Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 ✝ Jón AuðunnGuðjónsson fæddist á Blönduósi 17. desember 1921. Hann lést 23. sept- ember 2014. Hann var sonur hjónanna Ingi- bjargar Rósu Ívars- dóttur, f. 26.8. 1891, d. 11.9. 1982, og Guðjóns Hall- grímssonar, f. 17.11. 1890, d. 8.9. 1982. Auðunn var fjórði í röð sjö barna þeirra. Eldri voru: Steingrímur, f. 15.4. 1917, d. 13.12. 1982, Hallgrímur, f. 15.1. 1919, Sigurlaug, f. 15.4. 1920, d. 15.11. 1995. Yngri voru: Ingibjörg, f. 25.5. 1923, d. 28.8. 1979, Þórhildur, f. 1.12. 1925, Eggert, f. 15.12. 1927, d. 10.5. 1953. Fyrstu níu æviárin ólst Auð- unn upp í Hvammi í Vatnsdal ásamt foreldrum sínum og systkinum. Árið 1931 fluttist fjölskyldan að Marðarnúpi í sömu sveit. Kona Auðuns er Þor- Auðunn gekk í farskóla í Vatnsdal og veturinn 1941-1942 var hann við nám í íþróttaskól- anum í Haukadal í Bisk- upstungum hjá Sigurði Greips- syni. Auðunn vann um árabil við leigubílaakstur hjá Hreyfli eða þar til hann fluttist alfarið að Marðarnúpi og gerðist bóndi þar ásamt foreldrum sínum og seinna Þorbjörgu. Árið 1980 brugðu þau hjón búi og fluttust til Reykjavíkur. Auðunn vann í Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi til loka árs 1991. Síð- astliðin níu ár bjuggu þau í Mos- fellsbæ. Á búskaparárunum á Marðarnúpi sat Auðunn í ýms- um nefndum á vegum sveitarfé- lagsins, lengst þó í skólanefnd Húnavallaskóla. Auðunn átti sér ýmis áhugamál. Hann var skák- maður góður, einlægur aðdá- andi hverskyns íþróttagreina, sér í lagi fótbolta og las mikið ævisögur og ljóð. Hann hafði yndi af að ferðast og fræðast um landið og náði sá áhugi út fyrir landsteinana. Auðunn stundaði nær alla tíð útivist og hreyfingu. Síðastliðna átta mánuði dvaldi Auðunn á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ. Útför Auðuns fór fram frá Lágafellskirkju 30. september 2014. björg Sigríður Þór- arinsdóttir frá Dal- vík. Þau giftu sig 19. júní 1962. Þor- björg er dóttir Ingi- bjargar Solveigar Jónsdóttur, f. 1.11. 1900, d. 4.10. 1982, og Péturs Þórarins Þorleifssonar, f. 5.6. 1916, d. 26.12. 2005. Hálfbróðir sammæðra Gestur Magnússon, f. 11.4. 1918, d. 3.2. 2000. Börn Auðuns og Þor- bjargar eru: Þórarinn Ingimar, f. 26.2. 1959. M. Sigríður Erla Sigurðardóttir. Synir þeirra eru Bjarki Már, Pálmi Már og Andri Már. Guðjón, f. 28.11. 1962. M. Sigrún Andersen. Börn Guðjóns eru Daníel, Viktor, Alexander og Sunna Rós. Ingibjörg Rósa, f. 16.4. 1964. M. Ragnar Pálmason. Börn þeirra eru Jón Pálmar, Auðunn Ingi, Kári og Ásdís Björg. Ásdís Elín, f. 4.7. 1965. M. Sveinn Valgeirsson. Synir þeirra eru Ragnar og Sigurgeir. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Hví í friði, elsku pabbi minn. Þín Ásdís. „Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig.“ Þetta voru þín orð til mín eftir að ég hafði lokið ein- hverju smávægilegu viðviki fyrir þig. Þú sagðir þetta svo innilega að ég mun ávallt muna það. Alltaf tókstu á móti mér með útbreiddan faðminn og spurðir frétta. Þú hafðir mestan áhuga á sveitinni í Hrútafirðinum. Ef mað- ur hafði ekki vigtina á hreinu eða rúllufjöldann að loknum slætti þá var maður nú ekki beint mikið inni í málum. Þú varst ungur í anda og hafðir áhuga á málum okkar yngra fólks- ins. Stundum spurðirðu okkur bræður hvar við hefðum verið klipptir og hvað það kostaði, eins með gallabuxur, hvar fékkstu þessar og hvað kostuðu þær? Ekki varstu í vanda með að læra á tölvu. Þú skoðaðir fréttirnar, lagðir kap- al og tefldir skák. Stundum kall- aðirðu á mig til að sýna mér hvað tölvan gat verið vitlaus þegar þú mátaðir hana í skák. Ekki veit ég hvað við horfðum á marga fótboltaleiki saman, en þeir skipta eflaust hundruðum. New- castle var alltaf þitt lið en í seinni tíð fórstu þó að taka eitthvað undir með Liverpool en ég held að það hafi bara verið til að stríða ömmu. Við ræddum oft pólitík og þá aðallega hvað Jóhanna og Stein- grímur gátu gert margt vitlaust og sér nú ekki fyrir endann á því enn. Í alþingiskosningunum 2013 keyrði ég ykkur ömmu á kjörstað og svo fékk ég að aðstoða þig við kjörseðilinn inni í klefanum. Ég rétti þér blýantinn til að krossa við lista en þú vildir ekki taka við hon- um heldur sagðir: „Merktu bara við D-ið maður, svo getum við bara farið héðan!“ Ekkert droll. Þú hafðir áhuga á bílum og spurðir oft út í hvernig bílum við bræður værum á og hvernig þeir reyndust. Ef við fengum okkur nýja bíla þá varstu spenntur að skoða þá. Ég man eftir einu atviki síðan þú keyrðir enn bíl, á áttræð- isaldrinum. Þú varst á leið norður í Hrútafjörðinn á Toyota Yaris og fórst Hvalfjarðargöngin. Stuttu seinna fékkstu hraðasekt í póst- inum, hafðir verið myndaður í göngunum. Þetta fannst þér af- leitt alveg. Að atast svona í eldri manni á leið út á land þegar nóg er af stórglæpamönnum í borginni. Þar sem þú hafðir svo gaman af vísum, kunnir margar og fórst stundum með, þá setti ég saman eina til að lýsa þér með mínum augum: Fljótur, flinkur, hreinn og beinn, fyndinn alltaf glaður. Ekur hratt er aldrei seinn, og þolir illa þvaður. Við sjáumst ekki oftar, afi minn, en margar sterkar og góðar minningar á ég sem eftir sitja. Ég sný þessu við hérna í lokin og geri þín orð að mínum: „Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig.“ Jón Pálmar Ragnarsson. Mig langar til að minnast móð- urbróður míns, Auðuns Guðjóns- sonar frá Marðarnúpi í Vatnsdal, með fáeinum orðum. Fyrstu minningar mínar, sem tengjast honum, eru frá bernskuárum okk- ar bræðra þegar hann bjó hér í borginni og starfaði sem leigubíl- stjóri. Þá létti hann oft undir með mömmu og ók okkur bræðrunum á leikskólann. Það var ljúft að fara með frænda þennan spöl því fæt- urnir voru stuttir í þá daga. Kynslóðin, sem var nálægt tví- tugsaldrinum þegar heimsstyrj- öldin seinni hófst, lifði miklar breytingar í þjóðlífinu eins og al- kunnugt er. Borgin og þéttbýlið togaði menn til sín en ræturnar í sveitinni voru líka sterkar. Þótt ungur væri að árum skynjaði ég allvel þessa togstreitu. Svo fór um frænda minn að hann fór aftur í sveitina sína og tók við búskapn- um þegar foreldrar hans tóku að reskjast. Hann eignaðist góða konu, Þorbjörgu Þórarinsdóttur sem ættuð er úr Svarfaðardaln- um. Hjónabandið var farsælt og ævinlega gott að koma að Marð- arnúpi til þeirra Auðuns og Þor- bjargar. Eigum við öll frænd- systkinin, held ég að mér sé óhætt að segja, einkar ánægjulegar minningar þaðan enda einkenndi heimilið bæði rausn og myndar- skapur og elskulegt viðmót í alla staði. Ungur að árum fór ég í sveit norður í Vatnsdal enda þótti borg- arrykið afar óheilnæmt litlum börnum á þeim árum. Úti á hlaði stóðu afi og amma og allt skyldu- liðið og maður var faðmaður og kysstur. Í þessum hópi skipaði Auðunn frændi sérstakan sess. Hann var enn ókvæntur maður þegar ég kom fyrst að Marðarnúpi þar sem þau bjuggu þá, afi og amma. Hann tók mig strax undir sinn verndarvæng. Auðunn hafði verið á íþróttaskóla í Haukadal hjá Sigurði Greipssyni og sýndi okkur strákunum stundum ein- hverja gamla takta. Hann gat far- ið í gegnum sig á þverbitunum í hlöðunni og leikið fleiri listir. Þetta þóttu ungum dreng hrein undur. Einnig hafði hann gaman af að tefla og stundum var gripið í skák þó að ekki þætti það sérlega búmannslegt um hásláttinn. Auð- unn var vel á sig kominn, fríður maður og svipsterkur og hafði mikið hár sem liðaðist sérlega fal- lega. Lundin var góð og alla jafna létt enda var hann vinsæll maður og vel látinn. Sterkar og heitar til- finningar einkenndu hann samt eins og fleiri frændur mína í þess- um fagra dal, Vatnsdalnum. Ég heyri enn raddirnar óma í haust- kyrrðinni og rökkrið tekið að fær- ast yfir en frændi ekur gamla Wil- lys-jeppanum fram hlíðina þar sem áin liðast blátær með brekku- rótunum. Farðu vel, frændi! Gunnar Skarphéðinsson. Fyrir mörgum árum leigði ég kjallaraherbergi blokkar einnar í Neðra-Breiðholti. Fyrir tilviljun var það í sömu blokk og Auðunn og Þorbjörg bjuggu á þeim tíma. Ég vissi hver þau voru vegna sam- veru við Guðjón son þeirra í Sam- vinnuskólanum á Bifröst. Óskemmtileg var einveran þarna í kjallaranum og tók ég að heim- sækja fjölskylduna oftar en góðu hófi gegndi, fékk að horfa á sjón- varp og sitja að spjalli á vetrar- kvöldum. Af einstakri gæsku hús- ráðenda og öðru heimilisfólki var mér alltaf vel tekið, eiginlega sem týndum syni í hvert sinn er ég birtist. Var það óverðskuldað og of sjaldan þakkað, en þau hafa verið mér og mínum afar góðir vinir og næstum eins og vandamenn síðan. Það var svolítið sérstakt að kynnast þessum hressilega sögu- manni norðan úr Vatnsdal. Hann var afar minnisgóður og hafsjór af fróðleik um menn og málefni. Og í gegnum sögurnar kynntist maður Guðjóni á Marðarnúpi, Lárusi í Grímstungu og mörgum öðrum lífs og liðnum. Hann var stoltur af sínum heimahögum enda er Vatnsdalurinn afbragð annarra dala og var konungsríki í hans augum. Auðunn notaði framburð sem var mér Sunnlendingnum nýstár- legur. Hann sagði habbði og saggði og bærinn Undirfell í Vatnsdal hét Yndirfell. Hann var óskaplega áhugasam- ur um fólk, búskap og bæi vítt og breitt um sveitir landsins. Hófust þegar á fyrsta degi allsnarpar yf- irheyrslur um bændur og búalið sunnanlands, en hræddur er ég um að þekkingarleysi mitt á þess- um málefnum hafi æði oft valdið nokkrum vonbrigðum Hann gat verið snöggur upp á lagið og legið hátt rómur ef mikið lá við. Þegar hann hastaði á reyks- pólandi mótorhjólapilta af svölun- um í Breiðholtinu hrökk allt hverf- ið í kút og þegar hann kom í heimsókn til okkar í fyrsta sinn og varla almennilega kominn inn úr dyrunum tók hann að lýsa miklum bata sem honum hafði hlotnast á annarri hendinni. Til að leggja áherslu á orð sín barði hann svo hraustlega í borðið með henni að allt ætlaði um koll að keyra. Lýsti hann því yfir skýrt og skorinort, með vel völdum óprenthæfum orð- um, að hægt væri að framkvæma hvað sem væri með henni. Þetta atvik var lengi í minnum barnanna. Fjarri var þessum góða manni að gera á hlut annarra. Hann fann mjög augljóslega til með fólki sem einhverra hluta vegna gekk miður í lífinu. Það voru svo sem kveðnir upp palladómar um menn og mál- efni og oftar en ekki fóru fram- sóknarmenn halloka út úr umræð- unum. Pólitík skipaði stóran sess og fylgdi hann sínum mönnum þétt að málum, en óskynsama pólitíkusa þoldi hann illa. Einnig átti hann stundum eitthvað van- talað við Guðlaugsstaðakynið eins og það lagði sig, en samt þótti hon- um vænt um það á sinn hátt, og framsóknarmennina líka, enda hafði hann húmor fyrir marg- breytileika mannlífsins og skyn- semi til að hefja sig yfir þras og smáborgarahátt. Auðunn var sérlega litríkur og skemmtilegur maður, er ég þakk- látur honum fyrir velvilja og vin- áttu frá fyrsta degi. Við fjölskyld- an sendum Þorbjörgu og börnum þeirra og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Elvar Eyvindsson. Jón Auðunn Guðjónsson Hinn 27. ágúst sl. misstum við bræður ekki bara frænda okkar held- ur líka mjög góðan vin. Þegar við vorum yngri og þú bjóst hjá ömmu og afa á Stokkseyri og við komum í heimsókn gafstu okkur alltaf tíma til þess að tala við okkur. Eftir að veikindi þín ágerðust og þú komst oftar til Reykjavíkur kynntumst við allir mun betur og urðum mjög góðir vinir. Það var aldrei leið- inlegt að koma í heimsókn til þín á spítalann og tala um dag- inn og veginn. Við fundum það alltaf þegar við töluðum um Stokkseyri og gömlu tímana hvað þú varst stoltur af því að vera Stokkseyringur og hvað þú varst ánægður með fólkið þitt. Þú varst líka mjög áhuga- Guðfinnur Steinar Eyjólfsson ✝ GuðfinnurSteinar Eyj- ólfsson fæddist 14. mars 1961. Hann lést 27. ágúst 2014. Útför Guðfinns fór fram 6. september 2014. samur um hvernig okkur bræðrunum og öðrum fjöl- skyldumeðlimum vegnaði í lífinu og spurðir alltaf hvort við stæðum okkur ekki í því sem við tækjum okkur fyr- ir hendur. Við hlógum líka saman og það var ein saga sem við hlógum alltaf að. Það var þegar við vor- um í heimsókn hjá ykkur á Hamrahvoli og góður heimilis- vinur kom í heimsókn en í þetta skipti varaði heimsóknin ekki mjög lengi. Vinirnir fóru að ræða pólitík og það endaði ekki betur en svo að afi rak hann út. Allan þennan tíma vorum við bræður á glugganum og fylgd- umst áhugasamir með hvernig þetta myndi enda. Elsku Guffi, við trúum því að þú sért kom- inn á góðan stað og þér líði vel. Minning þín mun lifa með okk- ur enda varstu góður og heið- arlegur maður. Eyjólfur Örn, Ólafur Örn og Davíð Örn. Við systur minn- umst þín með hlýju í hjarta og þökkum samveruna. Takk fyrir allt og allt, elsku Sirrý, þú varst okkur ávallt góð og hlý. Það gleður okkur í sorginni að þú sért búin að hitta Jón okkar aftur. Sigríður Jónasdóttir ✝ Sigríður Jón-asdóttir fædd- ist 17. október 1924. Hún lést 18. september 2014. Útför Sigríðar fór fram 29. september 2014. Við kveðjum þig með síðustu vísu Þorsteins Erlings- sonar. Nú opnar fangið fóstr- an góða og faðmar þreytta barnið sitt; hún býr þar hlýtt um brjóstið móða og blessar lokað augað þitt. Hún veit, hve bjartur bjarminn var, þótt brosin glöðu sofi þar. Helga, Hulda og Harpa Finnsdætur. ✝ Elskuleg dóttir okkar, systir, barnabarn, barnabarnabarn og fósturdóttir, ALMA MAUREEN VINSON, lést á heimli sínu föstudaginn 3. október. Útförin fer fram frá Hjallakirkju mánudaginn 20. október kl. 13.00. Hildur Hólmfríður Pálsdóttir, Gary Frank Vinson, Stefán Hólm Vinson, Kerri Vinson, Gary Vinson, Rósa Maren Vinson, Alma Elísabet Guðbrandsdóttir, Páll Hólm Þórðarson, Maureen West, Brian West, Þórður Eyjólfsson, Elísa Sigríður Guðmundsdóttir, Jón Loftur Ingólfsson og aðrir aðstandendur. ✝ Beloved mother, mother-in-law, grandmother, great-grandmother and aunt, ANNA KACZMARSKYJ of Venice, Florida and Yonkers, New York, died in Reykjavík on the 4th of October. A memorial service will be held at the Seltjarnarnes Church on Monday the 13th October at 15.00. The funeral will be at St. Andrew’s Ukrainian Cemetery in New Jersey, USA. Vera Kaczmarskyj Rozwadowski, Franek Rozwadowski, Dragan Rozwadowski, Joseph Kowal, Olga Kowal, Damian and Tomoko Kowal, Christina Kowal, Donna Kowal, Nicholas Kowal, Orest Kaczmarskyj and family, Halyna Hirniak and family, Adriana Kulynych, Larysa Kulynych, Tania Melnyk and family, Irena Kachmarsky and family. ✝ Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, JÓN SIGURÐSSON frá Arnarvatni, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga föstudaginn 3. október. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 11. október kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Gerður Kristjánsdóttir, Sigrún, Sólveig og Helga Jónsdætur og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.