Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 11
Engin smásmíði Í Kína finnast risavaxin útskurðarverk. Hér er Jón við ofvaxna skepnu, skorna út í tré. ég póst í júní þar sem mér var boðið aftur til Kína, núna til að taka þátt í þessari keppni sem verður núna í október í borginni Dongyang sem er rétt hjá Sjanghæ.“ Jón segir að það sé rótgróin hefð fyrir þessari keppni en hingað til hafi hún einvörð- ungu verið fyrir Kínverja, svo þetta er í fyrsta sinn sem öðrum þjóðum er boðið að taka þátt. „Tuttugu Kín- verjar taka þátt og jafn- margir erlendir gestir. Þetta verður sex daga vinna, frá átta á morgnana til fimm á daginn, en síðan verða hátíðahöld í tíu daga á eftir. Þetta verður rosa- lega gaman og ég ætla að sjálf- sögðu að gera mitt besta, ein- hver verður að vinna þessi verðlaun,“ segir Jón og hlær, en bætir við að þetta sé stórt tækifæri fyrir hann og allt sé borgað fyrir hann, rétt eins og þegar hann tók þátt í sýn- ingunni í vor. Vilja ný áhrif Jón segir að Kínverjar hampi sínum tréskurð- armönnum mjög, því þar sé útskurður ævaforn hefð og list- grein sem nýtur mikillar virðingar. „Oft er talað um að allt sé stórt í Ameríku en þarna í Kína er þetta risavaxið, útskurðarverk sem þekja heilu veggina og ekkert til sparað. Ég fór til dæmis í moll sem var á sjö hæðum og nokkur þúsund fermetrar, allt undir út- skurð. Kínverjarnir vilja fá erlent útskurðarfólk til að víkka út þessa listgrein, því hefðin er svo inn- stimpluð í þá, þeir vilja að heima- menn brjótist út úr ákveðnum munstrum.“ Þar sem einungis 20 alþjóðlegum listamönnum er boðið að taka þátt í útskurðarkeppninni, er Jón að vonum ánægður og stolt- ur að keppa fyrir Íslands hönd. Dómari Eitt verka Jóns. Heimasíða Jóns: jonadolf.com Nánar um alþjóðlega skógrækt- ardaginn: worldwoodday.org DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 Sólin gægist inn umgluggann. Ég heyri ílæknum trítla niðurbrekkuna við hlið hússins. Fuglarnir syngja sína fegurstu tóna. Ilmurinn af grasinu fyllir öll mín vit. Já, svona leið mér þegar ég vaknaði í morgun. Þið gætuð haldið að ég hefði vaknað úti í sveit um hásumar. Raunin er hins vegar sú að ég vaknaði í Breiðholt- inu um miðjan október. Nýlega flutti ég aftur í Selja- hverfið þar sem ég ólst upp. Ég var að vísu ekki búin að búa nema í 1 ár á öðrum stað, og það í miðbæ Reykjavíkur. Fyrir út- hverfatúttu eins og mig fylgdi því ákveðin tortryggni að flytja í miðbæinn. Ég var búin að ímynda mér svefnleysi sökum hávaða, stanslausa bílatraffík og dauðadrukkið fólk í bak- garðinum. Ári síðar var ég hins vegar dregin nauðug út úr íbúðinni á Ásvallagötu því mér var farið að líka svo vel við miðbæinn. Fyrir skemmstu fengum við kærastan mín svo boð um það að sleppa við að borga himinháa leigu og búa frekar í húsi móður minnar sem annars stendur autt. Þar sem við vorum farnar að sjá fram á að vera fastar á leigumarkaðnum að eilífu stukkum við á tækifærið með gróðaglott á andlit- inu. Sjö ára gamli snáð- inn á heimilinu var al- sæll með ákvörðunina og fannst stórmerkilegt að vera að flytja í Breið- holtið. Til að byrja með var það frekar stór biti að kyngja að við gætum ekki labbað í bæinn. Við sáum fram á rándýrar leigubílaferðir mörgum sinnum í mánuði og vorum farnar að end- urmeta allan gróðann sem við hlytum út úr flutningunum. Við er- um þó ekki meiri djammarar en það að við höfum einu sinni tekið leigubíl heim síðan við fluttum inn fyrir næstum því tveimur mán- uðum. Það er nefnilega eitthvað sem gerist þegar maður flytur (aftur) í úthverfi. Ein- hvers konar ró leggst yfir mann og skyndi- lega vill maður eyða öllum sínum frítíma heima hjá sér. Á síðustu tveimur mánuðum hef ég til dæmis horft á 7 seríur af Fri- ends og kúrt meira en ég hélt að væri eðli- legt fyrir mann- eskju. Snáðinn fer út með vinum sínum, veiðir síli í læknum og elskar frelsið sem því fylgir að búa ekki við hlið- ina á Hringbraut- inni. Enginn hefur áhyggjur af neinu og allir eru ham- ingjusamir. »Það er nefnilega eitt-hvað sem gerist þegar maður flytur í úthverfi. Ein- hvers konar ró leggst yfir mann. HeimurIngileifar Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is www.volkswagen.is Snjall-Caddy kostar aðeins frá 3.250.000 kr. (2.589.641 kr. án vsk) Volkswagen Caddy Snjallari kynslóð atvinnubíla Atvinnubílar Söluaðilar: HEKLA Reykjavík · Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði VW SNJALL-BÍLL Aukabúnaður Snjall-Caddy • Þráðlaust símkerfi • Fjarlægðarskynjarar að aftan • Stigalúga* • Tveir fjarstýringarlyklar • Fjarstýrð Webasto olíumiðstöð með snjallsímabúnaði • Sjúkrapúði • Hraðastillir (Cruise Control) Íslenskir atvinnurekendur vita að þegar þarf að kljást við misjafnar íslenskar aðstæður er þýskt hugvit snjallasti mótleikurinn. Það er því engin furða að Volkswagen Caddy hefur verið mest seldi atvinnubíll á Íslandi undanfarin ár. Nýjasta útfærslan af Caddy er sú snjallasta til þessa. Með snjallsímanum þínum getur þú til dæmis tíma- og fjarstýrt olíumiðstöðinni og tryggt þér hlýja og notalega byrjun á vinnudeginum. Þetta er bara einn af nýjum eiginleikum í Caddy, vinnuþjarkinum þýska, sem er nú snjallari en nokkru sinni fyrr. Staðalbúnaður í Caddy • Rennihurðir á báðum hliðum • 15“ stálfelgur og heilkoppar • Lokað skilrúm með glugga • Fullkomin stöðugleikastýring og spólvörn • Hæðarstillanlegt ökumannssæti • Loftpúðar fyrir ökumann • Útvarp með geislaspilara • Klukka • Fullkomin aksturstölva • Glasahaldari • Fjarstýrðar samlæsingar • Rafstýrðir upphitaðir hliðarspeglar • Hæðarstillanlegt öryggisbelti • Velti- og aðdráttarstýri • Viðarklæðning í lofti og hliðum og gúmmídúkur á gólfi flutningsrýmis *Ekki mögulegur aukabúnaður í Caddy Maxi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.