Morgunblaðið - 17.10.2014, Síða 14
Viðarhöfða 2 – 110 Reykjavík – Sími 577 6500 – takk@takk.is www.takk.is
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014
Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir
að unnið hafi verið að því í skipu-
lagsráði Reykjavíkur á árunum
2009 og 2010 að gera Álfsnesið að
framtíðarstað fyrir fyrirtæki í
þungum iðnaði.
„Ég var þá formaður skipulags-
ráðs og þar var einhugur um að
beina iðnfyrirtækjum í þungum iðn-
aði upp á Álfsnes. Umhverfismats-
ferlið var sett af stað og svæðið sem
stóð til að nýta fyrir iðnfyrirtæki
var afmarkað. Meðal ástæðna þess
að horft var til Álfsness var að þar
er aðdjúpt og iðnaður fyrir.
Fulltrúar iðnfyrirtækja sem rætt
var við tóku undir að Álfsnesið gæti
orðið ákjósanlegt framtíðarsvæði.“
Stórar lóðir hefðu losnað
„Við flutning iðnfyrirtækja upp á
Álfsnes hefðu losnað stór svæði
uppi á Ártúnshöfða, sem margir
horfa til að geti verið þróunarsvæði
næstu áratugina í Reykjavíkur-
borg. Þar með hefði líka fundist
lausn fyrir Björgun, sem hefði
fengið viðlegukant, og fyrir fyrir-
tæki eins og Hringrás [sem er við
Klettagarða] og önnur fyrirtæki
með starfsemi sem fellur illa eða
ekki að þeirri byggð sem næst þeim
stendur. Horft var til þess að
Malbikunarstöðin, sem er 100% í
eigu Reykjavíkurborgar, myndi
fylgja með upp á Álfsnesið. Því mið-
ur var þetta meðal þess sem var
tekið út af borðinu á síðasta kjör-
tímabili og enginn áhugi virtist
vera fyrir því að skapa aðstöðu fyr-
ir iðnfyrirtæki. Það eru engin at-
vinnusvæði fyrir fyrirtæki af þess-
ari gerð í Reykjavík í dag.
Esjumelar eru eina svæðið sem
hægt er að benda á. Þar er ekki
þungur iðnaður. Þar er til dæmis
ekki viðlegukantur og aðrir mögu-
leikar sem Álfsnesið býður upp á
fyrir slík fyrirtæki.
Það er mjög undarlegt útspil af
Degi B. Eggertssyni borgarstjóra
að Björgun geti farið inn í Sunda-
höfn. Það sýnir hverslags ráðaleysi
er í gangi og hversu lausnirnar eru
óraunhæfar. Hverjum dettur í hug
að það sé til heilla fyrir svæðið að
setja Björgun, sem íbúar í Bryggju-
hverfi hafa réttilega bent á að staf-
ar mikil mengun af, undir kletta-
vegginn við Kleppsspítala? … Ég sé
ekki hvernig menn geta horft til
þess að setja Björgun, fyrirtæki í
þungum iðnaði, rétt undir vegginn
á sjúkrastofnun.“ baldura@mbl.is
Einhugur var um
flutning á Álfsnes
Borgarfulltrúi gagnrýnir ráðaleysi
Teikning/Umhverfis- og skipulagsráð RVK
Drög að Sundabraut Gráa svæðið er
sá hluti Álfsness sem Júlíus nefnir.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Forsvarsmenn Björgunar hafa ekki
tekið ákvörðun um flutning félagsins
frá athafnasvæði þess við Ártúns-
höfða. Félagið, sem er leiðandi í
framleiðslu steinefna til mannvirkja-
gerðar á Íslandi, þarf að finna fram-
tíðarstað fyrir starfsemi sína eftir að
Faxaflóahafnir tilkynntu fyrir nokkr-
um vikum að þær hygðust segja fé-
laginu formlega upp afnotum af lóð á
Sævarhöfða 33. Miðað er við að lóðin
verði rýmd eigi síðar en í árslok 2016.
Gunnlaugur Kristjánsson, forstjóri
Björgunar, segir forsöguna langa.
Forsvarsmenn félagsins hafi þannig
beðið í tvo áratugi eftir því að
Reykjavíkurborg fyndi lóð undir fé-
lagið til framtíðar. Oftar en einu sinni
hafi félaginu verið boðinn nýr staður
en þau tilboð síðan verið dregin til
baka. Nýjasta tilboðið er að félagið
verði á Kleppsbakka til bráðabirgða.
Fyrir neðan Kleppsspítala
„Við erum að skoða tilboð borgar-
innar um að fara inn í Sundahöfn.
Okkur hefur verið boðin lóð á Klepps-
bakka sem er fyrir neðan Klepp. Það
er eina staðsetningin sem okkur
stendur til boða. Valið stendur því um
að þiggja lóðina eða leggja starfsem-
ina í núverandi mynd af.“
– Líst þér vel eða illa á þann kost?
„Þetta er eini kosturinn sem er í
boði. Mín skoðun er sú að borgin ætti
að finna þeirri starfsemi sem er á
Höfðanum í dag, en á að víkja, fram-
tíðarstað. Það er ekki aðeins Björgun
sem á að víkja, Björgun er aðeins
fyrsta félagið af mörgum. Malbik-
unarstöðin, steypustöðvarnar og
fleiri fyrirtæki munu fylgja þar á eft-
ir. Fyrsti áfanginn í því að breyta
landnotkun á
Höfðanum ætti að
vera að finna
þeirri starfsemi
sem þar er fyrir
annan stað. Það
hefur ekki verið
gert,“ segir Gunn-
laugur.
„Ef öll starf-
semi verður slitin
í sundur, efnis-
vinnsla og steypustöðvarnar, þá kall-
ar það á gríðarlega efnisflutninga
bæði í gegnum og umhverfis borgina.
Það er því í mínum huga óafsakanlegt
að reyna ekki að finna lausn þar sem
haldið er í þau gæði sem felast í því að
hafa þessa starfsemi alla á sama
blettinum. Nú er steypuefni ekið 1-2
kílómetra frá Björgun og til steypu-
stöðvanna. Ef við hættum starfsemi
þarf að sækja steypuefni um langan
veg, eða 50 til 80 kílómetra og jafnvel
lengra. Það getur hver og einn gert
sér í hugarlund hvað það þýðir í um-
hverfiskostnaði, slysahættu, sliti á
vegum og fyrir verðlag vörunnar.“
Spurður hvers vegna hann nefni
50-80 kílómetra segist Gunnlaugur
eiga við að aka þyrfti suður á Reykja-
nes, austur fyrir fjall, eða upp í Borg-
arfjörð til að sækja efni. Til lengri
tíma litið gæti þurft að sækja steypu-
efni um enn lengri veg.
„Þetta eru kostirnir. Það er ekki
um auðugan garð að gresja um gott
steypuefni í nágrenni Reykjavíkur.
Það gæti jafnvel komið til þess að
flytja þyrfti inn steypuefni ef starf-
semi Björgunar legðist af,“ segir
Gunnlaugur, en fram kemur á vef
Björgunar að félagið fái hráefni úr
námum á hafsbotni með uppdælingu
efnis. Hráefnið er síðan flutt til frek-
ari vinnslu á athafnasvæði félagsins á
Ártúnshöfða í Reykjavík.
Engar viðræður við BM Vallá
Gunnlaugur er jafnframt stjórnar-
formaður steypustöðvarinnar BM
Vallár. Hann segir félagið hafa lóða-
leigusamning á Höfðanum í 10 til 15
ár. „Það hefur ekki verið rætt við
borgina hvað gerist að þeim tíma
loknum,“ segir Gunnlaugur.
Helgi Jóhannesson, lögmaður
Björgunar, segir félagið líta svo á að
leigusamningur vegna Sævarhöfða
33 renni út 2034, en hafi ekki runnið
út 2009 eins og Faxaflóahafnir haldi
fram. „Ef félaginu verður gert að
víkja af núverandi svæði áður en
leigusamningur er útrunninn, sem er
árið 2034, mun félagið halda öllum
rétti til haga sem það á vegna þess.
En þess ber skýrt að geta að félagið
er nú að vinna með Faxaflóahöfnum
og borgaryfirvöldum að framtíðar-
lausn á þessum málum.“
Helgi segir aðspurður að réttur til
skaðabóta sé meðal þess sem haldið
verður til haga, ef önnur lausn finnst
ekki.
Óvissa er um framtíð Björgunar
Forstjóri Björgunar segir borgina hafa boðið lóð við Klepp
Það eigi tveggja kosta völ: að þiggja lóð við Klepp eða loka
Morgunblaðið/Golli
Athafnasvæði Björgunar Samsett yfirlitsmynd af svæðinu. Til hægri, eða til austurs, má sjá Bryggjuhverfið. Íbúar í hverfinu hafa kvartað undan mengun frá starfsemi Björgunar.
Morgunblaðið/Ómar
Kleppsbakki Reykjavíkurborg hefur boðið félaginu þessa lóð til 20 ára.
Gunnlaugur
Kristjánsson