Morgunblaðið - 17.10.2014, Side 1
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Enn er mikið hraunrennsli í eldgosinu í Holuhrauni þótt gosið
sé mun minna en var í upphafi. Rauðglóandi hrauná rennur til
norðurs úr gígnum Baugi, kvíslast og hraunið breikkar. Gíf-
urlegt gasútstreymi fylgir kvikunni eins og sést á mynd sem
tekin var yfir eldstöðvunum í útsýnisflugi með þyrlu Norður-
flugs í gær. »4
Rauðglóandi hraunár
renna í Holuhrauni
F Ö S T U D A G U R 1 7. O K T Ó B E R 2 0 1 4
Stofnað 1913 243. tölublað 102. árgangur
SAMHENTAR
MÆÐGUR
SAUMA KNÚS
LESTUR,
PRJÓN OG
MATUR
DÝPRI, BREIÐARI
OG STÆRRI
EN SÚ FYRRI
VETUR BLAÐAUKI BORGRÍKI 2 38BRJÓSTAGJAFAPÚÐI 16
Morgunblaðið/Ómar
Loðnuvinnsla Hrognin eru verðmæt.
Sveinn Hjörtur Hjartarson, hag-
fræðingur hjá Landssambandi ís-
lenskra útvegsmanna, segir að
beint tekjutap vegna minni loðnu-
kvóta sé um 1% þjóðartekna, miðað
við útflutningsverðmætið 2013.
Verði loðnukvótinn um 130 þús-
und tonn í vetur í stað um 308 þús-
und tonna minnkar útflutnings-
verðmætið um 15 til 20 milljarða og
veiðigjöld vegna loðnuveiða lækka
um 780 milljónir króna.
Sveinn bendir á að með minni
kvóta leggi útgerðirnar áherslu á
þá vinnslu sem gefi mest hverju
sinni. Þannig hafi útflutnings-
verðmæti loðnunnar verið um 13
milljarðar í ár en um 33 milljarðar í
fyrra. „Loðnan hefur mikla efna-
hagslega þýðingu,“ segir hann. » 2
Tekjutap vegna loðnukvóta 1% þjóðartekna
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Reykjavíkurborg hefur boðið Björg-
un 20 ára afnotarétt af lóð við
Kleppsbakka. Lóðin er við Klepps-
spítala og steinsnar frá fjölmennri
íbúabyggð við Kleppsveg.
Gunnlaugur Kristjánsson, for-
stjóri Björgunar, segir borgina hafa
boðið 10 ára afnotarétt. Félagið hafi
reiknað út að sá flutningur myndi
ekki borga sig. Borgin hafi þá boðið
20 ára afnot af lóðinni og segir hann
félagið hafa tekið jákvætt í það.
Samkvæmt heimildum blaðsins
hefur verið horft á Kleppsbakkann
vegna hugsanlegrar stækkunar á at-
hafnasvæði Samskipa og Eimskips.
Björgun flutti á sínum tíma úr
Vatnagörðum enda þótti starfsemin
of nærri byggð. Nú þykir starfsemin
of nærri Bryggjuhverfi og hafa íbúar
þar mótmælt mengun frá félaginu.
Gunnlaugur segir óvissu um hver
verði framtíðarstaður fyrirtækja á
Ártúnshöfða. Alexander G. Alexand-
ersson, framkvæmdastjóri Steypu-
stöðvarinnar, segir áform um upp-
byggingu á höfðanum hljóta að þurfa
„að vera í sátt við atvinnulífið“.
MÓvissa um framtíð »14
Yrði rétt hjá íbúabyggðinni
Reykjavíkurborg býður Björgun lóð til 20 ára í Sundahöfn við Kleppsspítala
Rökin fyrir flutningi frá núverandi stað eru m.a. nálægð við Bryggjuhverfið
Morgunblaðið/Ómar
Kleppsbakki Þessi lóð var í boði.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur
saksóknari, staðfesti í samtali við
Morgunblaðið í gær að rannsókn á
kæru Samkeppniseftirlitsins á
hendur ellefumenningunum hjá
Eimskip og Samskipum vegna
meintra brota á samkeppnislögum
væri ekki hafin.
Ólafur Þór segir að þegar kærur
berist embættinu fari þær í grein-
ingu sem snúi að því að ákveða
hvort rétt sé að hefja rannsókn eða
ekki. Sé rannsókn ákveðin fari
málið til rannsóknarhóps.
Lekinn verði rannsakaður
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær að Eim-
skip og Samskipum hefði verið til-
kynnt tilvist kærunnar í sumar.
„Samkeppniseftirlitinu er ekki
kunnugt um hvaðan upplýsingarnar
bárust Kastljósi. Eðlilega verðum
við núna að ganga úr skugga um
það að upplýsingarnar hafi ekki
borist frá okkur,“ sagði Páll
Gunnar.
Eimskip hefur falið lögmönnum
sínum að undirbúa kæru til lög-
reglu þar sem óskað verður eftir
rannsókn á meintum leka á gögnum
til Ríkisútvarpsins. »6
Ekki byrjað að rannsaka
Eimskip og Samskipum tilkynnt um tilvist kæru í sumar
Jónas Egilsson,
framkvæmda-
stjóri og fv. for-
maður Frjáls-
íþróttasambands
Íslands (FRÍ),
segir Reykjavík-
urborg ekki enn
hafa gefið skýr
svör um aðstöðu-
mál frjálsíþrótta-
manna í Laugar-
dal. Borgin vísi málinu á ríkis-
valdið. „Þetta hefur verið að
velkjast á milli manna í kerfinu og á
meðan bíðum við með lélegan
frjálsíþróttavöll,“ segir Jónas. »12
Bíða eftir svörum
frá borginni
Frjálsar FRÍ bíður
eftir ræsingu.