Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 283. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Íslensk stúlka í New York Times 2. Einn var með súrefnisgrímu 3. Fannst á lífi eftir 17 daga 4. 12 barnavagnar við Kaffihús … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Trommuhátíðin Trommarinn verður haldin í sjötta sinn í sal FÍH á morgun kl. 13-18 og munu nokkrir af fremstu trommuleikurum landsins sýna listir sínar. Að venju verður trommuleikara veitt heiðursviðurkenning fyrir ævi- starfið og hlýtur hana að þessu sinni Ásgeir Óskarsson. Allt það nýjasta í trommum og slagverki úr hljóð- færaverslunum verður til sýnis og nokkur sérvalin og söguleg trommu- sett. Aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Ómar Ásgeir heiðraður  Bandaríski leikstjórinn Josh Fox er staddur hér á landi og er í föruneyti Yoko Ono. Fox var tilnefndur til Ósk- arsverðlauna árið 2011 fyrir heimild- armynd sína Gasland og vinnur nú að heimildarmynd um eyði- leggingu ósonlagsins. Hann mun sýna valin brot úr þeirri mynd í kvöld kl. 20 í Bíó Para- dís og svara spurn- ingum áhorfenda að sýningu lokinni. Að- gangur er ókeypis. Fox situr fyrir svör- um í Bíó Paradís  Hljómsveitin My Bubba, skipuð Guð- björgu Tóm- asdóttur og My Larsdotter, heldur tónleika í dag kl. 12 í Mengi, Óðinsgötu 2 í Reykjavík. My Bubba heldur svo í tveggja mánaða tónleikaferðalag til að kynna nýjustu plötu sína, Goes Abroader, og mun m.a. hita upp fyrir írska tónlistarmanninn Damien Rice á þrennum tónleikum. My Bubba í Mengi Á laugardag Norðan 3-10 m/s. Dálítil él eða slydduél um landið norðanvert, en bjartviðri vestanlands. Austlægari vindur á Suður- og Suðausturlandi og líkur á rigningu. Hiti að 7 stigum syðst. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan og norðan 3-10 m/s. Léttskýjað sunnan- og suðvestanlands, annars skýjað og lítilsháttar væta á N- og A-landi. Hiti 2 til 10 stig, mildast suðaustanlands. VEÐUR Nýliðar Tindastóls unnu fimm stiga sigur á Stjörn- unni í Garðabæ, 85:80, í gærkvöld, þrátt fyrir að vera 16 stigum undir í hálf- leik, þegar keppni í Dom- inos-deild karla hófst með fjórum leikjum. Íslands- meistarar KR unnu Njarðvík af öryggi, 92:78, Keflavík vann Skallagrím í spennu- leik í Borgarnesi, 70:65, og Snæfell vann öruggan sig- ur á Fjölni, 84:65. »2-3 Nýliðarnir sóttu sigur í Garðabæ Það er snúinn leikur framundan hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu þegar það mættir Lettum í öðrum leik sínum í undankeppni Evrópumótsins í Riga í kvöld. Eftir glæsilegan 3:0 sigur á móti Tyrkj- um í síðasta mán- uði hafa landsliðs- þjálfararnir verið duglegir að minna leikmennina á síð- ustu undankeppni. Þá vann íslenska liðið fyrsta leikinn en tapaði öðrum í framhaldinu fyrir Kýpur. »4 Snúinn leikur framundan í Riga Afturelding heldur áfram að vinna hvern leikinn á fætur öðrum í úrvals- deild karla í handknattleik, Olís- deildinni. Í gærkvöldi vann Aftureld- ing ÍR-inga á útivelli, 25:23. ÍR er í öðru sæti deildarinnar fjórum stigum á eftir Aftureldingu. Valur tapaði í gærkvöldi fyrir Haukum en FH vann HK. Íslandsmeistarar ÍBV lögðu Stjörnuna naumlega í Eyjum. »2 Ekkert lát er á sig- urgöngu Aftureldingar ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ólína Helga Sverrisdóttir var níu ára gömul þegar hún prófaði fyrst að forrita. Síðan þá hefur hún meðal annars verið aðstoðarkennari í for- ritun fyrir krakka, lent í öðru sæti í keppni um tæknistúlku Evrópu 2013 og stofnað sitt eigið tækni- blogg. „Mamma mín var að rannsaka hvort krakkar á aldrinum 5-9 ára gætu byrjað að forrita þannig að ég byrjaði fyrir hana. Síðan fannst mér þetta rosaskemmtilegt svo ég ákvað að halda áfram að forrita. Það sem mér fannst mest spennandi er að þú getur gert nokkurn veginn hvað sem er í þessu ef þú reynir á þig og vilt komast áfram,“ segir Ólína Helga, sem er fjórtán ára núna, en móðir hennar er Rakel Sölvadóttir, stofnandi Skema (reKode) sem hef- ur haldið fjölda forritunarnám- skeiða fyrir börn og kennara. Forritun fyrir nörda Til að byrja með notaði Ólína Helga 3D-umhverfi sem nefnist Alice til þess að búa til ýmsa leiki. Í seinni tíð segist hún fikta við forrit- unarmálin C++, Java og Java- script. Stelpur í vinahópi Ólínu Helgu pæla ekki mikið í forritun að hennar sögn, það eru mest strákarnir. „Ég held að þetta sé stereótýpan af nördum. Nördar forrita og það er bara fyrir stráka. Ég held að stelpur hugsi að þetta sé ekki fyrir þær og þær fara bara í dans eða eitthvað þannig af því að það er meira stelpulegt,“ segir hún spurð að því hvers vegna stelp- ur sæki síður í forritun. Á þessu ári byrjaði Ólína Helga, sem býr í Redmond í Wash- ington-ríki Banda- ríkjanna, með sitt eigið tækniblogg sem nefnist techolina.com. „Ástæðan fyrir að ég bjó það til er að ég vil hvetja stelpur til að byrja að forrita eða gera eitthvað sem tengist tækni. Til dæmis að teikna í tölvu ef þér finnst gaman að teikna, prófa eitthvað nýtt,“ segir hún. Bæti tækninni ofan á Sjálf segist hún ekki byrjuð að hugsa út í hvað hún vill gera í fram- tíðinni enda sé hún enn bara krakki í efri bekk grunnskóla. Það verði þó eitthvað sem tengist tækni. „Bara eitthvað sem ég hef áhuga á og bæta tækni og tölvum ofan á það,“ segir Ólína Helga um framtíð- arstarfið. Allt er mögulegt með forritun  Hvetur stelpur til að forrita  Á eigin tækni- bloggsíðu Forritari Ólína Helga Sverrisdóttir með Daníel Breka, bróðir sínum, Rakel Sölvadóttur, móður þeirra, og Megan Smith, sem var hjá Google og er núna yfir tæknimálunum hjá Hvíta Húsinu í Bandaríkjunum. Evrópska forritunarvikan hefst á morgun en hún er átak á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem hefur það markmið að auka áhuga og skilning á forritun, sér- staklega hjá börnum, foreldrum og kennurum. Sérstök áhersla er lögð á áhuga kvenna á forritun í ár. Skólar, stofnanir, stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklingar eru hvattir til að skipuleggja viðburði í tengslum við vikuna. Vikan var haldin í fyrsta skipti í fyrra. Þá voru um þrjú hundruð viðburðir í boði í 26 Evrópulöndum sem yfir tíu þús- und manns tóku þátt í, að því er kemur fram á vefsíðu Skema sem er tengiliður vikunnar hér á landi. Áhersla á þekkingu kvenna FORRITUNARVIKA HALDIN Í ANNAÐ SKIPTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.