Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 VINNINGASKRÁ 23. útdráttur 9. október 2014 275 12009 22505 32103 39852 50011 62000 71854 1346 12311 22590 32306 40215 50650 62344 71903 1641 12823 22675 32721 40402 50680 62768 72110 1943 14040 22908 32743 40421 51467 63267 72413 2810 14138 23298 33162 40452 51952 63729 73555 3127 14513 23521 33292 40673 52228 64405 74809 4028 14672 23645 33298 40708 52231 64528 75021 5432 15277 23805 33354 40912 52639 64795 75253 6438 16075 23898 33566 41159 52849 64805 75559 6441 16169 24032 34069 41696 53205 65457 75880 7171 16563 24315 34168 41827 53314 65475 75982 7205 17681 24538 34220 41960 54512 65713 76321 7547 17936 24647 34710 41973 54557 65848 76731 7986 18377 24800 35263 42949 55146 66209 76836 8638 18380 25127 35330 43086 55303 66338 76972 9521 18451 25196 35762 43149 55441 66339 77211 9661 18944 25663 36676 43301 55582 66578 77565 9923 19229 26360 36812 43684 55745 66752 77661 10010 19836 26455 36853 43804 55867 67325 77907 10202 19995 26503 36941 43873 55921 67883 77941 10225 20009 27091 36951 43970 56981 67958 78057 10408 20468 27115 37016 44601 57521 67991 78292 10552 20567 28526 37075 44741 57559 68089 78760 10724 21119 28828 37085 46240 57585 68227 79369 10871 21123 28838 37431 47014 57717 68529 79506 10874 21334 29376 37741 47363 58069 69331 79588 10896 21622 29470 37987 48262 59282 70416 10992 21681 29477 38118 48718 59935 70443 10998 21722 30265 38123 48786 60604 70728 11215 21755 30649 39300 48886 60983 70940 11757 21923 31453 39477 49941 61037 71016 11789 22440 32005 39609 49977 61512 71394 220 13406 24020 34894 47794 53672 65683 75617 1091 14296 24578 35427 48712 54543 66275 76205 5731 14793 26225 35587 49449 54671 67863 77195 5981 15990 27162 36714 49811 55821 68359 77360 6735 16619 27695 38603 50691 58416 68794 77665 7570 16669 29436 38704 50798 59466 68809 77885 8420 17503 29886 41555 50969 59919 69244 79092 8658 18581 30283 41606 51335 60537 70630 79144 9339 18637 31261 43983 51432 61173 71580 79826 10636 19878 32303 45083 51646 61534 73425 11363 20867 33111 45631 51903 63464 73649 11586 22913 33654 46152 52332 63684 74040 12208 23334 33814 46763 53387 64000 74862 Næstu útdrættir fara fram 16. okt, 23. okt & 30. okt 2014 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 25892 51933 63723 78442 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 2150 13126 26895 37608 48834 61756 7178 14881 28057 41132 53468 63315 10005 16136 29592 47685 58127 66046 10380 23570 33551 48344 60930 73091 Aðalv inningur Kr. 3.000.000 Kr. 6.000.000 (tvöfaldur) 1 0 7 3 2 Hver kannast ekki við það að þurfa óstjórnlega mikið að fara á klósettið á al- menningsstað? Sem betur fer, í okkar sam- félagi að minnsta kosti, eru flestir almennings- staðir með salern- isaðstöðu þar sem fólk getur gert þarfir sínar. Því verður samt seint haldið fram að það sé eitt- hvað sérstaklega skemmtilegt, snyrtilegt eða góð reynsla að fara á almenningsklósett (nema ef þú ferð á klósettið í Hörpu eða eitthvað – þau eru æði). Oft er lítið pláss, ekkert loft, vond lykt, löng röð, ósnyrtilegt eða sam- anbland af öllu saman. Þetta stig- magnast svo heldur betur þegar við komum inn á stór klósett sem eru með svokölluðu básakerfi sem er oft- ar en ekki opið bæði að ofan og neðan þannig að það er annarsvegar hægt að sjá undir eða yfir hurðina. Fólk verður lítið inn í sér og rifjar upp hörmulegar minningar af fyrri kló- settferðum. Hvern langar eiginlega að fara á klósettið vitandi það að allir geta heyrt hvað fer fram? Við vitum ekki með ykkur, en okkur langar bara að geta farið á klósettið í ró og næði án þess að hafa áhyggjur af því hvort við pissum of hátt eða gefum frá okkur prumphljóð. Svo vandast leikurinn þegar að- skilnaður karla og kvenna er í háveg- um hafður og eingöngu er boðið upp á klósett fyrir karla og konur. Núna eru eflaust mörg ykkar sem eruð að velta fyrir ykkur hvað sé athugavert við að skipta fólki í karla og konur. Skoðum þetta nú aðeins nánar. Slík kynjaskipting byggist á því kerfi að eingöngu séu til tvö kyn, sem hegða sér andstætt hvort við annað og sé undantekningarlaust hægt að sjá það á hegðun, fasi, klæðaburði, kyntj- áningu og öðru í hvorn flokkinn fólk fellur. Ekki er gert ráð fyrir fjöl- breytileika mannkynsins og óneit- anlega er fólk sem fellur á einhvern hátt ekki inn í þessa skiptingu. Fólk sem brýtur á einhvern hátt þessar reglur verður oftar en ekki fyrir ein- hverskonar áreiti, athugasemdum eða niðurlægjandi lífsreynslu. Oftar en ekki virðist fólk láta sig mikið varða hver á heima á hvaða kló- setti og lendir fólk sem passar kannski ekki inn í þessar staðal- ímyndir, t.d. karlmannlegar konur, kvenlegir karlar, transfólk, intersex fólk eða í raun allir þeir sem uppfylla ekki skilyrði um hvernig karlar eða konur eiga að líta út eða koma fram (e. gender non-conforming), í þessu áreiti á einum eða öðrum tímapunkti. Sumt transfólk og intersexfólk, og þá sér í lagi þau sem skilgreina sig ekki endilega sem karl eða konu, upplifa Eftir Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur og Andreu Dagbjörtu Pálsdóttur » Það að fara á klósett- ið getur orðið að vígvelli fyrir marga þar sem þau upplifa daglegt áreiti, bæði andlegt og jafnvel líkamlegt áreiti. Ugla Stefanía Krist- jönudóttir Jónsdóttir Ugla Stefanía er nemi í kynjafræði við Háskóla Íslands og Andrea Dagbjört er nemi við Menntaskólann í Reykjavík. Andrea Dagbjört Pálsdóttir Hin þráláta kynjaskipting því til að mynda mikla skömm, kvíða og stress við það eitt að fara á klósett- ið. Sömuleiðis upplifa þau líka útilok- un vegna þess að þau falla ekki inn í þessa skiptingu. Það að fara á kló- settið getur orðið að vígvelli fyrir marga þar sem þau upplifa daglegt áreiti, bæði andlegt og jafnvel lík- amlegt áreiti. Ekki er langt síðan, eða í apríl 2012, að það var í fréttum að ráðist hefði verið á transkarl á bar í Reykjavík fyrir það eitt að vilja pissa á klósetti sem samsvaraði hans kyn- vitund. Hvenær ætlum við að hætta að standa í þessari forræðishyggju að skipta fólki í karla og konur þegar það er deginum ljósara að þessir flokkar eru óskýrir og alls ekki algild- ir? Hvenær ætlum við að stíga það skref að gera klósett aðgengileg fyrir alla – þar að ónefndri aðstöðu fyrir fólk með fötlun, sem er á langflestum stöðum mjög ábótavant – burtséð frá kynvitund, kyni, útliti, fasi eða ein- hverju öðru og einfaldlega hafa ein- staklingsklósett sem hægt er að loka alveg að sér til að gera þarfir sínar? Við vitum ekki með ykkur, en við viljum bara að allir geti pissað í friði án þess að það hafi í för með sér ein- hverjar afleiðingar aðrar en það að losa af sér. Ég legg hér með til að útgjöld einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu verði hámark 1% af skattskyldum tekjum fyrra árs. Þetta þak er einfalt, auðskilið og auðvelt að reikna út. Núna er greiðslukerfið óþarflega flókið og ósveigjanlegt og eftir furðulegar breytingar í ráðherratíð Guðbjarts Hannessonar er það að auki einkar ósanngjarnt gagnvart þeim sem minna mega sín en þurfa lífsnauðsynleg, dýr lyf. Kristján Þór Júlíusson hefur ekki sýnt neinn vilja til að bæta þar úr, en nú hefur hann tækifæri til að breyta þessu þannig að eftir á veit sá sem þénar 3 milljónir að hann borgar ekki meira en 30 þúsund í alla heilbrigðisþjónustu og sá sem þén- ar 15 milljónir veit að hann greiðir ekki meira en 150 þúsund. Ívar Pétur Guðnason. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Hámark 1% tekna í lyf og læknisþjónustu Morgunblaðið/Friðrik Apótek Lyfjakostnaður er að sliga marga. Í dag er alþjóðageð- heilbrigðisdagurinn, 10. október, sem varð að hátíðardegi geðheil- brigðis árið 1992 og því er þetta í 23. skiptið sem alþjóðasamfélagið fagnar geðheilbrigði. Við Íslendingar höfum fagnað þessum degi nær öll árin. Það eru mörg orð sem hafa forskeytið „geð“. En það er mismunandi hvernig þau láta okkur líða. Orð eins og geðprúður, geð- felldur, geðblær, geðhrif, geðslag, geðstilling, geðríkur og geðheilsa vekja í huga okkar flestra jákvæða eða hlutlausa tilfinningu. En svo eru önnur orð með sama forskeyti, s.s. geðbilaður, geðveiki, geðsjúkrahús, geðdeild og geðsjúklingur sem kunna að vekja upp neikvæðar til- finningar hjá mörgum, að öllum lík- indum af því að við tengjum þau við þjáningar, eitthvað sem er órætt og við höfum ekki stjórn á. Fyrir 35 árum datt góðu fólki í hug að „geðhjálp“ gæti verið jákvætt orð og stofnuðu félag með því nafni. Til hamingju með afmælið, Geðhjálp. Fyrir 15 árum datt öðru góðu fólki það í hug að jafnvel mætti minnka fordóma og draga úr mismunun og bæta geðheilbrigðisvit- und Íslendinga með því að nota forskeytið „geð“ í það víðum skiln- ingi að það ætti við um alla og með því gætum við „af-fordómað“ nei- kvæðar tilfinningar tengdar forskeytinu. Í kjölfarið varð til orðið og verkefnið „geðrækt“ og geðorðin 10 fylgdu í kjölfarið. Þetta hefur ef- laust hjálpað til með þetta blessaða forskeyti. Takk fyrir það. En að mínu mati hefur ungt fólk þessa lands gert forskeytinu mestan greiða með því að gera svo ótrúlega margt sem er jákvætt, „geðveikt“. Það hefur virkilega hjálpað til hversu margt hefur verið „geðveikt“ undanfarin ár. Takk fyrir það. Alþingi er líka „geðveikt“ því nú hefur löggjafinn ákveðið (með þings- ályktun) að „… fela heilbrigð- isráðherra, í samvinnu við félags- og húsnæðismálaráðherra, að móta geðheilbrigðisstefnu og gera að- gerðaáætlun þar sem fram komi m.a. greining á núverandi geðheilbrigð- isþjónustu, hvar þörfin sé mest fyrir þjónustuna og hvernig megi mæta henni ásamt stefnumótun til fram- tíðar í geðheilbrigðismálum fyrir alla landsmenn. Ráðherra leggi slíka geðheilbrigðisstefnu fram á vorþingi 2014“. Framundan eru því ný og gömul orð á blaði um „geð“ sem fylgt verð- ur eftir með almannafé svo geðið megi lifa og dafna í brjósti manna án of mikilla raskana. Það verður þó að fá að raskast aðeins því án þess vær- um við flöt og ekkert líf með gumum. Til hamingju með daginn íslenska þjóð. Eftir Héðin Unnsteinsson »En að mínu mati hefur ungt fólk þessa lands gert for- skeytinu mestan greiða með því að gera svo ótrúlega margt sem er jákvætt, „geðveikt“. Héðinn Unnsteinsson Höfundur er stefnumótunarsérfræð- ingur í forsætisráðuneytinu, fyrrver- andi sérfræðingur hjá geðsviði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og fyrrverandi notandi geðheilbrigðisþjónustunnar. Ó - geð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.