Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 Hún gaf sér tíma til að sinna málefnum samfélagsins sem er svo dýrmætt því það skiptir máli í litlu samfélagi eins og Tálknafirði að leggja hönd á plóg. Þá var hún óþreytandi í því að styðja við börnin sín í því sem þau tóku sér fyrir hendur og nokkrar íþróttaferðir eigum við að baki þar sem við fórum saman sem fararstjórar og þar sem Rúna var með í för var allt pottþétt. Það var gott að vera í hennar félagsskap hún var hrókur alls fagnaðar, brosið hennar, húmorinn, hláturinn og það sem ég mat mest að aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkr- um manni. Góðlátlegt grín af og til en aldrei stóryrði. Það var missir að henni og fjölskyldu hennar þegar þau fluttu frá Tálknafirði, en það má hún eiga að fáir voru jafn- duglegir að skreppa vestur og þau hjón við hin ýmsu tilefni. Ég sá alltof lítið af Rúnu í seinni tíð og þrátt fyrir að vera sjálf á mikilli ferð og flugi milli höfuðborgar og Tálknafjarðar, gaf ég mér aldrei tíma til að skreppa í kaffi í Keflavíkina, það beið betri tíma. Svo þegar ég sjálf var komin á mölina var þetta eitt af verkefnum á að- gerðalistanum. Því rykkir í þeg- ar maður er svo óþyrmilega minntur á að það er ekki gefið að hægt sé að bæta úr á morg- un því sem maður frestar í dag. Rúna var umvafin sinni ynd- islegu fjölskyldu og vinum sem eiga um sárt að binda og votta ég þeim mína innilegustu sam- úð. Ég þakka fyrir að Rúna snerti líf mitt og fjölskyldu minnar um árabil og auðgaði það með nærveru sinni, en allt- of stutt. Kæru Óli, Sveinbjörg, Bjössi og Guðný, megi Guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir. Gestrún, eða Rúna eins og hún var ávallt kölluð, hóf störf við Heiðarskóla haustið 2011. Hún féll strax mjög vel inn í starfsmannahópinn enda hafði hún einstaklega góða nærveru. Rúna var traustur og góður starfsmaður sem sinnti störfum sínum við skólann af alúð. Hún hafði gott lag á börnum og lagði sig fram um að sýna öllum nemendum hlýtt og vinalegt viðmót. Í störfum sínum lagði hún áherslu á að börnunum liði sem best og var hún ávallt tilbúin til að ræða við þau, ljá þeim eyra og gefa þeim góð ráð. Rúna var mikill dugnaðar- forkur og gekk í þau verk sem þurfti að vinna. Sú elja ein- kenndi jafnframt hetjulega bar- áttu hennar við veikindin. Hún mætti þeim með jákvæðni og bjartsýni, staðráðin í að ná bata. Af Rúnu stafaði mikil gleði enda var hún síbrosandi og ávallt var stutt í grín og góðan húmor. Ef einhverjar uppákom- ur voru fyrirhugaðar var hún alltaf tilbúin til að taka þátt og þrátt fyrir erfið veikindi kom hún í óvissuferð starfsmanna- félagsins síðastliðið vor. Eigum við ómetanlegar minningar úr þeirri ferð þar sem Rúna var hrókur alls fagnaðar og dansaði með okkur við dynjandi tónlist í birkiskóginum í Úthlíð. Það er sárt til þess að hugsa að Rúna eigi ekki eftir að starfa meira með okkur. Við minn- umst hennar með miklu þakk- læti og munum varðveita minn- ingar um góðan og glaðværan vinnufélaga. Við vottum fjölskyldu Rúnu okkar innilegustu samúð. Þeirra missir er mikill. Fyrir hönd starfsmanna Heiðarskóla, Sóley Halla, Haraldur Axel, Bryndís Jóna og Steinunn. ✝ Páll Steinarfæddist á Neðra-Hóli í Stað- arsveit á Snæfells- nesi 10. júní 1932. Hann lést á hjúkr- unar- og dval- ardeild HSSA, Höfn í Hornafirði 2. októ- ber 2014. Foreldrar Páls voru Bjarni Jóhann Bogason, bóndi á Neðra-Hóli, f. 10. júlí 1881 í Syðri-Tungu í Staðarsveit, d. 14. maí 1937, og kona hans Þórunn Jóhannesdóttir, f. 22. sept. 1899 í Lambhaga í Kjós, d. 9. apríl 1986. Systkini Páls voru þrjú, Bogi Jóhann, Sveinbjörn, og Guðrún sem öll eru látin. Páll Steinar kvæntist 1.5. 1954 Gróu Ormsdóttur, f. 13.3. 1936, sem starfaði lengst af sem próf- arkalesari hjá DV. Hún er dóttir arsdóttir. Jón, f. 9.8. 1963, kvænt- ur Hrönn Björnsdóttur og eru börn þeirra Björn Steinar, Ás- björg og Bjarki Snær. Björk, f. 18.10. 1970, gift Geir Þorsteins- syni og eru börn þeirra Þor- steinn og Vigdís María og fyrir átt Geir soninn Stefán. Afkom- endur Páls Steinars eru nú alls 38. Páll ólst upp á Snæfellsnesinu til fimmtán ára aldurs en flutti þá á Akranes. Hann flutti síðan til Reykjavíkur 1954 og lærði þar trésmíði hjá Páli Guðjónssyni þar sem hann starfaði til 1967. Þá starfaði hann í Völundi í fimmtán ár, síðan í JL-Völundi og Smiðs- húsi en vann síðustu starfsárin sjálfstætt við trésmíðar í Reykja- vík. Páll var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Elliða í Reykjavík og starfaði í honum frá upphafi þar til hann fluttist á Höfn. Minningarathöfn um Pál Steinar var í Vídalínskirkju í Garðabæ 9. október 2014. Útför hans verður gerð frá Hafnarkirkju, Hornafirði, í dag, 10. október 2014, kl. 14. Orms Ormssonar, rafvirkjameistara í Borgarnesi, og Helgu Kristmund- ardóttur húsmóður. Páll Steinar og Gróa bjuggu í Reykjavík uns bæði voru komin á eft- irlaunaaldur en þá fluttu þau austur á Höfn í Hornafirði og hafa unað hag sínum vel þar. Börn Páls Steinars og Gróu eru: Helga Lilja, f. 26.8. 1954, gift Sturlaugi Þorsteins- syni og eru börn þeirra Steinar Þór, Guðrún Ásdís og Stefán Örn. Birna Þórunn, f. 23.3. 1958, gift Sigurði Grímssyni og eru börn þeirra Grímur, Hólmfríður Helga, Steinunn Gróa og Jón. Páll Rúnar, f. 13.12. 1961, og eru synir hans Einar Páll og Daði Þór og stjúpdóttir Aldís Gunn- Elsku pabbi okkar. Nú ertu farinn á vit annars til- verustigs og laus við þjáningar. Minningin um þig mun um- faðma okkur um ókomna tíð. Þú varst allra manna hugljúfi, glaður og skemmtilegur. Aldrei skamm- aðir þú okkur systkinin á æsku- árunum þótt áreiðanlega hafi stundum verið ástæða til. Þú varst bara hissa ef við sýndum á okkur verri hliðina eða misstig- um okkur eitthvað í prúðmennsk- unni. Það hlaut að hafa verið al- veg óvart. Það er ofarlega í huga okkar hve lánsöm við erum að hafa átt þig að. Aldursmunur okkar systkina er nokkur og aðstæður á uppeld- isárunum voru misjafnar. Þrátt fyrir það eru minningar okkar líkar. Öll fengum við að hjálpa þér við hin ýmsu verkefni, gjarnan smíðastörf. Þá fengum við öll að ferðast með ykkur mömmu um landið, upp á Skaga í kartöflu- stúss, í veiðiferðir og útilegur. Sum okkar voru svo heppin að fá fara með ykkur í sólarlandaferð- ir. Þú varst mikill sóldýrkandi og notaðir hvert tækifæri til að setj- ast út í sólina með kaffibollann þinn. Þegar þú komst heim þreyttur eftir langan vinnudag varstu alltaf tilbúinn til leiks og starfa með okkur. Oftar en ekki voru bakaðar pönnukökur að hætti ömmu Tótu. Aldrei munum við eftir því að þú hafir ekki haft pláss eða tíma fyrir okkur. Árin liðu og við uxum úr grasi og eignuðumst okkar fjölskyldur. Áfram nutum við góðs af þínum einstæðu kostum. Ekki hvað síst smiðshæfileikunum þínum, sem heimili okkar bera merki af í dag, full af dýrgripum fallega unnum af þér. Alla tíð höfum við notið góðrar vináttu þinnar og mömmu og barnabörnin og barnabarna- börnin hafa fengið að njóta þíns blíða atlætis. Við lofum að passa hana mömmu og vonumst til að fá að eiga með henni margar gleði- stundir áfram. Við vitum að þú verður alltaf með okkur í anda og trúum því að glettnin verði áfram þitt aðalsmerki á nýjum stað. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín börn, Helga, Birna, Páll Rúnar, Jón, Björk. Tengdafaðir minn og vinur, Páll Steinar Bjarnason, er látinn. Hann lést á hjúkrunarheimilinu á Höfn í Hornafirði sl. fimmtudag umvafinn sínu nánasta fólki. Palli átti við erfið líkamleg veikindi að stríða hin seinni ár sem að lokum drógu hann til dauða. Fram á seinasta dag fylgdist hann þó vel með öllu í kringum sig, fylgdist vel með tali fólks, útvarps- og sjónvarpsfréttum og var mjög vel með í umræðunni. Það fór ekki mikið fyrir honum Palla, hann var hægur og íhugull, vann sína vinnu, skilaði sínu og rúmlega það. Ekki man ég til þess að hann skammaði nokkurn mann né hækkaði róminn, hann var þó alls ekki skaplaus og náði sínu fram þegar hann vildi. Palli var félagsvera, hress og kátur á góðra vina fundum og minnist ég margra stunda í sumarbústaðn- um Gelti í Svínadal þar sem fjöl- skyldan var gjarnan öll saman- komin. Ég held samt að best hafi Palla liðið einum með sjálfum sér að smíða og pússa og hugsa eitt- hvað merkilegt. Palli kynntist Gróu Ormsdótt- ur sem síðar varð eiginkona hans þegar hún var aðeins sautján ára og hann ríflega tvítugur. Þau voru mjög samhent og ástfangið par alla tíð. Þau gerðu allt saman, smíðuðu saman, elduðu saman og fóru saman í ferðalög. Þau eign- uðust fimm krakka sem öll eru hið besta fólk og ekki vantar sam- heldnina meðal þeirra systkina. Palli var húsasmíðameistari að mennt og vann mestan sinn starfsferil við innréttingasmíði. Hann var mjög laghentur, einn af þeim sem lempuðu hlutina sam- an, aldrei nein læti og tók sinn tíma. Við eigum marga fallega gripi eftir hann sem nú eru orðnir svo dýrmætir. Palli og Gróa eiga mörg handtökin í húsinu okkar Biddu við Þingás og erum við þeim þakklát fyrir það. Ég á mjög kærar minningar með Palla við smíði sumarbústað- arins Galtar, gönguferðir á fjallið Kamb í Svínadal og margar stundir austur á Höfn þar sem honum leið svo vel. Ég þakka Páli Steinari tengdaföður mínum samfylgdina síðustu fjörutíu árin. Bið að heilsa Tótu ömmu. Sigurður Grímsson. Tengdafaðir minn barðist hetjulega við erfiða sjúkdóma á liðnum árum. Hann þurfti að lok- um að játa sig sigraðan, þrátt fyr- ir að hafa sterkt og öflugt hjarta – enda gert úr gulli. Þetta vissum við öll, þó að gullmagnið mældist kannski ekki með hefðbundnum aðferðum. Ég kynntist honum og fjölskyldu hans fyrir hartnær fjörutíu árum. Það var happ fyrir mig, þó að það sé önnur saga. Þar fór virðulegur, en hógvær og lát- laus maður. Hann fylgdist vel með öllu í samfélaginu; tók iðu- lega þátt í umræðum um marg- vísleg málefni, án þess þó að þröngva skoðunum sínum fram. Aldrei heyrði ég tengdapabba hallmæla nokkrum manni eða leggja illt orð til neins. Ekki lék nokkur vafi á að fjölskyldan, Gróa og börnin fimm, var öllu öðru kærari. Síðar bættust við fylgifiskar, barnabörn og fleiri sem hann naut að hafa hjá sér, og nutu samvista með honum. Palli var glæsilegur á velli og undi sér ekki síst úti í náttúrunni. Hann naut stundanna í sumarbú- staðnum, sem hann hafði byggt, en hann var sannkallaður völund- ur að hagleik. Oftast vaknaður á undan öðrum; búinn að hella upp á. Og þá var gott að setjast með honum undir sólarvegginn og spjalla um lífið og tilveruna. Mér er afar minnisstæð ferðin á Akra- fjallið, ljósa og milda vornótt til að leita eggja. Þarna nutum við leiðsagnar hans og staðarkunn- áttu. Fyrir mig var þetta ævin- týraferð. Nú hefur hann fengið hvíldina og er syrgður af öllum sem til hans þekktu. Börnin ylja sér við minningar um elskuríkan föður. Tengdabörn og afkomendur minnast einstaks ljúfmennis. Missir Gróu er mikill eftir sextíu ára samfylgd í blíðu og stríðu. Hún hefur staðið við hlið Palla eins og klettur, ekki síst þegar veikindin hrjáðu hann á síðari ár- um. Fyrir það á hún miklar þakk- ir skildar. Við söknum öll Palla á kveðju- stundinni, en njótum minning- anna um einstakt ljúfmenni. Sturlaugur Þorsteinsson Elsku afi minn, mér þykir svo vænt um þig og ég á mjög góðar minningar um þig. Ég sakna þín mikið og ég á aldrei eftir að gleyma þér. Þú varst svo góður í að baka pönnukökur og alltaf svo skemmtilegur og góður. Það var svo gaman að fara í veiðiferðir og í sumarbústaðinn í Svínadal. Það var mjög skemmtilegt í áttatíu ára afmælisferðinni þinni á Snæ- fellsnes. Hendurnar þínar hlýjuðu mörgum fingrum, meðal annars mínum. Elsku afi, hvíldu í friði, ég samdi þetta ljóð til þín: Ó, afi nú ertu farinn, ég mun sakna þín. Þú varst hlýr og góður, dreymi þig vel í draumaheimi. Draumakveðja, Vigdís María Geirsdóttir. Elsku afi. Það var á vetrardegi fyrir mörgum árum að við mamma fór- um með þér upp í Bláfjöll á skíði, í skínandi sól á heiðum himni og stingandi frosti. Í dagslok, þegar tími var kominn til að fara heim, var hrollur í litlum kroppi, sem meira að segja heitt kakó Ther- mos-brúsa sló ekki á. „Er þér kalt anginn litli?“ ímynda ég mér að þú hafir kannski sagt. Svo lagðir þú lófana þína stóru utan um hendur mínar smáar og nú þarf ég ekki lengur að ímynda mér neitt, því tilfinninguna man ég eins og þetta hafi verið í gær, en ekki fyrir þrjátíu árum. Þú nuddaðir saman lófunum af hraða og krafti, eins og indíáni sem kveikir eld. Og þó að mér hafi fundist að fingurnir á mér væru líklegast brotnir, man ég vel eftir hitanum sem myndaðist í höndunum og streymdi um allan líkamann. Þessar töfrahendur hafa kom- ið aftur og aftur upp í hugann þegar hann hefur reikað til þín á undanförnum dögum. Þær voru stórar, sterkar, þykkar og falleg- ar. Það vantaði framan á einn fingur, sem mér þótti alltaf stór- merkilegt, eftir slys í sveitinni í æsku. Þú varst ekki maður margra orða en talaðir með hönd- unum. Þú smíðaðir og saumaðir í og bjóst til hvern dýrgripinn á fætur öðrum. Við afkomendur þínir erum svo ríkir að eiga fjölda gripa eftir þig sem við kúrum nú á eins og ormar á gulli. Langafa- börnin sofa í rúmum sem þú smíðaðir, á blágrænum vegg eiga hillurnar þínar heima og marglit listasmíði, lamparnir þínir, lýsa upp heimili allra barnanna þinna. Þessir hlutir og svo ótalmargir aðrir, stórir og smáir, minna okk- ur á að þú verður alltaf nálægur, þótt líkaminn hafi gefist upp á baráttunni. Þú lifðir tímana tvenna, hafðir upplifað föðurmissi og fátækt sem ungur drengur, og seinna sveitarómantíkina og lukkuna, þegar þú kynntist ástinni þinni, henni ömmu Gróu. Saman fluttuð þið á mölina og fylgdust með þeg- ar Reykjavík umbreyttist úr þorpi í borg. Kannski má segja að þú hafir orðið eftir þegar nútím- inn skall á. Þér féll ef til vill ekki allt of vel við hann með öllu um- rótinu, hraðanum og tækninýj- ungunum sem honum fylgdu. Á sama tíma varstu á undan þinni samtíð. Þú varst viðkvæm- ur maður og tilfinningaríkur. Börnin þín vissu nokkuð sem fá börn hefðu getað trúað á þessum árum. Að pabbar gætu grátið og að þeir gerðu það meira að segja stundum. Við höfum oft grínast með, fjölskyldan, að þau einkenni gangi eins og þráður frá þér, í gegnum börnin þín, barnabörnin og barnabarnabörnin líka, en enginn skortur er á tilfinningun- um þeim meðal fólksins þíns. Þessi þráður slitnar ekki. Hann bindur fjölskylduna saman og þú lifir áfram í okkur. Elsku afi. Þú lagðir okkur aldrei lífsreglurnar í orðum, en þú kenndir okkur samt svo ótal- margt. Nú lofum við að halda þétt utan um ömmu, sem hefur misst svo mikið, sinn besta vin og lífs- förunaut. Þín Hólmfríður (Fríða) og fjölskylda. Minningar af Eyjabakkanum koma strax upp í hugann, þegar okkur verður hugsað til afa og liðinna tíma. Þar voru svo mikil rólegheit og amma og afi alltaf til í að spila og spjalla við okkur um hvað sem var. Í minningunni fékk maður líka alltaf pönnukökur með eins miklum sykri og maður vildi. Stundum voru háðir spurn- ingaleikir þar sem afi var spyrill og svarendur barnabörnin. Minn- ingarnar eru margar úr bílskúrn- um sem lyktaði alltaf svo vel, þar leyfði afi okkur að velta okkur upp úr sagi. Svo fékk maður allt í einu mjög áríðandi verkefni sem þurfti að leysa, eins og að pússa höldu eða flokka skrúfur. Það var leiðin hans afa til þess að losa sagi þakin börnin mjúklega úr aðstæðunum. Afi var svo einstaklega rólegur og góður maður að við munum bæði sérstaklega eftir einu skipti sem hann reiddist örlítið, það kom svo á óvart að það situr eftir í minningunni hjá okkur báðum – eina skiptið þar sem afi var ekki sallarólegur. Eftir að gömlu hjónin fluttu á Höfn var líka alltaf jafn notalegt að stoppa hjá þeim til styttri eða lengri tíma. Þar fundu þau sér samastað sem átti sérstaklega vel við afa. Þar var heldur enginn skortur á pönnukökum, bláberj- um með rjóma og sykri, spili og spjalli. Það verður skrítið að koma á Höfn til ömmu og fara ekki upp á hjúkrunarheimili að knúsa afa. Afi var vinur okkar og við er- um þakklát fyrir allar stundirnar. Steinunn og Jón. Þeir bræður Bogi Jóhann, Sveinbörn og Páll Steinar hafa nú allir lokið jarðvist sinni. Fyrstur til að kveðja var faðir minn árið 2002 en Bogi kvaddi ár- ið 2013, báðir nokkru eftir að hafa misst sínar eiginkonur til fjölda ára. Í dag kveðjum við yngsta bróðurinn,Pál Steinar, sem missti heilsuna fyrir nokkrum ár- um. Í mínum huga er hann Stein- ar frændi en hann mun líka hafa verið kallaður Palli. Mínar minningar ná ansi langt aftur en ég er smá stelpuskott þegar frændi kemur til Reykja- víkur frá Akranesi og stoppar einhverja daga í borginni. Þá um leið passar hann mig á Vega- mótastíg 9 sem var svona stoppi- stöð fyrir ættingja foreldra minna sem fluttu suður árið 1945- 46. Alltaf var svefnpláss þó íbúðin í risinu væri lítil. Oft var glatt á hjalla. Næstu minningar koma frá Akranesi. Þar bjó Steinar hjá móður sinni og Jóni Bjarnasyni um nokkurn tíma. Þarna speglast minningin um fegurðina við Vest- urgötu 105 hjá ömmu Þórunni og þeirra lífsgæða sem einhverskon- ar sveit þeirra bauð uppá, stór garður með kartöflum og svo kýr á bás, auk hesta afa Jóns og kinda. Allt afburðaskepnur. Kýr- in hennar ömmu kom að vestan og var stór og mjólkaði mjög vel. Féð hans afa Jóns var vænt og fór á fjall inn í Svínadal. Þarna var fjaran sem heillaði og margt fleira s.s. ættingjar og vinir. Steinar frændi fer svo suður til að nema trésmíði tiltölulega ungur en honum sóttist námið vel og lauk því með smíði á fínni innrétt- ingu. Á þessum árum kynnist hann Gróu sinni sem hefur verið hans ferðafélagi í gegnum lífsins frumskóg. Þau hefja ung búskap og eignast Helgu Lilju ung að ár- um. Ég minnist þess að hafa farið æði oft með foreldrum mínum út í Barmahlíð að sjá litlu frænku. Þar fæddist Birna Þórunn en þá er ég komin á unglingsár og var farin að geta endurgoldið pössun á mér sem stelpuskotti. Steinar frændi var virtur smiður og vann mikið. Árin liðu og fleiri börn bættust í hópinn; Páll Rúnar og svo Jón en einhverjum árum síð- ar kom Björk í hópinn þeirra- .Gróa var svo dugleg til hugar og handa. Þarna velur hún að taka Öldungadeild til að ljúka stúd- entsprófi. Mikill dugnaður og kjarkur sem hún hefur reyndar alltaf haft til að bera. En leiðir okkar fólks lágu mest saman við að komast á Akranes til ömmu Þórunnar og þar áttu pabbi og Steinar fráteknar spildur til að rækta sínar kartöflur, helst ís- lenskar rauðar. Þá var allt gott ef svo var. Amma brosti með öllu andlitinu þegar fyrstu kartöfl- urnar voru smakkaðar. Sæl- ustund sem lifir í minningu okk- ar. Steinar hafði sem polli strax áhuga fyrir útsæðinu því í bréfi frá Bjarna föður hans má finna setningar um að áhugi unga drengsins fyrir að velta fyrir sér mismunandi tegundum útsæðis var honum kært. Líf frænda míns hefur verið gjöfult að eignast Gróu og fimm börn og fjölda barnabarna sem nú eiga orðið allmörg langafa- og -ömmubörn. Þetta hefur fyllt líf hans kærleika og gefið til baka þau gæði sem góð fjölskylda er. Í langvinnum veikindum hafa Gróa og börnin veitt Steinari það að vilja lifa eins lengi og kraftar hans gátu borið hann. Blessuð sé minning vinar okkar. Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Þórhallur Runólfsson. Páll Steinar Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.