Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 „Þetta gekk bara rosalega vel. Við náðum að tala um geðheilbrigðismál allan daginn og það leynd- ust margir gullmolar inni á milli,“ sagði Linda Dögg Hólm, starfsmaður Geðhjálpar, eftir ellefu tíma Geðmaraþon samtakanna í Kringlunni í gær. Fjölmargir fylgdust með maraþoninu, sem haldið var í tilefni 35 ára afmælis Geðhjálpar, en það fór þannig fram að 44 einstaklingar stigu fram og fjölluðu um geðheilbrigði með einum eða öðrum hætti í 15 mínútur hver. „Þetta er bara hluti af því af opna augu fólks fyrir því að þetta eru bara ég og þú sem erum að glíma við geðraskanir, og fólkið í kringum okkur,“ sagði Linda, en að sjálfsögðu var einnig boðið upp á af- mælisköku í tilefni dagsins. Geðhjálp hélt upp á 35 ára afmæli með Geðmaraþoni í Kringlunni Morgunblaðið/Golli Töluðu um geðheilbrigði í ellefu klukkustundir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við höfum sannfærst enn betur um það, eftir að hafa rýnt í gögnin í morgun, að það er glapræði fyrir stjórnvöld að beygja sig ekki undir álit ESA og hefja undirbúning að inn- leiðingu reglna í samræmi við það,“ segir Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. SVÞ kvörtuðu til ESA vegna krafna sem hér eru gerðar til innflutts kjöts, meðal annars um skyldu til að flytja það inn frosið, og hefur ESA tekið undir þau sjónarmið í álitum sínum. Íslensk stjórnvöld létu í mála- rekstrinum við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) vinna greiningu á áhættuþáttum innflutnings á kjöti fyrir heilbrigði dýra og fólks. Meðal annars var nýsjálenskt fyrirtæki sem Stephen Copp er í forsvari fyrir ráðið til verka. Einnig voru lagðar fram skýrslur íslenskra sérfræðinga sem vinna hjá Matvælastofnun og fleiri stofnunum. Lítið er gert með þessi gögn í áliti ESA sem birt var í fyrra- dag. Í skýringum með úrskurðinum kemur fram að skýrsla Cobbs sýni að hættan á útbreiðslu sjúkdómavalda við innflutning á fersku kjöti tengist helst tómstundabúskap með svín og hænsni en bendi ekki til neinnar beinnar áhættu fyrir íslenska naut- gripa- eða sauðfjárstofna. Þá er dreg- in sú ályktun að reglur hér á landi dugi ekki til að vernda íslenskt búfé og almenning fyrir umræddum sjúk- dómsvöldum. Nefnt er sem dæmi að flestir þeirra myndu lifa af þá fryst- ingu sem áskilin er í innflutnings- reglum Íslendinga. Dýrt en engu skilað „Þær dýru skýrslur sem stjórnvöld hafa látið vinna fyrir sig í þessari vörn hafa engu skilað fyrir þau, nema síður sé,“ segir Andrés. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir þekkt í sögunni hvaða afleiðingar það geti haft þegar dýrapestir berast í ís- lenska búfjárstofna sem ekki hafi byggt upp ónæmi fyrir þeim á sama hátt og erlendir. Nefnir hann að hrossapestin sem kom upp fyrir fá- einum árum hafi verið áminning um það. „Það eru vonbrigði ef ESA gerir lítið úr þessari hættu. „Ég tel að unn- ið hafi verið faglega að þessu máli af hendi ráðuneytisins.“ Landbúnaðarráðherra hefur lýst því yfir að hann telji líklegt að EFTA-dómstóllinn verði látinn skera úr um málið. Verði það niðurstaða stjórnvalda munu reglurnar væntan- lega verða óbreyttar þar til niður- staða liggur fyrir en það gæti orðið eftir ár eða tvö. Glapræði að breyta ekki  SVÞ ráðleggja stjórnvöldum að hefja innleiðingu á reglum í samræmi við álit  ESA tók ekki mark á viðvörunum vísindamanna sem stjórnvöld lögðu fram Andrés Magnússon Sindri Sigur- geirsson Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Síðasta ár var að mörgu leyti hag- stætt fyrir sveitarfélögin í landinu og hafa fjármálareglur og aukið að- hald breytt miklu. Reikning- ar sem sýna framlegð sveitar- félaga eru til frá árinu 2002, en þá breyttust reikn- ingsskilareglur, og á þessu tíma- bili var fram- legðin mest tvö síðustu ár, að árinu 2007 undanskildu. Þá er útlit fyrir að afkoman á þessu ári verði sambærileg við árið 2013. Þetta er meðal þess sem fram kom í erindi Gunnlaugs Júlíusson- ar, hagfræðings Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, á fjármála- ráðstefnu sambandsins í gær. Sveitarfélögin greiddu niður skuld- ir í fyrra og atvinnuleysi minnkaði, en framkvæmdastig sveitarfélaga var viðvarandi lágt. Gengi krón- unnar var á áþekku róli og árið á undan og atvinnuleysi minnkaði. Bætt fjármálastjórn „Fjármálastjórn sveitarfélaga hefur batnað mikið á undanförnum árum og reksturinn styrkst,“ segir Gunnlaugur. „Auðvitað skapaði fjármálahrunið erfiðar aðstæður sem menn urðu að vinna sig út úr. Útgjöld voru skorin niður og að- haldssemi aukin á flestum sviðum, en samhliða voru fjármálareglur fastmótaðar og komu inn í sveit- arstjórnarlög í ársbyrjun 2012. Þær hafa gjörbreytt hugsanagang- inum. Mál eru krufin betur en áður og tekið er mið af reglunum þegar ákvarðanir eru teknar til að lenda ekki á borði eftirnefndar. Öll sveit- arfélög hafa lagt mikið kapp á að vinna sig út úr erfiðleikunum og flest náð góðum árangri með auk- inni fagmennsku og skýrari mark- miðasetningu.“ Gunnlaugur skipti sveitarfélög- um í fjóra flokka þar sem 24 eru með góðan rekstur og litlar skuldir og þrjú eru með góðan rekstur, en miklar skuldir. Hjá meirihluta sveitarfélaga, eða 44 talsins, er reksturinn þungur og jafnvel erf- iður, en skuldir litlar. Þrjú sveit- arfélög lenda hins vegar í neðsta flokknum með erfiðan rekstur og miklar skuldir. Aukinn þrýstingur á velferðarkerfið Á ráðstefnunni vakti Gunnlaugur sérstaka athygli á mannfjöldaspá Hagstofunnar og segir nauðsynlegt að fá langtímahugsun inn í kerfið. „Íslenska þjóðin er að eldast og stórir árgangar fólks sem er fætt 1950 og fram til 1965 að nálgast efri ár. Þar með eykst þrýstingur á velferðarkerfið þar sem margir þættir spila inn í. Þetta á ekki bara við um sveitarfélögin heldur ekki síður ríkið, sem er að mestu með málefni aldraðra á sinni könnu, en umræður hafa verið um að sveit- arfélögin taki þau yfir. Þarna eru miklir hlutir að gerast og ég vildi vekja athygli á þessari þróun,“ seg- ir Gunnlaugur. Framlegðin eingöngu meiri 2007  Fastmótaðar fjármálareglur hafa skilað miklu  Bættur hagur sveitarfélaganna síðustu tvö ár Mannfjöldaspá Hagstofu Íslands 2013 2020 20402030 2050 Heimild: Fjármálaráðstefna Sveitarfélaga Heildaríbúafjöldi Fjöldi undir 20 ára aldri Hlutfall af heildarfjölda Fjöldi yfir 67 ára aldri Hlutfall af heildarfjölda Fjöldi á aldrinum Hlutfall af heildarfjölda 321.857 89.269 27,7% 36.002 11,2% 196.586 61,1% 342.716 91.498 26,7% 45.394 13,2% 205.824 60,1% 371.796 94.507 25,4% 63.293 17,0% 213.996 57,6% 395.866 94.516 23,9% 77.189 19,5% 224.161 56,6% 415.627 96.402 23,2% 88.058 21,2% 231.167 55,6% Gunnlaugur Júlíusson „Það liggur ekk- ert fyrir um það ennþá en við sækjumst eftir því,“ svarar Þor- steinn Guðna- son, stjórn- arformaður DV ehf., spurður um hugsanlega yf- irtöku eða sam- einingu DV við önnur félög á fjölmiðlamarkaði. Í tilkynningu frá Þorsteini, þar sem farið er yfir stöðu mála eftir hlut- hafafund DV, sem haldin var 8. október sl., segir m.a. að forsvars- menn fyrirtækisins hafi átt í við- ræðum við aðra fjölmiðla um sam- starf eða viðskipti. Þorsteinn segir þessar viðræður þó hvorki hafa staðið lengi né vera langt komnar. Hann segir engra áherslubreytinga að vænta hjá DV. Nýja stjórn DV ehf. skipa Þor- steinn, Jón Þorsteinn Gunnarsson og Eyþór Eðvarðsson. Á hluthafa- fundinum voru gerðar ýmsar breytingar á samþykktum félags- ins en fundurinn ákvað einnig að heimila nýkjörinni stjórn að auka hlutafé félagsins um allt að 65 milljónir króna. Í tilkynningu Þor- steins kemur fram að nú standi yf- ir stefnumótun félagsins, en allir starfsmenn komi að þeirri vinnu. holmfridur@mbl.is Hafa átt í viðræðum við aðra fjölmiðla um samstarf Þorsteinn Guðnason Ríkið krefst frávísunar á máli Ferskra kjötvara gegn ríkinu vegna kostnaðar sem fyrirtækið varð fyrir með því að flytja til landsins hollenskar nautalundir sem ekki fengust tollafgreiddar vegna banns við innflutningi á ófrosnu kjöti. Ríkið telur kröfuna vanreifaða. Tekist verður á um frávísunarkröfuna í fyrirtöku næstkomandi þriðjudag. Ferskar kjötvörur eru dótt- urfyrirtæki Haga. Fyrirtækið tel- ur bann við innflutningi á fersku kjöti ekki samrýmast Evrópu- reglum um viðskipti á Evrópska efnahagssvæðinu. Tekist er á um sömu grundvallarmál og í máli ESA sem að öllum líkindum verð- ur lagt fyrir EFTA-dómstólinn og ríkið notar að mörgu leyti sömu rök í báðum málum. Ríkið krefst frávísunar MÁL FERSKRA KJÖTVARA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.