Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 fi p y j g p C p i ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam Villibráðar-paté prikmeð pa Bruchetta tarsmeð tvíreyktu hangikjöti, balsamrauðlauk og piparró Bruchetta með hráskinku, balsam nmog grill uðu Miðjarðarhafsgræ - salat skufer ðbo arðameð Miðj kjRisa-ræ með peppadew iluS ajónmeð japönsku m het Hörpuskeljar má, 3 s Frönsk súkkulaðikaka skum/rjóma og fer Vanillufylltar vatnsdeigsbollur arbSúkkulaðiskeljar með jarð Kjúklingur-satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti R ahörpuskel maríneruð á pinna Túnfiskur í sesamhjúp á spjóti mSími 511 8090 • www.yndisauki.is Veitingar fyrir öll tækifæri, stór og smá, fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Markmið okkar er alltaf það sama, glæsilegar veitingar og ómótstæðilegt bragð. Persónuleg og góð þjónusta. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsvirkjun býr sig undir að mikið rennsli verði inn í Hágöngulón ef eldvirknin færist inn á vatnasvið Köldukvíslar í Vatnajökli. Komi til þess að yfirfallsmannvirki þar anni ekki flóðinu mun hjástíflan rofna og vatnið renna í Kvíslaveitu. Lands- virkjun mun þá rjúfa svonefnda Svartárstíflu sem þar er og beina flóðinu í farveg Þjórsár. Ef fyr- irsjáanlegt er að Sultartangalón ráði ekki við flóð- toppinn verður skarð rofið í stíflu hennar til að búa til rými fyrir hlaupvatnið og dempa flóð- toppinn. Landsvirkjun hefur neyðarstjórnun og við- bragðsáætlanir vegna rofs á stíflum, meðal annars á Tungnaár- Þjórsársvæðinu þar sem margar stórvirkjanir eru. Óli Grétar Blön- dal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, segir að neyðarstjórnun hafi fundað vegna þess möguleika að jarðhrær- ingarnar í Bárðarbungu leiði til eld- goss undir Köldukvíslarjökli eða annars staðar á vatnasviði virkjana á Tungnaár-Þjórsársvæðinu. Jafn- framt hafa viðbragðsáætlanir verið uppfærðar og unnið náið með al- mannavörnum. Fram hefur komið hjá vís- indamönnum að ef eldgos verður í Bárðarbungu sjálfri eru mestar lík- ur á að jökulflóðið fari í árnar sem liggja norður af Vatnajökli. Óli Grétar segir því að flóð á Þjórs- ársvæðinu sé talið ólíklegt í þeirri atburðarás sem nú á sér stað. Eigi að síður þurfi að gera ráð fyrir þeim möguleika að kvikuinnskot komi inn undir Köldukvíslarjökul. Tappað af Hágöngulóni Enginn getur sagt til um hversu mikið vatn kæmi úr jöklinum en Landsvirkjun miðar við að það yrði 1.500-6.000 rúmmetrar á sekúndu. Hágöngulón er efsta lónið og liggur inn undir Köldukvíslarjökli. Það er yfirleitt orðið fullt á þessum árstíma, með yfirborð í 816 metra yfir sjávarmáli. Tappað hefur verið af lóninu og er það nú 2,5 til 3 metr- um lægra en vanalega á þessum tíma. Enn er botnrásin opin en Óli Grétar segir að illa hafi gengið að lækka í því vegna mikils innrennslis í haust. Landsvirkjun fékk ákveðna reynslu 2011 þegar flóð kom inn í Hágöngulón við það að bræðsluvatn úr katli við Hamarinn hljóp fram. Mesta innrennslið var 2.000 rúm- metrar á sekúndu en útrennslið að- eins 240 rúmmetrar á sekúndu. Lónið var fullt þegar þetta gerðist en það tók við vatninu sem skammt- aðist smám saman út. Óli Grétar segir að þarna hafi ver- ið takmarkað magn og ekki hægt að líkja því við ástandið ef stöðugt rennsli hefjist vegna bræðslu íss í eldgosi undir jökli. Flóðvari rofinn Landsvirkjun býr sig undir það að innrennsli í Hágöngulón geti orð- ið allt að 6.000 rúmmetrum á sek- úndu að meðaltali í fjóra daga. Þar er miðað við reynsluna frá Gjálp- argosinu haustið 1996. Slíkt flóð er það stórt að yfirfall stíflna og botn- rásir duga ekki til að flytja vatnið nógu hratt út úr lóninu. Flóðvar í hjástíflu Hágöngulóns mun þá rofna og vatnið fara í farveg Þjórsár um Kvíslavatn. Með því telja starfs- menn Landsvirkjunar að aðalstífla Hágöngulóns muni standast. Flóð- var er veikasti hluti stíflna sem hannað er til að rofna fyrst í flóðum. Átta stíflur eru í Kvíslaveitu, allar af sömu stærð og því ekki vitað hvar hlaupvatnið leitar útrásar þegar þangað er komið. Óli Grétar segir gert ráð fyrir að Svartárstífla verði rofin handvirkt og vatninu stýrt nið- ur farveg Þjórsár. Þaðan fer hlaup- vatnið í Sultartangalón og sömu ráð- stafanir verða gerðar í stíflunni þar ef á þarf að halda, það er að segja ef innrennslið verður meira en yfirfall- ið ræður við, 5-6 þúsund rúmmetrar á sekúndu. Tilgangurinn er að búa til rými í lóninu fyrir stóran flóð- topp. Með því ættu að myndast tveir flóðtoppar í stað eins stærri topps ef flóðvatnið bættist ofan á það vatn sem fyrir er. Tilgangurinn er að draga úr skemmdum á virkjunum og stöðvum Landsvirkjunar og draga úr flóðum í Þjórsá neðan virkjana. Lítið fer í Þórisvatn Einhver hluti vatnsins færi á yf- irfalli og um botnrás úr Há- göngulóni og Kvíslavatni um farveg Köldukvíslar og í gegn um Sauða- fellslón sem er lítið lón rétt yfir ofan Þórisvatn og loks í Sporðöldulón við Búðarhálsvirkjun. Þórisvatn er langstærsta lónið og það gæti dempað þessi stóru flóð. Vatnið er hins vegar tengt við Sauð- fellslón með skurðum sem flytja takmarkað magn þannig að lítið mun bætast í það, að sögn Óla Grét- ars. Sultartangalón dempi flóðið  Landsvirkjun hefur uppfært viðbragðsáætlanir vegna hugsanlegs eldgoss í Köldukvíslarjökli og stíflurofs í Hágöngulóni  Flóðvar í Svartárstíflu verður rofið til beina hlaupvatni í Þjórsá Leið jökulhlaups úr Köldukvíslarjökli til sjávar Heimild: Landsvirkjun Grunnkort/Loftmyndir ehf. Botnrásir opnaðar og yfirfall aukið. Flóðvar rofið hand- virkt í Sauðárstíflu. Flóðvar í hjástíflu rofnar. Yfirfall aukið? Botnrásir opnaðar? Sultartangalón Köldukvísl- arjökull Mýrdalsjökull Þjó rsá Þj ór sá Kvíslaveita Hella Langjökull Hágöngulón Þórisvatn Morgunblaðið/Sigurður Bogi Búrfell Búrfellsstöð er elsta aflstöð Landsvirkjunar á Þjórsársvæðinu. Vatnsaflstöðvar » Landsvirkjun rekur sex afl- stöðvar á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár: Búrfell, Sultartanga, Hrauneyjafoss, Vatnsfell, Sig- öldu og Búðarháls » Samanlagt uppsett afl stöðvanna er 935 megawött. » Vatni til miðlunar er safnið í þrjú uppistöðulón, Þórisvatn, Hágöngulón og Kvíslaveitu. » Auk þess eru smærri miðl- unarlón við hverja virkjun. Af þeim er Sultartangalón lang- stærst. Óli Grétar Blöndal Sveinsson Sjúklingar munu í framtíðinni geta skoðað eigin sjúkraskrár í gegnum nýja rafræna heilbrigðisgátt sem ber nafnið VERA. Geta þeir með því haft betri yfirsýn yfir eigin heil- brigði. Það fáist m.a. með því að hafa yfirsýn yfir lyfjanotkun og of- næmi. Að mati yfirvalda heilbrigð- ismála markar opnun VERU í gær tímamót í heilbrigðisþjónustunni. Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra opnaði gáttina formlega að viðstöddum fulltrúum Embættis landlæknis og Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins. Mun upplýsingagáttin m.a. gera einstaklinum kleift að eiga í örugg- um rafrænum samskiptum við lækna og aðra heilbrigðisstarfs- menn. Stefnt er að því að VERA verði orðin hluti af þjónustu allra heilsugæslustöðva á höfuðborg- arsvæðinu í lok nóvember. Í fram- haldinu verður VERA innleidd hjá stofnunum í öllum heilbrigð- isumdæmum landsins og er áætlað að ljúka því verki í byrjun febrúar 2015. Fá aðgang að heilsu- farsupplýsingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.