Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Sameinuðu þjóðirnar ákváðuað hafa 21. mars sem al-þjóðlegan skógræktardag(worldwoodday) ár hvert, og þessi sýning var haldin í tengslum við þennan dag. Þarna voru fyrirlestrar og allt sem teng- ist timburvinnu almennt, fjölmarg- ar sýningar, vinnustofur og fyr- irlestrar til að vekja vitund um skógrækt og nytjar skóga,“ segir Jón Adolf Steinólfsson, mynd- höggvari sem vinnur í tré, um al- þjóðlega sýningu í Kína sem hann tók þátt í síðastliðið vor. „Ég hef verið mjög duglegur að auglýsa sjálfan mig á alheims- netinu og ég hef tvisvar haldið sýn- ingar bæði í Japan og Ameríku. Ég fékk póst í janúar á þessu ári þar sem mér var boðið að koma og taka þátt í þessari risastóru sýn- ingu í Kína og ég hélt fyrst að þetta væri gabb. En þegar ég skoðaði þetta betur komst ég að því að þetta væri í góðu lagi og að þetta var í annað sinn sem slík sýning er haldin, í fyrra var hún í Tansaníu. Samtökin Woodcraft assosiation höfðu samband við mig og ég átti að vinna eitt verk á staðnum með öðrum listamönnum og vera til sýnis að störfum fyrir gesti sýningarinnar. Þetta var rosalega stórt dæmi, þarna var fólk alls staðar að úr heiminum og þarna voru 70 listamenn að störf- um, myndhöggvarar, hús- gagnasmiðir og rennismiðir. Þetta var alveg magnað.“ Jón segir að þau hafi verið í fjóra daga í borginni Xianyou en síðan fóru þau í aðra borg, Wenzhou, þar sem þau unnu í skóla fyrir fötluð börn. „Við kynnt- um tréskurðinn fyrir þeim og skól- inn var kynntur fyrir okkur. Ég var alveg heillaður, þetta var frá- bær skóli þar sem mikið var gert fyrir þessi börn. Síðan fórum við til Beijing og unnum líka þar í skóla.“ Seldi tvö verk úti í Kína Jón segir að hann hafi ekki vitað hverju hann ætti von á í þess- ari ferð. „Ég fór af stað með opinn huga, en fyrst og fremst til að ná sér í sambönd, sem skiptir miklu máli. Ég tók tvö listaverk með mér út sem ég seldi. Og ég kynntist mörgu fólki í tréskurðarheiminum. Þegar ég var úti kom til mín Ástr- ali, Terry Martin, og spurði hvort ég hefði áhuga á ef upp kæmi sú staða að taka þátt í tréskurð- arkeppni og ég játti því. Síðan fékk Fór af stað með opinn huga Hann tók þátt í tréútskurðarsýningu í Kína í vor og nú er hann farinn aftur þangað til að taka þátt í útskurðarkeppni. Jón Adolf Steinólfsson er duglegur að kynna sig og verk sín á alheimsnetinu og hefur meðal annars selt verk til Japan, Ameríku og Kína. Sami svipur? Jón með eitt verka sinna, djúpt þenkjandi andlit. Vandvirkni Hér er kínverskur útskurðarmaður að verki á sýningunni. Verk Jóns Sérstakt andlit. Hann naut lífsins í gær þessi gibbon- api þar sem hann sat uppi í tré og horfði yfir sviðið, en hann býr á vernd- arsvæði villtra dýra í Jorhat á Indlandi. Þessi litfagra tegund gibbonapa er ein þeirra sem eru í hvað mestri útrým- ingarhættu á Indlandi. Dýr merkurinnar Sjaldgæft lit- fagurt apaskott AFP Sólskinsbarn Sjaldgæfur og sætur. Sannarlega er það með miklum ólík- indum hversu háar upphæðir fólk er tilbúið að borga fyrir dauða hluti, en vissulega ekki hvaða hluti sem er, heldur sjaldgæfa hluti eftir fræga hönnuði, suma hverju löngu dána. Japanski „költ“-hönnuðurinn, tón- listarframleiðandinn og athafna- maðurinn NIGO hélt nú í október uppboð í Hong Kong á hlutum úr einkasafni sínu. Margt var þar um gersemar sem safnarar sækjast eftir, meðal annars verk eftir Andy Warhol, annað hinna frægu Campbell’s- súpudósaverka hans, en það seldist á litlar fimmtíu milljónir. Demanta- skreytt armbandsúr eftir Richard Mille seldist á 23 milljónir og svona mætti lengi telja. Önnur verk voru eftir Charlotte Perriand, Jean Prouvé og fleiri víðfræga hönnuði. Gera má ráð fyrir að þeir sem fjár- festu í þessum rándýru gripum hafi ekki endilega ætlað að setja þá upp á vegg heima hjá sér eða stilla þeim upp í stássstofunni, heldur frekar ætlað að höndla með þá í heimi safn- ara og miðlara. NIGO hinn japanski seldi og seldi Fólk er tilbúið til að borga ótrú- lega háar upphæðir fyrir hluti Dýr hönnun Bekkur með „Astro Boy“-skúlptúr eftir hönnuðinn Jean Prouvé seldist á litlar 20 milljónir á uppboðinu. Ungfrú Bandaríkin, Nia Sanchez, lét ekki sitt eftir liggja í baráttunni gegn brjóstakrabbameini og mætti á við- burð í vikunni í bleikum bol ásamt fjölda annarra bleikklæddra kvenna sem einnig settu upp bleika hjálma, sem hér má sjá á bak við fegurðar- drottninguna. Konur voru hvattar til að fara í krabbameinsskoðun. Bleika baráttan AFP Glæsileg Hér stillir Nia sér upp. Ungfrúin legg- ur konum lið Skjól vegn veðri og vindum Uglueyrnaskjólin fást líka í svörtu en líka sem rauður eða svartur refur. Við hönnuðum þau sjálf og þau kosta 600 kr. Sendum í póstkröfu. S: 528 8200 Hlý eyru Villidýr á verði tiger.is · facebook.com/tigericeland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.