Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þrátt fyrir mik-inn fagurgalaum gagnsemi loftárása Banda- ríkjamanna gegn sveitum Ríkis ísl- ams, hafa þær hingað til ekki náð að stöðva sóknir hryðjuverka- mannanna gegn norðurhluta Sýr- lands og Bagdad. Umsátur Ríkis íslams um bæinn Kobane á landa- mærum Sýrlands og Tyrklands hefur nú staðið um skeið. Ísl- amistarnir hafa í tvígang komist inn í bæinn, en hafa í bæði skiptin verið hraktir á braut og hefur það meðal annars verið þakkað loft- árásunum. Kúrdar eru í meirihluta í Kob- ane. Falli bærinn má gera ráð fyrir því að liðsmenn Ríkis íslams muni vinna þar sín venjubundnu voðaverk, sem svo mjög og rétti- lega hafa hneykslað heimsbyggð- ina síðustu mánuði. Sú staða hef- ur kallað á að aðrar þjóðir komi Kúrdum til aðstoðar. Meira að segja Íranar hafa kallað eftir því að meira verði að gert, en þar á bæ er óttast að uppgangur Ríkis íslams verði til þess að Bashar al- Assad Sýrlandsforseti og banda- maður Írans missi völdin. Enginn virðist hins vegar tilbúinn til þess að senda her- menn til verksins og hefur Obama Bandaríkjaforseti raunar þvertekið fyrir að bandaríski landherinn verði kallaður til. Þess vegna er einkum horft til Tyrklands, en tyrkneska þingið hefur nú þegar veitt varn- armálaráðherra landsins heimild til þess að senda hermenn út fyrir landamærin. Engu að síður hafa Tyrkir dregið lappirnar og því hefur jafnvel verið haldið fram að Erdogan Tyrklands- forseti vilji veikja Kúrda sem mest áð- ur en þeim verði komið til aðstoðar. Hann hefur sagt að hann sjái engan mun á Ríki ísl- ams og PKK-samtökunum, frels- ishreyfingu Kúrda í Tyrklandi. Jafnframt segir hann hreyfingu Kúrda í Sýrlandi útibú PKK. Staðan er engu að síður var- hugaverð fyrir Tyrki, sem hugn- ast það lítt að fá Ríki íslams sem nágranna. Þrátt fyrir það vilja Tyrkir ekki fara einir í herleið- angur yfir landamæri Sýrlands, sem enn telst vera fullvalda ríki undir stjórn Assads. Aðstæður þar gætu því orðið mjög flóknar mjög fljótt, ekki síst vegna þess að Erdogan hefur stutt við bakið á uppreisnarhópum í Sýrlandi sem vilja steypa Assad af stóli. Aðgerðarleysi tyrkneskra stjórnvalda vekur litla ánægju hjá stjórnvöldum í Bandaríkj- unum og hafa heyrst þaðan þung orð í garð Tyrkja og Erdogans, sem séu að leyfa helvíti að verða til í bakgarðinum sínum. Engu að síður munu Tyrkir líta svo á að holur hljómur sé í ákúrum Bandaríkjamanna, svo lengi sem þeir sjálfir vilji ekki senda inn eigin hermenn eða herða á loft- árásum sínum. Ljóst er að harðra og ákveð- inna viðbragða er þörf. Banda- ríkjamenn þurfa að skilgreina markmið sín fljótt og ná sam- komulagi við Tyrki um aðgerðir, vilji þeir koma í veg fyrir hinn mannlega harmleik sem er í upp- siglingu. Fari bandamenn hins vegar í hár saman má telja líklegt að örlög íbúa Kobane séu ráðin. Sókn Ríkis íslams að landamærunum er uggvænleg} Hvað gera Tyrkir? Morgunblaðiðgreindi frá því í gær að Andrea Leadsdom, und- irráðherra fyrir efnahagsmál í breska fjár- málaráðuneytinu, hefði á síðustu vikum átt í talsverðum sam- skiptum við Bjarna Benedikts- son, fjármála- og efnahags- ráðherra, til að þrýsta á um að íslensk stjórnvöld hliðruðu til svo að Breski innstæðutrygg- ingasjóðurinn fengi greidd hundruð milljarða króna í erlend- um gjaldeyri framhjá höftunum. Þessi krafa breskra stjórn- valda lýsir ótrúlegri bíræfni þeg- ar haft er í huga hvernig þessi sömu stjórnvöld, þó að ráðherrar hafi verið aðrir, hegðuðu sér gagnvart Íslandi þegar bankarnir féllu. Bresk stjórnvöld, með Alist- air Darling og Gordon Brown í broddi fylkingar, settu hryðju- verkalög á Ísland þegar landið stóð sem veikast og þurfti fremur á vinum að halda, og gerðu að auki allt aðrar kröfur til breskra banka í eigu hinna íslensku en til annarra banka á Bretlandseyjum. Þessar aðgerðir kostuðu Íslendinga ómældar fjárhæðir og erfiðleika og enn hafa bresk stjórn- völd hvorki beðist afsökunar á framgöngunni né greitt bætur. Þessu til viðbótar fóru bresk stjórnvöld með óbilgjarnar kröfur á hendur íslenska ríkinu vegna Icesave-reikninganna og höfðu í hótunum. Þessum hótunum var svo fylgt eftir með lögsókn sem ís- lenska ríkið vann, enda kröfurnar ólögmætar, ósanngjarnar og frá- leitar í senn. Eftir þessi samskipti eiga bresk stjórnvöld enga kröfu um að íslenska ríkið veiti þeim sér- stakar undanþágur og stofni um leið efnahagslegum stöðugleika hér á landi í hættu. Þau mega raunar þakka fyrir að slíkum er- indum undirráðherra sé yfirleitt svarað þegar engin viðurkenning hefur komið fram af þeirra hálfu um að þau hafi hegðað sér ósæmi- lega og ódrengilega gagnvart Ís- landi. Bresk stjórnvöld hafa ekki unnið fyrir neinum undan- þágum hér á landi} Ótrúleg bíræfni T akizt Evrópusambandinu að semja um fríverzlun við Bandaríkjamenn í yfirstandandi viðræðum eru allar líkur á því að þeim ríkjum sem mynda Fríverzlunarsamtök Evr- ópu (EFTA) verði boðin fríverzlun við Banda- ríkin að sama skapi. Það er Íslandi, Noregi, Liechtenstein og Sviss. Þá annaðhvort með beinni aðild að fyrirhuguðum fríverzl- unarsamningi á milli Bandaríkjanna og Evr- ópusambandsins eða með sérstökum samningi á hliðstæðum nótum. Enda hefur verið kallað eftir því af hálfu beggja aðila að fleiri ríkjum verði veitt aðild að fyrirhuguðum samningi og þá einkum og sér í lagi verið vísað til helztu við- skiptaþjóða þeirra. Engin ástæða er þannig til að ætla að Íslendingar lendi úti í kuldanum í þeim efnum eins og sumir hafa viljað halda fram verði af fríverzlun á milli Bandaríkjanna og Evrópu- sambandsins. Takizt hins vegar ekki að semja um slíkt á milli þessara tveggja aðila yrði líklega áhugi Bandaríkjamanna minni á því að láta reyna á samninga við EFTA-ríkin enda í meg- inatriðum um að ræða sömu úrlausnarefni. Ekki sízt varð- andi landbúnaðarmál. Rifja má upp í því sambandi að þeg- ar þreifingar áttu sér síðast stað á milli Bandaríkjanna og EFTA um fríverzlun fyrir um áratug var það að frum- kvæði Bandaríkjamanna. Eiginlegar viðræður fóru þó aldrei fram enda afþökkuðu EFTA-ríkin það illu heilli með skírskotun til landbúnaðarmálanna. Bandaríkin hafa þannig áður sýnt því áhuga að semja um frí- verzlun við EFTA-ríkin og jafnvel þó að ekki tækist að landa samningi við Evrópusam- bandið er alls ekki útilokað að eftir sem áður yrði mögulegt að semja við þau. Ekki sízt þar sem um talsvert einfaldari hagsmuni er að ræða og mun færri ríki. Hugsanlegt er að Bandaríkin gætu jafnvel styrkt stöðu sína gagnvart Evrópusamband- inu ef viðræður við sambandið lentu í frekari ógöngum og Bandaríkjamenn tækju ákvörðun um að snúa sér að EFTA-ríkjunum. Næðist samningur á milli Bandaríkjanna og EFTA yrði það vafalaust til þess að setja aukinn þrýsting á Evrópusambandið að ná samningi að sama skapi. Stjórnmálamenn og viðskipta- lífið innan sambandsins væri vart reiðubúið að sætta sig við það að samkeppnisstaða ríkja innan þess yrði ekki sú sama gagnvart Bandaríkjunum. Pressan yrði vafalaust mjög mikil á Evrópusambandið að hefja viðræður við Bandaríkjamenn á nýjan leik og landa samningi. Líklega yrðu forystumenn sambandsins tals- vert viðræðubetri við þær aðstæður en raunin er í dag. Mögulegur fríverzlunarsamningur á milli Bandaríkj- anna og EFTA myndi þess utan vafalaust vera jákvætt skref fyrir hagsmuni Bandaríkjanna á norðurslóðum enda til þess fallinn að styrkja tengslin við Ísland og Noreg sem bæði eru staðsett í þeim heimshluta. Heimshluta sem flest bendir til að eigi eftir að skipta verulega miklu máli í fram- tíðinni. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Vangaveltur um fríverzlun STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ebólufaraldurinn sem hefurgeisað í Vestur-Afríkuallt þetta ár er sá versti ísögunni. Sjúkdómurinn hefur dregið fleiri en 3.800 manns til dauða og um 7.000-8.000 eru sýktir. Langflestir hafa sýkst í Líberíu, Síerra Leóne og Gíneu. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna hafa sagt að faraldurinn sé líklega mesta ógn sem samtökin og stofnanir þeirra hafa staðið frammi fyrir á friðar- tímum. Nokkrir vestrænir hjálpar- starfsmenn hafa verið fluttir til meðhöndlunar á sjúkrahús í Evrópu og Bandaríkjunum eftir að hafa smitast af ebólu í Vestur-Afríku. Aðeins eitt tilfelli er um mann sem greindist með veikina eftir að hann kom til Bandaríkjanna en hann lést í Dallas á miðvikudag. Tímamót í útbreiðslu veikinnar urðu í vikunni þegar spænskur hjúkrunarfræðingur í Madríd varð fyrsta manneskjan til að smitast af henni utan Afríku. Konan smitaðist af sjúklingi sem var fluttur frá Afr- íku til meðferðar. Sex manns voru í einangrun á Carlos III-sjúkrahús- inu í Madríd og 84 voru undir eft- irliti vegna mögulegs smits í gær. Talið er að hjúkrunarfræðing- urinn hafi smitast þegar hún snerti andlit sitt með hanska sem hafði komist í snertingu við smit. Áhersla lögð á verkferla Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir sýkingavarnadeildar Landspítalans, segir tilfellið á Spáni sýna hversu mikilvægt það sé að nota hlífð- arbúnað rétt og fara eftir þeim reglum sem settar hafi verið um meðhöndlun sjúkdómsins. Það kalli hins vegar ekki á hertari viðbúnað hér á landi vegna mögulegs ebólu- smits. Ekki sé vitað til þess að nein- ir Íslendingar séu að störfum þar sem sjúkdómurinn hefur náð út- breiðslu. „Þetta er snertismit svo dreif- ingin á þessu er allt öðruvísi en í þessum hefðbundnu pestum sem dreifa sér mjög hratt eins og inflú- ensan,“ segir hann. Á Landspítalanum hefur verið lögð áhersla á að undirbúa verkferla svo ljóst sé hvað eigi að gera ef smit komi upp, við hvern eigi að tala, hvaða búnað eigi að nota, hvar eigi að hafa sjúklingana og hvernig eigi að sinna þeim. „Næsta skref er að safna sam- an og þjálfa upp hóp sem sinnir þessum sjúklingum. Læknavæng- urinn er orðinn vel mannaður og nú er bara unnið í því að fá fleiri hjúkrunarfræðinga í hópinn,“ segir Ólafur en miðað er við að í teyminu verði tuttugu manns. Viðráðanlegra en svínaflensa Reynslan af svínaflensufaraldr- inum sem kom upp árið 2009 hefur nýst mönnum í viðbúnaðinum við ebólu. Þá lá á annað hundrað manns á sjúkrahúsi, ein gjörgæsludeildin fylltist og nokkrir sjúklingar lágu í hjarta- og lungnavél. „Það var mjög lærdómsríkur ferill. Ferlið að vinna með farsóttarundirbúning, viðbúnað og viðbrögð kenndi okkur nátt- úrlega mikið,“ segir Ólafur. Einfaldara sé þó að koma í veg fyrir ebólusmit. Hún sé ekki endi- lega mjög smitandi nema undir þeim óheppilegum kring- umstæðum sem séu í V- Afríku. Fólk skilji ekki hvað sé í gangi, inn- viðir til að takast á við heilbrigðisvanda- mál af þessu tagi séu ekki til staðar og hreinlætisvandamál séu mikil. Smit í Evrópu kallar ekki á meiri viðbúnað AFP Vá Kona gengur hjá auglýsingu frá hjálparsamtökum um neyðarástand af völdum ebólu í Alcorcón þar sem spænski hjúkrunarfræðingurinn býr. Alltaf má búast við því að manneskja dúkki upp á Íslandi sem veikist eftir að hún kemur til landsins og því þarf viðbún- aður að vera til staðar hér á landi, að sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis. Það eigi þó að vera viðráðanlegt og reiknar hann ekki með því að ebóla breiðist út á Vesturlöndum. Í ljósi þess hversu stór farald- urinn sé orðinn í V-Afríku hafi verið fyrirsjáanlegt að vestrænt heilbrigðisstarfsfólk smit- aðist af veikinni. Norrænn starfshópur um heilbrigðisviðbúnað fundaði í vikunni og fjallaði m.a. um ebólu- faraldurinn. Þar var rætt um mögulega sam- vinnu og sameigin- lega stefnu og við- brögð við ebólusmiti á Norðurlöndum. Óumflýjan- legt smit SÓTTVARNALÆKNIR Ólafur Guðlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.