Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 11
Frumkvöðull Sigursveinn D. Kristinsson, stofnandi Tónskólans, leiðbeinir börnum í tónlistarkennslu í sumarbúðum.
„Það hvílir mikil ábyrgð á okkur
kennurunum að fá þá til liðs við
okkur og láta hlutina gerast. Án
áhugasamra kennara gerist af-
skaplega lítið,“ segir hann. Á þessu
mikla afmælisári hefur skólinn upp-
skorið ríkulega og var hápunkt-
urinn án efa þegar allir nemendur
skólans komu fram í Eldborgarsal
Hörpu fyrr á þessu ári. Í dag er að
sama skapi stór dagur í Tónskól-
anum því haldið verður málþing
undir yfirskriftinni „Bágt eiga þeir
sem deyja með alla sína söngva ós-
ungna“. Umfjöllunarefnið er tónlist-
arfræðsla, uppeldi og samfélag og
stendur frá klukkan 9-15 í skól-
anum. „Við ákváðum að vera með
einhvers konar hugmyndafræðilega
umfjöllun og velta því aðeins
fyrir okkur hvar við stönd-
um, hvaðan við komum
og hvert við viljum
stefna,“ segir Sig-
ursveinn. Ýmsir koma
að málþinginu og
sumir hverjir koma
langt að, þar á meðal
Robert Faulkner sem
kemur alla leið frá Ástr-
alíu. Nánar er fjallað um
hann í ramma hér til
hliðar. „Þarna mun-
um við fást við tvær
aðalhliðar þessa
starfs, starfið í skólanum, kennsl-
una og störf kennaranna annars
vegar og hins vegar horfum við líka
á skólakerfið á Íslandi í heild,
stjórnsýsluna og þann ramma sem
tónlistarskólanum er settur sem er
okkur að ýmsu leyti nokkuð mót-
drægur í augnablikinu,“ segir Sig-
ursveinn og minnir á að til að vinna
að endurbótum þurfi að upplýsa
fyrst um stöðu mála. „Að málþingi
loknu á að liggja fyrir eins konar
málefnagreining sem við munum
vinna úr. Þá ætti að liggja fyrir
hvernig við viljum þróa skólana í
framtíðinni því þarna mun heyrast
rödd kennara og stjórnenda skól-
anna,“ segir skólastjórinn Sig-
ursveinn Magnússon.
Málþingið er ætlað öllum sem
áhuga hafa á málefninu og munu
kennarar hinna ýmsu tónlistarskóla
taka þátt í umræðunni. Ljóst er að
tónlistarkennarar hafa lagt mikið á
sig til að mennta nemendur sína í
gegnum tíðina, enda tónlistin mik-
ilvægur hluti lífsins og ekki hægt
að sjá fyrir sér að við gætum án
hennar verið. Málþingið skiptist í
erindi fyrir hádegið og málstofur
eftir hádegið. Undir lok dagskrár-
innar kynnir starfshópur nið-
urstöður málþingsins. Dagskrá mál-
þingsins má sjá á vef skólans,
www.tonskolinn.is.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014
Tónlistarkennarinn Robert
Faulkner er einn fyrirlesara á
málþinginu í Tónskóla Sigur-
sveins í dag. Faulkner er fæddur
í Kent á Bretlandi, nam tónlist í
Guildhall School of Music and
Drama og Royal Academy of
Music í London. Þaðan lá leiðin í
háskólann í Reading þar sem
hann lærði tónlistaruppeldi, auk
þess sem hann lauk síðar dokt-
orsnámi við Sheffield-
háskóla. Faulkner gegndi
stöðu skólastjóra og tón-
listarkennara í Hafralækj-
arskóla í Aðaldal til
fjölda ára. Nú býr hann
ásamt fjölskyldu sinni í
Ástralíu en flytur í dag er-
indið „Bágt eiga þeir sem
deyja með alla sína
söngva
ósungna“.
Frá Reading
í Aðaldal
TÓNLISTARKENNARINN
ROBERT FAULKNER
Snjallsímaleikurinn Poker God er
hreinræktað verk forritarans Jóns
Helga Jónssonar. Jón Helgi hefur ver-
ið búsettur í Tókýó síðastliðin tvö ár
og þar hefur hann þróað leikinn sem
einnig er gefinn þar út. Áður starfaði
Jón Helgi sem forritari og verkefna-
stjóri hjá EC Software á Íslandi og
Indlandi.
Leikurinn Poker God er hannaður
fyrir iPhone, iPod og Android og geta
notendur spilað póker án þess að
hafa áhyggjur af tímanum því leik-
menn geta skipst á að leika yfir
lengri tíma á mörgum borðum. Segja
kunnugir að leikurinn sé bæði ein-
faldur og notendavænn. Þróun Poker
God tók tvö ár og hefur verið í beta-
prófunum undanfarna mánuði. Fjöldi
fólks tók þátt í þeim prófunum og af
síðunni GameMob.com að dæma
kemur leikurinn vel út því umsagn-
irnar eru prýðilegar.
Leikurinn Poker God er ókeypis og
honum má hlaða niður bæði í iTunes
App Store og Google Play. Í leiknum
sjálfum geta notendur keypt eitt og
annað, bæði eftirsóknarverða eig-
inleika og gjaldmiðil leiksins.
Nánari upplýsingar um leik Jóns
Helga Jónssonar er að finna á vefsíðu
Poker God, www.pokergodgame.com.
Nýr pókerleikur Jóns Helga Jónssonar
Andrew Barker - Fotolia
Poker God Leikurinn er framleiddur og hannaður fyrir iPhone, iPad og Android.
Íslenskur leikur þróaður í Tókýó
Hús og skúlptúr - leikur með efni er listasmiðja fyrir börn 7
ára og eldri sem haldin verður dagana 19. og 20. október í
Ármundarsafni. Emma Lindahl, myndlistarmaður og list-
greinakennari, hefur umsjón með smiðjunni sem er opin
báða daga frá klukkan 10 til 13. Smiðjan er sérstaklega sett
upp í tengslum við vetrarfrí grunnskólanna og er ætlað að
bjóða upp á góða og skapandi samverustund fyrir alla fjöl-
skylduna. Smiðjan tengist einnig sýningunni A posteriori:
Hús, höggmynd. Áhugasamir geta skráð sig með því að
senda tölvupóst á netfangið listasafn@reykjavik.is.
Listsköpun í vetrarfríi
Leir Hús og skúlp-
túr er yfirskriftin.
Þetta var einn af þessumógleymanlegu dögum ísumar þegar sólin ákvað aðdreifa geislum sínum yfir
höfuðborgarsvæðið. Hún yljaði köld-
um sálum sem margar hverjar höfðu
næstum gefið upp vonina um að sjá
hana aftur.
Á svona degi má reikna með að set-
ið sé á hverjum bletti, í hverju fangi í
heitu pottum sundlauganna. Samt
förum við öll í sund. Við erum Íslend-
ingar, við erum þekkt fyrir að vera
bjartsýn.
Ég er ein af þeim. Þarna sat ég og
naut sólarinnar í Laugardalnum
ásamt vinkonum mínum. Hlátrasköll-
in glumdu þegar við ræddum heims-
málin og ýmis önnur ekki síður mik-
ilvæg mál.
Ég fylgdist með freknunum
spretta fram á andliti annarrar
vinkonu minnar og hin gætti þess
vandlega að fletir líkamans
fengju jafn mikið magn af sólar-
geislum, hún var nú einu
sinni á leið upp að altarinu
með útiteknum manni
seinna um sumarið.
Það var svo sannarlega
líf og fjör í pottinum. Hlæj-
andi börn, grátandi börn,
glaðir unglingar, aðeins eldri
unglingar og fastagestir
laugarinnar sem létu marg-
mennið þennan dag ekki
setja sig út af laginu.
Út um allan pott voru leik-
föng, sundboltar og taflborð.
Einn boltanna, skærbleikur að
lit, skoppaði ítrekað til mín og
sló ég hann jafnharðan til baka.
Eftir dálitla stund gafst ég upp,
tók boltann og sýndi gam-
alkunna blaktakta þegar ég
sendi boltann lengst í burtu.
Því næst hélt ég áfram að
ræða við vinkonur mínar eins og ekk-
ert hefði ískorist og tók ekki einu
sinni eftir því að skeifa hafði myndast
á andliti lítillar stúlku í pottinum, það
glitti meira að segja í tár á hvörmum
hennar.
„Lára, getur nokkuð verið að þetta
hafi verið bolti stelpunnar þarna sem
þú kastaðir í burtu?“ spurði vinkona
mín mig eftir dálitla stund og benti í
átt til litlu stúlkunnar. Ég hrökk í kút.
Við mér blasti grátandi telpa, á að
giska þriggja ára og móðir hennar
sem reyndi sitt besta til að hugga
hana.
Eftir nánari athugun kom í
ljós að vinkona mín hafði rétt
fyrir sér. Ég ruddist í gegn-
um þvöguna í pottinum til
að ná í boltann á meðan
vinkona mín gerði sitt
besta til að róa móður
barnsins, en það hafði fokið
verulega í hana þegar hún
áttaði sig á því hvað ég hafði
gert. Skömmustuleg rétti ég
barninu boltann, baðst af-
sökunar og sá svo rétt glitta
í hælana á fjölskyldunni sem
flýtti sér upp úr pottinum.
Já, þetta var ógleyman-
legur dagur. Sólin gerði hann
vissulega frábæran, en þetta
verður alltaf dagurinn þegar
ég tók leikfang af litlu barni
og henti lengst út í buskann.
» Ég ruddist í gegnumþvöguna á meðan vin-
kona mín gerði sitt besta til
að róa móður barnsins …
Heimur Láru Höllu
Lára Halla Sigurðardóttir
larahalla@mbl.is
30%
afsláttur
af völdum
töskum
og fatnaði
Kringlan
Sími 533 4533
Kringlukast