Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 ✝ GestrúnSveinsdóttir fæddist á Akranesi 22. apríl 1963 og ólst upp í Ásgarði í Reykholtsdal. Hún lést 1. október 2014. Foreldrar henn- ar voru Sveinn Hannesson, f. 17. nóvember 1927, d. 14. febrúar 1988, og Geirlaug Jóns- dóttir, f. 2. september 1927. Þau voru bændur í Ásgarði. Gestrún lauk skyldunámi frá Kleppjárnsreykjaskóla og versl- unarprófi frá Héraðsskólanum í Reykholti auk þess sem hún stundaði nám í Húsmæðraskól- anum á Varmalandi í Borg- arfirði. Eftir nám stundaði Gestrún verslunarstörf í Ólafs- Ösp, f. 28. júní 2004, grunn- skólanemi. Systir Gestrúnar er Kolbrún Sveinsdóttir, f. 30. maí 1957, gift Bjartmari Hannessyni, f. 22. ágúst 1950, og eiga þau börnin Unnar Þorstein og Þóru Geirlaugu. Gestrún og Ólafur bjuggu lengst af á Tálknafirði en árið 2007 flutti fjölskyldan til Kefla- víkur. Gestrún stundaði banka- störf á Tálknafirði uns hún hóf eigin atvinnurekstur en hún rak um árabil verslanirnar Poka- hornið og Jaðarkaup. Í Keflavík vann hún hjá Íslandspósti og nú síðast við Heiðarskóla. Gestrún tók virkan þátt í félagsstörfum, meðal annars leiklist og þó ekki síst því sem sneri að íþróttaiðkun og öðrum viðfangsefnum barna sinna. Gestrún greindist með krabbamein í júlí 2013 og lést þann 1. október síðastliðinn. Útför Gestrúnar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 10. októ- ber 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar vík þar sem hún kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum, Ólafi Helga Gunn- björnssyni, f. 25. september 1966. Þau hófu sambúð á Tálknafirði, heimabæ Ólafs, og gengu þau í hjóna- band 31. júlí 1999. Foreldrar Ólafs voru Guðný Gests- dóttir, f. 30. ágúst 1945, d. 5. ágúst 1983, og Gunnbjörn Ólafs- son, f. 18. mars 1938, fóst- urmóðir Ólafs er Björg Þórhalls- dóttir, f. 1. júní 1949. Gestrún og Ólafur eignuðust þrjú börn, elst er Sveinbjörg Erla, f. 14. október 1988, innanhússhönnuður, næst- ur er Gunnbjörn, f. 28. júní 1992, flugmaður, og yngst er Guðný Að setjast niður til að skrifa minningargrein um Rúnu frænku, móðursystur mína, er eitthvað sem ég ætlaði mér ekki að gera næstu áratugina. En al- mættið hafði önnur plön og eft- ir sitjum við reið og sár, hvers vegna hún, hvers vegna núna? Það hefur verið hoggið stórt skarð í hópinn okkar þar sem Rúna stóð, alltaf jákvæð og hlý með óbilandi æðruleysi kryddað með eitruðum svörtum húmor. Æðruleysið kom ekki hvað síst í gegn núna síðustu mánuði, enda var það Rúna sem reif mann upp úr vonleysinu og eymdinni þegar hver meðferðin á fætur annarri gekk ekki eins og við vildum að hún gengi. En það væri ekki í anda Rúnu að velta sér upp úr þessum síðustu vik- um og mánuðum. Þeir voru ekki einkennandi fyrir allar góðu minningarnar sem við eigum svo mikið af. Þegar þær systur, mamma og Rúna hentu upp ferming- arveislum eða afmælisveislum, sýndist manni það yfirleitt vera gert með annarri hendinni. Ef eitthvað klúðraðist var því snar- lega reddað, eins og þegar þær laumuðust úr langt kominni af- mælisveislu móður sinnar til að ná í nokkrar tertur sem gleymdust, það var jú stundum verið að flýta sér. Flýtirinn ein- kenndi líka árlegan Sörubakst- ur okkar kvenleggsins. Þá kom- um við saman og stóðum við Sveinbjörg í þeirri meiningu að nú ætti að taka því rólega og dunda sér við að búa til Sörur. Annað kom á daginn, því syst- urnar höfðu þá þegar bakað alla botnana og lítið eftir nema setja súkkulaði utan á, ekki að okkur hafi þótt það leiðinlegt. Þó svo að lengst af hafi verið landfræðilega langt á milli systranna, Rúnu og mömmu, liðu sjaldnast margir dagar á milli þess sem þær heyrðu hvor í annarri. Þegar númerið hennar Rúnu birtist á símanum vissi maður líka að nú yrði síminn upptek- inn næsta klukkutímann að minnsta kosti. Þetta þótti ekki tiltökumál fyrr en internet með upphringitengingu komst á. Í seinni tíð fór ég svo að hringja í Rúnu frænku til skrafs og ráða- gerða. Hún hafði oft annan vinkil á aðstæður sem upp komu og þrátt fyrir að ég efist um að hún hafi alltaf verið sam- mála mér fann ég aldrei fyrir öðru en að við værum á ná- kvæmlega sömu blaðsíðu. Elsku Rúna, takk fyrir að hafa alltaf verið til í að fíflast, jafnvel þó að aðstæður hafi þótt afskaplega óviðeigandi til að láta eins og fífl, takk fyrir að hlusta, takk fyrir ráðin, takk fyrir að segja mér að kýla á hluti sem var ekkert víst að gengju upp og takk fyrir tím- ann sem við þó fengum, hann var vel nýttur. Við fylgjum þér síðasta spöl- inn í dag, elsku Rúna, og sjáumst seinna í sumarlandinu. Líttu sérhvert sólarlag sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag, enginn gengur vísum að (Bragi Valdimar Skúlason) Þín systurdóttir, Þóra Geirlaug. Það var heilmikil eftirvænt- ing í systkinahópnum á Felli þegar von var á Óla Gunn- björns heim með kærustu. Óli sem hefur alltaf verið eins og einn af okkur systkinunum, hafði kynnst henni Rúnu í Ólafsvík um veturinn og var nú að koma heim til Tálknafjarðar til að kynna hana fyrir fólkinu sínu. Það er skemmst frá því að segja að kynni okkar af Rúnu voru eins og best varð á kosið og hefur svo verið alla tíð. Hún og Óli urðu óaðskiljanlegur hluti af Fellsfjölskyldunni og Rúna reyndist okkur öllum hinn besti vinur. Það er því stórt skarð höggv- ið í hópinn þegar við þurfum nú að kveðja Rúnu svo alltof snemma. Baráttu sína við krabbameinið háði Rúna á sama hátt og allt annað sem hún fékkst við, af festu og ákveðni en með bros á vör og hlýleg orð til allra í kringum sig. Að þessu sinni dugði það ekki til. Við sitj- um eftir og skiljum ekki til- ganginn með því að taka Rúnu frá eiginmanni og þremur börn- um sem nú syrgja sárt eigin- konu og móður. Rúna var alltaf hress og kát, með sitt fallega bros og hlýja framkomu. Hún var samt ákveðin og fékk sitt fram þó það gerðist ekki með látum og hávaða heldur stilltu og ákveðnu fasi sem allir sem kynntust báru virðingu fyrir. Hún vann lengst af við þjón- ustustörf hér á Tálknafirði, fyrst í Landsbankanum og seinna Eyrasparisjóði og síðar í eigin verslun, Pokahorninu og svo í Jaðarkaupum, matvöru- verslun þeirra hjóna. Alls stað- ar var sama sagan, Rúna naut virðingar viðskiptavina og sam- starfsfólks fyrir góða framkomu og fallega nærveru, þjónustu- lund og vönduð vinnubrögð. Við sem þekktum Rúnu sem eina af fjölskyldu okkar þykir endalaust vænt um hana. Hún og Óli voru óaðskiljanlegur hluti af fjölskyldu okkar alla tíð. Þau voru með okkur í því sem að höndum bar í gegnum tíðina, sjálfsagðir gestir í öllum jólaboðum og veislum meðan þau bjuggu hér fyrir vestan og það eru margir sunnudagarnir þegar setið var við eldhúsborðið á Felli og málin rædd. Þau Sveinbjörg og Bjössi og svo síð- ar Guðný voru eins og barna- börnin hjá pabba og mömmu og mamma fylgdist með þeim eins og sínum eigin barnabörnum. Þegar Óli og Rúna fluttu síð- an til Keflavíkur varð lengra á milli en það þótti alveg sjálfsagt að kíkja í kaffi að Felli þegar þau komu vestur og þeim var fagnað vel. Við kveðjum okkar kæru vin- konu með sorg í hjarta en erum þakklát fyrir allar mörgu og góðu minningarnar sem við eig- um um hana í gegnum árin. Við biðjum góðan guð að styrkja Óla, Sveinbjörgu, Bjössa og Guðnýju í sorg þeirra og vott- um öllum aðstandendum ein- læga samúð okkar. Systkinin frá Kvígindisfelli, Lilja, Hugrún, Bjarni, Aðalsteinn og fjölskyldur þeirra. Hvað er ljós ef ekki er myrkur? Hvað er mótlæti ef ekki er styrkur? Hvað er gleði ef ekki er sorg? Hvað er söknuður ef ekki er minning? (höf. ók.) Haustið skellur á með mikl- um þunga og myrkri þetta árið. Í dag kveð ég góða vinkonu með miklum trega og söknuði. Eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm sem hún háði með æðruleysi eins og henni var einni lagið varð hún að lokum að játa sig sigraða. Rúnu sá ég fyrst í Ólafsvík árið 1983 en hún starfaði í Hannabúð. Í Ólafsvík kynnist Rúna honum Óla sínum sem þar var á vertíð. Seinna áttum við eftir að kynnast betur þegar ég flutti með mínum manni til Tálknafjarðar árið 1989 en þar áttum við eftir að bralla margt skemmtilegt saman bæði í leik og starfi. Við vorum saman í saumaklúbb en þar naut Rúna sín því allt lék í höndunum á henni og hafa margir notið góðs af hannyrðum hennar. Við eign- uðumst yndislegar vinkonur í þessum klúbb og eftir að hluti hópsins fluttist frá Tálknafirði létum við ekki þar við sitja heldur tókum við upp þráðinn að nýju og höfðum það fyrir reglu að hittast formlega eina heilsuhelgi á ári þar sem við nærðum bæði líkama og sál með hinu ýmsa móti. Rúna var gleðipinni mikill, hrókur alls fagnaðar og því kom ekki á óvart að hún ásamt nokkrum öðrum stofnuðu Leik- félag á Tálknafirði, það var góð- ur og gefandi félagskapur sem átti vel við Rúnu. Hún tók þátt í fjölda uppsetninga ásamt ýmsu öðru sem leikfélagið stóð að. Við Rúna stofnuðum rit- fanga- og gjafavöruverslunina Pokahornið. Þar unnum við allt í sameiningu og bókhaldið líka en það var fært á gamla mát- ann, handskrifað í dagbækur. Við sameinuðum ekki bara krafta okkar í rekstri heldur skiptumst við á að sinna annað hvort versluninni eða börnunum heima til skiptis því synir okkar Rúnu voru ekki komnir á leiks- skólaaldur þegar við byrjuðum rekstur. Eftir að ég ákvað að taka að mér önnur verkefni, hélt Rúna áfram þeim rekstri og síðar tók hún að sér rekstur matvöru- verslunar á Tálknafirði sem hún gerði ásamt Óla af miklum dug- aði og elju. Rúna var einstök, hún var hjartahlý góð manneskja sem hallmælti ekki öðrum og var góð fyrirmynd. Hún var talna- glögg með eindæmum og mundi hún bæði símanúmer og kenni- tölur „flestra“ viðskiptavina frá því hún vann hjá Eyrarspari- sjóði. Það var gott að koma til Rúnu hún var ávallt í góðu skapi, yfirveguð án fordóma. Hún var góð móðir og stolt af börnum sínum enda mátti hún vera það. Þegar við hittumst síðast gat ég næstum því ímyndað mér að allt væri eins og það ætti að vera gleði, grín, og væntum- þykja eins og ekkert hefði breyst… Ég og allir þeim sem þekktu Rúnu munu eiga dýr- mætar minningar sem munu verma þegar haustar á ný. Mik- ið á ég eftir að sakna þín elsku vinkona, börn þín munu vera lifandi eftirmynd þín og þú munt ávallt verða í hjarta mínu. Óli, Sveinbjörg, Bjössi, Guðný og fjölskylda, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég bið góðan Guð að vera með ykk- ur á þessari erfiðu stundu og í framtíðinni. Helga Karlsdóttir. Í síðasta mánuði átti ég sam- tal við dóttir mína um vináttu, að við mannfólkið leituðum vin- áttu sem hentaði okkur á mis- munandi aldurskeiðum. Að sum vinátta ætti sér sinn tíma og önnur héldist alla ævi. Að stundum værum við það heppin að eignast vináttu sem væri ei- líf. Nokkrum dögum eftir þetta samtal féll vinkona mín frá, vin- kona sem var mín besta vin- kona í nokkur ár og eilífðarvin- kona síðar. Að hitta Rúnu eða að tala við hana í síma var eins og við hefðum sést síðast í gær. Fyrir 34 árum sáumst við í fyrsta sinn er við byrjuðum í húsmæðraskóla. Faðir hennar og fósturfaðir minn þekktust og tóku spjall saman, við Rúna vorum kynntar. Upphaf að mjög góðri vináttu sem bar ekki skugga á. Síðar urðu langar vegalengdir á milli þannig að hittingur fjaraði út en alltaf var jafngaman að hitta hana eða heyra í henni. Við áttum síðast samtal í byrjun september, töluðum hreint út um veikindi okkar beggja. Hún peppaði mig upp og sagði mér að óttast ekkert. Þegar kom síðar í ljós að ég hafði ekkert að óttast, góðkynja meinið, gladdist hún með mér af heilum hug. Hún sjálf var orðin þreytt í sinni baráttu, ekkert hafði virkað til þessa en hún vonaði að síðasta törnin myndi virka. Bjartsýn í barátt- unni en samt skynsöm, vissi að gæti farið á báða vegu. „Þá er bara að panta kistuna,“ svaraði Rúna, er ég spurði hvað væri hægt að gera ef meðferðin virkaði ekki. Þótt ég hrykki við áttaði ég mig á að þetta tilsvar var bara ekta Rúna. Ekkert að blekkja sjálfa sig. Já, hún Rúna mín vílaði ekki neitt fyrir sér, að minnsta fannst mér það. Alltaf kát. Hláturinn ómaði langar leiðir, brosið alltaf á vörunum. Hún gat látið í sér heyra og brást illa við ósanngirni, það gat verið skap í henni ef þess var þörf að hennar mati. Þegar ég rifjaði upp hvaða atvik gæti lýst henni best held ég að ég velji eitt. Við vorum eitt sinn boðnar á leiksýningu á Bændaskólanum á Hvanneyri. Það var fljúgandi hálka alla leiðina og við á litlum pallbíl, gott ef hann var ekki enn á sumardekkjunum, góðum reyndar. En við komumst. Þegar vinir okkar fylgdu okkur út á bílaplan eftir sýn- inguna horfðu strákarnir á bíl- inn: „Komuð þið í alvöru á þess- um?“ spurðu þeir. „Já,“ svaraði Rúna alvösk, „haldið þið að við séum einhverjir aumingjar?“ Þessu fylgdi skellihlátur hjá henni. Mikið var ég stolt af vinkonu minni á þessari stundu og mörgum fleiri reyndar. Já, það var aldrei leiðinlegt með Rúnu, alltaf séður húmorinn við alla hluti. Held að við höfum aldrei rifist, ekki einu sinni farið í fýlu. Það var bara ekki hrein- lega hægt þegar Rúna var ann- ars vegar. Falleg, hlý, kát, hláturmild, skarpgreind, ákveðin og úr- ræðagóð, smá af því sem ein- kenndi Rúnu. Við ætluðum að tala saman í síma síðar í sept- ember, þegar til kom treysti Rúna sér ekki í það samtal vegna vanlíðunar. Til stóð svo að þegar hún jafnaði sig mynd- um við tala saman, það símtal varð aldrei. Söknuður fyllir hjarta mitt, nú er of seint að gleðjast með henni. En ég hlakka til er við hittumst hinu- megin. Þar til næst, ljósið veri með þér, Rúna mín. Vigdís Guðrún Sigvaldadóttir (Dísa). Maður skilur ekki allt í til- verunni, er ekki alltaf sáttur og finnst réttlætið ekki alltaf vera til staðar. Þetta á tvímælalaust við núna þegar þú færð ekki lengur að vera hér á þessu jarð- ríki með okkur. Rétt eins og þú sagðir sjálf, þú áttir eftir að gera svo margt. Eftir sitja þeir sem þekktu þig og ylja sér við minningarnar sem þeir eiga um þig. Við systkinin erum svo lán- söm að vera í þeim hópi. Við eigum endalausar minningar um það sem við gerðum með þér á æskuárum okkar. Stutt var á milli heimila okkar, Ás- garðs og Hamra, og við hálf- gerðir heimalningar heima hjá þér. Þangað hlupum við eftir hentugleikum. Flæktumst stundum fyrir, en oftar en ekki hjálpuðum við til. Nokkur sum- ur var Ásgarður svo okkar ann- að heimili þar sem við vorum þar í sveit og annað okkar í níu sumur. Þú varst aðdráttaraflið í ferð- um okkar í Ásgarð og okkar stóri klettur þar. Leiddir ávallt hópinn og vinnuna enda ótrú- lega kraftmikil og dugleg. Þó svo oft hafi verið langur vinnu- dagur var gleði og prakkara- skapur alltaf til staðar. Sama hvort við vorum syngjandi há- stöfum í traktornum, sitjandi efst uppi á heyhleðsluvagninum, mokandi í súrheysturninum, sækjandi kýrnar, hjálpandi lömbum í heiminn eða að smíða þá vorum við alltaf sömu vin- irnir sem ekkert náði að stía í sundur. Hápunktur sumarsins voru réttirnar og allt stússið í kringum þær. Pabbi þinn réð ferðinni og við hlupum í verkin sem okkur var úthlutað. Eftir því sem meira var að gera, þeim betur nutum við okkar. Á þessum árum vorum við ekki mikið að velta fyrir okkur sumarfríi. Vorum bara ánægð með að fá að gera skemmtilega hluti saman. Fórum einu sinni í frí norður í land með foreldrum okkar systkina og auðvitað komst þú með í þá ferð enda stór partur af okkar tilveru. Okkur dugðu gæðastundir eins og útreiðatúrarnir sem við fór- um í eftir fjós á kvöldin á Bangsa, Þumalínu og Jarpi. Þess á milli stríddum við veiði- mönnunum með því að synda í Reykjadalsánni, köstuðum hrossaskít og púðurkellingum í hvert annað eða fórum í vatns- og mjólkurslag í mjólkurhúsinu. Ekki vorum við alltaf sam- mála mömmu þinni í því að fisk- ur væri svo hollur að hann ætti að vera í matinn fimm sinnum í viku. Það skipti þó ekki öllu máli. Máltíðirnar voru sex á dag þannig að ekki vantaði okk- ur orkuna. Búin að fleyta rjómann ofan af mjólkinni í tönkunum í mjólkurhúsinu og ávallt var nóg af „hundakexi“ til sem við vorum aldrei skömmuð fyrir að brjóta í gríð og erg er við vorum að keppa um hver ætti flottasta brotið. Eftir því sem árin liðu breyttust áhugamálin okkar og sveitaböllin tikkuðu inn. Þar nutum við systkinin góðs af ald- ursmuninum þar sem við feng- um að fara fyrr á böllin en margir jafnaldrar þar sem þú lofaðir að líta eftir okkur. Það voru forréttindi að fá að alast upp með þér, Rúna, for- réttindi sem við munum ávallt búa að og þakka fyrir. Elsku Óli, Sveinbjörg, Bjössi, Guðný, Geirlaug og Kolla. Við vottum ykkur, fjölskyldum ykk- ar og vinum okkar dýpstu sam- úð og megi ljósið lýsa ykkur og veita ykkur stuðning. Skúli og Sigrún Þorsteinsbörn. Mig setur hljóða. Rúna, sem alltaf var svo jákvæð og bros- andi, boðin og búin að hjálpa öðrum, hefur verið kölluð á brott, laut í lægra haldi fyrir ill- vígum sjúkdómi, þrátt fyrir hetjulega baráttu sem hún háði vel studd af fjölskyldu og vin- um. Ég kynntist Rúnu á Tálkna- firði, menn okkar beggja Tálkn- firðingar í húð og hár og þá elt- um við vestur á firði. Rúna var ein af þeim sem tóku mér opn- um örmum þegar ég var að setja mig niður á Tálknafirði og á ég henni margt að þakka. Rúna var einstaklega jákvæð manneskja, alltaf tilbúin að rétta út hjálparhönd, var óþreytandi í sjálfboðastarfi ým- iskonar og við áttum góð ár saman í stjórn Ungmennafélags Tálknafjarðar og var hún ein af aðalkanónum leiklistardeildar þess, LUMFT. Rúna hafði mikla unun af því að stíga á svið og fórst það einstaklega vel úr hendi sem og svo margt ann- að. Gestrún Sveinsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.