Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 VI TINN 2014 VITINN Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Óhætt er að segja að nýsköpun og frumkvöðlastarf standi með sér- stökum blóma á Suðurnesjum um þessar mundir. Einna mest er deigl- an á Ásbrú, gamla varnarsvæðinu, en þar hefur myndast öflugt samfélag framtaksmanna, fræða og atvinnulífs, með um tvö þúsund íbúum og 650 starfsmönnum hjá 115 fyrirtækjum sem flest eru lítil eða meðalstór á ís- lenskan mælikvarða. Stærri fyrirtæki eru líka á Ásbrú. Í gær var fyrsti áfangi örþör- ungaverksmiðju líftæknifyrirtæk- isins Algalífs þar á staðnum tekinn í notkun. Framleitt er andoxunarefni sem er notað í fæðubótarefni og vít- amínblöndur. Nú starfa tæplega 20 manns hjá fyrirtækinu, en verða um 30 þegar verksmiðjan verður komin í fullan gang. Annað stórt fyrirtæki á Ásbrú er gagnaver Verne Global. Fyrir nokkrum ár- um var mikið kvartað yfir því að skilningsleysi ríkti hér á landi á þörf frumkvöðla fyrir stuðn- ing og þolinmótt fjár- magn. Þetta hefur breyst. Nú er mikil áhersla lögð á stuðning við nýsköpun og að frum- kvöðlum sé skapað umhverfi sem er hvetjandi. Einn liður í því eru svokall- aðir vaxtarsamningar Byggðastofn- unar sem byrjað var að gera fyrir fjórum árum. Markmiðið er að efla nýsköpun og samkeppnishæfni at- vinnulífsins. Styrkirnir sem hver og einn fær eru ekki háir en duga til þess að frumkvöðlarnir geta einbeitt sér að verkefninu. Á vef Vaxtarsamnings Suð- urnesja má finna yfirlit yfir nýsköp- unarverkefni sem hlotið hafa stuðn- ing undanfarin ár. Í fyrra var úthlutað 25 milljónum til fimmtán verkefna. Með aukaúthlutun á þessu ári var átta millj- ónum veitt til átta verk- efna. Þarna kennir margra grasa. Hug- myndaauðgin er mikil, en það merkilega er hve mörg verkefnanna eru komin vel áleiðis eða þegar orðin grundvöllur atvinnu- starfsemi. Þar á meðal er fram- leiðsla Geosilica á fæðubótarefni úr kísil sem sagt var frá í blaðinu í gær og próteinverksmiðja í Garði, þar sem framleitt er próteinmjöl og fiskolía úr fiskúrgangi. Af verkefnum sem hlotið hafa styrki má nefna þróun heilsu- kodda, undirbúning alþjóðlegrar tón- listarhátíðar á Ásbrú, gerð hugbún- aðar sem heldur utan um skráningar á gildum sem tengjast tæknilegum rekstri grasvalla, heilsuferðir útlend- inga, sjávarréttaeldhús, nýtingu á brjóski úr hákarli í fæðubótarefni, reiðhjólaferð ferðamanna um orkustíg frá Bláa lóninu, svo fátt eitt sé talið. Nýsköpun blómstrar vel á Suðurnesjum  Fjöldi nýrra starfa skapast  Vaxtarsamningarnir hjálpa Ljósmynd/Keilir Ásbrú Fjölbreytt starfsemi og mannlíf er á gamla varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll. Engir naggar eða tilbúnar kjötbollur  Undanfarin átta ár hefur grunnskólabörnum í Stóru-Vogaskóla í Vogum verið boðið upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir og hefur fyrirkomulagið gefist vel, að sögn skólastjóra skólans. „Þetta byrjaði árið 2006 sem kosningaloforð hjá einum framboðslistanum sem síðan var staðið við,“ segir Svava Bogadóttir, skólastjóri Stóru-Vogaskóla. „Það var einfaldlega almennur vilji til að koma til móts við barnafólk og að minnka kostnað foreldra grunnskólabarna. Almenn ánægja hefur verið með þetta fyrirkomulag svo því hefur verið haldið áfram.“ Að sögn Svövu er maturinn allur eldaður í skólanum og þar er líka eldað fyrir eldri borgara og leikskóla bæjarins. Það er heilsuleikskóli þar sem mikil áhersla er lögð á hollar neysluvenjur og Stóru-Vogaskóli nýtur góðs af því. „Við erum ekki einungis með ókeypis mat, heldur líklega eitt besta eldhús á land- inu,“ segir Svava stolt. „Hér er allur matur eldaður frá grunni og aldrei keyptur tilbúinn matur á borð við nagga eða kjötbollur eins og er í sumum skólum.“ Bætir einbeitingu og úthald unglinganna Í skólanum eru tæplega 200 nemendur sem neyta matar síns í tveimur hóp- um. Unglingarnir í skólanum eru í fyrri hópnum, þeir setjast að borðum klukk- an 11 sem Svava segir vera nýtt fyrirkomulag. „Margir þeirra ná ekki að borða morgunmat áður en þeir koma í skólann og voru orðnir viðþolslausir af hungri þegar hádegið loksins kom. Það gefst miklu betur að gefa þeim fyrr að borða, þeir hafa betri einbeitingu og meira úthald.“ Svava segir marga kosti við þetta fyrirkomulag, að bjóða skólabörnum gjaldfrjálsan hádegismat. „Reyndar er líklega ekkert meiri þörf fyrir að hafa matinn gjaldfrjálsan hér en annars staðar, það var t.d. byrjað á þessu löngu fyrir kreppu. Vissulega hefur stundum komið upp sú umræða að peningum væri betur varið á annan hátt en þennan og auðvitað eru foreldrar og aðrir bæjarbúar að borga fyrir þetta með útsvarinu sínu. En kostirnir eru svo margir, Við erum með þessu að kenna um hollar neysluvenjur; í matsalnum fer fram mikið mataruppeldi.“ annalilja@mbl.is Ljósmynd/Svava Bogadóttir Að snæðingi Í hádegismat í Stóru-Vogaskóla. Undanfarin átta ár hafa skóla- máltíðir þar verið gjaldfrjálsar og skólastjóri segir ánægju með fyrirkomulagið.  Á ferð um Ísland 2014 er níu vikna ferðalag ljósmyndara og blaðamanna Morgunblaðsins sem hófst í ágúst. Þessa dagana er fjallað um Suðurnes, síðan liggur leiðin til sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ferðinni lýkur í Reykjavík í lok október. Umsjón með ferðalaginu hefur Anna Lilja Þórisdóttir blaðamaður. Margt af því efni sem þegar hefur birst er tilkomið vegna ábendinga frá lesendum og áfram er tekið við þeim í netfanginu annalilja@mbl.is. Ertu með ábendingu um efni? Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Þegar kraftmiklar, alvöru, skap- andi Suðurnesjakonur stofna með sér samtök verður skammstöfun þeirra SKASS. Um er að ræða óformlegan félagsskap kvenna á öllum aldri og víða að úr samfélag- inu á svæðinu og tilgangurinn er að styrkja tengslanet kvenna, kynna möguleika í námi og starfi og efla og fræða hver aðra. Þóranna K. Jónsdóttir mark- aðsráðgjafi er ein forsvarskvenna SKASS. „Við vildum koma konum hér á svæðinu saman. Atvinnu- ástandið hefur verið erfiðara hér en víða annars staðar á landinu og það má kannski segja að við höfum viljað sparka aðeins í rassinn hver á annarri; sýna hverju hægt er að áorka,“ segir Þóranna. Hún segir hugmyndina hafa komið frá Önnu Lóu Ólafsdóttur, forseta bæjarstjórnar í Reykja- nesbæ og náms- og starfsráðgjafa hjá Miðstöð símenntunar á Suð- urnesjum. Samtökin voru stofnuð árið 2010, síðan þá hefur starfsem- in verið mismikil en nú stendur til að blása til sóknar og efla hana. Skössin halda fundi sína í frum- kvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú, á hverjum fundi kynnir einhver fé- lagskvenna sig, haldin eru erindi og leitast er við að efla tengsl á milli skassanna á ýmsan hátt. „Þetta snýst um jákvæðar fyr- irmyndir og innblástur,“ segir Þór- anna. Spurð um tilurð nafns samtak- anna; Samtök kraftmikilla, alvöru, skapandi Suðurnesjakvenna, Suðurnesjasköss sameinast  Efla hver aðra og styrkja tengslanetið  Sköss fá miklu áorkað  Segir þörf á sérstökum félagsskap kvenna SKASS Voru stofnuð árið 2010. Ljósmynd/Þóranna K. Jónsdóttir Samtök Markaðsráðgjafinn Þóranna, ein forsvarskvenna SKASS, segir til- gang samtakanna að efla tengslanet kvenna og kynna ýmsa möguleika. SUÐURNES2014Á FERÐ UMÍSLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.