Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Þrír til viðbótar voru settir í sóttkví á Carlos III-sjúkrahúsinu í Madríd í varúðarskyni í gær eftir að hjúkr- unarfræðingur smitaðist af ebólu og var lögð inn á sjúkrahúsið. Læknar hjúkrunarfræðingsins, Teresu Rom- ero, sögðu að heilsu hennar hefði hrakað og hún væri í mikilli lífs- hættu. Romero er fyrsti ebólusjúklingur- inn sem smitaðist af sjúkdómnum ut- an Afríku. Nokkrir aðrir hafa verið fluttir á sjúkrahús í Evrópu eftir að hafa smitast í Vestur-Afríku. Spurningar hafa vaknað um hvort viðbúnaði spænska heilbrigðiskerfis- ins og þjálfun starfsfólks hafi verið ábótavant eftir að skýrt var frá því að Romero hefði líklega smitast þeg- ar hún snerti andlitið með hanska þegar hún fór úr hlífðarbúningi sín- um. Hún hafði þá hjúkrað presti sem var fluttur til Spánar eftir að hafa smitast af ebólu í Síerra Leóne. Ennfremur hefur verið skýrt frá því að Romero fór í frí eftir að presturinn lést 25. september. Kon- an veiktist 29. september þegar hún var á ferðalagi en var ekki lögð inn á sjúkrahús fyrr en sjö dögum síðar. Romero var fyrst lögð inn á sjúkrahús í úthverfi Madrídar. Einn af læknunum sem önnuðust hana þar, Juan Manuel Parra, gagnrýndi viðbúnaðinn við sjúkdómnum í grein sem birt var í dagblöðunum El País og El Mundo í gær. Þar kemur með- al annars fram að hann fékk hlífðar- búning sem var með „of stuttar erm- ar“. Læknirinn segist ekki hafa vitað að hjúkrunarkonan hefði greinst með ebólu fyrr en skýrt var frá því í fjölmiðlunum. Hún hafi þurft að bíða klukkustundum saman á sjúkrahús- inu þar til hún var flutt á Carlos III- sjúkrahúsið þar sem hún starfaði og aðstaða er til að hlynna að ebólu- sjúklingum. Læknirinn segir að líð- an Romero á þessum tíma hafi verið „óstöðug. Mikil hætta var á fylgi- kvillum og við þurftum að fylgjast grannt með henni allan sólarhring- inn, vegna niðurgangs, seytingar, uppkasta og blæðinga,“ hefur frétta- vefurinn AFP eftir lækninum. Parra er nú undir eftirliti lækna á Carlos III-sjúkrahúsinu ásamt öðr- um lækni og hjúkrunarfræðingi. Alls eru sex í sóttkví á sjúkrahúsinu, að Romero meðtalinni, en hún ein hefur greinst með ebólu. Lítil hætta á faraldri í Evrópu Spænsk heilbrigðisyfirvöld ákváðu að lóga hundi Romero vegna hættu á að hann gæti dreift ebólu- veirunni. Dýraverndarsamtök mót- mæltu þeirri ákvörðun og til rysk- inga kom þegar mótmælendur reyndu að bjarga hundinum í fyrra- dag. Tveir þeirra slösuðust þegar tugir mótmælenda voru bornir í burtu frá íbúð Romero í úhverfi Madrídar. Tveimur klukkustundum eftir að hundurinn var tekinn úr íbúðinni var birt tilkynning um að honum hefði verið lógað. Frederic Vincent, sem fer með heilbrigðismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagði í gær að- ildarríkin þyrftu að vera á varðbergi í baráttunni við útbreiðslu ebóluveir- unnar en hættan á ebólufaraldri í Evrópu væri mjög lítil. Nathan Clu- meck, faraldursfræðingur í Belgíu, sagði að hættan væri mest í löndum á borð við Grikkland og Spán þar sem ríkisútgjöld til heilbrigðismála hafa verið skert vegna efnahagssam- dráttar. Thomas Frieden, yfirmaður sótt- varnastofnunar Bandaríkjanna, sagði í gær að ebólufaraldurinn væri alvarlegasta farsótt sem komið hefði upp á síðustu 30 árum að alnæmis- faraldrinum einum undanskildum. „Þetta verður löng barátta,“ sagði hann á fundi í Washington með yfir- mönnum Sameinuðu þjóðanna, Al- þjóðabankans og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. „Við þurfum að afstýra því núna að þetta verði næsti alnæmis- faraldur heimsins.“ Viðbúnaður vegna ebólu gagnrýndur  Lögð inn á sjúkrahús í Madríd sjö dögum eftir að hún veiktist af ebólu Madríd SPÁNN Hjúkrunarfræðingur 12. ágúst7. ágúst lést Presturinn Manuel García Viejo fluttur til Spánar frá Síerra Leóne 22. sept. 25. september Lést 5 aðrir í sóttkví, m.a. eiginmaður hjúkrunarfræðingsins Sjúklingnum hjúkrað Fær einkenni Lagður inn á sjúkrahús í úthverfi Madrídar 7. október Fluttur á sjúkrahúsið í Madríd 30. september 5. okt. Tekist á við ebóluveiruna í Evrópu Ebólusjúklingar í Evrópu 52 aðrir undir eftirliti lækna í varúðarskyni sjúkdómsins, m.a. hita Fyrsta ebólusmitið utan Afríku á sjúkrahúsinu La Paz-Carlos III Dagsetning innlagnar á sjúkrahús Er enn í sóttkví Læknaður Látinn Nokkrir ebólusjúklingar hafa verið fluttir frá Vestur-Afríku til heimalanda sinna í Evrópu. Á Spáni smitaðist hjúkrunarfræðingur sem hjúkraði tveimur trúboðum eftir að þeir voru fluttir á sjúkrahús í Madríd. Heimild: Stjórnvöld í Evrópulöndunum,WHO ÞÝSKALAND FRAKKLAND BRETLAND London Seint í ágúst NOREGUR Ósló 7. október París 19. september Frankfurt Hamborg Lok ágúst 3. október NÍGERÍA GÍNEA SÍERRA LEÓNE LÍBERÍA látnir Skv. fréttum í gær smitaðir 8.033 Fjöldi smitaðra og látinna (1 smitaðist, læknaðist)SENEGAL Trúboðinn Miguel Pajares smitaðist í Líberíu Sjúklingnum hjúkrað 3.865 Hátt í 3.900 látnir » Alls hafa 3.865 dáið og 8.033 smitast af ebóluveirunni í Vestur-Afríku, flestir þeirra í Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu. » Þar af hafa um 250 heil- brigðisstarfsmenn í Vestur- Afríku dáið í ebólufaraldrinum. Heilbrigðisstarfsfólkið starfar við mjög erfiðar aðstæður og leggur sig í mikla hættu í bar- áttunni við ebólu. AFP Sorg Kona fellur í yfirlið þegar sjálfboðaliðar sækja lík ebólusjúklings í ná- lægu húsi í Freetown, höfuðborg Vestur-Afríkuríkisins Síerra Leóne. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Vígasveitir „Ríkis íslams“, samtaka íslamista, náðu um þriðjungi bæjar- ins Kobane á sitt vald í gær eftir harða bardaga við sveitir Kúrda. Stjórnvöld í Tyrklandi sögðu að ekki kæmi til greina að Tyrkir einir hæfu landhernað gegn samtökunum. Vígasveitir íslamistanna héldu áfram árásum á Kúrda í Kobane, sem er við landamærin að Tyrklandi, þrátt fyrir loftárásir Bandaríkjanna og arabaríkja. Fast hefur verið lagt að tyrkneskum stjórnvöldum að senda hersveitir yfir landamærin til að hrinda sókn íslamistanna. Óttast að íhlutun verði vatn á myllu aðskilnaðarsinna Utanríkisráðherra Tyrklands, Mevlut Cavusoglu, sagði eftir fund með Jens Stoltenberg, fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins, að ekki væri „raunhæft“ að ætlast til þess að Tyrkir einir hæfu landhernað gegn vígasveitum íslam- istanna. Utanríkisráðherrann árétt- aði einnig tillögu tyrkneskra stjórn- valda um að flug yrði bannað yfir landamærasvæðinu til að halda flug- her einræðisstjórnarinnar í Sýrlandi í skefjum. Tyrkir hafa verið tregir til að að- stoða sýrlenska Kúrda í baráttunni við samtök íslamistanna af ótta við að það yrði vatn á myllu aðskilnaðar- sinna í Tyrklandi. Óeirðir hafa bloss- að upp í byggðum Kúrda víða í Tyrk- landi og kostað að minnsta kosti 22 lífið, að sögn fréttaveitunnar AFP. Komið hefur til átaka milli kúrdískra mótmælenda og tyrkneskra lög- reglumanna og einnig milli félaga í íslömskum samtökum, sem styðja Tyrkir hafna hernaðaríhlutun  Blóðugar óeirðir blossa upp í Tyrklandi AFP Óeirðir Kúrdar í átökum við lög- reglumenn í Istanbúl. Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 11 - 18 I laugardaga 11 - 16 UPEND kr. 179.500 Svefnbreidd 140x190 TRYM kr. 198.900 Svefnbreidd140x200 RECAST kr. 129.900 Svefnbreidd 140x200 SVEFNSÓFARGóðir að nóttu sem degi... ... ... ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.