Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 Benedikta Br. Alexandersdóttir benedikta@mbl.is Hljómsveitin Samaris heldur út- gáfutónleika vegna nýjustu plötu sinnar, Silkidranga, í kvöld kl. 22, í Þjóðleikhúskjallaranum. Platan kom út í byrjun sumars og hefur tríóið, Áslaug Rún Magnúsdóttir (klarínett), Jófríður Ákadóttir (söngur) og Þórður Kári Stein- þórsson (forritun), verið á faralds- fæti við að kynna plötuna erlendis. Við kynningu á plötunni fór hljóm- sveitin víða um Evrópu. Þá fóru þau m.a. í tónleikaferð um Írland og spiluðu á hinum ýmsu tónlist- arhátíðum, þar á meðal Hróars- keldu í Danmörku, Green Man í Englandi, Southside og Hurricane í Þýskalandi, Best kept Secret í Hol- landi og Longitude á Írlandi. Sköpuðu sér strax sérstöðu Tríóið vakti fyrst athygli með sigri á Músíktilraunum árið 2011 og skapaði sér strax sérstöðu með einkennandi stíl en hljómsveitin blandar saman framúrstefnulegum töktum við reikulan klarínettuleik og söng Jófríðar. Tónlistin er því eins konar afbrigði tripp-hopps tí- unda áratugarins með áhrifum dub step og annarra nýrra stefna. Text- ana sækja þau svo í klassísk ljóð en textar Steingríms Thorsteinssonar eru í uppáhaldi hljómsveitarinnar, að sögn Áslaugar Rúnar Magn- úsdóttur, eins meðlima Samaris. Silkidrangar eru fyrsta breið- skífa hljómsveitarinnar í fullri lengd en hún er unnin í samvinnu við upptökustjórann og raftónlist- armanninn Oculus. Á plötunni er að finna níu lög sem vinna saman og mynda eina heild að sögn Ás- laugar Rúnar. „Við eyddum miklum tíma í smá- atriði við gerð plötunnar og hugs- uðum hana alveg í gegn til þess að lögin pössuðu sem best saman og mynduðu eina heild. Hún var því talsvert langan tíma í undirbún- ingi,“ segir Áslaug Rún en plötuna voru þau um það bil ár að gera. Þá segir hún að ferlið við að gera plöt- una hafi verið erfitt en skemmti- legt og einstaklega lærdómsríkt fyrir meðlimi sveitarinnar. Ljóð sem þarf ekki að skilja Textar Silkidranga eru, líkt og textar fyrri skífu sveitarinnar, Samaris, úr klassískum ljóðum ís- lenskra skálda. Á nýju plötunni er mikið af andstæðum í textunum en þeir fjalla margir um náttúruna og yfirnáttúrulegar verur. Áslaug Rún segir hljómsveitina velja fallega texta sem þeim finnst hljóma vel. „Við skiljum ekki alltaf textana strax, stundum þurfum við að lesa þá margoft til þess vita um hvað ljóðin eru, en orðin hljóma stund- um svo fallega að við þurfum ekki að skilja þau,“ segir Áslaug Rún. Tríóið er spennt fyrir útgáfu- tónleikunum á morgun og eiga áhorfendur von á sjónrænni upp- lifun, að sögn Áslaugar Rúnar. Næst kemur sveitin svo fram á Airwaves-tónlistarhátíðinni sem verður haldin 5.-9. nóvember. Þetta verður í fjórða skipti sem hljóm- sveitin kemur fram á Airwaves en Áslaug Rún spilaði ekki með sveit- inni í fyrra og er tilhlökkunin fyrir hátíðinni því mikil hjá sveitinni í ár. Útgáfutónleikarnir fara fram annað kvöld og verður húsið opnað kl. 21, en hljómsveitin Gervisykur sér um upphitun fyrir sveitina. Miðasala fer fram á Midi.is. „Skiljum ekki alltaf textana“  Samaris heldur upp á útgáfu breiðskífu sinnar Silkidranga með tónleikum í kvöld  Platan var lengi í undirbúningi, að sögn eins hljómsveitarmeðlims Einstök Hljómsveitina skipa Áslaug Rún Magnúsdóttir, Jófríður Ákadóttir og Þórður Kári Steinþórsson. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Þetta er miklu umfangsmeiri dag- skrá en við höfum getað boðið upp á áður,“ segir Tinna Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri Mýrarinnar, barna- og unglingabókmenntahátíðar sem stendur yfir í Norræna húsinu um helgina. „Við erum til að mynda með fimm ókeypis málstofur sem rithöfundar sitja en þær málstofur verða fræði- legs eðlis. Svo verðum við líka með heilt málþing, það fer heill dagur undir það. Við verðum síðan með upplestra og smiðjur fyrir börn og fjölskyldur um helgina,“ segir hún. „Við fáum inn miklu fleiri höfunda í ár og við ákváðum að gera barna- og unglingabókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs hátt undir höfði. Þau voru veitt í fyrsta sinn í fyrra og við vildum gera eitthvað til að vekja athygli á þeim og gleðjast yfir þess- um nýju verðlaunum. Við buðum því öllum sem eru tilnefndir 2014 á há- tíðina. Við verðum því með úrvalslið höfunda frá Norðurlöndunum í ár,“ segir hún. Mikið af erlendum gestum „Á laugardaginn erum við líka með málstofu sem heitir Tabú og tíð- arandi þar sem farið verður í mis- munandi tabú innan barnabók- mennta á ýmsum tímum. Á sama tíma verðum við einnig með mál- stofu sem heitir Um dauðann í barnabókum, sem kemur náttúrlega aðeins inn á sama svið, en þar er lögð áhersla á dauðann. Svo verður hin danska Dorte Karrebæk með smiðju á sunnudaginn klukkan tólf. Hún er einn alfremsti myndskreytir Dana í dag. Það er einstakt tækifæri fyrir foreldra til að koma með krakkana sína í vinnusmiðju hjá myndhöfundi sem börn og foreldrar geta tekið þátt í saman. Svo er einn- ig stór sýning í Norræna húsinu sem var opnuð um síðustu helgi og stend- ur í sjö vikur. Hún hefur verið mjög fjölsótt,“ segir hún. Í dag er auk þess málþing sem ber nafnið Fram- tíðin í barnabókmenntum þar sem Nina Goga og Anette Öster koma meðal annars fram. „Það koma yfir þrjátíu erlendir gestir á hátíðina, til að mynda blaða- menn og fræðimenn þótt megnið sé rithöfundar og myndlistarmenn. Það er mjög gaman að geta fengið þetta fólk til landsins. Þetta er fólk sem er í fremstu röð á sínu sviði,“ segir Tinna að lokum. Tekist á við tabú  Bókmenntahátíð í Norræna húsinu Morgunblaðið/Eva Björk Ægisdóttir Hátíð Tinna Ásgeirsdóttir er verkefnastjóri Mýrarinnar, barna- og ung- lingabókmenntahátíðar sem stendur yfir í Norræna húsinu um helgina. Tónleikarnir Syngdu mig heim verða haldnir í Lang- holtskirkju í Reykjavík í kvöld kl. 20, í til- efni þess að á þessu ári eru 100 ár liðin frá fæð- ingu skáldsins og söngvarans þjóðkunna Jóns frá Ljárskógum. Jón var einn vinsæl- asti tónlistarmaður landsins í sinni tíð, en auk þess þótti hann fært skáld og eftir hann liggja tvær ljóðabækur og eitt söngljóðasafn. Að tónleikunum stendur einvala lið tónlistarmanna sem flytja mörg þekktustu laga Jóns, þ. á m. nokkur lög sem MA-kvartettinn gerði fræg og heyrast nú í upprunalegri út- sendingu kvartettsins í fyrsta skipti í 70 ár. Á tónleikunum gefst áhorf- endum því færi á að upplifa þá miklu sönggleði og sönggrósku sem ríkti á Íslandi, árin fyrir seinna stíð, líkt og segir í tilkynningu. Flytj- endur á tónleikunum eru Una Dóra Þorbjörnsdóttir, Unnur Birna Björnsdóttir, Guðmundur Dav- íðsson, Sigurður Helgi Oddsson, Kvartettinn Emma og Karlakór Reykjavíkur. Sönggleði og sönggróska Jón frá Ljárskógum Hádegistónleikaröð Laugarnes- kirkju, Á ljúfum nótum, heldur áfram en á morgun, föstudag, stíga Þórunn Harðardóttir víóluleikari, og Jane Ade píanóleikari á svið og flytja Sónötu nr. 1 í f-moll eftir þýska tónskáldið Jóhannes Brahms. Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og taka um hálfa klukkustund. Flytja ljúfa tóna í Laugarneskirkju Ljúft Þórunn Harðardóttir og Jane Ade flytja sónötu eftir Brahms. Morgunblaðið gefur út sérblað Vertu viðbúin vetrinum föstudaginn 17. október Vertu viðbúinn vetrinum –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 13. október. SÉRBLAÐ Vetrarklæðnaður • Snyrtivörur • Ferðalög erlendis Vetrarferðir innanlands • Skemmtilegar bækur Námskeið og tómstundir • Hreyfing og heilsurækt Bíllinn • Leikhús, tónleikar. • Skíðasvæðin hérlendis Mataruppskriftir • Ásamt fullt af öðru spennandi efni!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.