónlistar- félagsins frá 1970, í stjórn Kaup- mannasamtaka Íslands í áratug og var formaður Skókaupmannafélags- ins í 12 ár. Hann sat í aðalstjórn KR í aldarfjórðung, var varaformaður KR í fimmtán ár, og formaður hús- stjórnar. Sveinn var formaður Íþróttaráðs Reykjavíkur í fjögur ár, sat í stjórn íþróttanefndar ríkisins og Félags- heimilasjóðs, sat í stjórn ÍSÍ frá 1962, var varaforseti 1970-80 og for- seti ÍSÍ 1980-91. Sveinn var auk þess varaformaður Ólympíunefndar Íslands frá 1973 og aðalfararstjóri á Ólympíuleikana í Montreal 1976, Moskvu 1980, Los Angeles 1984 og Seoul 1988. Þá sat Sveinn í stjórn Landsmálafélagsins Varðar í 20 ár, var þar formaður og varaborgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík 1974-82. Sveinn lést 16.9. 1991. Merkir Íslendingar Sveinn Björnsson 95 ára Guðrún Helgadóttir 90 ára Hjalti Kristjánsson 85 ára Steinar Haraldsson 80 ára Arnfríður Stefánsdóttir Berta Snorradóttir Hanna Júlía Hannesdóttir Hilmar Magnússon Jóna Hjaltadóttir Katla Kristín Ólafsdóttir 75 ára Birgir Ágústsson Edda Flygenring Ellert Schram Jónína Garðarsdóttir Steindór Einarsson Zofia Barbara Tutaj 70 ára Auðbjörg Árnadóttir Erlinda Ramil Opina Guðrún Númadóttir Jóhann Peter Andersen Magnea Grímsdóttir Þórunn Ólafsdóttir 60 ára Baldvin Stefánsson Haraldur Friðbergsson Helga María Arnarsdóttir Jóhann Elí Guðjónsson Páll Guðjón Valdimarsson Rannveig S. Vernharðsdóttir Sighvatur Arnarsson Sigrún Júdit Guðlaugsdóttir Snjólaug Soffía Óskarsdóttir Zibgniew Karczwicz 50 ára Anna Björg Ketilsdóttir Bjarney Ingimunda Bjarnadóttir Björg Kristinsdóttir Jónas Jónatansson Kolbeinn Jósepsson Sigtryggur Sigtryggsson Svanbjörg H. Einarsdóttir Van Nhang Nguyen 40 ára Atli Hörður Bjarnason Ásbjörg Magnúsdóttir Eva Guðbrandsdóttir Eysteinn Skarphéðinsson Hulddís H. Guðbrandsdóttir María Björg Tamimi Ragnheiður Jónsdóttir Sigrún Þorvaldsdóttir Steingrímur Þór Ólafsson Vaidas Gudinas Örn Steinar Arnarson 30 ára Agnar Guðni Guðmundsson Árni Gísli Brynleifsson Árni Tómas Árnason Dagný Gylfadóttir Daníel Ingi Þórisson Emilia Teresa Orlita Jónas Randver Haraldsson Juliana Dias Coelho Kristín Hrund Kjartansdóttir Sandra Cristina Canico Canico Signý Höskuldsdóttir Sigríður Ásta Z. Friðriksdóttir Stefán Pedro Cabrera Svavar Freyr Ástvaldsson Þóra Katrín Kristinsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Þóra Katrín ólst upp í Kópavogi og býr þar, lauk BS-prófum í fjár- málaverkfræði og efna- fræði og stundar nú fram- haldsnám í efnafræði við HÍ. Maki: Jón Guðfinnsson, f. 1972, vörustjóri hjá ACT. Dætur: Laufey Rós, f. 2009; Lilja Karen, f. 2012. Foreldrar: Kristinn Guð- jónsson, f. 1947, og Guð- rún Ólöf Sveinsdóttir, f. 1951. Þóra Katrín Kristinsdóttir 30 ára Árni Gísli ólst upp í Dalsmynni í Hjaltadal, býr í Reykjanesbæ, er húsasmiður og starfar hjá Bílaleigu Akureyrar. Maki: Heiða Björk Jó- hannsdóttir, f. 1988, hjúkrunarfræðingur. Börn: Louisa Lind, f. 2006, og Ingólfur Snær, f. 2013. Foreldrar: Brynleifur Sig- laugsson, f. 1953, og Anna Árnína Stef- ánsdóttir, f. 1953. Árni Gísli Brynleifsson 30 ára Kristín Hrund ólst upp á Akureyri, býr þar og stundar nám í líftækni við HA. Maki: Leifur Sigurðsson, f. 1978, pípulagninga- maður. Bróðir: Guðmundur Árni Kjartansson, f. 1981. Foreldrar: Kjartan Guð- mundsson, f. 1956, húsa- smiður og verslunar- maður hjá BYKO, og Guðfinna Ásgrímsdóttir, f. 1955, skólaliði. Kristín Hrund Kjartansdóttir Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver www. .is Velkomin á nýjan vef Bakarameistarans Nú getur þú pantað Tertur, Brauðmeti og bakkelsi Veislu og fundarpakka og margt fleira í vefverslunni okkar . .. . .. . ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.