Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 Haustganga Veðrið leikur við höfuðborgarbúa þessa dagana og hundaeigendur vita manna best að það er allt annað og betra að viðra hundinn í góðu veðri en í hávaðaroki og rigningu. Árni Sæberg Morgunblaðið birti 27. september 2014 grein eftir Jón Steinar Gunnlaugsson undir fyrirsögninni „Verð- andi hæstaréttardóm- arar?“ Greinin er skrifuð í tilefni af dómi Hæstaréttar uppkveðnum 25. sept- ember 2014 þar sem Þorvaldur Gylfason, prófessor, var sýknaður af kröfum Jóns Steinars í meiðyrðamáli gegn honum. Taldi Jón Steinar að Þor- valdur hefði dróttað að honum að hafa samið kæru til Hæstaréttar um gildi kosninga til stjórnlaga- þings á árinu 2010 og stýrt síðan afgreiðslu málsins í Hæstarétti. Að mati Jóns Steinars ásakar Þorvald- ur hann um að hafa gerst sekur um refsiverða háttsemi í embætti sínu sem dómari við Hæstarétt Íslands, sbr. 235. gr. almennra hegning- arlaga. Hæstiréttur rök- styður dóm sinn að- allega með því að Jón Steinar hafi tekið virk- an þátt í þjóðfélags- umræðu um ýmis mál- efni og verið talsmaður þess að dómarar verði að þola gagnrýni á störf sín á opinberum vettvangi. Sömu eða svipuð sjón- armið eru þekkt úr ærumeiðing- armálum. Þeir sem standa í fremstu víglínu þjóðmálaumræðu veita og fá á sig pústra og sækja síður æru sína fyrir dómi. Það á við um Jón Steinar sem er þekktur „slagsmálahundur“ á vígvöllum þjóðmálabaráttunnar. Þetta eru hins vegar sjónarmið sem ástæða er til að gaumgæfa meðal annars út frá jafnréttishugmyndum. Sjálf- ur er ég þeirra skoðunar að þeir sem reiða hátt til höggs geti vart vænst þess að dómstólar veiti þeim réttarvernd gegn andstæðingi sem svarar í sömu mynt. Er grunn- hugmyndum um jafnrétti borg- aranna raskað í þeim tilvikum? Ég efast um það en er hugsi. Erindi mitt með þessari grein er annað, það er meginefni greinar Jóns Steinars, hugleiðingar hans um setta dómara Hæstaréttar í málinu. Fyrirsögn Morgunblaðs- greinar Jóns Steinars segir sitt. Hana virðist Jón Steinar skýra þannig í blaðagreininni: „Kannski telja héraðsdómararnir Símon Sig- valdason, Ásmundur Helgason og Ragnheiður Harðardóttir sig hafa aukið líkur sínar á því að hljóta dómaraembætti í Hæstarétti á næstunni með afreksverki sínu. Þau halda áreiðanlega að framtakið hafi verið þóknanlegt þeim sem þau telja að þar ráði mestu í reynd. Þau hafa að minnsta kosti sýnt að hefðbundin lagaleg aðferð tefur þau ekki frá því að komast að þóknanlegum niðurstöðum. Hvenær ætlar þetta fólk að skilja að það er að skrifa ömurlega sögu sjálfs sín sem dómara með því að misnota dómsvald sitt á svo gagnsæjan hátt sem hér er raunin?“ Fyrr í grein- inni segir Jón Steinar: „Þeim sem þetta lesa getur ekki dulist að dóm- urunum er ekki sjálfrátt. Þeir hljóta að eiga einhver persónuleg erindi við mig.“ Þar fyrir utan ýjar Jón Steinar að því í grein sinni að hinir settu dómarar hafi verið und- ir áhrifum kaffistofuspjalls við starfsbróður sem dæmdi málið í héraði. Eru þetta ekki órökstuddar samsæriskenningar, aðdróttanir og dylgjur, alvarleg brigsl gagnvart þeim dómurum sem Jón Steinar kýs að nafngreina? Ber Jón Steinar þá ekki sambærilegum sökum og hann sótti Þorvald Gylfason fyrir? Þegar við Jón Steinar vorum sam- ferða í lagadeildinni fyrir margt löngu kenndi okkur merkur mentor réttilega að gagnrýna dóma en ekki dómara eða fara í boltann ekki manninn. Hvað gengur Jóni Stein- ari til? Getur hann fært fram hald- bær rök til stuðnings fullyrðingum sínum? Eftir Atla Gíslason » Þeir sem standa í fremstu víglínu þjóðmálaumræðu veita og fá á sig pústra og sækja síður æru sína fyrir dómi. Atli Gíslason Höfundur er lögfræðingur. Jón Steinar Gunnlaugsson, heldur margur mig sig? Ólafur Steinar Björnsson ritaði grein í Morgunblaðið 2. október síðastliðinn um að Pálmi Jónsson stofnandi Hagkaups og hans samstarfsfólk hefði ekki verið að berjast fyrir sölu á mjólkurvörum al- mennt þegar Hagkaup í Skeifunni fékk heim- ild til að selja mjólkurvörur. Erfitt er að skilja hvað Ólafur Steinar er að fara með þessum orðum. Mjólk- ursölumálin voru á þessum árum í algjörum höftum gamalla kerfa. Mjólkurvörur voru þá seldar í flest- um kaupfélögum um land allt og litlum búðum í Reykjavík, sem voru áfastar við Kron-búðirnar (Kaup- félags Reykjavíkur) sem aug- ljóslega skekkti samkeppnisstöðu matvörukaupmanna verulega. Í þá daga var ekkert Sam- keppniseftirlit. Við í Hagkaupum vorum ekki í samtökum mat- vörukaupmanna enda ekki boðnir í þann góða hóp. Við vissum því ekki hvað þeir voru að bauka. Miðað við lýsingu Ólafs Steinars virðist þeim hafa orðið lítið ágengt á þeim fjöl- mörgu fundum sem þeir áttu um mjólk- ursölumál við samtök bænda og aðra ráðamenn. Svo virð- ist sem fundahöld hafi staðið í mörg ár. Þar sem málið er mér skylt er rétt að ég lýsi atburðarásinni, hvernig við í Hagkaupum fengum leyfi til að selja mjólkurvörur. Hag- kaup hafði ákveðið að opna Stór- markað í Skeifunni með allar al- mennar vörur og matvörur. En án mjólkurvara var varla hægt að kalla þessa búð Stórmarkað. Ég var þá nýráðinn innkaupastjóri hjá Pálma Jónssyni, en Pálmi kom mér strax fyrir sjónir sem djarfur og víðsýnn maður, sem bar hag neytenda fyrir brjósti. Pálmi var frumkvöðull í verslun og breytti hag íslenskra heimila. Haft var á orði að hann hefði gert almenningi meira gagn en öll verkalýðshreyfingin. Pálmi bað mig um að fá fund með forstjóra Mjólkursamsölunnar, Stefáni Björnssyni mjólkurverk- fræðingi frá Jökuldal, stórmerkum gáfumanni. Ég sagði honum frá áformum okkar og að lítið væri spunnið í þær áætlanir ef ekki væru mjólkurvörur á boðstólum þar. Bauð ég honum að leigja aðstöðu hjá okkur, sem hann neitaði strax. Hann rak þá búð á Grensásvegi sem var föst við Kron. Bauð ég honum þá að leigja á vægu verði, en enn neitaði Stefán. Þá bauð ég honum aðstöðu leigulaust og þeir gætu hannað búð sína sjálfir, en við myndum borga allan kostnað þeirra. Stefán sagði að þetta væri gott boð sem erfitt væri að neita, en hann gæti ekki einn ráðið þessu. Þetta væri pólitísk ákvörðun. Stjórn Mjólkursamsölunnar þurfti að koma að þessu líka. Ég fékk síðan fund með formanni Mjólkursamsölunnar nokkru síðar, sem þá var Ágúst Þorvaldsson, þingmaður Sunnlend- inga. Ágúst var skynsamur maður og mikill baráttumaður bænda. Ég fór með sömu þulu fyrir Ágúst og ég gerði við Stefán, að viðbættu að þessi breyting mundi stórlækka kostnað bænda, að sjá um sölu á mjólkurvörum þeirra, og bæta hag bænda verulega, þar sem þeir þyrftu ekki að reka búðir sínar sjálfir. Ágúst tók mér vel, sagðist leggja þetta fyrir stjórnarfund næstu daga. Nokkrum dögum seinna fengum við leyfið. Þetta var mikið framfaraspor fyrir neytendur og bætti hag bænda. Stefán Björns- son og Ágúst Þorvaldsson voru sterkir menn sem þorðu að taka þessa skynsamlegu ákvörðun að opna fyrir frjálsa sölu á mjólk- urvörum því margir sterkir hags- munaaðilar vildu ríghalda í gamla kerfið. Auðvitað var þetta atburða- rásin sem opnaði á frjálsa verslun með mjólkurvörur. Ekki varð aftur snúið í gamla kerfið, það sáu flestir. Eftir Ólaf Hjaltason » Stefán Björnsson og Ágúst Þorvaldsson voru sterkir menn sem þorðu að taka þessa skynsamlegu ákvörðun að opna fyrir frjálsa sölu á mjólkurvörum því margir sterkir hags- munaaðilar vildu ríg- halda í gamla kerfið. Ólafur Hjaltason Höfundur er fulltrúi framkvæmda- stjórnar Haga. Enn um mjólkursölumál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.